Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 23
!Laugardagur 21. nóv. 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 23 Kirkjuvika og kirkju- sýning að Skálholti KIRKJUVIKA og kirkjusýning v-erður haldin á hinu forna bisk- upssetri í Skálholti dagana 22.— 29. nóv. n.k. Sýningin verður opin 6 daga. Verður hún að nokkru Skálholts- sýning þar sem sýndir verða ýms ir af hinum fornu gripum Skál- holtskirkju, og að nokkru al- menn kirkjusýning þar sem sýnd ir verða margir kirkjumunir og skrúðar fornir og nýir. Auk þess verður þar kristniboðssýning. Fer dagskrá kirkjuvikunnar hér á eftir: Sunnudaginn 22. nóv.: Messa kl. 1,30 sr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup. Eftir messuna verður sýningin opnuð. Síðan flytur sr. Sigurður Pálsson erindi um sögu og byggingu messunnar. Þriðjudagur 24. nóv.: Sr. Jó- hann Hannesson prófessor flytur erindi um vandamál æskunnar í nútímanum. Hefst þetta erindi kl. 9,15 að kvöldi. Því næst verð- ur kirkjusýningin skoðuð. Þá flytur sr. Magnús Guðjónsson hugleiðingu og að lokum verður flutt kvöldbæn sú, sem notuð var í Skálholti um fimm alda skeið. Verður hún flutt á hverju kvöldi. Fimmtudagur 26. nóv.: Sr. Arn grímur Jónsson flytur erindi um kirkjur og búnað þeirra. Sr. Sig- urður Pálsson flytur hugleiðingu. Föstudagur 27. nóv.: Sr. Ing- ólfur Ástmarsson flytur erindi um kirkjuárið. Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson flytur hugleið- ingu. Laugardagur 28. nóv. verður kristniboðsdagskrá. Henni stýrir Felix Ólafsson kristniboði. Þá syngur kór K.F.U.M. Sunnudagur 29. nóv.: Kl. 1,30 messar hr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Kvikmynd iv ævi Mart- eins Luthers. Erindi sr. Gunnar Jóhannesson prófastur. Allar kvöldsamkomur hefjast kl. 9,15, og öll kvöldin verður kirkjusýningin opin. Vafalaust munu margir vitja hins forna helgiseturs, sem um margar aldir var landsins „æðsta höfuðból“. Það tekur 5-7 daga oð skera hvalina í Dalvíkurhöfn Stærsta grindahvalatorfa, sem hér hefur verið rekin á land Rcrfmagn enn skammt- að á Akureyri AKUREYRI, 20. nóv.: — Á tólfta tímanum í dag kom svo mikill is ínn í orkuverið víð Laxá að 6 ör- yggisarmar þess brotnuðu, en armar þessir brotna til þess að varna því að vélarnar skemm- ist. — Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu var rafmagns- laust á Akureyri fyrir viku, en þá þurrkaðist árfarvegurinn upp að mestu. Safnaðist mikill ís og snjór í farveginn, sem áin hefur ekki hreinsað ennþá. Var rafmagn skammtað á Akur — Bókaháttur Framh. af bls. 13. velfarnaði okkar og löngun til að gera íslenzku þjóðina stærri í brotum og heilli í þeirri við- leitni að halda áfram að vera menningarþjóð. Ég tilfæri hér að lokum nokkur orð úr síðustu ræðu Jóns: „Við heimtum að fá að efast um hvað sem er, við viðurkennum öngva þvílíka menn að orð þeirra geti verið okkur skilyrðislaus trúarsetning. Ég efast ekki um að það ríki þar sem einhver einn maður er haf- inn hátt upp og gerður að óskeik- ulum páfa, muni flestum hérlend um mönnum ósjálfrátt ógeðfellt. Þjóðfélag þar sem öllum er bann að að efast um einhver tiltekin grundvallaratriði, getur ekki ver- ið okkur að skapi. Það ætti að vera auðkenni vestræns lýðræð- is að hver rödd væri metin eftir þeim boðskap sem hún flytur, ekki eftir neinu öðru, og þess væri að vænta að við hefðum ekki miklar mætur á mönnum sem telja það mikilvægast að kæfa raddir. Málfrelsi og skoð- anafrelsi er það tvennt sem við teflum fyrst fram þegar við vilj- um telja yfirburði vestræns stjórnarfars yfir austrænt. Ég fSe ekki betur séð en við stöndum bæði Norðurlöndum og Bret- landi alllangt að baki um bæði þessi frelsi“ (bls. 295—96). Bókin er mjög vandlega úr garði gerð, prentuð á bezta pappír og smekkleg í hvívetna. Prentvillur fann ég aðeins þrjár. Signirður A. Magnússon. Dilkahungi SÚ VILLA varð í frásögn blaðs- ins sl. laugardag um slátrun á Klaustri, að fallþungi dilka var sagður 4 kg of mikill. Hann reyndist 12.67 kg að meðaltali. unm a sunnu- eyri í dag og er bænum skipt nið- ur í tvö hverfi. Gamla stöðin er í fullum gangi, en það hrekkur ekki nærri til. Þegar fréttaritari blaðsins átti tal við rafveitustjóra í gær gerði hann sér vonir um að þetta myndi lagast í kvöld. Prestvígsla í Dóm- kirkj dag NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 10,30 árd. fer fram prestvígsla í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Ein- arsson vígir þrjá guðfræðinga: Hjalta Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið prestur hjá íslenzka söfnuðinum í Mountain í Norður- Dakóta, Sigurjón Einarsson, sem settur hefur verið til að þjóna Brjánslækjaprestakalli í Barða- strandarprófastsdæmi og Skarp- héðinn Pétursson, sem fengið hef ur veitingu fyrir Bjarnanespresta kalli í Austur-Skaftafellsprófast- dæmi. Séra Óskar J. Þorláksson, dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari við guðþjónustxma. Vígsluvottar auk hans verða séra Sigurbjörn Á. Gíslason, sem lýsir vígslu, séra Ólafur Skúlason og séra Þórir Stephensen. Séra Skarphéðinn Pétursson prédikar. — Endalok veraldar Framh. af bls. 15. vitleysa hafi byrjað, þegar við tókum að telja okkur trú um, að við gætum varðveitt friðinn með því að eiga sem mest af vopnum, vopnum, sem við gætum aldrei beitt, án þess — að eyða sjálfum okkur. Við höfum hlunnfarið okkur sjálf með kunnáttu okkar — við kunnum ekki að hafa stjórn á henni. — Einhvers staðar var fá- ráður vesalingur, sem þóttist sjá eitthvað grunsamlegt á radarskíf unni sinni — og hann hélt, að land hans og þjóð væri búin að vera, ef hann hikaði andartak. — Þess vegna þrýsti hann á hnappinn. En jafnskjótt var þrýst á aðra hnappa hinum megixi á hnettin- um — og siðan þarna — og þarna — — -— alls staðar var þrýst á hnappa — og jörðin varð viti sínu fjær . , . DALVÍK, 20. nóv.: — Giskað er á að grindahvalurinn, sem hér var rekinn á land í fyrradag, muni leggja sig á um 200 tonn alis. Mun aldrei fyrr svo stór hvalavaða hafa verið rekinn á land hér. En af þessu eiga að sjálf sögðu mestan heiðurinn Jóhannes Jónsson skipstjóri á Bjarma og menn hans. „Heimsmetsvaðan". var rekin á land í Færeyjum 1878 og voru í þeirri vöðu 1100 dýr. Ekki er enn kominn fullur Fríverzlunarsvæðin Framh. af bls. 1. tollsins, en á næstu árum verða brezkir fiskframleiðendur að endurskoða afstöðu sina til sjáv- arútvegsins“, sagði sir Farndale. Veiðar á smáskipum Hann hélt áfram: „Á Norður- löndum er meginhluti fiskafl- ans veiddur með litlum skipum rétt fyrir ströndum úti. Á næstu árum mxmu þessi lönd byggja fjöldann allan af verksmiðjum til að frysta fiskinn og dreifa honum, og þá mun samkeppnin verða brezkum framleiðendum mjög erfið. Búast má við að framleiðsluaukningin á Norður- löndum haldi áfram vegna frí- verzlunarsáttmálans, og það er hafið yfir allan vafa að þau munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að færa sér í nyt á- kvæði sáttmálans í því skyni að stórauka söluna á brezka mark- aðinum. Til að halda í horfinu verða brezkir togaraeigendur að leggja út í töluverða fjárfestingu. Meðan á breytingunni stendur verða allar greinar brezka fisk- iðnaðarins fyrir meiri og minni skakkaföllum. Fram á þennan dag hafa úthafstogarar ekki fengið ríkisstyrk í Bretlandi. Styrkurinn hefur aðeins verið veittur skipum sem veiddu við strendur Bretlands, og hefur hann þó verið mjög lítilfjörleg- ur í samanburði við styrkinn sem landbúnaðurinn fær úr ríkis- sjóði“, sagði sir Famdale Phil- ipps. „Samhengið“ f yfirlýsingu til dagblað- anna frá brezkum togaraeig- endum, sem birt var í dag, segir að innflutningur á fiski til Bretlands hafi verið mikill síðustu sjö til átta árin, og hann væri enn að aukast. Frá 1951 fram á þennan dag hafa að meðaltali 11,5% af öllum fiski í Bretlandi komið er- lendis frá, segir í yfirlýsing- unni. Eftir að fríverzlunar- sáttmálinn hefur verið und- irritaður, má búast við veru- legri aukningu á fiskinnflutn- ingi. Þess vegna hefur það úr- slitaþýðingu, að fríverzlunar- sáttmálinn verði skoðaður í samhengi við vandamálið um víkkun fiskveiðilögsögunnar. Ef önnur lönd í fríverzlunar- bandalaginu leyfa ekki brezk- um sjómönnum að fiska við strendur sínar, verður að endurskoða allan grundvöll- inn, sem sáttmálinn byggist á, segir í yfirlýsingunni. kraftur á hvalskurðinn, enda var hvalskurðarmaðurinn úr hval- stöðinni ókominn seinnipart dags. í morgun hafði þó verið byrjað að sk.era hvalina. Fram til klukkan 2 aðfaranótt föstudags var verið að bjarga hvölunum undan sjó. Frysting hvalkjöts er hafin og gera menn sér vonir um að fá gott verð fyrir hvalkjötið á erl. markaði. Það af aflanum sem ekki verður fryst, verður unnið í verksmiðjum og mun í ráði að Krossanesverksmiðjan taki að sér vinnsluna. Spurningunni um það hver tal- inn væri eigandi aflans, svaraði fréttaritarinn, að það lægi ekki ljóst fyrir ennþá. Hefðu menn ekki gefið sér tíma til þess að ræða það mál, heldur lagt á það alla áhexrzlu að bjarga verðmæt- unum. Hvalirnir eru hér vel geymdir, því hér er kalt í veðri, og snjór yfir öllu, svo kjötið verð ur að teljast vel ísrð. Sennilegt er að hvalskurðinum verði ekki lokið á skemmri tíma en 5—7 dögum. Það er samdóma álit hrepps- búa, að ef svo vel tekst til að hægt verði að hafa af þessu hreinan ágóða, þá skuli hann renna óskertur til kirkjubygging arinnar hsr á Dalvík, en kirkjan hefur verið í smíðum síðustu 3 árin. Menn velta því fyrir sér hvað valdi því að grindahvalurinn sé svo auðveldur viðfangs, a.m.k. þegar hann er í torfum, að reka megi hann eins og mjólkurkýr úr haga. í bókinni „Dyrenes liv, eftir Þjóðverjann Brehm, getur hann þess að grindarhvalurinn sé mjög félagslynd skepna og haldi mjög hópinn og geti bátar þá rekið torfurnar viðstöðulaust a.m.k. meðan dýpi er mikið, það komi í rauninni ekki styggð að torfunum fyrr en grindin er alveg komin upp undir land. Þá hefur því verið haldið fram, að einnig muni sjóndepra dýranna um þetta leyti árs valda nokkru hér um. öllum þeim, sem heiðruðu okkur og giöddu með návist sinni, gjöfum og skeytum á sjötugs- og áttræðis afmæli okkar hjónanna þann 27. ágúst og 13. sept. s.l., þökkum við af alhug og biðjum Guð að launa ykkur hlýhug og góðvild í okkar garð. Sesselja Daðadóttir og Klemens Samúelsson, Gröf í Miðdölum. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu mér vinsemd á sjötugs afmæli mínu 14. þ.m. Jóhann Stefánsson Af alhug þakka ég öllum, sem glöddu mig á, 70 ára afmæli mínu 6. okt. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Einar Þ. Einarsson, Reykjavíkurvegi 21 Hafnarfirði Hótel Borg opið til kl. 1 ■ kvöld KALDUR MATUR (Smorgásbord) frá kl. 12—2 og 7—9. HEITUR MATUR allan daginn. Hljómsveit Björns R. Borð aðeins tekin frá fyrir matargesti. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR lézt að heimili sínu Hverfisgötu 55 20. nóvember. Gunnar Brynjólfsson, dætur, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.