Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 3

Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 3
Fösfudagur 3. aprfl 1959 Moncrwni. aðið 3 Fyrirlestur um lífskjör fólks austan járntjalds Prót. Köhler talar á vegum Frjálsrar menningar í háskólanum í kvöld f FYRRAKVÖLD kom til lands- ins þýzki prófessorinn dr. Hans Köhler í boði Frjálsrar menning ar og mun hann í kvöld kl. 20,30 flytja fyrirlestur í fyrstu kennslu stofu háskólans um Berlínar- vandamálið og örlög Austur-Þjóð verja. Kristján Albertson mun í upphafi kynna prófessorinn með nokkrum orðum. Fyrirlesturinn verður fluttur á þýzku, en á eftir mun sr. Jón Auðuns gefa stutt ágrip af fyrilestrinum á íslenzku, vegna þeirra sem ekki skilja þýzku. Efni það sem prófessorinn fjallar um er nú ofarlega á baugi og ekki að efa að marga mun fýsa að hluta á fyrirlestur hans. Köhler er prófessor í heim- speki og guðfræði. Hann kenndi við :guðfræðideild háskólans í Leipzig á árunum 1945—19*51, þá flúði hann til Vestur-Þýzkalands og starfaði við heimspekideild há- skólans í Vestur-Berlín næstu 7 árin. Síðastliðið ár hefur hann verið prófessor í sömu greinum við háskólann í Erlangen í Bayern. Á stríðsárunum starfaði hann pm hríð sem prestur. Berlínarvandainálið og örlög A-Þjóðverja. Fyrirlesturinn, sem prófessor Köhler flytur hér, kallar hann Berlínarvandamálið og örlög Austur-Þjóðverja, eins og áður er sagt, en hann hefur flutt fyrir lestra um svipað efni víðsvegar í Mið-Evrópu. Fréttamenn áttu í gær tal við prófessorinn og spurðu hann nán ar um hvað fyrirlestur hans mundi fjalla. Kvaðst hann ekki fyrst og fremst ætla að halda póiltískan fyrirlestur um Austur- og Vestur-Þýzkaland, um það væri svo mikið talað, heldur reyna að ræða um líf fólksins, líðan þess og hag. Hann mundi fjalla um það sem gleggst kæmi fram í Austur-Þýzkalandi, þar sem öll lífskjör fólksins væru háð pólitískum áhrifum. Áhrifa flokks og stjórnvalda gætti hvar- vetna, 1 kennslu, réttarfari og allsstaðar þar sem andleg starf- semi færi fram. Við þetta bætt- ist það, að fólkið fengi ekki að vita hvað er að gerast í umheim- inum. Ef til vill væri þetta ekki svo slæmt fyrir hina eldri, sem hefðu áður vitað hvernig heim- urimj er, en það væri mjög slæmt fyrir yngri kynslóðina eða þá sem nú væru allt að 36 ára og voru 10 ára gamlir, þegar Hitler kom til valda árið 1933. Þá hófst slíkur niðurskurður á almennri fræðslu og síðan hefur þetta fólk aldrei átt því að fagna að geta aflað sér áreiðanlegrar fræðslu um það sem gerist í veröldinni. Hvernig bregzt þjóðin við? Og hvernig bregzt svo þjóðin við þessum lífsskilyrðum? sagði prófessorinn. Hvað það snertir skiptist fólkið í þrjá hópa. í fyrsta flokknum er roskna kynslóðin, sem hefur þekkt eitthvað annað Og veit hvernig er að búa við Próf. dr. H. Köhler. frelsi. Það er á móti þessu stjórn- arfari.. Einníg er fólk í þessum hópi sem er farið að taka þessu eins og einhverju óhjákvæmilegu, eftir að hafa búið svo lengi við það. í öðrum flokki er yngri kyn- slóðin,, eða þeir sem byrjuðu sína skólagöngu eftir 1945. Hún er alin upp undir þessum nýju áhrifum og allt hefur verið gert til að lokka hanna. Hún er bein línis alin upp í að vera hrifin af þessu. Þá er það þriðji hópurinn og hann er e.t.v. merkilegastur. í honum eru þeir menn, sem voru orðnir fullorðnir þegar stríðinu lauk og voru fullir velvildar til hins nýja stjórnarfars og reiðu- búnir til að trúa loforðum um betri tíma. En þeir urðu fyrir vonbrigðum. Þeir trúa ekki leng ur því sem að þeim er haldið, en vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eða hvað þeir eiga að gera. Úr þessum hópi fólks eru þeir sem hafa risið upp í hinum Aust- urevrópulöndunum. Vonbrigðin hafa orðið þeim of mikil og þeir hafist handa. Ekki fór prófessorinn lengra út í efni fyrirlestursins, sem hann flytur í kvöld. Það verður eini fyrirlesturinn, sem hann mun halda hér á landi í þetta sinn, því hann fer af landi brott aftur á laugardagsmorgun. Kirkjunnar heill vor allra heill og sæmd er og blessun Ávarp hins nýkjörna biskups, séra Sigurbjörns Einarssonar, i fréttaauka i útvarpinu i gærkvöld í GÆRKVÖLDI flutti hinn ný-Jyfir sviðið allt, þar sem þeir kjörni biskup, prófessor Sigur björn Einarsson, ávarp í frétta auka útvarpsins. Fer ávarp hans hér á eftir: Sú fylking manna, sem borið hafa biskupsnöfn á fslandi, er orðin stór, hún er mikil á alla grein. Og þó er sagan meiri, sem ér bak við nöfnin í þeirri fylk- ingu, kunn saga og ókunn, jarð- nesk, hulin saga, himnesk og eilíf. Einstaklingurinn verður ekki fyrirferðarmikill, þegar horft er f Idfœrin Ný barnasaga hefst i blaðinu Á NÆSTUNNI verða birt í blað- inu nokkur af ævintýrum H. C. Andersens í myndum. Fyrsta ævintýrið hefst í blaðinu í dag, og er það hin gamalkunna saga um eldfærin. Eldfærin voru meðal fyrstu ævintýranna, sem gefin voru út eftir Andersen árið 1835, og um þessi fyrstu ævin- týri skrifaði Andersen vini sín- um: „.... Ég hefi skrifaði þau eins og ég myndi segja barni þau.“ En Andersen lætur þess einnig getið annars staðar, að hann hafi hugsað sér, að foreldrarnir hlust- uðu einnig á ævintýrin með barninu. Með þetta í huga samdi hann ævintýrin, sem hvert barn skilur, en einnig fela í sér dýpri merkingu, sem ætluð er full- orðna fólkinu. Hvert mannsbarn þekkir ævin týri Andersens, og er því þarf- laust að fara um þau mörgum orðum. Andersen orti ljóð, samdi skáldsögur og leikrit, en ódauð- legt skáld varð hann framar öllu vegna ævintýranna, og snilli- gáfa hans naut sín til fulls í þeim. Andersen skrifaði alls 156 ævin- týri og smásögur, jöfnum hönd- um góðlátlegar gamansögur og harmsögur. Ævintýrum skósmiðs sonarins frá Óðinsvéum var ekki vel tekið, fyrst í stað, og þeir gagnrýnendur voru fáir, sem gerðu sér strax ljóst, hvilíkar gersemar þau voru. Má því segja, að spákona nokk- ur í Óðinsvéum hafi verið gagn- rýnendum glöggskyggnari. Hún spáði þvi, er Andersen var á unga' aldri, að sá dagur myndi renna upp, að íbúar Óðinsvéa myndu sýna syni skósmiðsins mikinn sóma. Þessi spádómur varð til þess, að móðir Ander- sens hætti við að láta hann ger- ast klæðskera, og Andersen hélt til Kaupmannahafnar í leit að frægð og frama. Það mun hafa verið einhver mesta hamingju- stund í lífi Andersens, er hann var kjörinn heiðursborgari fæð- ingarbæjar síns árið 1867. Ævintýri Andersens hafa verið þýdd á a. m. k. 35 tungumál. ganga hver í annars slóð, ísleifur fyrstur og síðan hver af öðrum. Jafnvel þeir verða smáir á víð- áttu sögunnar, sem þó gnæfa yfir aðra. Og þó gengust þeir allir undir það hlutskipti hver á sínum tíma, sem var eitt hið ábyrgðarmesta. Hver mundi sá, er fær þann hirðis staf í hendur, sem gengið hefir úr einni sterkri greip til annarrar í rás nálega þúsund ára, að hann hljóti ekki að spyrja sjálfan sig: Hver er ég þess að takast þetta á hendur? Engum eðlilega gerð- um manni getur verið það per- sónuleg aufúsa. Slíku kjöri tekur maður ekki nema í djúpri auð- mýkt frammi fyrir því valdi, sem stjórnar örlögum vorum og vér berum ábyrgð fyrir, því meiri ábyrgð, sem oss er meira á hend- ur falið og til meiri valda trúað Enginn settist svo í biskupsstól á fslandi, að hann væri óvefengj- anlega hinn rétti maður þegar hann var til þess ráðinn, pó að sagan meti svo um einstaka þeirra eftir á, enda bjó kirkjan oftast svo vel, að fleiri komu eins til greina eða jafnvel fremur, og það er mér engin uppgerð að telja, að svo hafi verið að þessu sinni, þó að um hafi skipazt sem orðið er. Nú á þessari stundu hef ég þess eins að biðja löndum minum, að þeir minnist þess, að kirkjan er móðir vor allra og að hún má engu gjalda barna sinna hvorki eins eður annars, hversu sem þeim kann að vera áfátt. Kirkjunnar heill og sæmd er vor allra heill og blessun. Ég bið landa mína minnast biskuþs síns í þessum hug.* Hann er fyrst og fremst einn meðal annarra barna sömu móður og sama föður. Hann er einn með- al annarra þjóna þess Drottins, sem kom ekki til þess að láta þjóna sér heldur til þess að þjóna og verja lífi sínu og láta lífið fyrir aðra. Hans skyldi líf vor allra vera hvaða stöðu sem við skipum, að gefa honum lífið eða fir.na lífið. Ég bið alla bræður í helgri þjónustu að meðtaka bróður kveðju. Ég sendi kveðju mína og konu minnar öllum þeim, sem mál mitt heyra, inn á heimilin hvarvetna, inn í skiprúm og ein- rúm, að sóttarsæng, og bið öllum náðar, friðar og blessunar. Drottinn styrki, efli og blessi kirkju sína á íslandi, vora hjart kæru móður, og veiti henni náð til þess að gegna köllun sinni ætt. jörð og þjóð til tímanlegrar og eilífrar blessunar. Aflabrestur í síldveið- um Norðmanna í ÞRÁTT fyrir góð veðurskilyrði til síldveiða við Noreg síðustu vikurnar hefur aflinn verið mjög tregur. Virðist síldin vera að mestu leyti horfin af miðun- um. Ekki er búist við því að rætast muni úr með aflabrögðin úr þessu, enda vorsíldarvertíð- inni að ljúka. Síldveiðarnar við Noreg hafa því brugðizt hrapallega, bæði á vetrar- og vorvertíðinni, nú eins og í fyrra. Hinn 21. marz sl. nam aflinn frá áramótum: 1959 4.446.000 hektólítrum 1958 3.630.000 — 1957 8.410.000 — Af þessum afla hafa farið í ar bræðslu hjá síldarverksmiðjum: 1959 2.253.000 hektólítrar 1958 1.657.000 — 1957 6.192.000 — Áætlað er að úr bræðslusíld- inni hafi komið þessar afurðir: 1959 1958 1957 18.000 t. lýsi 13.000- — 30.000----- 41.0001. mjöl 30.000 - — 113.000 - — ★ WASHINTON, 31. marz. NTB- Reuter. — Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk lands og Vestur-Þýzkalands hófu í kvöld viðræður um undirbún- ing hinnar væntanlegu ráðstefnu utanríkisráðherra austurs og vest urs í Genf 11. maí n. k. STAK8TEIIMAR Spilling Framsóknar íslendingur birti hinn 25. man grein um kjördæmamálið, þar sem svo segir um áljktun flokksþings Framsóknar: „Þessi ályktun Framsóknar- þingsins sýnir það svart á hvítu, að Framsókn hefir engu gleymi og ekkert lært. Hún treystir sér að vísu ekki til að standa gegn því að fjölbýlið fái nokkuð auk- inn rétt frá því sem áður var, og er að því leyti ekki ágrein- ingur milli stjórnmálaflokkanna. En þegar kemur að kjördæma- skiptingu og kosningatilhögun miðast viðhorf Framsóknar viS þetta og þetta eitt: Hvernig getum við náð handa okkur sem flestum þingmönnum á kostnað annarra flokka. Fögur lýðræðishugsjón það! Stefna hinna flokkanna i kjör- dæmamálinu miðast hins vegar við það, hvernig tryggja megi, að Alþingi verði skipað í sem nán- ustu samræmi við fylgi hinna einstöku flokka, þannig að það verði ekki sú skrípamynd af þjóðarviljanum, sem það hefir lengi verið. Að því marki verð- ur að keppa, því að allt annað leiðir af sér hvers konar spill- ingu.“ Þetta er hverju orði sannara. Ofurveldi og hið dæmalausa auð- safn SÍS, sem Framsókn misnot- ar að vild, er bezta sönnun þess. Minnsti flokkurinn fái meirihluta! fslendingur heldur áfram: „En athugum nú nánar, hvað fyrir Framsóknarflokknum vak- ir með samþykktinni. Við skulum hafa hlutfallskosningu í Reykja- vík, segir hann, því þá er von um að við komum þar að manni, en yrði henni skipt i einmenn- ingskjördæmi, er hætt við að Sjálfstæðisflokkurinn fengi þá alla. — En ef við fáum einmenn- ingskjördæmi um allt land utan Reykjavíkur, er von til þess að við græðum á þvi. Ef t. d. Eyja- fjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu og Árnessýslu yrði hverri um sig skipt í einmenningskjördæmi, er ekki útilokað, að við fengjum þrjá nýja þingmenn. Ef við get- um komið því til leiðar, að Borg- arfjarðarsýslu (með Akranesi) yrði skipt i tvö, þá kynnum við að fá þar einn þingmann, ef skiptingin er okkur hagstæð, o. s. frv. Og ef við fáum upp- bótarþingsætin afnumin (sem við höfum raunar ekkert með að gera, fyrst Hræðslubandalagið leystist upp), verða þau öll til að svifta hina flokkana þingmanna- tölu. Og niðurstaðan gæti þá jafnvel orðið sú, að við næðum meiri hluta á þingi sem minnsti stjórnmálaflokkur landsins, eins og okkur hafði nær því tekizt árið 1931. Við verðum því að halda sem fastast i hina „sögu- lega þróuðu“ kjördæmaskipan og kosningalöggjöf, sem veitt hefir okkur allt frá upphafi tvöfaldan og þrefaldan rétt við aðra flokka til Alþingiskjörs! Slikur er „mórallinn“ hjá Framsóknarflokknum, sem jafn- framt gerir kröfu til að kallast lýðræðisflokkur. Hvílíkt hyldýpl eymdar og fyrirlitningar á mann réttindum. Jafnvel Þjóðviljinn, sem lítið vildi um kjördæma- málið segja undanfarnar vikur, gat ekki orða bundizt, eftir að samþykkt Framsóknarþingsins var birt. Nefnir hann ályktun- ina „ferlegar afturhaldstillögur", þar sem „flokksveldi Framsókn- ar“ sé „eina sjónarmiðið“.“ Sannleikurinn er sá, að rang- indi Framsóknar hafa nú sv# eitrað allt þjóðlífið, að leiðrétt- ing má ekki dragast. Þetta skilja allir aðrir en starblindir Fram- sóknarmenn, þess vegna einangr- ast þeir nú meira og meira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.