Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 9
MORCinynLAÐiÐ
9
Föstudagur 3. apríl 1959
llr kvikmyndinni I jöklanna skjóli.
SkaftfelHngakvikmyndin:
í jöklanna skjóli
Á SÍÐUSTU árum hefur vaknað
áhugi hér á landi á töku heim-
ildar- og kynningarkvikmynda,
enda er framleiðsla slíkra mynda
mikil í heiminum nú á dögum.
í>að er ástæða til að hvetja
menn til að fylgjast með starfi
þeiri-a manna, sem að slíkiú kvik-
myndagerð vinna hér á landi, því
að þar er um að ræða merkilega
viðieitni og athyglisverðan árang-
ur. Ég skrifa þessi orð í tilefni af
kvikmynd Skaftfellingafélagsins
í Reykjavík, sem nú er fullgerð
og sýnd er opinberlega urn þessar
mundir. Sú mynd á að sýna líf
fólksins í Skaftafellssýslum, at-
vinnuhætti þess og menningu.
Skaftfellingaféiagið hefur látið
gera myndina, kostað hana og
undirbúið, og hafa margir lagt
fram iið sitt, þótt hér séu ekki
nafngreindir. Starfið seni liggur
að baki myndatöku sem þessarar
er óhemju mikið og miklu meira
en ókuimuga getur grunað í fijótu
bragði. Kvikmyndatökumaður
hefur verið Vigfús Sigurgeirsson,
en höfundur og þulur skýringar-
texta Jón Aðalsteinn Jónsson.
Mér er ljúft að mæla með þess-
ari mynd, því að með töku hennar
hefur verið unnið merkilegt starf
og hún er einnig bráðskemmtileg
á að horfa. Myndin gerist í köfl-
um eða þáttum, sem hver um sig
er sjálfstæð heild og sýnir eitt.
hvert tiltekið atriði skaftfellskrar
menningar fyrir vélaöld. Sum
atriðin eru ekki ýkja frábrugðin
því sem gerðist annars staðar á
landinu, svo sem þátturinn um
kvöldvökuna eða baðstofulífið
fyrr á tíð, en hin atriðin eru fleiri,
þar sem unnið er úr sérkennileg-
um skaftfellskum þjóðlífsháttum.
Má þar nefna þátt um meltekj-
una, þar sem sýnt er allt verk-
lagið við hinn merkilega bjarg-
ræðisveg austur þar, hirðingu og
nýtingu melkornsins. Þessi sér-
stæða atvinnugrein er nú liðin
undir lok, en þó er enn til fólk og j
það í fullu fjöri, sem kann öll I
viðeigandi handtök út í æsar. og
einmitt slíkt fólk hefur verið
fengið til þess að „leika“ í mynd-
inni, sýna stig af stigi, hvernig
melkornið var hirt og verkað,
þangað til það var orðið að ljúf-
fengum mat. Engin efi er á, að í
meðferð melkornsins lifa fornar
kornverkunaraðferðir frá þeim
tíma, er ræktað bygg var algeng
nytjajurt hér á landi. í fornöld
var akuryrkja allmikil atvinnu-
grein hér, og eru ýmsar heimildir
um hana, en ég er þess fullviss,!
að þessi kvikmynd Skaftfellinga-
félagsins mun, þegar stundir líða,
talin þar ein merkasta heimildin,
því að þar lifa handtökin öll, sem
ein kynslóð hefur af annarri num
ið í órofinni keðju öld eftir öld.
Fyrr á öldum var viðarkola.
gerð geysimikil hér á lar.di, enda
hafa skógarnir fengið að kenna
á þvi. Alis staðar þar sem skógur
hefur verið, sér maður kringlótta
bolla, sem sýnilega eru gerðir af
manna höndum, þótt nú séu grón.
ir. Þetta eru gamlar kolagrafir,
þar hafa fyrri menn gert til kola:
Þeir menn ei-u nú fáir orðnir,
sem kunna þetta gamla starf, því
að eitt er að lesa sér til í bókum,
hvernig hér var að unnið, eða
kunna verkið með öllum sinum
handtökum og aðferðum, sem
mótazt hafa og festst í skorðum
á löngum tíma. Einn þáttur mynd
arinnar sýnir koiagerð í Skafta-
felli i Öræfum, og þar eru að
verki menn, sem eru samlifaðir
þessu starfi, þeir eru ekki að
leika, ekki að sýna verk eins og
þeim hefur verið sagt að unnið
hafi verið, heldur eru þeir að
vinna hversdagslegt og sjálfsagt
verk, sem aldrei hefur niður fall-
ið á þessum stað, af þeim kunnug-
leik og eðlileik í öllu. verklagi,
sem byggist í órofnu samhengi
við fortíðina.
Mér þykir vænst um þessa tvo
þætti Skaftfellingamyndarinnar,
því að þarna er borgið inn á
mynd stórmerkum atvinnuhátt-
um, sem eru að deyja út og nógu
nákvæmlega er sýnt til þess að
kallast megi heimildarkvikmynd,
án þess þó að lopinn sé svo teygð-
ur að leiðigjarnt sé á að horfa.
Aðrir þættir eru svo drama-
tískari svo sem fýlatekjan í Fagra
dalshömrum, og þar er líka um
að ræða allsérstæða atvinnugrein
með sínum sérstöku tækjum og
aðferðum, viðureignin við skaft-
fellsku vötnin og vöruflutninga á
skipum að hafnlausri strönd sýsl-
unnar. Þetta er allt mjög for-
vitnilegt á að horfa fyrir alla þá
sem áhuga hafa á hogum og hátt-
um fólks í þessu landi.
Heimildarkvikmýndir og kynn-
ingarkvikmyndir eru mjög vin-
sælar nú á dögum, enda eru þær
óviðjafnanlegt tæki til fróðleiks
og skemmtunar og gerð þeirra er
í rauninni listgrein út af fyrir sig.
Efni í slíkar myndir má velja úr
ólíkustu áttum. Þó að þau séu
ekki öll jafnhv.gtæk, veldur þó
miklu hver á heldur, snjallir.
menn geta gert rnikið úr litlu
með listrænni beitingu tækninn-
ar. Hér á landi eru ótal hugtæk
efni í heimildar- og kynningar-
myndir, íslenzk náttúra með öll-
um sínum undrum og allri sinni
litadýrð og 'íslenzkt mannlíf, gam-
alt og nýtt. Nokkrar kvikmyndir
þessa efnis hafa þegar verið gerð.
ar hér á landi, og eiga þeir mcnn
lof skilið, sem þar hafa að unnið.
Engin þægilegri landkynningar-
tæki eru til en .snjallar og vel
gerðar kvikmyndir af þessu tagi.
sérstök ástæða finnst mér til
að þakka þeim, sem af alúð og
reyha að gera sannar
óg trúar heimildarmyndir af því
íslándi sem er að hverfa. Sumt
hægt að mynda i dag, sem kom
ið er undir græna torfu á morgun.
Þær myndir munu verða í heiðri
hafðar á komandi tímum, jafn-
vel þótt ekki séu alfulLkomnar að
tækni, fslendingar hafa ekki
langa þjálfun í kvikmyndagerð
og ráða ekki yfir þeirri tækni,
sem auðugri þjóðir geta leyft sér.
eru þegar til hér kvik-
myndir, sem eru góðra gjalda
verðar einnig að þessu leyti og
fyllilega frambærilegar. Skaft-
fellingamyndin er ein af þeim.
Ég held, að Skaftfellingafélagið
hafi tekið rétta stefnu, er það
undirbjó þessa kvikmynd sína.
Það hefur sett sér það mark að
bjarga trúverðugum skaftfellsk-
um þjóðlífslýsingum inn á mynd,
meðan er.n var tími til. Aðrir
sem eitthvað svipað vilja færast
í fang geta áreiðanlega sitthvað
að myndinni lært, og ef til vill
finna þeir einnig einhver víti til
varnaðar, ef vel er að gáð. Og
almenningur ætti að fylgjast með
því starfi, sem unnið er á þessu
sviði. Það er menningarstarf, unn
ið af tryggð við heimahaga og
rækt við líf og sögu þjóðarinnar
í landinu.
Kristján Eldjarn.
Balldór Eiríks-
son sjótugur
Hann er sonur Eiríks Vigfús-
sonar og Þuríðar Halldórsdóttur,
er bjuggu á Ósabakka í Skeið-
um.
Ungur að árum missti hann
foreldra sína og ólst upp í Há-
holti í sömu sveit. Til Reykja-
víkur fluttist hann rúmlega tví-
tugur, og hefur dvalizt þar síðan.
Hann giftist Guðlaugu Helgu
Guðbrandsdóttur, sem var ættuð
frá Hraunbóli í Fljótshverfi í
V.-Skaftafellssýslu, árið 1918.
Þau eignuðust 6 börn og eru 5
þeirra á lífi. Þau slitu samvistum
árið 1931. Síðan reisti hann heim-
ili með Guðrúnu Guðjónsdóttur
frá Dísastöðum í Flóa, sem tók
þann mikla vanda að sér að búa
barnahópnum heimili.
Þeim varð þriggja barna auð-
ið. Guðrún lézt árið 1945.
Halldór er hinn mætasti maður
og virtur vel af öllum sem
þelckja hann. Margir af eldri kyn
slóðinni hér í borg munU því
minnast hans með hlýhug og
þakklæti á þessum tímamótum
ævi hans.
Megi Guð blessa hann, eftir
langan og velunninn starfsdag,
og gera ævikvöldið hlýtt og
bjart. — E
Sigríður Gísladóttir
Minningarorð
í DAG er til moldar borin í
Reykjavík vestfirzk alþýðukona,
'Sigríður Gísladóttir frá Hóli. í
Bakkadal við Arnarfjörð, ein
þessara hógværu, hjartahlýju
kvenna, sem gera heimilin að
sönnum griðastað fyrir eldii og
yngri.
Sigríður Ólafía Gisladóttir var
fædd í Austmannsdal í Arnar-
firði 25. apríl 1896 og var því
tæpra 63 ára, er hún lézt 27.
marz s.l. Foreldrar hennar voru
hjónin Gísli Árnason og Ragn-
hildur Jensdóttir. Gísli var son-
ur Árna bónda á Öskubrekku í
Fífustaðadal, Árnasonar hrepp-
stjóra á Neðrabæ í Selárdal,
Gíslasonar prests í Selárdal, Ein- ,
arssonar, Ragnhildur var dóttir j
Jens bónda í Feigsdal, Þorvalds-
sonar á Tjaldanesi, Ingimundar |
sonar, en móðir Jens í Feigsdal
var Ragnheiður Jensdóttir prests
á Laugabóli á Langadalsströnd,
Jónssonar sýslumanns í Reykjar-
firði, Arnórssonar.
Sigríður ólst upp hjá foreldr-
um sínum, fyrst í Austmannsdal,
en síðar á Krók í Selárdal. Þau
þóttu jafnan hin mestu sæmdar-
hjón, sem hvarvetna komu fram
til góðs, en ekki voru þau
auðug, enda áttu við mikla
ómegð að búa. Sigrður var næst
elzt systkinanna, þeirra sem
ólust upp heimn, og má því
nærri geta, að hún kynntist
snemma amstri og erfiði alþýðu-
konunnar, sem bai'nmörgu heim-
ili þarf að sinna.
Hinn 22. maí 1918 giftist Sig-
ríður Finnboga, syni Jóns
Jónssonar og Guðbjargar Hall-
dórsdóttur á Granda í Bakkadal.
Þau voru fyrsta hjúskaparárið
á Granda, en reistu síðan bú á
Hóli í Bakkadal og bjuggu þar
í sambýli við Þorvald, bróður
Sigríðar, en hann átti síðar Theó-
dóru, systur Finnboga.
Finnbogi er um margt íágætur
maður. Hann hefur alla ævi ver-
ið iðjumaður mikill og áhugasam
ur um jarðrækt, enda vann hann
jörð sinni margt til bóta. Hann
er greindur maður og athugull,
bókhneigður og fróðleiksfús.
Hann er svo vandaður til oi'ðs og
æðis, að af ber, góðgjarn og vel-
viljaður. Voru þau hjónin, hann
og Sigríður, mörgum sömu kost
um búin og um flest samvalin,
enda samlif þeirra til fyrirmynd-
ar og þeim báðum til gæfu.
Þau Finnbogi og Sigríður eign-
uðust 7 börn, sem öll eru á lífi
og hafa þegar sýnt, að þau eru
af góðu bergi brotin. Þau eru:
Guðbergur, verzlunarmaður í
Reykjavík, kvæntur Huldu Guð-
mundsdóttur, á 3 börn; Jóhanna,
skrifstofustúlka í Reykjavík,
ógift; Vigdís gift Bjarna Hannes-
syni bónda á Litlueyri í Arnar-
firði, á 10 börn; Ragnhildur, gift
Bjarna Kristóferssyni bónda í
Fremri-Hvestu í Ai'nai'firði, á 10
börn; Elín, gift Valdimar Helga-
syni trésmið í Reykjavík, á 1
barn; Sigríður, gift Stefáni Vil-
helmssyni flugvé'lavii'kja í
Reykjavík, á 2 börn; og Marínó
sjómaður á Bíldudal, kvæntur
Jónu Guðmundsdóttur, á 2 börn.
— Yngstu börnin tvö eru tvíbur-
ar, og ólst Sigríður upp hjá
Bjarna Ásgeirssyni og Kristjönu
Ólafsdóttur í Laufási í Bakkadal
(nú í Reykjavík), en hin sex
ólust öll upp hjá foreldrum sín-
um á Hóli.
Þegar aldur tók að færast yfir
þau Finnboga og Sigríði, en börn
þeifra flest horfin að heiman,
bruðu þau búin og settust að á
Bíldudal (1947). Áttu þau þar
heima síðan, þar til fyrir tæpum
tveim árum, að heilsu Sigríðar
var svo komið, að hún gat ekki
lengur séð um heimili og þurfti
að staðaldi'i að vera undir lækn-
is hendi. Þá fluttust þau til
Reykjavíkur og settust að hjá
Elínu dóttur sinni og manni
hennar, sem allt gerðu til þess
að þungur sjúkdómur mætti
verða Sigríði sem léttbærastur,
en hún var að sínu leyti þolin-
móður og þakklátur sjúklingur.
Það lundarfar, sem hafði ein-
kennt hana alla ævi, fylgdi
henni til síðustu stundar.
Sigríður var starfsöm kona og
vel verki farin og taldi aldrei á
sig erfiði, ef hún hélt, að það gæti
orðið einhverjum að gagni. Hún
átti þátt í uppeldi þriggja kyn-
slóða: fyrst yngri systkina sinna,
síðan sex barna sinna og að síð-
ustu rétti hún dætrum sínum
hjálparhönd eftir mætti við um-
önnun ungra barna þeirra. Og
það mun henni hafa fallið þyngst
í síðustu veikindum sínum að
geta nú ekki lengur hjálpað öðr-
um.
Sigríður Gísladóttir var kona
fríð sýnurn, eins og fleira af fólki
hennar, og bauð af sér einkar
góðan þokka. Hún var viðfelldin
í umgengni, jafnlynd og dagfars-
prúð og fyllti heimili sitt hljóð-
látri, hlýrri gleði, sem öllum var
til yndis, gestum og heimamöim-
, um. Hún var góð kona \
Ólafur Þ. Kristjánsson.
Hús til siilu í Hveraprði
Ibúðarhúsið Bláskógar 3 í Hveragerði er til sölu. Það er
37 fermetrar að stærð og stendur á 1350 fermetra
leigulóð.
Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 20. þ.m.
Hreppstjóri Hveragerðishrepps.
Stefán J. Guðmnndsson.
íbúð til sölu
Höfum til sölu mjög skemmtilega íbúð, næstum full-
gerða, í Hagahverfinu. Ibúðin er 140 ferm., 5 herbergi,
eldhús, bað ,skáli o.fl. Stórar og góðar svalir.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgata 4. Símar: 13294 og 14314.