Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 22
22 MORGUNttLAÐIÐ Föstudagur 3. apríl 1959 Fjórði starfsfrœðsludag- ■ urinn er nk. sunnudag 'Áhugi unglinga á starfsfrœðslunni hefir f farið sívaxandi FYRIR FJÓRUM árum var fyrst haldinn svokallaður starfsfræðslu dagur hér á landi, en fyrir þessari nýjung beitti sér Ólafur Gunnars son, sálfræðingur, en hann starf- ar á vegum Reykjavíkurbæjar. — Var nýbreytni þessari mjög vel tekið, og hefir starfsfræðslu- dagur síðan verið haldinn árlega, við sívaxandi aðsókn. Fræðsla þessi er fyrst og fremst ætluð unglingum, sem eru a# ljúka skyldunámi, enda langmest sótt af þeim, en annars er hverjum sem er heimill aðgangur að öllum deildum starfsfræðslunnar. ★ / Næstkomandi sunnudag, 5. apríl, verður fjórði starfsfræðslu dagurinn haldinn í Iðnskólanum í Reykjavík, en skólastjóri hans, Þór Sandholt, lánar skólahúsið nú sem áður til þessara starfsemi. — Ólafur Gunnarsson, sálfræð- I ingur ræddi við fréttamenn í gær 1 og sagði þeim frá fyrirkomúlagi ÖRN CLAUSEN heraðsdómslögmaður Máir utningsskrifstofa. ' Bankastræli 12 — Sími 18499. / dráttarvir Plastkapall 2-3 og 4x1,5 fermm. Plastkapall 3x4 og 4x10 fermm. Barki y2” — Barkastútar — RAFHLAÐAN S.f. Raftækjaverzlun Raflagnir — rafvélaviðgerðir. Klapparstíg 27, sími 22580, Reykjavík. starfsfræðsludagsins í megindrátt um. — Kvað hann aðsókn að starfsfræðslunni hafa farið vax- andi ár frá ári, og í fyrra sóttu hana yfir tólf hundruð manns, að Iangmestu leyti unglingar. Taldi hann fræðsluna hafa borið góðan árángur á mörgum sviðum, t.d. mundi áhugi unglinga á sjó- mennsku hafa aukizt nokkuð við þá fræðslu, er um þau störf hefir verið veitt. — Nokkrir virtust og hafa fengið áhuga á skósmíði, svo von væri nú til, að sú starfs- grein legðist ekki alveg niður í landi voru! — Annars kvað hann drengi spyrja einna mest um ýmislegt er að flugi lýtur, verk- fræði, byggingarstörf og ýmis teknisk störf, en stúlkur spyrðu aftur á móti einkum um hjúkrun, ljósmóður- og fóstrustörf og önn ur „húmanistísk" störf, eins og hann komst að orði, en áhuginn á flugfreyjustarfinu virtist held- ur hafa dvínað. ★ Starfsfræðsludagurinn hefst í Iðnskólanum kl. 13,15 á sunnu- daginn með ávarpi sem Óskar Hallgrímsson formaður Iðn- fræðsluráðs flytur í nemendasal skólans, en kl. 14 sama dag verð- ur húsið opnað almenningi, og verða leiðbeiningar veittar til kl. 17. Fulltrúar stofnana og starfs- greina, sem leiðbeiningar veita þennan dag munu verða liðlega hundrað en starfsgreinarnar eru nokkru færri. Reynslan hefur sýnt að um sumar starfsgreinar er svo mikið spurt að einn full- trúi kemst ekki yfir að leysa úr spurningunum. í stofu 201 í Iðnskólannm verð ur nú sérstök fræðslusýning sem heitir „Við byggjum hús.“ En í Ford 446 fólksbifreið til sölu í því ástandi sem hún er í eftir veltu. Til sýnis á Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar. Til- boðum sé skilað þangað sími 50163. Saumastofa óskar eftir stúlkum vönum saumaskap á kven- fatnaði, einnig óskast stúlka vön sniðningu á kven og barnafatnaði. Uppl. í síma 22453. Skrifstofustúlka Sameignarfélagið Laugarás óskar að ráða vana skrifstofustúlku strax. Tilb. sem greini aldur, launa kröfur og fyrri störf sendist á afgr. blaðsins fyrir 7. þ.m. merkt: „Laugarás ■— 5822“. Vélstjóri með próf frá vélstjóra og rafmagnsdeild Vélskólans óskar eftir starfi í landi. Starf utan Reykjavíkur getur komið til greina. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „5816“. Myndavélar til fermingargjafa Góð 6x6 Kassavél kr: 286. — og með tösku — 381. — Góð 6x9 útdregin myndavél kr: 422. — og með tösku — 541. — Verzlun Hans Pedersen Bankastræti 4 — Sími 13213. stofu 202 verða fagmenn sem ræða um húsbyggingar við þá sem bíða þess að sjá sýninguna kvikmyndir. Landssími fslands hefur tvö undanfarin ár haft myndasýningu til skýringar störf um sem unnin eru innan vébanda símans. Vitað er, að myndasafn verður til skýringar í landbúnað ardeildinni og sömuleiðis í verzl unar- og viðskiftamáladeildinni. Þá verður komið fyrir mynda- safni og líkönum af skipum og í stofu 301 verðu sýnd fræðslukvik mynd um togveiðar. Þá verða unglingum, sem þess óska, sýnd fiskiskip. Þegar hlé verður á sýn- ingu fræðslukvikmyndarinnar í stofu301 — og eins og áður en þær hefjast, þ.e. frá kl. 14 — verða sýnd lítil björgunartæki og hvernig unnið er að björgun úr sjávarháska. í sambandi við þá fræðslu, sem flugvirkjar veita í flugmáladeild inn, verður unglingnum, sem hafa sérstakan áhuga á þeirri starfs- grein, gefinn kostur á að heim- sækja verkstæði Flugfélagsins á Reyk j a víkurf lugvelli. ★ Ólafur Gunnarsson sagði, að nemendur úr Kennaraskóla ís- lands hefðu eins að undanförnu aðstoðað við undirbúning dagsins og að þessu sinni einnig nemend- ur úr 6. bekk Menntaskólans. Kvaðst hann vilja þakka þeim, svo og Matthíasi Haraldssyni, kennara, sem frá öndverðu hefði unnið mikið starf við undirbún- ing og framkvæmd starfsfræðsl- unnar — sömuleiðis starfsfólki Iðnskólans aðstoð þess. Enn síðast en ekki sízt ber þó að þakka hin- um fjölmörgu ágætu fagmönnum, sem endurgjaldslaust veita mikla og haldgóða fræðslu á þessum degi, sagði Ólafur Gunnarsson að lokum. I Kjóll úr hvítu tjulli og palljettum. Hann var einn af kvöld- kjólunum á vorsýningu hjá Channel-tízkuhúsinu í París fyr- I ii skömmu. — Tíminn ranghermir ummceli Einars Ólafssonar Verðlag landbúnaðarvara aldrei staðið betur en nú miðað við kaup í GÆR ranghermdi Tíminn stórlega ummæli Einars Ólafssonar í T ækjarhvammi er hann viðhafði á aðalfundi Mjólkurbús Flóa- manna nú nýverið. Sleppti blaðið að gesta veigamikils samanburð- hi, er Einar gerði á núgildandi verðlagi landbúnaðarvara borið saman við kaupgjald og verðlag það er ríkti eftir „bjargráð“ fyrr- verandi ríkisstjórnar. kaups- eða vísitölubreytingar væri að ræða, en það hefði ekki fengizt fyrr en nú. Einar Ólafsson taldi að kaupgjaldshlið verðgrundvall arins hefði aldrei staðið betur Blaðið sneri sér í gær til Ein- ars Ólafssonar og spurðist fyrir um hvað hann vildi um þennan fréttaflutning segja. Aðeins hluti ummælanna Hann kvað Tímann eingöngu hafa vitnað í ummæli hans um efnahagsaðgerðir þær, sem gerð- ar voru af fyrrverandi ríkis- stjórn með „bjargráðunum“ svo- nefndu. Hins vegar hefði blaðið sleppt umsögn hans í sambandi við efnahagsaðgerðir núverandi ríkisstjórnar, en um þær kvaðst hann hafa rætt í sambandi við ræðu Sveinbjarnar Högnasonar, er hann deildi á aðgerðir núver- andi ríkisstjórnar. Einar Ólafsson benti á, að eins og ástandið væri nú, hefðu bændur 50 aurum minna á vinnustund miðað við verkamenn, en er fyrrverandi rikisstjórn skildi við voru þeir með 2,50 kr. minna á vinnustund. Sýnir þetta m. a. RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýslö LOFTUR h.t. LJÓSMYNDASTOFAN Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í sín.a 1-47-72. Jón N. Sigurðssor hæslaré'tarlögmaður. Máltlulningsskrifstofa Laugavegi 10. — Sími: 14934. hinn hörmulega viðskilnað ríkisstjórnar Hermanns Jón- assonar. Réttarbót Þá benti Einar á að bændur hefðu lengi farið fram á að þeim væri heimiluð endurskoðun á kaupgjaldslið bóndans oftar en einu sinni á ári, ef um grunn- en nú, þar sem ekki væri eft- ir nema 5 mánuðir af samn- ingstímabili verðgrundvallar- ins, en að þeim tíma liðnum mundi fullnægt þeirri ósk bænda, að mega breyta verði í sambandi við kaupgjalds- breytingar. Af þessu má greinilega sjá hve óheill og rangur málflutningur Tímans er í þessu máli. Fresta varð fundi Arababandalagsins Kommúnisminn i andstöðu við arabiskar erfðir BEIRÚT, 2. apríl. — Fulltrúar Iraks, Túnis, Jórdaníu og Líbýu mættu ekki í dag á fundi stjórnmálanefndar Arababandalagsins, sem boðað var til að tilhlutan Súdansstjórnar til þess að ræða ági eininginn á milli Arabíska sambandslýðveldisins og framan- greindra ríkja, þó aðallega hinna þriggja fyrstnefndu. Á fundinum mættu fulltrúar Arabíska sambandslýðveldisins, Súdans, Marokkós, Saudi-Arabíu, Yemens og Líbanons. Sagði Súd- aninn, sem er sendiherra lands síns í Bagdad, að ætlunin hefði aðallega verið að ræða áróðurs- stríð það, sem írak og Arabíska sambandslýðveldið reka nú hvort gegn öðru — og hafa gert allt frá því að uppreisnin í írak var bæld niður á dögunum. En fundi var frestað til morgun án þess að tekin væri ákvörðun um til- lögu Arabíska sambandslýðveld- isins um, að fundir nefndarinnar yrðu ekki haldnir fyrir luktum dyrum. Sendiherra Yemens í Kaíró komst svo að orði, að loknum hinum stutta fundi í dag, að ef kommúnistar ætluðu að fara að ógna Arabaríkjunum, yrði að grípa til róttækra ráðstafana. Allt okkar líf, siðir og bræðralag stangast á við kenningar komm- únismans, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.