Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1D Föstudagur 3. apríl 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllc. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. IITAN IIR IIKIMI j Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Mest um vert, að við gerum okkur fyllilega Ijóst, að okkur er ógnað Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. UM HVAÐ VERÐUR KOSIÐ ? ' kosningum þeim, sem fram I fara á komanda sumri, M. gefst íslenzku þjóðinni tækifæri til þess að velja um menn og málefni, stefnur og stjórnmálaflokka. í þessum kosn- ingum stendur vinstri stjórnin sáluga frammi fyrir dómstóli al- menningsálitsins. Þá munu ís- lenzkir kjósendur kveða upp sinn dóm yfir þeirri stefnu vinstri stjórnarinnar, sem leiddi það öngþveitisástand yfir íslenzka atvinnuvegi, sem nú ríkir í land- inu. Þá munu íslenzkir kjósend- ur segja skoðun sína á þeirri fjár. málastefnu Framsoknarflokksins og Eysteins Jónssonar, sem komið hefur fjárreiðum íslenzka ríkis- ins á yztu nöf. í þessum kosningum munu flokkar vinstri stjórnarinnar einnig fá sinn dóm fyrir einstæð- an skrípaleik með utanríkis- og öryggismál íslenzku þjóðarinnar. Fólkið sem kaus kommúnista- ílokkinn mun draga hann til ábyrgðar fyrir einstæðan hringl- andahátt j sýndarmennsku í þess um málum. Þá munu og fyrr- verandi kjósendur Framsóknar- flokksins ekki síður minnast þess furðulega ábyrgðarleysis leið- toga Framsóknarflokksins að hlaupa yfir á snæri kommúnista og þjóðvarnarmanna í varnar- málunum vorið 1956, með sam- þykkt hinnar frægu ályktunar um brottrekstur varnarliðsins. Kjósendur munu jafnframt minnast loforða vinstri stjórnar- innar, og þá ekki hvað sízt kom- múnista, um uppbyggingu at- vinnulífsins og svika vinstri flokkanna á þessum fyrirheitum. Alls þessa og margs fleira úr ferli vinstri stjórnarinnar munu íslenzkir kjósendur minnast, er þeir ganga að kjörborðinu í júní mánuði nk. I stuttu máli sagt: Það verð- ur kosið um þær staðreyndir, sem blasa við þjóðinni eftir 2‘A ára valdaferil vinstri stjórnar. Traustara þingræði — heilbrigðara stjórnarfar En það verður kosið um fleira. Það verður kosið um það. hvort veita eigi Sjálfstæðisflokknum tækifæri til þess að sýna sín úr- ræði og möguleika til lausnar á þeim vandamálum, sem vinstri stjórnin gafst upp við að leysa, og átti ríkastan þátt í að skapa. Vinstri stjórnin fékk sitt tæki- færi. Þjóðin hefur séð hvernig hún notaði það. Hún gafst upp eftir 2Vz ár á rústum loforða sinna og fyrirheita. Rökrétt afleiðing af því er vissulega að þjóðin gefi nú Sjálfstæðisflokknum tækifæri til þess að móta stefnuna á næsta kjörtímabili. Það er kosið um það, hvort þjóðin viiji leggja grundvöll að heilbrigðara stjórnarfari eða hvort hún vilji viðhalda upplausn og spillingu á kom- andi árum. UNGVERSKI HARMLEIKURINN ENDURTEKINN í TÍBET SAGAN endurtekur sig. — Austur í Asíu gerir lítil þjóð í háfjallalandinu Tíbet ^ppreisn gegn kúgurum sínum. Þjóðhöfðingi hennar, Dalai Lama, reynir að komast undan hrammi kommúnista, sem haldið hafa landi hans og þjóð í heljargreipum undanfarin ár. Þannig gerist nú sama sagan meðal einnar af smáþjóðum Asíu og gerðist í Ungverjalandi haust- ið 1956. Þá reis ungverska þjóðin upp gegn hinum kommúnisku leppum Rússa. Verkamenn og bændur, menntamenn og iðnað- arfólk, stóðu hlið við hlið í bovg- um Ungverjalands og börðust vopnlitlir við ofurefli Rauða faersins. Um skeið voru horfur á, að hinar ungversku frelsishetjur myndu verða ofan á þessari bar. áttu. En þá sendu Rússar ofurefli herja sinna inn í Ungverjaland og létu þá berja alla mótstöðu þjóðarinnar niður. Heimsveldisstefna í Asíu Auðsætt er, að á sama hátt og Rússar framkvæma heimsveldis- stefnu sína í Evrópu gagnvart smáþjóðum þess hluta heimsins, vinna kínverskir kommúnistar nú að því ,að skapa kínverskt heimsveldi í Asíu og brjóta undir sig smáþjóðirnar í nágrenni Kína. Allt frá því að kommúnistar sigr- uðu á meginlandi Kína hafa þeir þjarmað að Tíbet-búum, sem er örfámenn þjóð uppi í fjöllum Mið Asíu. En smám saman hefur hið kommúniska ofbeldi gert Tíbet- búum lífið svo þungbært, að þessi friðsama smáþjóð hefur fundið sig knúða til þess að grípa til vopna og gera uppreisn gegn kúg urum sínum. Þetta er það, sem gerzt hefur í Tíbet. Frelsisunnandi fólk hef- ur snúizt gegn kúgurum sínum, sem rænt hefur landi þeirra og þrengt að kjörum þess á alla lund. Enn ein afhjúpun Uppreisnin í Tíbet og ofbeldis- aðgerðir kínverskra kommúnista gagnvart hinni fámennu og frið- sömu þjóð landsins, fela í sér enn eina afhjúpun á eðli hins alþjóð- lega kommúnisma. Barátta komm únista stendur alls staðar gegn frelsi fólksins, gegn andlegu sjálf stæði einkstaklinganna, mann- helgi og heilbrigðri þróun. Rússneskir kommúnistar drekktu uppreisn ungversku þjóðarinnar í blóði hennar haust- ið 1956. Nú eru kínverskir komm- únistar að murka lífið úr einni minnstu þjóð Asíu, sem hefur unnið það eitt til saka að vilja lifa í friði í landi sínu og njóta þar frelsis og sjálfstæðis. Þessir atburðir hljóta vissu- lega að vera öllu frelsisunn- andi fólki í öllum löndum leið- arvísir um það, hver sé hinn sanni tilgangur og eðli kom- múnismans. Við þurfum að temja okkur heilbrigða bölsýni. — Þýtt viðtal við sænska skdldið Eyvind Johnson í FYRRAVOR kom hinn frægi, sænski rithöfundur og skáld, Eyvind Johnson, í heimsókn til íslands, í sambandi við sænsku bókasýninguna, sem hér var haldin. Meðan hann dvaldist hér flutti hann m. a. fyrirlestur í Há- skólanum um hlutverk rithöf- undarins. Vakti heimsókn John- sons allmikla athygli, en áður var hann hér furðulítt kunnur, enda þótt hann hafi um langt skeið verið einn af aðsópsmestu rithöfundum Norðurlanda. Á skírdag átti Eyvind John- son afmæli. Það var reyndar ekk- ert merkisafmæli, sem kallað er — hann varð 58 ára. En í tilefni þess heimsótti hann blaðamaður frá danska blaðinu Dagens Ny- heder og átti viðtal við hann, sem síðan birtist í blaðinu á afmælis- daginn. — Viðtal þetta fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. ¥ „— — Oft, einkum þegar ég geng út í garðinn um nótt og horfi á himinhvolfið, berst mér að eyrum þungur niður með vindinum utan af hafi. Alda eltir öldu. Ég freistast til að reyna að telja þær — það hefir að sjálfsögðu eng- an tilgang; en hvötin til að finna röð og reglu í hverju einu sækir á, einnig hér. Or- sök, sem með áhrifum sínum kallar fram aðra orsök: er þetta lífið?“ „-----Mér virðist oft sem ég lifi aleinn á eyju, sem all- ir aðrir hafi yfirgefið. Stund- um nefni ég hana Omega, eyju endalokanna, eða eyju hins sjáandi auga — já, ég gef henni mörg nöfn. Og stundum nefni ég hana Eyju þolgæðis- ins.“ son út yfir gráhvítt landið og segir, að hér hafi hann hlaupið á skautum og gengið á skíðum. Nei, ekki í ár. Veturinn hefur ekki boðið upp á mörg tækifæri til þess að stunda slíkar þróttir — og auk þess er hann að vinna að nýrri sháldsögu. Langur vegur... — En þetta getur dregizt lengi — maður veit aldrei. Þess vegila sendi ég nú frá mér litla bók um Suðupottur vandamálanna. — Ég hefi dálítið samvizkubit — það er alls ekki gott að tala við mig. Ef til vill hefði ég átt að segja nei. En mig vantar ekki viljann; ég vil gjarnan svara öllu, sem þér kunnið að spyrja um. En ég efast um að það verði til nokk- urs. Þér verðið að afsaka, ef ég reynist lélegt viðfgangsefni .... — Lifið þér í einangrun hér í Saltsjöbaden? — Nei, alls ekki. En okkur lík- ar mjög vel hér; við höfum aldrei búið í Stokkhólmi — alltaf hér og þar, í London, í Sviss. Ég hefi ferðazt mikið. Á árunum milli heimsstyrjaldanna átti ég heima í Berlín. Þar var hræðilegt að koma þangað — óhugnanleg borg. Eyvind Johnson: — Pasternak verðskuldaði tvímælalausí Nóbelsverðlaunin. Fyrri tilvitnunin er upphaf, sú síðari endir hinnar nýj x skáld- sögu Eyvinds Johnsons, „Skýin yfir Metapontion". Þessi orð sækja á hugann og gleymast ógjarna. Það er sem þau renni sjálkrafa saman við fjölda spurninga, sem mann langar til að leggja fyrir skáldið. en þau skilja sig þó jafnframt frá og standa sjálfstæð eftir sem áður. Einkum eru það tvö atriði, sem vaxa í huga manns og víkja ekki þaðan: Er þetta lífið? Er heim- ilisfang okkar: „Eyja þolgæðis- ins“? Við „Anemónuveg“ En heimilisfangið, sem við stefn um nú að, er „Vitsippsvagen“ — það þýðir, eftir því sem við komust næst „Anemónuvegur“. Manni kemur vorið ósjálfrátt í hug. Og það er líka vor í lofti hér úti í virðulegustu útborg Stokk- hólms, þar sem langt er og dýrt milli skrauthýsa,,na. Þung ský hvíla yfir Saltsjö- baden, þung og grá. Þó milda þau loftið — það er hlýtt og eins og fullt af fyrirheitum. Snjórinn sígur í görðunum, og ísinn bráðn- ar á vötnunum. — Frá húsi sínu, sem stendur við enda götunnar og snýr baki við bænum og ná- grönnunum, bendir Eyvind John- ftalíu; hún er um ferðalag þar. Það er um langan veg að fara frá litlu steinhöggvaraheimili í Övreluleá til hinna virðulega sæta í akademíunni — jafnvel í velferðarríkinu Svíþjóð. — Eyvind Johnson er 58 ára í dag. Hann hefur ávallt verið á flug- ferð, alltaf mitt í hringiðu nýj- unganna, ef svo mætti segja. Síð- ustu þrjú árin hefur hann sent frá sér hverja bókina af annarri, næstum reglubundið. — Aldrei hefur hann unnt sér hvildar — og þó er eðli hans hið rólega, íhugandi. Hann er maður ákveð- inn í skoðunum, en honum er ekki lagið að leggja hnefann í borðið til þess að vekja athygli á þeim. Þær streyma hægt og hóglátlega úr penna hans, og skyndilega standa þær á pappírnum, fastmót- aðar, svo hver og einn hlýtur að sjá og skynja. — Einstaka sinnum bera þær nokkurn svip hinna hörðu og föstu drátta, sem móta andlit hans sjálfs, en oftast eru þær settar fram í anda hófsemi og sáttfýsi, gerðar sem „meltan- legastar“ hverjum manni. Sann- leikann á að vera hægt að boða á vingjarnlegan hátt og af skiln- ingi. Það er óþörf óbilgirni að slengja honum framan í okkur að óvörum Eins og pottur, þar sem öll vanda- mál suðu í einum graut. Öll heims myndin gerbreyttist fyrir augum mínum á tveimur eða tveimur og hálfu ári, sem ég var í Berlín. í fyrstu var það geysilegir léttir að koma þaðan til Parísar — og innan tíðar rann það upp fyrir manni, að einnig þar var við svipuð vandamál að etja. Að líta Svíþjóð úr fjarlægð. — Vandamál, sem Svíar þekkja ekki enn í dag? — Þau eru að hyrja að segja til sín! En ég skal játa, að mesta áfallið, sem ég varð fyrir, þegar ég ungur maður kom heim frá útlöndum, var það, í hve miklu sakleysi og fávísi Svíar lifðu, ef svo mætti segja. Og einnig hitt, að vandamál, sem manni virt. ust smávægileg og nánast hlægi- leg, voru hér blásin upp, unz þau urðu risavaxin og óviðráðanleg. Já, það mun alltaf reynast mikil- vægt fyrir Svía að leita út fyrir landsteinana, svo þeir geti litið Svíþjóð úr fjarlægð. Séð hlutina frá réttum sjónarhól. — Nú eftir styrjöldina kom konan mín á framfæri tillögu um, að hafin yrði söfnv í til hjálpar nauðstödd- um börnum í heiminum. Visst Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.