Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 21. nóv. 1959
Menn á hestum
í umferðinni
f L&GUM frá Alþ. sem öðlast
gildi þ. 1. júlí 1958, standa skrif-
uð þau ákvæði, að ríðandi menn
skulu halda sig á hægri hluta
vegarins, í umferðinni. Hvort á-
kvæði þetta hefur til orðið af
brjóstviti háttv. alþingismanna,
eða vegna utanaðkomandi áhrifa,
þá tel ég þarna hafa tekist mjög
óheppilega til, og vil ég leitast
við að gera grein fyrir mínu sjón-
armiði í þessu máli.
Árum saman hefur hljómað í
útvarpinu, og mátt lesa á prenti,
góðviljaða ábendingu frá Slysa-
varnafélaginu, um að gangandi
fólk skuli fremur ganga á móti
umferðinni þ. e. á hægri vegar-
brún, og er þetta gert með
tilliti til þess, að það sé engin
hætta aftan frá. Ég lít svo á, að
ef þessari ábendingu væri jafn-
an fylgt, væru menn að sjálf-
sögðu öruggari, því að gangandi
fólki getur flest orðið að vegi.
Þessa umferðarvarúð gildir eink-
um þegar skyggja fer.
í 61. gr. þesara umferðalaga,
eru fólki settar reglur um hegðan
sína í umferðinni. Því miður,
hafa þessar reglur ekki enn verið
ræktar. Ég fæ ekki betur séð, en
að hver og einn troði sér í um-
ferðiná hvar sem smuga býðst,
hvort heldur er, til hægri eða
vinstri, og á ég þá við umferð
gángandi fólks á gangstéttum
þar sem þær eru.
Sé þörf á að lögbinda umferð
gangandi fólks á stígum, sem
eingöngu eru því ætlaðir, þá tel
ég vart mögulegt, án athlægis,
að gera það, nema að um ein-
stefnu væri þá að ræða.
Er fjarri að ætla að hugmynd-
in, og síðar lagagrein nr. 63, um
umferð ríðandi manna, eigi að
einhverju rót sína að rekja til
ábendingar Slysavarnafélagsins,
eða annarra, um hægri stefnu
gangandi og ríðandi fólks. Að
mínu viti, er þarna um mjög
ólíkar aðstæður að ræða, og er
óþarft að vera fjölorður um það.
Fólk er, að jafnaði, talið skyni-
borið og hefur vit á að sjá fótum
sínum forráð, það hefur vit til að
láta ekki blinda sig í umferðinni,
Tveggja herb. íbúS
með húsgögnum til leigu í vetur. Tilboð merkt:
„8443“, skilist á afgr. Mbl. fyrir 24. þ.m.
Bílstjórar óskast
Óskum að ráða 10—12 bílstjóra á sendiferðabfla.
Upplýsingar í Einholti 6 uppi, í dag fná kl. 2 til
kl. 6.
Sendibílar hf.
Silkipientuðu umslögin
rétt stærð — eru fyrir þá vandlátu. Nýju frímerkin
koma út miðvikudaginn þann 25. nóv.
Einn útsölustaður:
Frímerkjasalan
Lækjargata 6 A
Nýtt hús í Hafnarf.
Til sölu er 6 herb. 80 ferm. 2ja hæða einbýlishús
í smíðum.
Efri hæð fullsmíðuð og tekin til íbúðar. Hiti kom-
inn á neðri hæð, má einnig hafa 2 íbúðir í húsinu.
Húsið er vandað og glæsilegt.
ÁRNI GUNNLAUGSSON, hdl.
Austurgötu 10 Hafnarfirði.
Sími 50764, 10—12 og 5—7.
Fuglar virðast hafa það mjög gott í Miinchen. — I vor urðu
bæjaryfirvöldin að gera sérstakar ráðstafanir til útrýmingar
spörfugla. Nú herja dúfur á borgina. Fjöldi þeirra er slíkur að
til mikilla vandræða horfir. — Útrýmingarherferð er hafin
og beitt er fljótlegum aðferðum og ,,heiðarlegum“. — Mynd-
in sýnir dúfnaeyði í Miinchen.
þó það hendi að á móti því komi
skær birta. Ólíku er saman að
jafna, þar sem maður kemur ríð-
andi á hesti, móti umferð, og vil
ég benda á aðstæðurnar.
Menn eru sjaldnast fælnir, þó
að hent geti það að mönnum
bregði svo að þeim verði ósjálf-
rátt gerða sinna. Hins vegar er
það mjög títt, að hestur fælist,
sem sagt er, og það svo mikið, að
knapinn fái eigi stjórnað hon-
um. Þegar hesti er riðið móti
umferð, í myrkri, og glampandi
Ijós kemur á móti, má glögglega
| finna, að fótatak hans verður
fálmkenndara, en elía, og er það
vitanlega vegna þess, að hann
horfir í ljósið og blindast, þess
vegna ættu menn að forðast að
ríða beint í ljósið. Vegir eru all-
víða bugðóttir og hæðóttir, lægð-
ir milli hæðanna eru fylltar upp,
og þar myndast há vegbrún. Veg-
ir utan þéttbýlisins eru tíðum
mjóir og allvíða líttfærir til að
mætast á þeim á bílum.
Menn á hestum, í umferð á
slíkum vegum, eru sífellt í hættu,
en sízt er betur séð fyrir þeim
með því að skylda þá til að
stefna beint á móti umferðinni,
Bifreiðastjóri, sem í tíma áttar
sig á slíkri umferð, sem öllum
er sjáanlegt að er mun hættu-
legri vegna þess að yfirferð
beggja eykur hraðann, myndi
með sömu gætni, betur settur
ef hann kæmi á eftir, en ekki
á móti umferð, vegna þess hraða-
mismunar, sem sjáanlega yrði
honum í hag, ef það sem er í um-
ferðinni færist undan, en kemur
ekki, með hraða, á móti. Hins
vegar eru til þeir menn, í um-
ferðinni, sem engin lög eða reglur
virða, og sízt mun þetta nýja
ákvæði draga úr þeirri hættu,
sem fólk er í þeirra vegna, og
ræði ég þá um menn á hestum.
Ég leyfi mér að kasta fram
þeirri spurningu, hvort löggjafar-
valdið hafi stuðzt við almenna
umsögn þeirra manna, sem þess-
ar reglur taka sérstaklega til, sem
eru hestamenn og bifreiðastjórar.
Aðstaða mín er sú í þessu máli, að
ég tel mig geta svarað fyrir hesta-
mennina, og vil ég þá geta þess,
að á ársþingi L. H. sl. haust, var
kosin nefnd manna til að koma
á framfæri mótmælum gegn þess
ari lagagrein, og stuðzt við
skamma en raunhæfa reynslu í
framkvæmd laganna. Enn er ekki
sýnilegur árangur þeirra mót-
mæla.
Ef ég má hafa þau orð um,
þá vil ég segja, að nú sé að hefj-
ast vertíðin hjá okkur hesta-
mönnum. Frá okkar sjónarmiði,
er því aðkallandi þörf, að á okk-
ur sé hlustað, hvað þetta mál á-
hrærir. Umferðarmálalöggjöfin
á að njóta algjörlega heilbrigðs
skoðanafrelsis, þar má engin tog-
streita eiga sér stað, aðeins rök-
föst tillitssemi til allra aðstæðna.
Vegna margvíslegra mistaka eru
menn sífellt í lífshættu í umferð-
inni. Umferðarlöggjöfin hlýtur
því fyrst og fremst að taka til
öryggis og verndar.
Eru til nokkur þau mál, sem
talin verða í fyrirrúmi þeirra
mála, sem varða líf og dauða? ..
Er ótímabært að ætlast til, að
fyrsta málsgr. 63. gr. laganna
verði felld niður? .... Ég vil
beina máli mínu til Slysavarna-
félags fslands, sem ég veit, og
allir landsmenn vita, að er heilt
í sínum málum. Hafið þér at-
hugað þessa lagagrein, og kynnt
yður allar aðstæður? Ég leyfi mér
að segja, að yður getur ekki orð-
ið fyllilega Ijós, sú hætta, sem
hestamönnum er búin, með þess-
ari nýju lagagrein, nema að þér
komið með á hestbak í misjöfnu
veðri og myrkri. Ég ætla méf
ekki að fara að kæra bireiðastjór-
ana, ég og allir vita að innan
þess stóra flokks eru bæði gætn-
ir og ógætnir menn, en mín
reynsla er sú, að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra, virðist ekki
hafa hugmynd um þennan nýja
lagabókstaf, og ekki dregur það
úr hættunni. Flestir vita þeir, að
þeim sé frjáls vinstri vegarbrún,
eða vegarhelmingur, en að þeir
eigi að vera viðbúnir öðru farar-
tæki, sem komi á fullri ferð beint
á móti þeim, verður fullmikið
álag á suma þeirra.
Mér dettur ekki í hug, að halda
því fram, að þó að lagagrein
þessi verði felld niður, og látið
sitja við venjulegar umferðar-
reglur, að þá séu menn ekki í
neinni hættu, síður en svo, við
vitum öll, sem eitthvað um það
hugsum, að hætturnar eru á
hverju leiti. En gjöldum varhuga
við, og gefum ekki út fyrirskip-
anir, þar sem þeir, sem þær koma
mest við, eru þeirrar skoðunar,
að þær séu hættulegar. Ég leyfi
mér að skora á hið háa Alþingi,
að veita þessu máli sjálfsagða
meðferð, og ég heiti á Slysavarna
félag íslands, til fylgis í þessu
máli. Kristján Hákonarson.
Fokheld íbúð óskust
2ja — 4ra herb. íbúð, fokheld eða í smíðum, óskast
til kaups. Góð kjallaraíbúð eða risíbúð, kemur til
greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt:
„Ibúðarkaup—8640“.
4ra herb. íbúSir
til sölu á góðum stað í Hvassaleiti. Ibúðirnar selj-
ast fokheldar, með fullkominni hitalögn. Múrhúð-
aðar og málaðar að utan með tvöföldu gleri. Öll
sameign múrhúðuð. Uppl. í síma 16155.
Glaggutjnldafóðai
Gardínubúðin
Laugavegi 28
Vibratorar
Höfum fyrirliggjandi
vibratora ætlaða til að leggja
steinsteypu í gólfplötur,
akbrautír, gangbrautir o. fl.
K. Þorsteinsson & Co
Tryggvagötu 10
Sími 19340.