Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 2

Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 2
1) n n r r- V n r *Tilfí Fðstudagur 3. apríl 1959 Tekin verður upp skipuleg söfnun örnefna í Reykjavík Gunnar Thoroddsen borgarstjóri hefur falið skjala- og minjaverði að gera tillögur um, hvernig fyeirri söfnun verði bezt hagað Á bæjarstjómarfundi í gær var tekin til umræðu fundargerð bæjarráðs frá 24. marz. Fyrsti liður þeirrar fundarger'ðar er á þá leið, að í upphafi fundarins hafi bæjarráðsmenn skoðaff fram kvæmdir í Kringlumýrarræsi og I Háaleitishverfi. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, vék að þeim framkvæmd- um, sem þarna voru gerðar, í ræðu á bæjarstjórnarfundinum. Kvað hann þetta svæði það stærsta, sem í einu lagi hefði verið tekið undir byggingar i Reykjavík. Væri vega- og ræsa- gerð nú það langt komin, að hægt væri að hefja byggingar á sum- um svæðanum í vor. Hér hefði þurft mikinn tæknilegan undir- búning og ættu verkfræðingar, skipulagsmenn og mælinga, verk stjórar og aðrir er að honum hefði unnið, miklar þakkir skild ar fyrir vel unnin störf. Örnefnin falli ekki í gleymsku Hér er um leið verið að gefa bæjarlandinu nýtt andlit, hélt borgarstjóri áfram máli sinu, og margt hverfur, sem þar var áð- ur. Vil ég í því sambandi minn- ast á nauðsyn þess, að tekin verði upp skipuleg söfnun örnefna i Reykjavík. Við slíkar stórfram- kvæmdir er hætta á að meira og minna af ömefnum og söguleg- um minjum falli í gleymsku og dá, en örnefnasöfnun hefur tii þessa ekki farið fram með skipu- legum hætti hér í Reykjavík. Hér — Síra Sigurbjörn Framh. af bls. 1. kirkjuþing erlendis sem fulltrúi islenzku kirkjunnar. Sóknarprestur og prófessor Sigurbjörn Einarsson var sett- ur sóknarprestur i Breiðabóls- staðaprestakalli á Skógarströnd, haustið 1938, og gegndi því prestakalli til ársins 1941, er hann gerðist prestur í Hallgríms- prestakalli í Reykjavík. Hann var settur kennari við guðfræði- deild Háskóla Islands haustið 1943, skipaður dósent í guðfræði 10. október 1944 og prófessor í guðfræði 26. september 1949. Hinn nýkjömi biskup hefur tekið mikinn þátt í ýmiss konar félagsmálastarfi, m. a. hefur hann verið formaður Skálholts- félagsins allt frá stofnun þess ár- ið 1949. Hefur hann verið mikill áhugamaður og brautryðjandi um endurreisn Skálholtsstaðar. Hann hefur átt sæti í stjórn Hins íslenzka bibliufélags frá árinu 1948 og í stjóm Prestafélags ís- lands frá 1954. Séra Sigurbjöm Einarsson hefur ritað fjölda bóka, bæði kennslubækur, fyrir- lestra, formála og þýðingar. — Hann kvæntist 22. ágúst 1933 Magneu Þorkelsdóttur úr Reykja ▼ik og eiga þau 8 börn. Stendur heimili þeirra á Freyjugötu 17. Signrbjörn Einarsson mun vera yngsti maður, sem kjör- inn hefur verið til biskups yf- ir tslandi á þessari öld. Hann er löngu þjóðkunnur maður, sem afburða prédikari og glæsilegnr kennimaður. Mun hann sennilega taka biskups vígslu í júnímánuði í sumar. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ efri deildar Alþingis föstudaginn 3. apríl. Vöruhappdrætti Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga, frv. — Frh. 2. umr. er verk að vinna, sem hafa verð- ur hraðann á, svo örnefnin falli ekki í gleymsku. Söfnun og varðveizla örnefna hefur vísindalegt gildi, sögulegt, málvísindalegt. Það var ómetan legt afrek fyrir íslenzku þjóð- ina, er Árni Magnússon hóf söfn- un skinnbóka á 17. öld. Þá má einnig í þessu sambandi minna á þjóðsagnasöfnun Jóns Árnasonar og Magnúsar Grimssonar, forn- minjasöfnun þeirra séra Helga Sigurðssonar og Sigurðar Guð- mundssonar málara, og þjóðlaga söfnun séra Bjama Þorsteinsson- ar. Hafa fróðleik i fórum sánum Ég hefi rætt þetta mál við skjala- og minjavörð bæjarins, Lárus Sigurbjörnsson, hélt borg- arstjóri áfram má5> sínu, og falið honum að gera tillögur um, hvernig þessari söfnun yrði bezt hagað. Hefur hann þegar hafið undirbúning að þessu, en það er að sjálfsögðu mikið vandaverk. í skjölum bæjarins er margvís- legan fróðleik að finna og þá hafa ýmsir fræðimenn og safnar- ar skrifað um ömefni og sögu- legar minjar. Má þar til dæmis nefna af núlifandi mönnum, pró- fessor Ólaf Lárusson, sem er allra manna fróðastur og skarp astur um byggðasögu og örnefni, og Árna Óla, sem hefur skrifað fjölda greina og tvær bækur um söguleg efni úr Reykjavík. Enginn vafi er á, að fjöldi gam alla Reykvíkinga hefur í fórum sínum mikinn sögulegan fróð- leik, ekki sizt um örnefni, en með ömefnum er fyrst og fremst átt við heiti á mannabústöðum, mannvirkjum og kennileitum í bæjarlandinu. Verður að hvetja allt þetta ágæta fólk til að halda þessum fróðleik til haga og hafa samband við skjala- og minja- vörð bæjarins. Ýmis félög, fyrst og fremst Reykvíkingafélagið, væru líkleg til að leggja þessum málum einnig lið og má í því sambandi minnast á, að Fom- leifafélagið hefur í sínu mikil- væga starfi um örnefnaskráningu notið stuðnings frá átthaga- og ungmennafélögum. Ömefni gelymast fljótt og eins hvernig þau eru til komin, hélt borgarstjóri áfram, og er það mikið tjón fyrir sögu og menn- ingu. Reykjaviík hét í fyrstu Reykjarvík, að sögn íslendinga- bókar og Landnámu, en hvers vegna og hvenær hefur nafnið breytzt? Mörgu ungu fólki og miðaldra mun það ráðgáta, hvernig ýmis heiti í Reykjavík eru til komin. Austurvöllur er svo nefndur, þegar byggðin var eingöngu við Grjótagötu og Austurstræti lá austur úr bæn- um. Laugavegur dregur nafn af þvottalaugunum en ekki sund- laugunum, eins og smnir freist- Betlistúclentinn í Þjóðleikhúsinu EINHVERN tima á næstunni mun Þjóðleikhúsið hefja sýning- ar á óperettunni Betlistúdentin- um eftir austurríska tónskáldið Karl Millöcker. Óperetta þessi, sem er allþekkt, verður færð upp af próf. Adolf Rott, sem er aðal- leikstjóri við þjóðleikhúsið i Vínarborg og talinn einn af frægustu óperettuleikstjórum Ev rópu. Hefur hann stjórnað leik- sýningum víða í Evröpu á Betli- stúdentinum. — Hér verður óperettan eingöngu færð upp af íslenzkum söngvurum. ast til að álykta. Hverfisgata ber sitt nafn af Skuggahverfinu, en svo nefndist byggðin norðan Laugavegs, og þannig mætti lengi telja. Mér skilst, sagði borgarstjóri að lókum, að hér sé verkefni, sem bærinn ætti að láta til sín taka. Skjala- og minjasafn bæjarins og hinn fróði og ötuli forstöðumað- ur þess munu ekki láta sitt eftir liggja að veita þessu máli lið. Dalai Lama, leiðtogi Tíbetbúa. Mao og kvislingurinn Panchan Lama, sem kínverskir kommún- istar hafa gert aff yfirlepp sinum í Tibet. — Tibet Frh. af bls. 1. og kunnugt er, hafa þúsundir Kínverja reynt að þefa uppi slóð hans undanfarna daga, en ekki tekizt að hafa hendur í hári hans. Fréttirnar um hina nýju Hlufavelta Hringsins til fyrir spítalann 933 börn hafa notið lœknishjálpar á barnadeildinni á 2 Á SUNNUDAGINN efnir Kven- félagið Hringurinn til hlutaveltu í Listamannaskálanum til ágóða fyrir Barnaspítalasjóðinn. Hefur mjög verið vandað til hlutavelt- unnar og mjög margir eigulegir munir safnazt. svo sem t. d. ný Hamilton Beach-hrærivél með hakkavél, tveir skíðasleðar, niður suðuvörur, skartgripir, prjónles og margt fleira. í sambandi við hlutaveltuna verður haldið skyndihappdrætti og dregið áður en henni lýkur og vinningamir afhentir, en þeir eru: Ferð til Kaupmannahafnar með skipi, Regina-prjónavél, ávaxta- skál úr alabasti, tvær brúður, tveir 25 lítra skammtar af benz- íni, Sögusafn ísafoldar í skinn- bandi, og 2 sinnum 250 kr. í pen- ingum. Söfnunin til Barnaspítalans hef ur gengið vel í vetur, og hafa safnazt rúmar 5 millj. kr. Innan skamms verður birt heildar- skýrsla um söfnunina. Það eru nú tæp tvö ár, síðan barnadeild Landspitalans tók til starfa, en hún er eins og kunnugt er stofnuð til bráðabirgða og verð ur rekm þar til Barnaspitali Hringsins tekur til starfa, enda hefur barnasptalasjóður lagt deild inni til ýmislegan útbúnað, sem framvegis verður eign Barnaspít- alans. Þessi stutti reynslutími hefur betur en nokkuð annað sýnt fram á þörfina fyrir fullkominn bama- spítala, auk þess sem með rekstri deildarinnar hefur fengizt dýr- mæt reynsla. Barnadeildin var ætluð 30 sjúklingum, en oftast nær eru þar 32 böm, enda fjöldi barna þeirra, sem þar hafa hlotið læknis hjálp og hjúkrun nú orðinn 933. Aðalatriðið er það, að á þessari deild líður börnunum miklu bet- ur en þeim gæti liðið ef þau væru innan um fullorðna sjúklinga \ arum hinum almennu deildum Land- spítalans. Þar eru tæki til leiks, starfs og föndurs, og sérstök kennslukona annast kennslu í sjúkraiðju. En allt verður þetta starf stór- um auðveldara og fullkomnara, þegar til starfa tekur spítali, sem frá grunni er reistur í þessu skyni eingöngu og þar sem allt verður miðað við þarfir bamanna og allt stuðlar að því að gefa þeim aftur bata. Engin skilur þetta verkefni bet- ur en þeir, sem sjálfir eiga sjúk eða veikluð böm. En einnig þeir foreldrar, sem eiga því láni að fagna að eiga hraust börn og heil- brigð, hafa fúslega lagt hönd á plóginn. uppreisnartilraun herma enn- fremur, að það séu menn af Khamba-ættflokkinum, sem standi fyrir henni. Þeir hörð- ust í dag við kínverska stór- skotaliðið um það bil 25 míl- ur suður af Lhasa. Frá Alþingi FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær að loknum fundi £ sameinuðu þingi. Á dagskrá efri deildar voru þrjú mál. Frum varp um verkstjóranámskeið var til 1. umræðu og gerði mennta- málaráðherra grein fyrir því. Er meginefni frv., að komið verði á fót árlega á kostnað ríkissjóðs sex mánaða námskeiðum til að búa menn undir verkstjórapróf, þegar næg þátttaka fæst. Nám- skeiðin verði haldin í sambandi við iðnskóla. Frv. var vísað til 2. umr. og iðnaðarmálanefndar með 11 sam hljóða atkvæðum. Frv. var víeirfnildaydre Frv. um happdrætti háskólans og annað um almannatrygging- ar voru bæði til 2. umr. og vísað til 3. umr. samhljóða. Tvö mál voru á dagskrá neðri deildar. Frv. um skipun presta- kalla var til einnar umræðu eftir breytingar £ efri deild, en af- greiðslu þess var frestað. Frv. um rithöfundarétt og prentrétt var til 2. umr. og afgreitt til 3. umr. samhljóða. Anœgjulegur funaur Hvatar í fyrrakvöld SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudagskvöld hélt Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt ánægjulegan og vel sóttan fund í Sjálfstæðishúsinu. Formaður félagsins, María Maack setti fundinn og bauð kon- ur velkomnar. Hún ræddi um hlutaveltu, sem félagið hyggst halda 12. apríl eða annan sunnu- dag og hvatti fundarkonur til að standa sig vel við undirbúniog hlutaveltunnar, og láta Gróu Pét- ursdóttur vita hvernig gengi hjá hverri einstakri. Þá talaði Kristín Sigurðardótt- ir, fyrrverandi alþingismaður, og sagði fréttir frá nýafstöðnum landsfundi. Skýrði hún frá álykt- unum þeim, sem þar voru gerðar og sagði frá störfum nefnda. Tók hún það fram, að ein kona a. m. k. hefði verið í hverri nefnd, sem þar starfaði. Gat hún þess sér- staklega, að formaður Hvátar hefði borið fram tillögur um á- fengismál, sem hefði verið sam- þykkt. f sambandi við landsfund- irm var haldinn mjög fjölmennur fundur Landssambands Sjálfstæð iskvenna, og lauk honum með ánægjulegri kaffidrykkju, sem Hvöt bauð til. Á eftir las Valdimar Lárusson leikari upp gamanvísur, og hann og Emilía Jónasdóttir fluttu ieik- þáttinn ,3ónorðið“, og var óspart hlegið að. Að lokum skemmtu Hvatarkonur sér við kaffidrykkju og dans. Iiiflúenza SAUÐÁRKRÓKI, 2. apríl. — ln- flúenza er nú töluvert útbreidd hér. Hún leggst þó ekki þungt á fólk. Aðallega hafa veikzt £ þess um faraldri til þessa stálpaðir krakkar og yngra fólk, og nokk uð mun vera um, að infúenzan hafi lagt gamalt fólk í rúmið. In- flúenzan er nú einnig tekin að breiðast út í sveitinni. — jón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.