Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 10
10 MORGVNRLAÐIÐ Föstudagur 3. apríl 1959 Tónlistarfræðsla barna er of fábreytt hér á landi Spjallað við Hólmfriði Sigurjónsdótt- ur, pianókennara, sem er nýkomin heim ur kynnisför um Bandarikin UNGUR tónlistarkennari hér í Reykjavik, Hólmfríður Sigurjófis- dóttir, er nýkomin heim .ftir nær sjö mánaða dvöl í Banda- rikjunum. Hlaut hún einn hinna svonefndu Fulbright-styrkja til þess að kynna sér tónlistarlíf og tónlistarkennslu við ýmsa skóla þar i landi, en undanfarin ár hef- ur hún kennt píanóleik við Tón- listarskólann hér. — Tíðindamað- ur blaðsins brá sér á fund Hólm- fríðar á dögunum og innti hana frétta af vesturförinni. Blaðamaðurinn byrjar á því að spyrja hana um ætt og uppruna. Hún kveðst vera borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, dótttir hjónanna Guðfinnu Vigfúsdóttur og Sigurjóns Jónsconar. Hún seg- ist hafa Laft yndi af tónlist allt frá því hún man fyrst eftir sér og byrjað að læra á píanó, þegar hún var 8 ára. Vorið 1947 lauk hún prófi í píanóleik við Tón- listarskólann í Reykjavík, en að- alkennarar hennar þar voru Árr.i Kristjánsson og Rögnvaldur Sig- urjónsson. — Haustið eftir að Hólmfríður lauk prófi sinu sem nemandi við Tónlistarskólann, var hún ráðin þar kennari. — Hefur l.ún síðan kennt píanóleik við skólann þar til í vetur, að und anteknu einu ári, 1956—’57, er hún fékk frí frá störfum til fram haldsnáms í Englandi. Maðurinn — alls staðar samur við sig. — Hvenær hófst vesturförin, Hólmfríður? — Ég fór vestur 'í ágúst, en styrktímabilið er frá 1. september til 28. febrúar. — Fyrst var hald- ið til Washington. Alls komu þarna saman um 300 fulltrúar frá 60 þjóðam — allir úr kennara- stétt. Næsta ólíkt fólk á ytra borði, en furðulega lítið fram. andi til orðs og æðis, við nánari kynni. — Og kynni tókust býsna fljótt, því að þarna voru allir sæmilega vel mælandi á enska tungu. — Það er annars næsta merkilegt, hve maðurinn er alls staðar samur við sig í innsta eðli, enda þótt um mismunandi kyn- þætti sé að ræða og hin ólíkustu kjör og aðstæður á allan hátt. — Við dvöldumst öll hálfan mánuð í Washington, en síðan skildi leiðir. Til Kansas. — Og hvert var þá haldið? — Þessum stóra hópi var skipt í allmarga smæiri flokka, sem héldu hver í sína áttina. Við vor- um 24 í mínum hópi, og héldum við fyrst til Kan&as-fylkis. Var dvalizt þar um þriggja mánaða skeið, og var það lengsta við- dvölin á einum stað í ferðinni. Héldum við öll hópinn, á meðan dvalizt var í Kansas, en eftir það fór hvert okkar eftir sérstakri ferðaáætlun, sem miðuð var við starfsgrein hvers og eins. — Sóttir þú einhverja skóla í Kansas? — Jáf það er að segja, ekki sem nemandi, heldur fékk ég að heimsækja skóla og sitja í tímum til þess að kynna mér kennslu- starf og námstilhögun. — Einkum var það University of Kansas í Lawrence, sem ég sótti, og þá auðvitað fyrst og fremst tón- listardeildin þar. Lawrence er lítill, vinalegur bær, með um 25 þúsund íbúa, og kunni ég mjög vel við mig þar. — Auk háskól- ans, heimsótti ég svo allmarga framhaldsskóla í Kansas (svo- nefnda high schools). Þar sýndiég víða stutta kynningarkvikmynd frá íslandi og sagði ofurlítið frá landi og þjóð. — Yfirleitt þurft- um við alltaf að vera viðbúin að svara hvers kyns spurningum, hvar sem við komum. Maður reyndi auðvitað að svara eftir beztu getu, þótt það gengi e. t. v. misjafnlega, því að spurning- arnar voru æði margvíslegar. — Ráðskona og starfsstulka óskast í eldhús sem fyrst. Uppl. á staðnum kl. 12—3. Sjúkrahúsið Sólheimar Fyrir ferminpna „T-V“ Bakkaborð Amerísk gerð Verð kr. 160,00. Húsgagnaverzlun AUSTUBBÆJAR Sloppanœlon Hvítt og mislitt. Dömu & Herrabiiiin Laugavegi 53 — Sími 18890. Merkar nýjungar í pianókennslu. — Og víðar hefur þú farið á kynnisferð þinni? — Já, eftir jólin var haldið til New York. Þar eð ég var eini tónlistarkennarinn í hópnum, átti ég m. a. kost á að sækja kennslu stundir í hinum fræga Juilliard- hljómlistarskóla um hálfsmánað- ar skeið og kynna mér þar allt, sem mig lysti. Þar gilti hið sama og hvarvetna annars staðar, þar sem ég kom, að ég fékk Hólmfríður Sigurjónsdóttir að sitja þær kennslustundir, sem ég helzt kaus, og yfirleitt að sjá og kynnast öll, sem mig fýsti. Næst var ég svo daglegur gest- ur við kennaradeild Columbia- háskólans og kynntist þar mörgu athyglisverðu og skemmtilegu. — Þarna hitti ég m. a. ungan kenn- ara í píanóleik, sem reyndist mér mjög vel og veitti mér ýmsar gagnlegar upplýsingar um starf sitt og starfsaðferðir. Maður þessi, dr. Robert Pace, nýtur mikils álits, enda er hann með afbrigðum áhugasamur og vak- andi í starfinu og hefur gert ■nerkilegar tilraunir á sviði pianó kennslu. Meðal annars hefur hann tekið upp þann hátt að kenna nemendunum að nokkru leyti í hópum, en ekki í einkatímum, eins og algengast er. Telur hann þetta fyrirkomulag hafa gefizt vel. Áherzla lögS á tónlistaruppeldi barnanna. • Enn átti ég fyrir höndum að heimsækja tvo fræga músík- skóla, Curtisskólann í Philadelp- hiu og Eastman-skólann í Roch- ester. — í Philadelphiu er ákaflega mikið hljómlistarlíf, og veitti ég því sérstaka athygli, hve mikil áherzla er þar lögð á að veita börnunum tækifæri til að kynnast tónlistinni snemma og þjálía hæfileika á því sviði, þar sem þeir eru fyrir hendi. Sá háttur er t. d. á hafður, að börn- in geta fengið lánuð ýmis hljóð- færi um sex mánaða skeið, endur- gjaldslaust, og fá einnig ókeypis- kennslu þann tíma. Síðan er stuðl að að því, að þau börn, sem sýna sérstaka hæfileika á þessu byrj- unarstigi, eigi kost á góðri tón- listarmenntun. —■ Það má því segja, að barnaskólarnir séu þarna eins konar tónlistarlegar „rannsóknarstöðvar“. Ég vil gjarnan skjóta því hér inn í, að í Philadelphiu, eins og raunar víðast, þar sem ég kom til Bandaríkjanna, virtist mér vera haldið uppi mikilli og alvar- legri tónlistarfræðslu í flestum skólum, ekki aðeins hinum sér- stöku tónlistarskólum. En ég hefi orðið þess vör hér heima, að margir virðast ætla, að Banda- ríkjamenn kunni yfirleitt ekki að meta annað en dægurmúsík — að undanteknum nokkrum útvöld um listamönnum, sem raunar séu flestir landflótta Rússar eða Þjóð verjar! Þetta er sem sagt mikill misskilningur. Þá vil ég geta enn eins tón. listarskóla, sem ég heimsótti á ferð minni. Það er Oberlin-skól- inn í Ohio, það er að segja tón- íistardeild hans, því að þetta er almennur „college". Þessi skóli hefur mjög gott orð á sér í Bandaríkjunum, en hann er eink- um ætlaður yngri nemendum en gerist í þeim, sem ég áður hefi nefnt — er eins konar milliskóli. Góffur skólabragur. Svo ég rjúki nú úr einu í ann- að — get ég ekki orða bundizt um það, hve hrifin ég var af skóla- bragnum í Bandarikjunum, eða þar sem ég kom þar. Mér virtist alls staðar ríkja mjög góður agi, og reglusemi er í heiðri hofð á öllum sviðum. — Og ég veitti því einnig sérstaka athygli, hve nemendurnir voru kurteisir og elskulegir í framkomu, alls stað- ar þar sem ég kom. — Þetta gildir raunar um bandarísku þjóðina yfirleitt. Fólkið er látlaust í fram komu, kurteist og glaðlegt í við- móti. En það, sem mér finnst, ef til vill einkenna Bandaríkjamenn, mest, eftir þessi stuttu kynni mín af þeim, er vinnusemin og starfs- gleðin, sem hvarvetna virðist ríkjandi. Gagnkvæmur skilningur. — Mér hefur skilizt af samtali okkar, að þú teljir þig hafa haft Til fermingargjafa Fallegar kommóður, ennfremur allskonar húsgögn í miklu úrvali. HCSGAGNAVERZLUN REYKJAVlKUR Brautarholti 2. Sumarbústaður V eiðiman nahús. Lítið hús sem nota mætti fyrir laxveiðimenn óskast til kaups. Tilboð sendist blaðinu fyrir sunnudags- kvöld merkt: „Veiðihús — 5825“. vantar strax á þorskanetjabát frá Hafn- arfirði. Uppl. í síma 50165. mikinn ávinning af þessari för? — Já, það er mér óhætt að segja — og það ekki eingöngu i sambandi við starf mitt. Slíkar ferðir sem þessi eru, að mínu áliti, mjög mikilsverðar til að auka kynni og gagnkvæman skiln ing þjóða í milli, en sá er líka höfuðtilgangurinn með Fulbright styrkjunum. Og ég held, að sá tilgangur hafi náðzt allvel, a. m. k. í mínum hópi. Við vorum 24 saman til að byrja með, eins og ég sagði áðan, fulltrúar frá 16 þjóðum, hvaðanæva úr heimin- um, af mismunandi kynþáttum og litarhætti. En samkomulagið var ávallt hið bezta og samveran hin ánægjulegasta í alla staði. Og ég held að við höfum öll verið fróð- ari en áður, er við skildum, um lönd og þjóðir, sem þarna áttu fulltrúa, enda reyndum við að miðla hvort öðru þeim fróðleik, er við máttum — héldum reglu- lega nokkurs konar kynningar- fundi, á meðan við vorum öll saman í Kansas, þar sem hver og einn sagði frá heimkynnum sín. um. Framtíðarverkefni. — Að lokum langar mig til að biðja þig að segja mér, hverju þú telur helzt ábótavant í tón- listarfræðslu hér á landi, eftir að þú hefur kynnt þér þessi mál vestanhafs. — Ja, það mætti sjálfsagt tína ýmislegt til, en mér kemur nú t. d. einna fyrst í hug, hve til- finnanlega skortir gott bókasafn hér við tónlistarskólann — safn heimildarbóka á sviði tónlistar og nótnasafn t. d. — í tónlist- arskólum þeim, sem ég heimsótti vestra, eru yfirleitt svo fullkom- in söfn, að ég undraðist. Þar er öll hugsanleg músík til á nótum og hljómplötum, handbækur hvers konar í þúsundatali og margvísleg hjálpartæki og gögn til aðstoðar við kennsluna. — Á þessu sviði eigum við enn langt í land, en að sjálfsögðu er ekki við því að búast að allt geti verið jafnfullkomið hér og meðal stórþjóða. Svo er reyndar annað, sem mig langar til að minnast á — þó að ég sé nú kannski tæplega nógu kunnug málinu til þess að láta þar álit mitt í ljós — en ég er þeirrar skoðunar, að tónlist- arfræðsla og tónlistarstarf í barnaskólunum sé of fábreytt. Barnalúðrasveitirnar, sem undan farið hafa starfað, eru að vísu gleðilegur vottur þess, að ekki er alveg sofið á verðinum í þess. um efnum. Árangurinn af því starfi og áhugi barnanna á því sýnir, að þarna var stigið rétt spor — en það sýnir jafnframt, að halda þarf áfram á þessari braut, það er að segja að veit.a þarf nýju blóði í tónlistarfræðsl- una meðal barnanna, veita þeim fleiri möguleika til útrásar og tjáningar á þessu sviði en verið hefur. — Það er nauðsynlegt að taka daginn snemma — í tónlist- armálum ekki síður en öðru — og vinna vel allt frá byrjun. Félagslíf Innanhúss-meislaramótiff í frjálsum íþrútlum. Keppni í stangarstökki, sem fresta varð á dögunum, fer fram í Iþrótta/húsi Háskólans, laugardag- inn 4. apríl kl. 13,30. Einnig verð- ur keppt í langstökki án atrennu og hástökki með atrennu. Þátttaka tilkynnist Jóh. Bernhard Sími: 16665). — Stjórn F.R.Í. Valsmenn, meistarafl. og 1. fl. Útiæfing í kvöld kl. 7,30. Fund- ur kl. 9,00. — Mætið vel og stund- VÍslega. — Nefndin. Ármenningar og annað skíðafólk! Skíðaferð í Jósefsdal um Lelg- ina. Ferðir frá B.S.R. — Sfjórnin. Knattspyrnufélagið Fram. Knattspyrnumenn, II. fI.: Æfing í kvöld kl. 7,30 á Fram- vellinum. I>eir, sem ætla að æfa í sumar, mæti nú. — Nefndin. i—-■■ ■ 11 "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.