Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. nóv. 1959 M O R C V 1K P r 4 » 1 © 15 8J8«»ti«iiil * m * nt §« »»* » m m iiiijii n A strönd- inni... Fresturinn líður — dauðinn bíður. — Þrjú atriði úr kvikmyndinni: ! - A Sal Vísindamaðurinn sakbitni, Líður að lokum — deyfilyfjum Hinn hinzti dagur, 28. febrúar Julian Osborn, tekur þátt úthlutað til borgarbúa til þess 1963. — Hljómsveit Hjáip- í kappakstri í fyrsta að lina óhjákvæmilegar þján- ræðishersins leikur „útfarar- skipti á ævinni — og sigrar ... ingar ... sálm mannkynsins". Kvikmynd um: Endalok veraldar Ava Gardner (Moira Davidson) — enginn „Hoilywood-gIans“. Fred Astaire (Julian Osborn) kemur á óvart. EF til vill hefir aldrei sézt átakanlegri kvikmynd á hvítu tjaldi en sú, sem frumsýnd verður í ýmsum höfuðborgum um næstu jól — í >orgum eins og New York, London, Tok- íó, Melbourne, París og Róm. — Hún segir frá hinztu dögum heimsins — eftir að orku vetnis- sprengjunnar hefir verið sleppt lausri .... — 'k — — Fyrir 48 stundum mætti ég bandarískum kunningja mínum á götu í London. Hann hvíslaði að mér: — Taktu þér fiug far til New York og farðu þar í bíó annað kvöld kl. 9 — í einu af úthverfum borgarinnar — þá muntu sjá nokkuð óvenjulegt! — Ég gerði eins og hann ráð- lagði mér, þótt fyrirmæl- in væru nokkuð óljós. — Er ég kom til New York, 'fékk ég að vita — með mikilli fyrirhöfn — að Stanley Kramer ætlaði að halda „leynifrumsýningu" á kvikmynd sinni, „Á ströndinni". — Hin opin- Ibera frumsýning verður ,ekki fyrr en í desember, en Kramer vildi gjarna „kanna landið“ með því lað halda „tilraunafrum- isýningu“ nú þegar. — Ég hugsa að flestir áhorf- enda muni mér sammála um það, að aldrei hafi sézt neitt hroðalegra eða átakanlegra á kvikmynd. • Tár . . . Þannig skrifaði Leon- ard Mosley, fréttamaður Daily Express, m. a. er hann hafði horft á kvik- myndina „On the Beach“, sem United Artists-kvik- myndafélagið hefir gert eftir samnefndrí sögu Nevil Shutes. — Og Mos- Ley heldur áfram frásögu 'nni: Þótt ég noti þessi orð, :rð ég jafnframt að gja, að hér er ekki um :ina venjulega hryll- ings- eða æsikvikmynd að ræða. Og þetta er ekki heldur venjuleg „grát- mynd“, eins og við skilj- um yfirleitt það orð — og samt munu tárin leita fram hjá flestum, sem sjá hana. Fred Astaire, hinn gam alkunni listdansari, leik- ur aðalhlutverkið, brezka vísindamanninn Julian Osborn, — en hvorki er dansað né sungið í mynd- inni. — Ava Gardner hin fagra fer með annað aðal- hlutverkið, Moira David- son, — en það er ekki sú þokkadís, sem hún ei vönust að sýna okkur. Hún notar engan and- litsfarða í þessari mynd — nema til þess að gera dökka bauga undir augun. Þriðja aáðalhlutv. Dwight Towers, er í höndum Gregory Pecks. • Hinzti dagur Kvikmyndin gerist að mestu fyrrihluta árs 1963 — hinn hinzti dagur er 23. febrúar — aðeins rúm þrjú ár fram í tímann. Aðal- leiksviðið er borgin Melborne í Ástralíu. — Hvað er að gerast? hugsar maður, þegar fyrstu svipmyndirnar þjóta yfir tjaldið? — Fólkið hegðar sér svo undarlega — og bílar standa ónotaðir við gangstéttirnar, í löng- um röðum. Það er eins og allir séu að bíða eftir em- hverju. Og það er einmitt þaö, sem er að gerast — fólkiö bíður dauða síns, dauða alls, sem enn hrærist á jörðinni. — Hægt, og með hryllingi, rennur það upp íyrir manni, hvað þarna er að gerast. — Kjarn- orkustyrjöld hefir verið háð. Bandaríkin og Sovet ríkin hafa att kappi — með vetnissprengjubirgð- um sínum. Hvorugt ríkið er lengur til, né heldur önnur ríki á hnetti þeim, sem við nefnum gjar la móður jörð. — Aðeins á litlum landskika finnst enn mannlegt líf — í Ástralíu. Og kvikmyndin gerist í Melbourne, eins og fyrr segir. • „Dauðaskýin“ íbúar borgarinnar hafa fengið að vita, hvað gerzt hefir — að einungis þeir og örfáir landar þeirra eru enn lífs á jarð- arkringlunni — og að ekki munu líða meira en 3—4 mánuðir þar til hin Moira og Dwight Towers (Gre- gory Peck) — Þau fundu ham- ingjuna í skugga dauðans. geislavirku ský vetnis- sprengjunnar, „dauðaský- in“, berast yfir bústaði þeirra með vindunum. — í fyrstu vörnuðu loft- straumar dauðanum veg- mn til Ástralíu — en nú hefir fólkið fengið að vita, að breytt veðrátta ber „dauðaskýin" óðum nær. — Og hér er hið hryllilega „stef“ þessarar kvikmyndar — viðvörun- in, sem öllum er ætlað að muna: Engum verður hlíft. Allir munu deyja — ef .... • Dauðinn — ástin [ Gregory Peck leikur skipherra á kjarnorkukaf bát, sem af tilviljun er staddur í höfn í Mel- bourne, þegar kjarnorku- stríðið hefst. Hann og flestir af áhöfninni hafa átt fjölskyldur sínar heima í Bandaríkjunum — og þeir gera sér grein fyrir, hvað gerzt hefir: að þar hefir dauðinn sagt sitt síðasta orð. — En dag nokkurn er loftskeyta- maður kafbátsins eitthvað að fást við tæki sín — til þess að „drepa“ tímann — og þá nemur hann merki — morse-merki, sem virðast koma frá Kaliforníu. — Og spurningin vaknar, ó- trúleg en áleitin: — Eru einhverjir enn á lífi í Bandaríkjunum, e. t. v. einhverjir úr fjölskyldum þeirra kaf bátsmanna? Foringinn Dwight Towers (Greg- ory Peck), ákveður að sigla til Kaliforníu — undir Suðurpólinn. Kafbáturinn kemur uppundir yfirborðið úti fyrir ströndum Kali forníu — og það er eitthvað áhrifaríkasta andartak myndarinn- ar. — Foringinn lítur í hringsjá kafbátsins. Hvað sér hann? Eydda strönd — milljónaborg í rústum. Hann snýr til baka — til Ástralíu. Og þar bíður hans Moira Davidson. — Og nú gera þau sér Ijóst, að þau eiga annað og meira en dauðann fyrir höndum — þau eru ást- fangin og því hamingju- söm, þrátt fyrir ógn þa, sem yfir vofir. • Á síðasta hring Það kemur engum á ó- vart, þótt Gregory Peck sýni áhrifaríkan leik í hlutverki kafbátsforingj- ans. Það eru hinar tvær aðalpersónurnar, er koma okkur á óvart. — Ava Gardner, með dökka bauga undir augunum, án þess að nokkur „Holly- wood-glæsibragur“ sé þar yfir lagður, hefir aldrei sýnt svo áhrifamikinn leik. Og þó er það fyrst og fremst Fred Astaire, fót- fimasti maðurinn í banda- rískum kvikmyndum, sem kemur á óvart. — Því trúðu víst fáir aðrir en Stanley Kramer, að Astaire gæti í raun og veru leikið slíkt hlutverk — en þegar til kemur, er það hann, sem lárviðar- sveiginn ber. Hann leikdr enskan vísindamann, sem átt hefir mikinn þátt í að fullkomna vetnissprengj- una, af þvílíkri snilld — að sumir nefna Óskars- verðlaunin í því sam- bandi. Borgarbúar reyna að njóta lífsins þessa síðustu daga, eftir því sem tæki- færi gefast. Vísindamað- urinn lappar t. d. upp á bílinn sinn — til þess að taka þátt í kappakstri — slíkum, sem aldrei hefir þekkzt í vorum heimi. — Allir aka — eins og þeir séu að bjóða dauðan- um heim. — Hverju mun- ar það líka, hvort dauðinn kemur mánuði fyrr eða seinna? Allt er hvort eð er „á síðasta hring“ — endalokin nálgast. • Það var Einstein Mest undrast maður það að Fred Astaire, steppar- inn léttúðugi, „stelur“ bókstaflega myndinni, hvað leiksnilld snertir. Hann þjáist af sektartil- finningu, en sveipar sig blæju kaldhæðninnar: — Þegar einhver spyr: Hvet kom þessu öllu af stað — eyðileggingunni? — svar- ar hann: — Það var Ein- stein! — Mín skoðun er sú, að öll þessi vonlausa Frh. á bls. 23 Framh. af bls. 10 kjarngóður andlegur þroski á því.“ Stutt er úr Menntaskólanum i Reykjavík yfir í prentsmiðju ísa foldar og bókageymslu. Ungu menntaskólanemendur, farið strax í dag og náið ykkur í þessi 100 eintök, sem enn eru eftir af bókinni Á Sal. Ykkur mun aldrei iðra þess. En nú megið þið ekki ætla mig svo lítilsigldan að ég sé að vinna að sölu bókarinnar fyrir útgefandann. Nei, þess gerist ekki þörf. Bókin verður brátt ekki fáanleg, en líklega yrði hún ykkur betri kennari en jafnvel margir aðrir ágætis kennarar. Ég tala um bókina vegna þess að ég er hugfanginn af henni. Hér á árunum átti ég því láni að fagna að kynnast hinum ágætu hjónum, Sigurði skólameistara og frú Halldóru Ólafsdóttur. Ég fékk einnig að hlusta á skóla- meistara, en hann var líka stund- um, ásamt kennurum og hinum fjölroenna nemendahópi Mennta- skólans á Akureyri, áheyrandi minn, því að skólámeistari bauð mér stundum af mikilli gestrisni að flytja erindi í skólanum, og betri áheyrendur var naumast unnt að kjósa sér. En hefði ég þá verið búinn að lesa bókina Á 1 Sal, sem þá var enn ekki til, hefði ég líklega ekki átt nægan kjark til að flytja mín vandlæt- ingar erindi yfir slíkum tilheyr- anda sem Sigurði Guðmunds- syni skólameistara. Endurminn- ingarnar um þessar stundir i menntaskólanum vísuðu mér leið ina að bókinni, sem ég er að tala um, og þó ég minnist nú þannig á bókina, sem þegar er yfir 10 ára, er mér ljóst, að orð mín eru fátækleg um svo sérkennilega og ágæta bók. Ekki er unnt að viðhafa hér í þessu litla greinarkorni neina verulega upptalningu á efni bók- arinnar. Hún er bæði skólaræð- ur, íækifærisræður og erindi um einstaka menn. En til þess að nefna eitthvað, mætti benda á erindi eins og Boðorðið mikla. Ekki er þar samt um að ræða neitt gamalt siðalærdómsboðorð, en hvatningin er máttug og markið ekki lágt. Inngangsorðið er úr Völundarkviðu: „Hann sló goll rautt við gim fastan." Höf- undur bókarinnar vill þarna ræða við ungu mennina eitt- hvert eitt orð, sem gæti orðið þeim ógleymanlegt. Fögur orð koma í hugann, svo sem trú, kær leikur og fleira, en skólameistari velur orðið að yrkja, ekki aðeins ljóð og skáldsögur. Nei, en að gera allt starf og líf að yrkisefni, hvort sem það er að rækta jörð- ina, smíða eitthvað, afreka eitt- hvað, andlegt eða verklegt. „Vinn þú sem mest“ segir þar, „með sama hug sem barn leikur, skáld yrkir, söngvari syngur, smiður smíðar listfagra smíð“, það er, að vera skapandi í hugsun og starfi. „Yrkjandi ævistarf er þá þjónusta, hin sáluhjálplegasta messa, er vér fáum sungið guð- dómnum til dýrðar og lofs“. Svo minnir hann á, hversu skáldið Runeberg lætur siðbóta- manninn Lúther svara manni, sem kvartar undan hávaða á morgnana, sem trufli morgun- bæn sína. „Vera má, að sleggja smiðsins slái fastar á port him- insins en bænir þínar“. Skólameistari kemst svo mjög íærri því að draga saman merg nálsins í þessu þróttmikla erindi I eftirfarandi setningum: „Því 'ullkomnari sem maður er, því iastar er honum undið í eina irenning yrkjandi leikur, starf -g líf“. Ýmsum mun finnast auðvelt að setja eitt og annað út á bók þessa. Stíll skólameistara er tnjög sjálfstæður og sérstakur, ef til vill stundum um of, en er þá ekki slíkt hressileg tilbreyting. Efni bókarinnar er svo mikið, að það á skilið viðhafnarbúning. Leitið í slíkar bækur, þið ungu menn, sem ætlið að fegra mann- líf og grundvalla nýjan heim. Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.