Morgunblaðið - 21.11.1959, Side 1

Morgunblaðið - 21.11.1959, Side 1
24 síður Mynd þessi var tekin á rikis- I ráðsíundi í gærmorgun, er 1 ráðuneyti Ólafs Thors tók við. Við borðið sitja, talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- og sam- göngumálaráðherra, Bjami Benediktsson, dómsmála- og iðnaðarmálaráðherra, Ólafur Thors, forsætisráðherra, Á«- J geir Ásgeirsson, forseti ís- lands, Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, Emil Jónsson, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra, og Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- og viðskiptamálaráðherra. - Fyr- ir aftan er Birgir Thorlacius, ríkisráðsritari. — Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M. Meginsfefna ríkisstjórnarinnar: Heilbrigt efnahagslíf og sem örust framleiðsluaukning íi : , ~ ; 1 íogaraeigendur ottast fríverzlunarsáttmála Heimta að deilan um fiskveiðilögsöguna verði tengd afnámi tolla Bætur almannatrygginga hækkaðar, aukid lánsfé til ibúðabygginga, endurskoðun skattakerfis, óbreytt stefna i landhelgismálinu 9 Yfirlýsing Ólafs Thors forsœtisráð- herra á Alþingi í gœr ÞEGAR forseti íslands hafði í gær lýst því yfir, að Alþingi væri sett, tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, til máls og flutti þingi og þjóð yfirlýs- ingu um starfaskiptingu og stefnu hinnar nýju ríkis- stjórnar. Um stefnu stjórnar- innar fórust honum orð á þessa leið: „Að undanförnu hafa sér- fræðingar unnið að ýtarlegri rannsókn á efnahagsmálum þjóðarinnar. Skjótlega eftir að þeirri rannsókn er lokið, mun ríkisstjórnin leggja fyrir AI- þingi tillögur um lögfestingu þeirra úrræða, er hún telur þörf á. Athuganir hafa þó þeg ar leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram, að hættulega mikill halli hefur verið á viðskipt- um þjóðarinnar við útlönd, tekin hafa verið lán erlendis til að greiða þennan halla og að erlend lán til stutts tíma eru orðin hærri en heilbrigt verður talið. Munu tillögur rikisstjórnarinnar miðast við að ráðast að þessum kjarna vandamálanna, þar eð það er meginstefna ríkisstjórnarinn- ar að vinna að því, að efna- hagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan grund völl, þannig að skilyrði skap- ist fyrir sem örastri fram- leiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífs- kjör þjóðarinnar geti í fram- tíðinni enn farið batnandi. í því sambandi leggur ríkis- sjórnin áherzlu á, að kapp- hlaup hefjist ekki á nýjan leik milli verðlags og kaupgjalds og að þannig sé haldið á efna- hagsmálum þjóðarinnar, að ckki leiði til verðbólgu. Réttlæti gagnvart almenningl Til þess að tryggja, að þær heildarráðstafanir, sem gera þarf, verði sem réttlátastar gagnvart öllum almenningi, hefur ríkisstjórnin ákveðið: 1) að hækka verulega bætur almannatrygginganna, eink- um fjölskyldubætur. ellilif- eyri og örorkulífeyri. 2) að afla aukins lánsfjár til íbúðabygginga almennings. 3) að koma lánasjóðum at- Framh. á bls. 2 LONDON, 20. nóvember. — (NTB/Reuter). — „MYNDUN Fríverzlunarsvæðis Evrópuríkjanna sjö mun skapa brezkum fiskiðnaði og brezkum fiskveiðum mikla erfiðleika. Ég held því að brezkir sjómenn verði að búa sig undir erfiða tíma“, sagði sir Farndale Phil- ipps, forseti samtaka brezkra togaraeigenda í dag, skömmu eftir að sáttmálinn um Fríverzl- unarsvæðið hafði verið undirrit- aður í Stokkhólmi. „Okkur er fullkomlega ljóst, að fríverzlun- arsáttmálinn er nauðsynlegur", sagði hann, „en það er erfitt fyrir brezka sjómenn að hugsa um þjóðarhagsmuni, þegar þeirra eigið lífsviðurværi er í hættu. Þegar tímar líða mun afnám tolla á ýmsum fiskafurðum, eink- um frystum fiskflökum, hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir brezkan fiskiðnað. Enn er of snemmt að segja nokkuð um af- leiðingarnar af niðurfellingu Frh. á bls. 23 Bjarni Benediktsson lætur ni ritstjórn Morgunblnðsins BJARNI Benediktsson, dómsmála | ið 1956. Morgunblaðið þakkar ráðherra, lét í gær af ritstjórn Morgunblaðsins. Hann hefur ver- lionum vel unnin störf um leið og það árnar honum heilla í nýju ið ritstjóri við biaðið síðan haust- og ábyrgðarmiklu starfi, Skrúðgangan á Ieið úr Dómkirkju til Alþingis. Fremstir ganga forseti islands og biskup, þá 'orsetafrú og prófastur, síðan ráðherrar og alþingismenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.