Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 11
Föstudagur 3. apríl 1959
MOR'lT’MiL 4ÐIÐ
1
Ásta Einarson - minning
ÁSTA Einarson, ekkja Magnúsarið og vandað hljóðfæri. Hornung-
heitins Einarsonar dýralæknis,
lézt 27. marz s.l. hér í bænum,
eftir stutta legu. Með henni er
hniginn í valinn virðulegur
fulltrúi eldri kynslóðarinnar
og embættismannamenningarinn
ar gömlu hér í Reykjavík. Hún
var dóttir embættismanns, gift
embættismanni og heimili henn-
ar var fágað músík- og menn-
ingarheimili.
Asta Sigríður hét hún fullu
nafni og var fædd hér í Reykja-
vík 5. desember 1877. Hún var
af góðum stofni, dóttir Lárusar
háyfirdómara Sveinbjörnssonar
og konu hans Jörgínu, dóttur
Guðmundar verzlunarstjóra Thor
grímsen á Eyrarbakka. Ásta
lærði ung að leika á píanó, fyrst
hér í Reykjavík, og síðan í Edin-
borg hjá frænda sínum Svein-
birni Sveinbjörnssyni tónskáldi.
Hún var um eitt skeið einn af
helztu píanóleikurunum hér í
bænum, lék oft opinberlega á
skemmtunum, ýmist einleik eða
undir söng. Fyrir aldamótin og
fram á annan tug þessarar aldar
voru konur aðalpíanóleikararnir
hér í bænum. Ein af þeim var
frænka hennar, frk. Kristrún
Hallgrímsson, sem síðar giftist
Árna Benediktssyni heildsala.
í»ær Ásta og Kristrún voru systra
dætur.
Ásta giftist 23 ára gömul, 2.
maí 1901, Magnúsi Einarssyni
dýralækni. Magnús var 7 árum
eldri, fæddur 1870. Hann var ætt
aður úr Breiðdal á Austurlandi.
Hann var fyrsti lærði dýralækn-
irinn hér á landi og hafði lokið
prófi við Landbúnaðarháskólann
í Kaupmannahöfn árið 1896.
Sama ár var hann skipaður dýra
læknir í Suður- og Vesturamti,
með búsetu í Reykjavík og var
hann um 30 ár helzti ráðunautur
þings og stjórnar um dýralækna-
mál. Hann var brautryðjandi um
sauðfjárlækningar og var ætíð
andvígur innflutningi lifandi
fjár til landsins. Hann lét opin-
ber mál til sín taka og var um
tima bæjarfulltrúi í Reykjavík.
Magnús Einarsson var merkur og
farsæll embættismaður og meðan
farið var eftir hans ráðum,
þekkti þjóðin hvorki mæðiveiki
í sauðfé né minkaplágu. Hann tók
sér ættarnafnið Eínarson.
Ég kom oft á heimili dýralækn
ishjónanna í Túngötu 6 vegna
vináttu við Lárus son þeirra.
Mér var þá jafnan starsýnt á mik
Möller-flygil. Þótt húsfreyjan
hafi unað mörgum stundum við
það hljóðfæri, bar heimilið vott
um, að ekki var slegið slöku við
hússtörfin. t>ar var snyrtibragur
á öllu. Þótt hýbýlaprýði sé mik-
ils virði, þá eru það samt þeir,
sem þar búa, sem skapa heimilis
braginn. Á heimili þeirra hjóna
var í senn virðuleiki og hlýja.
Börnin voru háttvís og vel upp
alin og báru virðingu fyrir for-
eldrum sínum.
Útlendingur hefur eitt sinn
sagt um frænda frú Ástu, tón-
skáldið Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, að hann hafi verið hæverzk
ur og yfirlætislaus, eins og mikl-
ir menn einir geta leyft sér að
vera, án þess að minnka í álíti.
Þessi ummæli geta alveg eins
átt við frú Ástu. Hún kom til
dyranna eins og hún var klædd,
en hafði þó virðingu allra, þvi
að hún var góð kona og göfug.
Frú Ásta Einarson var fríð
kona og fyrirmannleg. Hjóna-
bandið var farsæit. Það var mik-
ið áfall, er hún missti mann sinn,
sem dó fyrir aldur fram, 57 ára
gamall, árið 1927. En hún átti
miklu barnaláni að fagna. Elztur
barnanna er Lárus Einarson,
prófessor í læknisfræði í Árós-
um, fæddur 1902. Ferill hans er
óvenju glæsilegur og er hann í
miklu áliti fyrir hæfileika sina
og dugnað. Hann er kvæntur
Þuríði Ragnarsdóttir, kaup-
manns og konsúls á Akureyri,
Stóreignaskatísgrei endur
Undirrituð samtök hafa opnað skrifstofu í húsakynn-
um Verziunarráðs Islands á efstu hæð í Reykjavíkur
Apóteki. Skrifstofan veitir öllum stóreignaskattsgjald-
endum innan samtakanna upplýsingar um tillögur lög-
fræðinganefndar samtakanna um það, hvernig heppi-
legast sé fyrir gjaldendurna að vemda rétt sinn í sam-
bandi við skattlagninguna.
Skrifstofan er opin kl. 1—5 e.h. alla virka daga neraa
laugardaga.
Reykjavík 1. april 1959.
Félag ísJenzkra iðnrekenda,
Félag íslenzkra stórkaupmanna,
Húseigendafélag Reykjavíkur,
Landssamband iðnaðarmanna,
Sambaml smásöluverzlana,
Verzlunarráð fslands,
Vinnuveitendasamband Islands,
Landssamband íslenzkra útvegsmanna,
Samlag skreiðarframleiðenda,
Söiumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda.
Þá er Guðrún, fædd 1905, gift
Finni Einarssyni, kennara við
Gagníræðaskóla Austurbæjar. Þá
er Helga, fædd 1912, sem lagði
fyrir sig píanóleik. Hún er bú-
sett í Danmörku, gift Velschow-
Rasmussen kaupsýslumanni.
Yngstur er Birgir lyfsali, fædd-
ur 1914, eigandi Vesturbæjar
Apóteks. Hann er kvæntur Önnu
Egilsdóttur heildsala Guttorms-
sonar.
Fóstursonur þeirra Ástu og
Magnúsar dýralæknis er Lárus
Sveinbjörnsson Magnússon, son-
ur Magnúsar Jónssonar fyrrum
sýslumanns í Vestmannaeyjum
og síðar sýslumanns í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og bæj-
arfógeta í Hafnarfirði, og fyrri
konu hans Kirstínar Sylvíu, en
hún og frú Ásta voru systur.
Kirstín dó árið 1898 og tóku þá
foreldrar hennar, Lárus háyfir-
dómari og Jörgina kona hans,
drenginn kornungan til sín. Síðan
ólst hann upp á heimili dýra-
læknishjónanna er afi hans og
amma voru fallin frá.
Eftir að börnin voru farin að
heiman, leystist heimilið upp af
sjálfu sér og bjó frú Ásta eftir
það hjá Guðrúnu dóttur sinni og
Finni tengdasyni sínum og undi
þar hag sínum hið bezta.
Frú Asta var á 82. aldursári er
hún lézt eftir stutta legu. Hún
hafði haldið sjón og heyrn og
sálarkröftum óskertum fram til
síðustu stundar. Hún var yngst
systkina sinna. Hin voru horfin
yfir landamærin á undan henni,
þau Jón konungsritari, Guð-
mundur skrifstofustjóri í Stjóm-
arráðinu og Kirstín Sylvía, sem
dó í blóma lífsins.
Baldur Andrésson.
Flat - Lock
saumavél óskast til kaups.
Sími 16461.
BRHun COMBI
rafmagnsrakvélin
•r óskadraumur fermingardrengsins.
S M Y R I L L
húsi Sameinaða — Sími 12260.
Atvinna
Reglusamur maður vanur vélabókbandi óskar eftir
góðri atvinnu.
Atvinnutiiboð óskast send afgreiðslu blaðsins fyrir
n.k. laugardag, merkt: „Atvinna — 5119“.
Afgreiðslustarf
Ungur reglusamur maður óskast til afgreiðslustarfa
í byggingavöruverzlun vorri. Æskilegt að viðkom-
andi hafi reynslu í starfi.
Uppl. í skrifstofu vorri Laugaveg 15.
Ludvig Storr & Co.
IMÝ FRAMLEIÐSLA
Höfum h&fið framlciðslu nýrrar gerðar Vikurholsteins til
EINANRUNAR OG I MILLIVEGGI
MtJRHIJÐIJIM
OÞÖRF
Mjög góð einangrun eld-
traustur óforgengilegur, má
saga sem tré. Áferðarfal-
legnr. Má málast strax eftir
hleðslu.
Hljóðdempandi. Léttnr í með
föum. Mikill styrkleiki. Nagl-
heldur sem tré. Bezta hrá-
efni notað. Má hlaða í mörg
■nunstur.
SKEMMTILEGASTA LAUSNIN Á IBCÐARINNRÉTTINGUNNI
Framleiddur, sem öll okkar framleiðsla, í nýtízku amerísknm hrististeypuvélnm.
VER» með 9% sölusk. og framleiðslusj.g. AÐEINS KR. 5,00 STK EÐA UM KR
52,00 FERM.
Viluirfélagið h.f.
Hringbraut 121 — Sími 10600 (5 linur).
Jón Loftsson h.f.