Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 10
10
MORCUNfíTJfílÐ
Laugardagfur 21. nóv. 1959
„Á SaT'eftir Sigurð Guðmundsson
ÞAU fyrn hafa gerzt víða um
lönd á þessari öld bóka og blek-
iðju, að klassiskar bækur — úr-
vals bækur hafa legið í dyngjum
í bókaskemmum útgáfufyrirtækj-
anna og selzt treglega, en sorprit
og klámreyfarar hafa runnið út
eins og hrognkelsi á vordegi.
Einhver mun nú reka upp stór
augu, sem kann að verða þess
var, að ég er að skrifa um bók,
sem kom út fyrir rúmum 10 árum,
en hvílík bók! Þar kaupir enginn
köttinn í sekknum. Þar fær les-
andinn ekki hálfu blaðsíðurnar
auðar, og það er ekki heldur nein
svikavara á þessum 460 blaðsíð-
um, sem kosta aðeins rúmt hálft
hundrað krónur. Lítill pðningur
nú á dögum.
Um beztu bækurnar er það að
segja, að ekki nægir að gefa þær
út aðeins einu sinni, skrifa um
þær glæsilega ritdóma einu sinni,
lesa þær einu sinni, stinga þeim
svo í hillurnar, geyma þær þar og
gleyma síðan.
Eg spurðist fyrir um það hjá
bókaútgáfu Isafoldarprentsmiðju
hvort mikið væri- eftir óselt af
bókinni Á Sal. Afgreiðslumaður-
inn í bókageymslunni athugaði
málið. Eftir voru aðeins um 100
eintök, og þó 100. Hefði verið að
ræða um bók eins og Roðastein
Mykies, mundi ekki eitt eintak
hafa verið eftir. Mjög bráðlega •
verður því bókin Á Sal ekki fá-
anleg.
Hvað fá svo þeir, sem kaupa
þessa bók Sigurðar Guðmunds-
sonar, skólameistara?
Þeir fá mikinn sjóð af ótæm-
andi auðlegð andans og andlegu
fóðri, stórbrotið og glæsilegt
spekimál, flutt. af mikilli orð-
gnótt, orðkyngi og málsnilld,
gætt slíkum þrótti og líkast er
sem blásið sé hvellt í herlúður til
áhlaups á allar ódyggðir, allan
vesaldóm og lítilmennsku, en til
sigursællar sóknar öllu því, sem
hvern mann má prýða, dáð og
drengskap, manndómi og heilind-
um. Lesið aðeins fyrsta, _ stutta
kafla bókarinnar, Rústir. Ég segi
iBkki meira um hann, en skyldi
þá ekki einhvern langa til þess
að byggja bæ lífs sins af nýju.
Gæti farið svo að einhver gréti
yfir skuggalegum Og ömurlegum
rústum. En þeir, sem væru að
hefja verkið, að byggja bseTgæfu
sinnar og manndóms, gætu þá
fundið þar holla tilsögn.
Eða ritgerðina, Nám og náms-
lvugur. Hvílík kenning, hvílík leið
sögn, hvílík málsmeðferð og hví-
líkt kraftfóður.
Ég þori varla að vefa hér inn í
þetta spjall nokkrar setningar úr
þessari ritgerð, því að úr sam-
hengi má þar helzt ekkert slíta.
Þar segir á bls. 27:
„Andlega sinnaður námsmað-
ur nemur ekki eingöngu með
höfðinu. Hann nemur einnig með
hjartanu, af námgirni, fróðleiks-
girni, skilningsgirni. Sú girni á
námi einhverrar fræðigreinar er
sterkasta trygging þess, að henni
verði ekki gleymt, heldur við
hana bætt, meira numið, þá er
lýkur kennslu 1 henni og víga-
brandur prófs í henni er eigi
reiddur yfir höfði né sæmd ....
Ekki verða allir nemendur, því
miður, kallaðir andlega vaxnir.
Reiðir sumum þó á veraldlega
vísu vel af, bæði við prófborð og
þj óðarborð. En frá þeim hrukku
aldrei gneistar sjálfstæðrar hugs-
unar ,sköpunar- né ímyndunar-
afls. f einhverju mesta mann-
vitsriti danskra bókmennta,
Adam Homo, segir grímubúinn
kvæðishetja um sjálfan sig:
„Med lethed jeg raader
de sværeste gaader,
i hvert et tentamen.
Jeg pröve har staaet,
til hver en Examen,
mit laud har jeg faaet.
Jeg er, Gud være lovet,
et udmærket hoved,
kun eet jeg forstaar ei
jeg dömme formaar ei.
Hvor i det kan stikke,
begriber jeg ikke.“
Skólameistari fer svo nokkrum
orðum um um þetta stef og höf-
und þess, sem að eigin áliti var
svo „prýðilegt höfuð,“ gat „ráð-
ið hinar erfiðustu gátur“ og leyst
hvert vandamál, hafði staðizt
„hvert próf,“ fengið hæstu eink-
unn "(laud), en eitt var honum þó
um megn, það var að geta dæmt
sjálfstætt um eitt og annað; en
hvernig slíkt gat verið, skyldi
hann ekki hið minnsta.
Sigurður Guðmundsson ræðir
svo um utanbókar þululærdóm
barna hér á árunum, hvernig
slíkri kennslu var hagað svo„ að
„ekkert ljós hafði kviknað á hug-
arkertum barnanna, sem ekki var
von. Allt fór í bókstafinn, sem
deyddi — lítt hirt um andann,
sem lífgaði og skýrði Og trúarhug
sumra barna tókst að drepa á
slíkan hátt.“
í áframhaldi af þessu talar
hann svo um vissan flokk náms-
manna og fer um þá svofeldum
orðum: „En í andlegum jarðvegi
slíkra dugnaðarmanna þrífast
ek'ki mennta- né vísdómstré. Þau
dafna hvergi, þar sem skortir
andlegan kærleika og skilnings-
nautn, aðdáun, hrifning, fagnandi
ánægju að nýungum andans. Slík
ir nemendur eru námvélar, kaup-
menn á skólal :k. Þeir melta
ekki lærdóminn heldur skila því,
sem í þá var látið, eins og þeir
tóku við því. Af þeim sökum óx
þeim ekki í náminu dómvísi né
Framh. á bls. 15.
Grænlendingar
afa marmara
ÍSLAND er fátækt af málm-
um og verðmætum steinteg-
undum. Um aldaraðir varð
þjóðin að byggja öll sín hús
úr torfi og öðrum óvaranleg-
um efnum.
Nágrannaland okkar í vestri.
Fíótta-
mannahjálp
Gjafir afhentar í skrifstofu
biskups: — Borghildur Magnús-
dóttir kr. 50; Frá stofu nr. 40 á
Elliheimilinu 100; J. J. S. 200;
F. M. Þ. G. 100; Guðjón Jóhanns-
son 550; N. N. 100; Fró dómkirkju
söfnuðinum, gjöf frá móður og
syni 200; Gísli Björnsson 100;
Jón Gunnlaugsson 300; Söfn-
unarlisti frá sr. Finnboga Krist-
jánssyni, Hvammi, Skagafirði
910; Þ. H. 50; M. og G. 100; Árni
og Björg 200; Þjónusturegla guð-
spekifélagsins 1.000; Ragnar Guð
leifsson og móðir hans 200;
Ónefndur, Keflavík 100; Magnús
Kristjánsson 300; Mæðgur 150;
Ómerkt 200; S. G. 50; Einar M.
Jónsson 50; Hanna Þorsteinsson
500; G. L. F. 500; Gunnlaugur
Hallgrímsson 100; Ólafur Stein-
þórsson 100; Karitas Ingibergs-
dóttir og Benjamín F. Jónasson
500; Frá Hólssöfnuði í Bolungar-
vík, afhent af sr. Þorbergi Krist-
jánssyni 2.740; Frá Súgfirðing-
um, afhent af sr. Jóhannesi
Pálmasyni 3.300; Frá nokkrum
kennurum í Vogaskóla 300; Brynj
ólfur Melsted 500; Frá kirkju-
gestum í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum, afhent af sr. Jó-
hanni Hlíðar, 1.910; Frá kirkju-
kórasambandi S-Þing., afhent af
sr. Sigurði Guðmundssyni 1.800;
Frá Skógstrendingum, afhent af
sr. Sigurði M. Péturssyni 500;
Þ. í. 50.
Grænland er miklu betur sett
með þetta. Þar er nú unnið
úr jörðu í stórum stíl blý, kol
eru nægileg til innanlands-
notk'unar. Þar er stærsta krýó
lít-náma heimsins, mólýben og
kopar sem talið er að borgi
sig að vinna. Nú síðast sýna
rannsóknir að úraníum-
rinnsla getur borgað sig í
Grænlandi. Þá skortir ekki
góðar steintegundir sem hæf-
ar séu til bygginga og stein-
smíði. Mikill hluti Grænlands
•kiiiiHÍÍftíÍÍ
Námuv innslan
þegar hann kom til bæjarins
Ivigtut í Grænlandi. Þar er
hin mikla krýólít-vinnsla
Dána.
Þegar hann gekk inn í skrif-
stofubyggingu krýólít námu-
félagsins tók hann eftir því,
að tröppur og allir veggir voru
sem hylja marmaralögin að
mestu. En ekki þarf annað en
að grafa stutta leið í gegnum
skriðuna, þá kemur þessi hvíti
steinn í ljós.
Yfirmennirnir á staðnum
sögðu honum frá því, að áður
fyrr hefði marmari verið unn-
en láta sér nægja að skera í ýsnbein
er úr hinu bezta graníti, þótt
íbúar þess „eskimóar" hefðu
ekki skilning né kunnáttu á
að hagnýta sér það til húsa-
bygginga. Þar er líka mikið
um gabbró, sem þykir fegursti
steinn til ýmissa nota.
En náttúran hefur ekki lát-
ið þar við sitja að gæða Græn-
land hinum margvíslegu auð-
lindum. Sem kórónu á sköpun
lagðir hinum fegursta mar-
mara. Hvílíkt óhóf, hugsaði
hann.
En hann komst að því, að
þetta var ekki svo gífurlegt
óhóf. Þessi marmari hafði
ekki verið fluttur sunnan frá
Carrara á Ítalíu, hann var
heimaframleiddur.
Nokkru seinna kom Otto
Woitsch til marmaranámunn-
RóSrar haínir
frá Honafirði
HÖFN, Hornafirði, 16. nóv. —
Hornafjarðarbátar hafa nú byrj-
að róðra, en segja má, að gæfta-
'laust hafi verið hér í allt haust,
þar til nú að veður gekk til norð-
lægrar áttar. Erfitt hefur verið
að fá mannskap á bátana og er
ennþá þannig, að ekki eru nema
3 bátar, sem stunda róðra. Afli
þeirra er með ágætum, sérstak-
lega tvo seinustu róðra eða frá
9—13 tonn á bát í róðri, en þá
daga var líka einmuna gott sjó-
veður. — Gunnar.
Grænlendingar höggva til steina
arverk sitt hefur hún bætt
marmaranum hinu göfugasta
bergi til allrar steinsmíði og
myndhöggvaralistar.
Austurríkismaðurinn Otto
Woitsch, sem mun segja les-
endum Mbl. á næstunni frá
ýmsu af því sem hann hefur
séð á ferðum sínum um Græn
land skýrir frá því, að hann
hafi rekið upp stór augu,
ar, sem er allmiklu norðar á
ströndinni. Sá staður heitir
Marmoriliq og þar voru nokkr
ir Grænlendingar að vinna
með loftþrýstiborum að því
að höggva marmara.
Svo virðist sem nokkuð
stórt fell sé að mestu úr mar-
mara, en ofan á því eru aðrar
bergtegundir og þær hafa
einnig myndað grjótskriður
inn talsvert á þessum stað.
M.a. var Carlsberg glyptotekið
klætt marmara frá Grænlandi.
En síðan dróst framleiðslan
saman. Það er flutningskostn-
aðurinn til Evrópu sem stend-
ur í vegi. Það borgar sig ekki
að vinna grænlenzka marmar-
ann, nema helzt til heimanotk
unar. í Grænlandi er talsvert
um það, að tröppur í húsum
séu úr marmara og enginn
vandi er að fá steininn í leg-
steina. Hann er bara helzt til
gljúpur fyrir hina gi-ænlenzku
veðráttu.
Marmaranámið í Grænlandi
lagðist alveg niður á stríðsár-
unum og það er ekki fyrr en
nú á allra síðustu árum, sem
aftur er byrjað lítillega á mar
maranámi. Er það þáttur í til-
raunum grænlenzku lands-
stjórnarinnar til að gera at-
vinnulíf Grænlands fjölbreytt
ara.
Nú vinna þarna um 20
Grænlendingar. Þeir vilja
ekki láta kalla sig Eskimóa.
Ef maður kailar þá Eskimóa,
svara þeir: — Eskimóarnir
eru hinu megin við hafið, í
Kanada, — við erum Græn-
lendingar.
Grænlendingarnir eru hand
lagnir og kunna vel að stjórna
loftþrýstiborunum. Siðan
höggva þeir marmarann með
meitlum og laga hann til í
tröppur eða önnur stykki eins
og sést á annarri myndinni.
Ef þeir eru spurðir hvort
þeir vilji ekki nota tækifærið
og gerast myndhöggvarar eins
og Forn-Grikkir, þegar þeir
komust í tæri við marmarann,
þá hrista þeir hausinn og segj-
ast láta sér nægja að skera
í ýsubein. Það er gömul list í
Grænlandi að skera fugla og
allskyns fígúrur í ýsubein. En
að ný Venus frá Míló fæðist
þar í marmara. — Það er held
ur ólíklegt.