Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 14
14 MORCVIStíLAÐIÐ Föstudagur 3. aprfl 1959 Stefán Hólm Jónsson vélstjóri — minning SJALDAN hefur hin íslenzka J>jóð goldið jafn mikið afhroð í fangbrögðum sínum við Ægi eins Og dagana er togarinn Júlí frá Hafnarfirði og vitaskipið Hermóð ur fórust með samtals 42 vösk- um drengjum á bezta lífsskeiði ©g vart fullhörðnuðum ungum mönnum. Þessir menn voru við öflun brauðs til handa þjóð vorri og við opinber þjónustustörf á hafi úti. Það er oft strangt að sækja auð i greipar Ægis, og aldrei hefur þótt hlíta að það reyndu aðrir en velvirkir kunnáttu- og mann- skapsmenn. Dýrkeypt reynsla hefur kennt íslenzku þjóðinni að búa að þessum útvörðum sínum sem bezt hún getuir og gera samkvæmt því kröfur til þeirra. Arðurinn og aflaföngin eru oft mikil og sóknin gengur að ósk- um, en alltaf öðru hverju heggur Ægir stór skörð í framlínu ís- lenzkra útvarða og svo var nú um þessar mundir. Stefán Hólm Jónsson var éinn þeirra vösku drengja, sem fórust með togaranum Júlí. Stefán var fæddur í Kaupmanna ‘höfn 1. sept. 1910. Faðir hans var Sigurður Jónsson, læknir, ættað- ur af Eyrarbakka, en móðir Christine Elisabeth fædd Hólm hjúkrunarkona af dönskum og sænskum ættum. Er Stefán var kornungur fluttust foreldrar hans til Færeyja. Þar var faðir hans héraðslæknir í mörg ár. 10 ára var Stefán sendur til náms við Korsvejensskole á Amager í Kaupmannahöfn. Þar lauk hann gagnfræðaprófi. Um það leyti fluttust foreldrar hans til Kaup- mannahafnar á ný. Syskini Stef- áns voru þrjú, ein systir, sem dó ung og tveir bræður, sem búa í Kaupmannahöfn. Þegar Stefán var um 16 ára gamall, hneigðist hugur hans mjög að rauhæfri vitneskju um umheiminn og að landi föður hans. Hann réð sig þá á eim- skipið Gullfoss og komst á þann hátt hingað heim til ís-lands og ílentist hér upp frá því. Hann hóf nám í Vélsmiðjunni Hamri h.f. og að því loknu við Vélskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan vélstjóraprófi vorið 1936. Siðan hefur Stefán mestmegnis stund- að vélstjórn smærri og stærri skipa fram til hinzta dags, nema um fimm ára skeið sem þau hjón in bjuggu í Kaupmannahöfn. Tvítugur kynntist Stefán eftir- lifandi eiginkonu sinni Lovísu Guðmundsdóttur frá Holti í Hafn arfirði. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Fimm þeirra lifa: Elísabet gift Guðmundi Pálssyni búandi í Hafnarfirði, Guðmund- ur er stundar vélsmíðanám í Keflavík og býr þar með unnustu sinni Elínu Yngvarsdóttur, en til heimilis með móður sinni eru yngri drengirnir Sigurður, Stefán og Eyþór. AUt er þetta myndar- fólk og mannvænleg böm. Stefán var traustur maður, þrekmikill og gjörvilegur að allri vallarsýn, velvirkur vélstjóri og hagur á allt er að því starfi laut. Hann var hinn bezti heimilis- faðir og börnum sínum mikil fyr irmynd. Hann unni heimili sínu mjög og kunni að meta og njóta þess, sem heilsteypt samlíf hjóna býður enda hafa þeir, sem gerst til þekkja, oft brugðið því við, hversu þau hjónin hafa borið vel uppi erfiðleika lífsins ef ein- hverjir voru, og hversu þau nutu gleðinnar heil í skauti heimilis- ins eða í félagi við sína nánustu. Stefán, þú hófst hina sjálfstæðu lífsgöngu þína einn og óstuddur í framandi landi. Þér rann samt blóðið til skyldunnar og þú fannst þína köllun. Þú tókst á í baráttu lífsins eins og hetju sæm ir og líf þitt minnir oss á djarfa framgöngu og prúðmannlega. Þú féllst eins og hetja við mikinn orðstír í fangbrögðum við Ægi hinn mikla. Vertu sæll Stefán, kæri vinur og félagi. yið miiuiumst þín allt; frá þeim tíma er við sáum þig fyrst ungan og glæstan í undir- búningi að lífsbaráttunni. Þá blasti við framtíðin björt og full af viðfangsefnum. Síðan hafa leiðir ýmist legið saman eða skil- izt, en þegar litið er yfir leiðina alla, eru hvarvetna góðar og gæfuríkar endurminningar þar sem þú og þinn andi iifir skap- andi með þínum nánustu og styrkir þá. Ég bið guð að blessa og styrkja syrgjandi eiginkonu þína, börn og tengdabörn. Megi hann eink- um annast litlu drengina ykkar, sem allt of stutt nutu þinnar föð urlegu umhyggju og verndar. Hann gefi þeim gæfuríka framtíð og styrki þá til dáða og dreng- skapar í minningunni um góðan föður sinn. Friðg. G. Kveðja. Hreyfi eg vina, lítinn Ijóðastaf. Lífsgleði þína feiur sollið haf. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. fólk, sem ég ekki vil nefna, svar- aði henni eitthvað á þessa leið: — Við höfum stritað hér og þolað hvers konar erfiðleika öll stríðs- árin — og nú eigum við einnig að fara að gefa matinn af borð- um okkar! En þetta er að sjálfsögðu hrein fávizka. Það er einnig til mjög geðþekkt fólk i Svíþjóð. Að viðurkenna þá veröld, sem við, lifum i — Talið þér sem einn hinna svonefndu menningar-böisýnis- manna, þegar þér minnizt á „Eyju þolgæðisins"? — ,,Menningar-bölsýni" — ég hefi vist aldrei getað glöggvað mig fyllilega á merkingu þess hugtaks. Og þegar ég skrifa að við, hver og einn, sitjum aleinir á eyju, sem ég kenni við þolgæði, þá er það i rauninni ekki bölsýni, sem að baki býr, hcldur bjartsýni. — Við verðum 811, a. m. k. að vissu marki, að viðurkenna þá veröld, sem við lifum í, og freista þess að bæta hana. Það má ljóst vera, að menning okkar er í hættu stödd — en það hefur menningin nú raunar alltaf verið! Það ermin skoðun. Það er að segja hin æðri menning — menning andans. En allt til þessa hefur hún þó lifað af hina margvíslegustu afbrigði einræðis og kúgunar. Það er ekki vonlaust! — Samt sem áður hafið þér stundum virzt bölsýnir á framtíð hins vestræna hugmyndakerfis? — Ég veit ekki — við eigum ekki að vera bölsýn, þá verður allt svo tilgangslaust. — Er ekki eitthvað til, sem nefnt er „heilbrigð bölsýni"? Kýs eg að reynast, vinan mæta mín, megnug að létta raunasporin þín. Sé eg í anda glaðra vona vor, vegurinn sýndist greiða heilla- 'spor. Mun þessu eigi mega finna stað? Miningin glöð og fögur sýnir það. Brátt hefir dregið fyrir sæla sól, sviplega dimmir oft um jarðarból Nú hefir sorgin sveipað þína leið. Signi þig trúar birtan mild og heið. Bið eg, þig verndi líknarherrann hár, hjartanu veiti styrk og þerri tár. Blessun hans veitist börnunum og þér. Biður þess veit eg hann, sem far- inn er. Ástvinakveðja. Ástkæri svanni, svalan yfir mar, sendi eg kveðju minnist þess er var. Minnist hve oft eg ykkar þráði fund, átti þá marga ljúfa gleðistund. Ástvinum mínum færð er fregnin sár. Fellur um bernsku-vanga harma- tár. Honum á vald eg ykkar forsjá fel Föðurnum, sem oss blessar líf og hel. Skilja nú leiðir lítið stundar-bil. Lyftið þið trúaraugum himins til. Áttum við nokkurs annars kostar völ? Alvizkan ræður hverri jarðlifs dvöl. Kærleika okkar enginn slíta má, eftir þér bið eg vina Guði hjá, þar mega tengjast aftur ástar- bönd. Elskunnar faðir þekkir meinin vönd. Hjartfólgnar þakkir hjartans vina mín. Himnanna sjóli bið eg gæti þín. Jarðlífið einatt færir erfið spor. Eilífðin löng og fögur bíður vor. B. („Eg lifi og þér munuð lifa“.) — Ja — þá er það einmitt slík bölsýni, srm nú við og við ættum að temja okkur. — Hinn vest- ræni heimur er ekki sigraður, en honuu. er mjög ógnað. Og ég er einn þeirra, sem telja, að verði enn hert á ógnuninni, þá beri honum að verja sig — og það með öllum tiltækum ráðum. En sem stendur tel ég það mest um vert, að við gerum okkur fylli- lega ljóst, að okkur ér ógnað, að við erum á hættusvæðinu, og að ógnunin mun vaxa og vaxa, ef við veitum ekki viðnám. — Því miður halda margir því fram, að það sé vcnlaust, að allt sé fyrir fram tí pað. En slíkt megum við ekki láta okkur um munn fara. Þvert á móti eigum við að segja: Það er ekki vonlaust! Þar með höfum nefnilega við unnið fyrsta sigurinn. En h«v sem "T.-u líður er bar- átta andstæðra hugmyndakerfa staðreynd og vandamál, sem ekki er hægt að láta sem vind um eyru þjóta. Það verða menn að gera sér ljóst og — lifa samkvæmt því, hver og einn. — Gerir fólk það? — Það er ekki L rgt að tala um fólk almennt. Sagan lítur aðeins á einstaklinginn. Siðfc ðisþrosl.i án trúar. — Hafið þér sótt til fanga í gríska menningu? — Það er hin fyrsta vestræna menning, sem við eigum henni margt að þakka. En að sjálfsögðu er hægt að túlka hana og skýra á mismuna di vegu. Aðalatriðið er, að við lærum, að við getum ekki dregið okkur út úr eða komizt undan þeim heimi, sem við lifum í. Nú skiptir þróun heimsins hvert mannsbarn — þá, sem ekki geta flúið á náðir trúarinnar. Og þeg- ar maður hefir ekki hæfileikann til að trúa, þá er bjargast án hans. Erlendur Erlendsson fyrrv. veitingamaðúr — minning HINN 14. september 1958 andað- ist Erlendur Erlendsson í Holly- wood, Californíu, frá eftirlifandi konu Þórdísi Hauksdóttur og 5 mannvænlegum börnum þeirra. Erlendur var fæddur 7. septem- ber 1905 að Giljum, Hvolhreppi. Foreldrar hans, Erlendur Jóns- son frá Arngeirsstöðum, Fljóts- hlíð, dáinn, og kona hans Jó- hanna Einarsdóttir, og lifir hún son sinn, hátt á áttræðisaldri, er býr á Njálsgötu 71, Reykjavík. Flestir Reykjavíkurbúar á ár- unum 1945 til 1952 þekktu Er- lend undir nafninu Elli á Röðli, því hann byggði og starfrækti með mikilli prýði og dugnaði Veitingahúsið Röðul við Lauga- veg. Faðir Erlendar andaðist, þegar hann var á unga aldri, frá konu sinni og stórum barnahóp, með litlum efnum, og varð því Erlend ur að fara ungur að heiman til að leita sér gæfu og frama. Hann ávann sér mikla trú sök Og það getur vel gengið. — Ég er þeirrar skoðunar. að menn geti öðlazt siðferðisþroska án trúar. Akademian og dómar hennar. — Hafið þér nokkuð á móti því, að segja eitthvað um Pasternak og Nóbelsverðlaunin? — Sænska akademían reynir að fylgja fyrirmælum erðaskrárinn- ar út í æsar, eftir því sem unnt er. Nú er þess að gæta, að í fyrra komu fram mjög margar tillög- ur um veitingu bókmenntaverð- launanna. Ég held, að til greina hafði komið um 40 höfundar, allir í úrvalsflokki á alþjóðamæli- I kvarða — og þá segir sig sjálft, ■ að erfitt er að skera úr um það, ! hver sé fremstur. — Frá mínum bæjardyrum séð er ekki hægt að taka tillit til pólitískra aðstæðna, þegar um mat á bókmenntum er að ræða. Þar verður bókmennta- legt gildi eitt að ráða — og það er vissulega að finna hjá Paster- nak — að mínum dómi í óvenju- ríkum mæli. Það er eðlilegt, að rætt sé og deilt um veitingu Nóbelsverð- launa um allan heim, — þannig á það að vera. Og það hefur vissu- lega glatt okkur, að Edmund Wilson, einn af kunnustu gagn- rýnendum Bandaríkjanna, sem skrifar í „The New Yorker" — að hann, sem kann rússnesku, hefur lýst því yfir. að hann telji Past- ernak afc.r merkilegan rithöfund, en Wilson hefur sérstaklega kynnt sér bæði „Dr. Zivago" og mörg af eldri ritverkum Paster- naks. Akademían gerir sitt bezta, en að sjálfsögðu verður ekki um það sagt, hversu haldgóðir dómar hennar eru í hverju tilfelli. Hvað Pasternak viðvíkur hefi ég þó engar áhy^gjur. Hann hafði til að bera allt, sem við þurfti. — Hann verðskuldaði tvimælalaust Nóbels verðlaunin. um dugnaðar, lipurðar, forsjálnl og trúmennsku. Eðillega varð hann að mæta mörgum örðugleikum á lífsleið- inni, en með dæmafárri þraut- seigju yfirsté hann hverja raun, án þess að láta bilbug á sér finna. Snemma hneigðist hugur hans að matreiðslustörfum, fyrst á skipum og síðar á landi, og var hann talinn afbragðs góður mat- sveinn og framreiðslumaður. Hann hafði einnig unnið við járnsmíðar, mótorvélar, svo eitt- hvað sé talið, og vissi ég að hann var svo lagtækur og hagur að allt, sem hann lagði hönd á, lék í hönd um hans. Árið 1953 fluttist Erlendur með fjölskyldu sína búferlum til Kyrrahafsstrandar Canada, Van- couver, og urðum við brátt góðir kunningjar. Skömmu eftir komu hans til Vancouver, lagði hann stund á trésmíðar, er hann stundaði til dauðadags. Hann var hamhleypa við smíð- ar og var svo eftirsóttur að hann var aldrei atvinnulaus. Erlendur var stórvirkur og rausnarlegur, greiðvikinn og hjálpfús með afbrigðum er við vildi hafa, en lét ekki hlut sinn, er honum fannst við eiga. Um haustið 1957 fluttist hann með fjölskyldu sína til Holly- wood, Californíu, þar sem hann keypti sér veglegt hús. Erlendur varð fyrir því slysi síðastliðið sumar að fótbrotna og komst hann ekki til heilsu eftir það. Okkur sem þekktum Erlend kom á óvart að þessi káti og glaði maður á bezta aldri, skyldi hverfa af sjónarsyiðinu fyrir aldur fram. Ég og fjölskylda mín viljum votta eftirlifandi konu hans og börnum, aldraðri móður og syst- kinum okkar innilegustu hlut- tekningu við fi'áfall Erlendar. Blessuð sé mirining hans. Geir Jón He'gason Vancouver B.C. Canada. * KVIKMYNDIR + Gamla Bíó: RIDDARAR HRINGBORÐSINS Þetta er amerísk kvikmynd tekin í litum og CinemaScope, en gerð í Englandi. — Fjallar mynd- in um þjóðsagnahetjuna ensku og alkunnu, Arthur konung, er uppi var á 6. öld og riddara hring borðsins, — riddarareglu, sem hann stofnaði (The Knights of the Round Table). Á þessum tímum ríkti mikiil innanlands- ófriður í Englandi því að landið var konungslaust og margir höfð ingjar landsins reyndu að brjót- ast til valda. Arthur varð þeirra hlutskarpastur fyrir fulltingi hraustra manna sinna, ekki sízt vinar sins, franska riddarans Lancelot. Var Arthur krýndur til konungs og gerði hina fögru að- alsmey, Guinevere að drottningu sinni. En konunginum var þá ó- kunnugt að hún og Lancelot höfðu áður fellt hugi saman. Einn af höfðingjum landsins, Mordred, sem kvæntur var fóst- ursystur Arthurs og gerði kröfu til ríkis, reyndi að nota sér til framdráttar vitneskju sína um ástir drottningarinnar og Lanc- elot, og fór svo að lokum að kon- ungurinn gerði Lancelot útlægan en skipaði drottningunni að fara í klaustur. — Verður sú saga ekki rakin hér nánar. Þetta er mikil mynd og vel gerð. Er bersýnilega reynt að komast sem næst hinum rét.ta sögulega ytri búnaði og gefur það út af fyrir sig myndinni sitt gildi. En leikurinn er einnig prýðisgóður, einkum þeirra Roberts Taylors er leikur aðal- hlutverkið, Ava Gardner er leik- ur Guinevere og Mel Ferer er leikur Arthur konung.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.