Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 20

Morgunblaðið - 03.04.1959, Side 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 3. apríl 1959 „Ha&gan, hægan, Helen. Gleymið eVki hver þér eruð. Morrison er á leiðinni frá Palm Beach. Hann ▼eit ekki neitt. Við höfum á því •em næst yfirnáttúrlegan hátt, •igrazt á mestu erfiðleikunum í •ögu blaða okkar. Nýtt hneyksli myndi verða tortíming Morrison- blaðanna". Hún hneig aftur niður í stól- Inn. „Og tortíming Morrisons....“, bætti hún við með titrandi vörum. „Hver veit hvort slíkt áfall myndi •kki. ...“ „Það er einmitt það. Hald'ð þér *ð nokkur hafi þekkt yður á hótel- Ú1U?“ „íig sagði yður áðan að ég hefði •ikki verið á hótelinu". „Jæja, í kaffistofunni þá“. „Nei, áreiðanlega ekki“. „Er nokkurt merki á hanzkan- »m yðar?“ „Það veit ég ekki. Það er ekki #ennilegt“. Hún hugsaði sig betur nm. — „Annars er þetta ítalskur hanzki. Ég keypti þá einu sinni þegar ég var í Róm“. „Þá er það ósennilegt að nokk- »r komi^t á slóð yðar“. Það var hljótt í herberginu. — Fluga heyrðist suða. BiM beið eftir svari, en þegar sú bið bar engan árangur, sagði hann að lokum: „Hafið þér hlustað á mig, Hel- en?“ Hún kinkaði kolli: „Já, Bill. En það getur bara ekki gengið. — í fyrsta lagi, þá væri það aðeins að gera mig tortryggilega, ef ég þegði og menn kæmust svo að því að ég væri ameríska konan sem hitti Jan í veitingastofunni. Hitt er þó mikilvægast, að ég er eina manneskjan sem gæti komið lög- reglunni á rétt spor. Jan ætti það skilið af mér. Ég get ekki látið morðsins á honum vera óhefnt". „Og Morrison?" „Að einu leyti hafið þér rétt fyrÍT yður, Bill. Ég má ekkert gera án hans. Hann kemur nú eft- ir nökkrar klukkustundir. — Ég ætla að segja honum allt. Svo för- um við saman ti'l lögreglunnar". „Eruð þér viss um að Morrison muni fara með yður til lögreglunn ar?“ Hún brosti. „Já, alveg viss, BilT. Traust er ekki neinn þunnur is. Traustið brotnar ekki svo auðveldlega und- ir fótum okkar“. Bill gamli hristi höfuðið. Það var bersýnilegt að hann skildi ekki það, sem Helen sagð 19. Hinn raki hiti júní-kvöldsins lá yfir þökum skýjakljúfsins. Morri- son stóð við dyrnar á salnum, sem lágu út að þakgarðinum. Hann þrýsti enninu að köldu glerinu. —- Inni í herberginu heyrðist einung- is létt suðið í loftkælivélinni. Helen sat fyrir aftan hann á íegubekknum. Hún var búin að segja honum allt. Hún hafði byrjað á degin- um, þegar hún flaug til Berliín, til þess að bjarga honum — til þess að bjarga Jan úr höndunum á Rússum. Hún hafði sagt honum frá viðskiptum sínum við Tulpan- in ofursta. Hún hafði sagt honum frá efni „játningarinnar", sem hún hafði undirritað. Hún hafði sagt honum frá öllum fundum sín- um og „Hr. Wagners" og frá fyrstu og annarri heimsókn Jans í New York. Fyrst þegar hún virtist hafa lokið frásögninni, sagði hún: „En þetta er ekki allt, Richárd. Þetta er ekki það versta". „Ég veit það“, sagði hann. „Hvað veiztu?" „Þú hefur farið á bak við mig, svikið mig“. Hún þagði. Hann sneri sér ekki við. Loftkælitækið hélt áfram að suða. „Hvenær var það?“ sagði hann loks. „Þegar hann var í fyrsta skipti í New York“. „Ekki í Berlín?" „Nei“. „Ekki í París?“ „Nei“. Þetta voru efkki spurningar ákæranda. Þetta voru spurningar manns, sem kvaldist. „Ekki meðan ég var veikur?" „Nei auðvitað ekki“. Hann hló nú í fyrsta skipti, þurrum hlátri. — „Ekkert er auð- vitað“. „Það hefur aðeins einu sinni komið fyrir, Richard", sagði hún — „og ekki aftur. En ég veit að það verður ekkert beti-a fyrir það“. Það var hræðilegt að hún skyldi ekki getað séð andlit hans. Hún sá aðeins hárlausa hnakkann, breiðu herðarnar, þreklega líkamann við gluggann. „Og nú viltu fara til lögregl- unnar?“ sagði hann eftir nýja þögn. „Má ég ekki til með það?“ „Þú mátt til með það, vegna þess að þú elskar hann enn“. „Hann er dáinn“. „Það er líka hægt að elska þann sem er dáinn“. „Ég elska hann ekki. Ég héld að ég hafi altfeei elskað hann“. „Sem sagt. .. .“ „Morðingi leikur hér lausum hala. Á morgun leitar hann sér kannske að öðru fórnardýri". „Og hvað myndi frásögn þin hafa að segja? 1 New York eru þúsundir manna með sama útlit og maðurinn í „Café Union“. „Og ef hann uppgötvaði nú, að ég er konan sem var með Jan í kaf fistofunni ?“ Nú sneri hann sér við. Hann var náfölur. Hann virtist hafa elzt um mörg ár á fáum Mukku- stundum. Hann hafði djúpa bauga í kringum augun. „Bara ef ég gæti hjálpað hin- um“, hugsaði hún með sér. — „Ef ég gæti bara sannfært hann um það að ég elski engan annan en hann“. Hún hafði alltaf hjálpað honum. Nú gat hún það ekki. Hún óskaði einskis heitar en þess að hún væri þriðja manneskja, þriðja manneskja, sem gæti talað við Morrison og hjálpað honum yfir það, sem hún varð sjálf að þegja um. Hann kom yfir gólfið, til henn- ar. Hann reyndi eftir megni að ganga uppréttur en hann var mátt Taus í hnjáliðunum. Hann fékk sér sæti. Engin geðshræring var merkjanleg á fölu andliti hans. „Morðinginn verður að finnast", sagði hann. „En lögreglan finnur hann ekki — að m. k. ekki vegna skýrslu þinnar. Við verðum sjálf að finna hann“. Hún leit undrandi á hann. — Henni fannst það kynlegt að hann skyldi ekki tala meira um skrifta- mál hennar. Stóð honum raunveru lega á sama um það, sem hann hafði nú fyrst fengið að vita? — Hún var aiveg hætt ;.ð skilja hann. „Menn Tulpanins ofursta virð- ast hafa vitað að Jan Möller sveik þá“, sagði hann. „Hins vegar telja þeir að þe.ir geti framvegis kúgað þi&' Ahugi þeirra á sbefnu blað- anna minna er óbreyttur. Fylgistu með því sem ég er að segja?“ „Já — auðvitað. .. .“ „Nú kemur tvennt til greina. Menn Tulpanins álíta að þú hafir ekki játað sansleikann fyrir mér. Þeir halda sem sagt að þeir geti kúgað þig með hótun um að segja mér frá viðskiptum þínum og Möllers. Þeir hafa líka af ásettu ráði skilið hanzkann eftir í her- bergi Möllers. Nú þykjast þeir hafa þig algerlega i hendi sér, með þvi að hóta að segja lögreglunni frá hanzkanum". Ósjálfrátt fór hún að hlusta með vaxandi eftirvæntingu. „Hr. Wagner mun láta tilkynna þér komu sína. Og sennilega strax í dag. I síðasta lagi á morgun. Það er að segja: Hann gerir það, ef þú ferð ekki til lögreglunnar. Því að ef þú ferð til lögreglunnar, þá hefurðu bersýnilega afráðið að segja mér og yfirvöldunum sann- BÓKAUPPBOÐ verður haldiðí Sjálftæðishúsinu laugardaginn 4. apríl kl. 5 e.h. — Bækurnar v erða til sýnis í dag frá kl. 2—5 og á morgun frá kl 10—4. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar a r L ' 0 u ó l'M NOT k TOO GOOt> MR. WAL5H/ ^ WELCOME TO B6RNHARPT, SCOTTY ... CAN YOU HIT > . DUCK6? r-xj, ^ Hl, MARK.., GLAD TO 6EE YOU. 6000 TO BE HERE, MR. 1 WALSH...THIS IS MY FRIENP 9COTTY/ 1) „Sæil, Markús, hvað það erlleiðis Róbert. Þetta er Siggi, vin- 2) „Velkominn til Bernharðs- gaman að sjá þig!“ — „Sömu-1 ur minn“. staða, Siggi. Geturðu hitt end- urnar?“. — „Ég er ekki sérlega góð skytta“. 3) „Jæja, hún Stína mín get- ur kennt þér. Þið hafið aldrei á ævi ykkar séð aðra eins skyttu og hana“. Teikann. Þá vita þeir að kúgun þeirra kemur ekki að haldi leng- ur“. „Ég skil. .. .“ Hún furðaði sig á skarpskyggni hans, sem ekki brást honum nú frekar en endranær. ,.Nei, þú skilur ekki“, sagði hann. „Eða veiztu hvað ég hef hugsað mér að gera?“ Hún hristi höfuðið. „Ég ætla nú þegar að bala við lögreglustjórann. Ég ætla að skýra honum frá öllum málavöxtum. — Jafnframt verð ég að biðja hann að halda þér algerlega utan við málið. Þegar hr. Wagner lætur tiJ sín heyra, mæiir þú þér mót við hann. Þú stefnir honum hingað. ef þess verður nokkur kistur. Hvar svo sem fundum ykkar kann að bera saman — þá mun ég og lög- reglan verða þar í ná’nd. Ef við náum í hr. Wagner, þá verður þess ekki langt að bíða að við höfum líika hendur í hári morðingjans". Hann stóð á fætur og gekk yfir að vínskápnum, þar sem hann fékk sér viskíglas. Hún fylgdist með hverri hreyf- ingu hans. Morrison varð henni stöðugt torskildari og torskildari. Hún stóð líka á fætur og gekk til Morrisons. — „Ég er þér alveg sammála. En....“ Hann sperrti þunnar augn- brýrnar. „En... . ?“ „Er þetta allt, Riehard?" „Hvað er það sem þú viit heyra?" „Riöhard — ég sárbið þig, láttn ekki eins og hér sé aðeins um upp- ljóstrun glæpamáls að ræða. Hvað með mig og þig? Það er mér þú*- und sinnum mikilvægara". Hann tæmdi glasið sitt í einum teig. Svo lét hann það frá sér og gekk skrefi nær henni. „Þegar ég kom úr geðveikrahæl- inu“, sagði hann með rödd sem skalf af niðurbældri geðslhræringu —• „virtust blöðin mín algerlega gjaldþrota. Ég hef bjargað þeim frá algerðu hi'uni. Ég hef ekki þörf fyrir neitt hneyksli. HeiduT ekki blaðaihneyksli". Hún fölnaði og varir hennar titr uðu þegar hún sagði: „Viltu skilja við mig?“ ajtltvarpiö Fösludagur 3. april: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Bamatími: Afi talar við litla; — fimmta sanital (Guðmund ur M. Þorláksson kennari flytur). 18,55 Framburðarkennsla í spænsku. 19,05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Ragnar Jóhannes- son kand. mag. heimsækir kvennaskólann á Blönduósi og tal- ar við Huldu Stefánsdóttur skóla- stýru. b) Jón Jónsson Skagfirðing- ur flytur frumort kvæði. c) Rímna þáttur í umsjá Kjartans Hjálm- arssonar og Valdimars Lárusson- ar. d) Jóhann Hjaltason kennari flytur frásöguþátt: „Svalt er enn á seltu“. 22,10 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). — 23,05 Dagskrárlok. Laugardagur 4. april: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndí* Sigurjónsdóttir). 14,00 ílþrótta- fræðsla (Benedikt Jakotosson). — 14.15 Fyrir húsfreyjuna: Hendrik Berndsen talar öðru sinni um með- ferð á blómum. 14,30 „Laugardags lögin“. 16,30 Miðdegisfónninn. —- 17.15 Skákþáttur (GuðmunduT Arnlaugsson). 18,00 Tómstunda- þáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga bam anna: „Flökkusveinninn“ eftir Hektor Malot; VII. (Hannes J. Magnússon skólastjóri). — 18,55 Tónleikar plötur). 20,20 Atlants- hafsbandalagið 10 ára: a) Ávörp flytja Emil Jónsson forsætisráð- herra og alþingismennirnir Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson. b) Sigurður A. Magnús- son blaðamaður flytur erindi um sögu Atlanzhafsbandalagsins. — 21,20 Tónleikar af plötum. 22,10 Danslög plötur). — 24,00 Dag- 1 skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.