Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 16
16 MORGllNnLAfilÐ Föstudagur 3. apríl 1959 FRX s. u. s. RITSTJÖRAR: HÖRÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON Tillögur til úrbóta eða tillögur til afturhalds Ur framsöguræbu Jóns E. Ragnarssonar stud. jur. á furtai háskólastúdenta um kjördæmamálið MIKIÐ hefur verið rætt og ritað tim kjördæmamálið undanfarið og hefur það oft verið meira af kappi en athugun. Hafa menn þá gjarnan beitt fyrir sig hinum vinsælu röksemdum, fremur en þeim haldgóðu og er það að vonum og skv. venju, þar sem mál þetta mun verða eitt af höf- uðmálefnum þeirrar kosninga- baráttu, sem nú stendur fyrir dyrum. I Það mun öllum ljóst, hve mikilvægur og afgerandi þáttur kjördæmaskipunin er í stjórn- ekipun lýðræðisrikis, en í einræð isriki skiptir hún vitaskuld ekki máli. Lýðræði og sanngjörn, rétt- mæt kjördæmaskipun hljóta ávallt að fara saman, standa saman eða falla, því að ef þing- ið er ekki skipað í samræmi við þjóðarviljann, brestur forsendur fyrir þingræðinu og þá um leið verður lýðræðið vafasamt. Endurskoða þarf lýðveldisstjórnarskrána Þegar lýðveldisstjórnarskráin var sett 1944, þá var það aðeins til bráðabirgða, enda skyldi hún endurskoðuð, eins fljótt og unnt væri. Lýðveldisstjórnarskráin var að mestu stjórnarskráin frá 1920 óbreytt, utan ákvæðin um konung. Stjórnarskrá sú var svo í megindráttum stjórnarskráin frá 1874, en hún var að mestu þýðing á grundvallarlögunum dönsku. Stjórnarskránni frá 1920 var svo breytt lítillega með stjórnskipunarlögum 22/1934 og 78/1942, en það voru hvort- tveggja nokkrar lagfæringar á kjördæmaskipuninni. Það var því öllum Ijóst 1944, að gagnger endurskoðun yrði að fara fram á lýðveldisstjórnarskránni og var því komið á svokaliaðri stjórnarskárnefnd, skipaðri full- trúum stjórnmálaflokkanna, sem skildu vinna að þessan endur- skoðun. Það er skemmst frá að segja, að allt starf þessarar nefndar hefur strandað á einu máli, þ. e. kjördæmaskipuninni. Ranglæti núverandi kjördæmaskipunar Hið fyrsta atriði, sem við hljót- um að brjóta til mergjar í þess- um umræðum er: Er núverandi kjördæmaskipun ranglát, er hún svo ranglát, að við verðum að falla frá henni, er líklegt að önn- ur skipan þessara mála sé rétt- látari og hagkvæmari, og þá hver? og að endingu, er þörf al- gerrar breytingar eða er líklegt að hægt sé að lappa þannig upp á núverandi skipan, að viðhlýð- andi sé? Við þurfum ekki að leita lengra en til síðustu alþingiskosninga til þess að fá greið svör við fyrstu spurningunni, þ. e. rang- læti núverandi kjördæmaskipun- ar. í þessum kosningum 1956 fékk Framsóknarflokkurinn 12925 atkv. og 17 þirigmenn, en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 35027 atkv. og 17 kjördæmakosna þm. og tvo uppbótarþingmenn. 1 stuttu máli: Framsóknarfl. hlaut 17 þm. á rúm 15% atkv. en Sjálf- stæðisflokkurinn 19 þm. á rúm 42% atkv. í síðustu eldhúsdagsumræðum hældist Eysteinn Jónsson um af því, sem hann nefndi stórsigur Framsóknarflokksins I kosning- unum 1931 og hefði það komið í veg fyrir kjördæmabreytingu þá. í kosningum þessum fékk Fram sóknarflokkurinn 21 þm. af 36 á 35*9% atkv. Þá fékk Sjálfstæð- isflokkurinn aðeins 12 þm. á tæp 44% atkv. í stuttu máli Fram sókn fékk 60% þm. á tæp 34% atkv. Þannig getur flokkur feng- ið hreinan meirihluta á Alþingi á þriðjung atkvæða eða minna, þegar kosið er skv. núgildandi kosningalögum. í kosningunum 1956 hefði Sjálf stæðisflokkurinn átt að fá 46 j þm. til jafns við 17 þm. Fram- j sóknarflokksins, en fékk 19. Á! , I sama hatt hefði þurft að úthluta 60 uppbótarþingsætum til þess að jöfnuður næðist við Fram- sóknarflokkinn. Núverandi kjördæmaskipun er sett saman af þrenns konar kosn- ingamáta, þ. e. meirihlutakosn- ingu í einmenningskjördæmum, hlutfallskosningum í tvímenn- ingskjördæm og Reykjavík og að lokum landskjöri. Sé ég fáar rök- semdir til stúðnings þeirri marg- breytni. Skv. núverandi kjördæmaskip- un er ekkert samræmi millí kjós- endatölu hvers þingmanns og þar af síður milli kjósendatölu í einmennings- og tvímennings- kjördæmum, auk þess sem þing- mannatala Reykjavíkur er hand- an allrar sanngirni. Um atkvæða tölur einmenningskjördæmanna á þm. má nefna þessi dæmi: Á Seyðisfirði voru 426 á kjörskrá, í Gullbr. og Kjósars. voru 7515 og hafa báðar einn þm. f Dala- sýslu voru 703 á kjörskrá, í A,- Skaftaf.s. 759, í Strandas. 872 og í V.-Hún. 803, en svo á Akureyri 4640 og hafa öll þessi kjördæmi sömuleiðis einn þingmann. Um kjördæmin, þar sem hlut- fallskosning er viðhöfð eru t.d. í N.-Múl. 737 atkv. að baki hverj um þm. en í Rvík 4700, í Árn. eru 1791 atkv. að baki hvorum þm. en í Rang. 889. Litlu kjördæmin hafa einnig fengið sinn skerf af landskjöri, vegna hagstæðrar prósentutölu fallkandidatanna þar. Þannig komu 1949 sex þm. og uppbóta- þingmenn úr þrem minnstu kjör- dæmunum með 1984 atkv. að baki sér samanlagt, en S.Þing. hefur aftur á móti einn þm. með 2380 atkv. Seyðisfjörður hlaut eitt sinn þrjá þm. á innan við 500 atkv. Þannig mætti lengi telja. Núverandi fyrirkomulag gefur töluverða möguleika til at kvæðabrasks og brota á stjórn- skipunarlögum og vísast um það atriði til fundargerða landskjör- stjórnar 1956, sem birtar eru í Tímariti lögfræðinga. Þannig fékk hræðslubandalagið 1956 með téðum svikum 25 þm. á 33,9% atkv. en Sjálfstæðisflokk- urinn fékk 19 þm. með 42,4% atkv. Þetta eru reglur okkar lýð- ræðis. Leiðir til úrbóta Af því sem ég hef hér að fram- an talið álykta ég hiklaust að núverandi kjördæmaskipun sé mjög ranglát og engan vegin samboðin lýðræðisríki. Ranglæt ið og glundroðinn er ennfremur á því stigi að betrumbætur og: skottulækningar á þessu kerfi eru alls ekki vænlegar til árang- urs. Til þess að skapa þjóðinni heilbrigða og lýðræðislega stjórn skipun verður að endurskoða kosningalögin frá róteim og það mál þolir enga bið. Þeir menn, sem koma eiga fjárhagskerfi landsins á fastan grundvöll og Jón E. Ragnarsson. sjá öðrum málum borgið verða fyrst og fremst að vera siðferði- lega rétt kjörnir og ekki sízt, þeir verða að njóta trausts þjóð- arinnar og stuðnings. Næsta spurning okkar er því: Hvað skipan þessarra mála er farsælust, öruggust og líklegust til þess að færa þjóðinni heil- brigt stjórnarfar í samræmi við forsendur lýðræðis og mannrétt- inda. í meginatriðum eru fyrir hendi þrír möguleikar: 1. allt landið sé eitt kjördæmi með hlutfalls- kosningu. 2. einmenningskjör- dæmi með meirihlutakosriingu og 3. fá, stór kjördæmi með hlut- fallskosningu. Öll geta kerfi þessi rúmað landkjör innan tak- marka sinna. Ég mun vera stuttorðaður um fyrsta möguleikann, að landið sé allt eitt kjördæmi. Kerfi þetta felur í sér mikla hættu, sé kjör- ið eftir því eingöngu. Það miðar að mikilli centraliseringu póli- tiska valdsins, það mundi senni- lega leiða til algjörs flokksræð- is og mundi þá væntanlega fara að þrengjast um lýðræðið. Hins vegar er ekki óhugsandi að kjósa eftir þessari leið til efri. deildar eingöngu, en það er annað mál. Ég mun ekki fjöl- yrða nánar um þetta atriði að sinni, en skal með ánægju ræða það frekar hér á eftir, ef það reynist eiga sér formælendur. Einmenningskjördæmi Annað atriðið eru einmennings kjördæmi með meirihlutakosn- ingum. Kerfi þetta hefur verið tíðkað hér á landi, enda þótt höfuðforsenda þess, þ. e. jofn stærð kjördæmanna, sé algjör- Iega sniðgenginn. Rætur núverandi kjördæma- skipunar liggja til endurreisnar Alþingis, sem ráðgjafaþings 1843. Þá voru með konunglegri til- skiþun sett á fót 20 einmennings- kjördæmi og fylgdu þau sýslu- skipúninni, sem sömuleiðis er dönsk aS ur.prunn og forsenda hennar fyrst og fremst lögsagn- arumdæmi. Kjördæmaskipun 1 þessi var sett á án samráðs við i fslendinga og varð hún til megn- j ar óánægju, t.d. barðist Jón for- seti Sigurðsson mikið fyrir end- urskoðun hennar eða afnámi. Einmenningskjördæmi hafa einn stóran kost, þau leiða til hreinni lína í stjórnmálum, hins- ] vegar er hún oft all harðhent við minnihlutann. Það er t.d. mögu- j legt að séu 20 kjördæmi og tveir flokkar, þá fái annar flokkurinn 500 atkv. í öllum, en hinn 499. Þetta mundi fræðilega leiða til þess, að flokkur með c.a. 50,1% atkvæða hlyti alla þingmennina, en flokkur með 49,9% atkv. hlyti engann þingmann o. s. frv. Talsmenn einmenningskjör- dæmanna skýrskota gjarnan til Stóra-Bretlands, þar sem ein- menningskjördæmi eru tíðkuð og benda á heilbrigði og festu, sem þar hefur skapast í stjórnmálum. Þessum mönnum sést aftur á móti yfir þá staðreynd, að meðalstærð eins kjördæmis þar um slóðir mun svipuð og tala allra kosninga bærra íslendinga samanlagt. Höfuðgallinn við einmeimings- kjördærai á fslandi er sú mann- fæð, sem hafa mundi kosninga- rétt í hverju slíkra kjördæma. Mannfæðin orsakar það oft, að aðeins munar nokkrum atkvæð- um til eða frá um hver frambjóð- enda hlýtur umboð kjördæmis- ins. Þetta atriði hleypir skað- vænlegum ofsa og harðfylgi í kosningarnar, og megum við varla við því íslendingar, því að í þeim efnum erum við frem- ur of en van. Mannfæðin í kjör- dæmunum gerir einnig leynd kosninganna vafasama. Þar sem ekki eru yfir 1000 manns á kjör- skrá er með nokkurri vissu hægt að segja til um skoðanir manna og við breytingar á atkvæðatöl- um hægt að benda á með nokk- urri vissu, hverjir hafi svikið, eins og það mundi verða kallað. Þetta getur leitt til atvinnukúg- unar, einkum þar, sem einn aðili einokar allt atvinnulif á staðn- um, eins og mörg dæmi eru um í kauptúnum úti um landið. Það getur jafnframt verið nytsamt að hafa hugföst orð „gamla mannsins" í riti ungra Framsóknarmanna, þegar hann segir* að það séu hinir „andlega ómyndugu", þeir sem dregnir eru á kjörstað á eindaga sem ráði úrslitum í einmenningskjördæm um. Eru það réttu oddamenn okkar mála, ég spyr? Ef flokkaskipun yrði eingöngu eftir stéttum er hugsanlegt, að aðeins ein stétt hlyti flest alla fulltrúa á löggjafarþinginu, þ. e. sú stétt, sem fjölmennust er í hverju kjördæmi. Ég álykta því með skírskotun til þeirra dæma sem ég hef nú talið, að með mannfæðinni bresti forsendur fyrir einmenningskjör- dæmum, og að sú mikla hætta, sem þeim geti verið samfara sé svo mikil, að þrátt fyrir vafasam- an kost, sé mjög varhugavert að gera kerfi þetta að uppistöðu í íslenzkum kosningalögum. Fá, stór kjördæmi, hlutfallskosning Þriðji möguleikinn, sem reynd- ar er þegar sannaður skv. úti- lokunarreglunni, þar til fleiri til- lögur koma fram, er fá, en stór kjördæmi með hlutfallskosningu. Hannes Hafstein mun fyrstur manna hafa komið opinberlega fram með hugmynd þessa á Al- þingi 1905 í frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis, og síðar gerði Thor Thors þessa hugmynd að sinni í grein í tíma- ritinu Vöku 1927. Þeir rökstyðja þessa skoðun sína einkum með þvi, að með þessu kerfi sé hvort tveggja bezt tryggt, jafnrétti kjósenda og samræmi atkvæða- fjölda og þingmannatölu. Þessa skoðun sína rökstyður Thor Thors t.d. með þessum orðum: „Ekkert þessarra kjördæma er svo stórt, að ekki sé auðvelt að ná til allra kjósenda innan þess og verður það auðveldara með hverju ári, eftir því sem sam- göngur aukast og verða ódýrarL (Þetta var þó 1927!). Hins vegar er það svo, að öll eiga kjördæmin sterk sameiginleg áhugamál, bæði vegna atvinnu manna, að- drátta til héraðsins og flutninga þaðan. Innan hvers kjördæmis geri ég ráð fyrir að allar stjórn- málaskoðanir mundu gera vart við sig, og væri þá hverjum flokki, sem nokkur veruleg ítök ætti, tryggður fulltrúafjöldi 1 réttu hlutfalli við kjósendafjölda sinn“......,Helzta mótbáran, er fram kynni að koma gegn þessari nýju skiptingu kjördæmanna, er sú, að sveitirnar yrðu ver úti en áður. En skv. þeirri kjördæma skipun, sem ég hef nú lýst, yrði hlutskipti sveitanna að vissu leyti ennþá betra en nú er, vegna þess að fleiri þingmenn yrðu þeim háðir en áður. Sérstaklega yrðu litlu sveitakjördæmin vel úti vegna þess, að í stað þess að nú er þar aðeins einn þingmaður, sem þau eiga athvarf hjá, yrðu þeir skv. hinni nýju skipan 5—7. Loks er sú staðreynd, að með nýja skipulaginu yrðu þingmenn bæði háðir kaupstöðum og sveit- um, eru því líkindi til, að þeir mundu frekar reyna að samræma hagsmuni beggja aðila, og þeg- ar það eigi tækist, þá að hafa nokkurt tillit til beggja. Hlut- drægninni og skammsýninni ætti því að vera erfiðara uppdráttar, en réttlæti og víðsýni að blása byrlegar". Tillögur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðufiokksins Ég vil nú í stuttu máli lýsa nokkuð þeim tillöguin, sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn munu væntanlega leggja fyrir Alþingi innan skamms: Gert er ráð fyrir að landinu sé skipt i átta kjördæmi....... Kjördæmi þessi eru öll svipuð að stærð og öll innbyrðis í mjög nánum tengslum. Þau mundu hafa 5—7 þm. i hlutfalli við kjós- endatölu, utan Reykjavík, sem mundi fá 12—15 þm. Nokkur upp- bótarþingsæti munu verða til jöfnuðar. Til þess að sína fram á það réttlæti, sem skipan þessi mun hafa í för með sér mun ég taka dæmi og heimfæra kosningatöl- ur úr kosningunum 1956 upp á þetta fyrir komulag. Skv. því hefðu þá fengið: Sjálfstfl. 27 þm., Framsfl. 10 þm., Alþfl. 11 þm. og Alþbandal. 12 þm. Fullur jöfn uður hefði fengið með 8 uppbót- arþingsætum og hefðu þá Alþbl. fengið 5, Alþfl. 1 og Sjálfstfl. 2. Framsóknarflokkurinn hefði ekkert fengið. Skv. kosningatöl- um 1953 hefði fullur jöfnuður fengist með 7 uppbótarsætum og 1949 fullur jöfnuður með 5 upp- bótarsætum. Gagnrök Framsóknarmanna Helstu og næstum einu and- mælendur þessarrar kjördæma- skipunar eru framsóknarmenn og þq ekki allir. Er það að von um, þar sem ný kosningalög eru fyrst og fremst til þess að af- nema óréttlæti það, sem ríkir í þessum efnum, en það má segja að tilvera Framsóknar- flokksins sem ráðandi flokks grundvallist á þessn ranglæti. Hinsvegar hafa Framsóknar- menn ekki alltaf verið þessarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.