Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 22
22
MOKCTiivnr.Afíih
Laufrardagur 21. nóv. 1959
Sérstök kostakjör
hópferð til Rómar
r
I
Atvlnnumennska
knattspyrnumanna
Knattspyrnumennirnír vilja fá
borgað fyrir leiki og ferðir
NORÐMENN enu slegnir yfir
árangri knattspyrnumanna
sinna á árinu sem senn er liðið.
Aldrei hefur annað eins tapár
dunið yfir norska knattspymu
síðan 1938, og þess vegna er
almennt búizt við að nýjar
raddir fái undirtektir, þegar
rætt verður um framtíðarfyr-
irkomuiag knattspyrnu í Nor-
Handknatt-
leiksmótið
f FYRRAKVÖLD fór að Háloga-
landi fram 8. leikkvöld Reykja-
víkurmótsins í handknattleik. —
Úrslit urðu þessi:
2. flokkur kvenna
Valur — Ármann 7:3
Víkingur — Fram 4:2
3. flokkur karla
Þróttur — KR 8:7
Fram — Valur 8:4
2. flokkur karla
Víkingur — KR 7:4
Þróttur — Valur 10:5
1. flokkur karla
Fram — KR 11:11
Kæra mun hafa komið fram
varðandi síðasta leikinn vegna
þess að Fram hafði ólöglegt lið.
Ekki er enn búið að skera úr kær-
■unni, en svo getur farið verði
kæran viðurkennd að Fram verði
dæmdur leikurinn tapaður.
egi og áhugamennsku, en þessi
mál bæði mun bera á góma
þegar fulltrúaráð knattspyrnu
sambandsins kemmr saman í
febrúar n.k. Er jafnvel búizt
við grundvallarbreytingum á
fyrirkomuiagi á ferðasamning
um knattspyrnumanna o. fl.
Stjórninni steypt
Það er álit sumra að tillogur
sem í ráðagerð eru nægi ekki til
að hefja norska knattspyrnu á ný.
Sumir vilja ganga lengra og
hreinna til verks og tala um
frekari atvinnumennsku innan
knattspyrnumanna. Þessir meim
benda á að norska landsliðspró-
gramminu lauk í sumar með tapi
fyrir Hollandi 1 mark gegn 7.
Sumir segja að allri stjórn
norska sambandsins verði steypt
og í staðinn valdir framsýnni
menn á grundvelli þess að þeir
sem nú ráða hafi beðið of lengi
með að gera þær breytingar sem
nauðsynlegar eru taldar, — og
sagðar eru hafa verið nauðsyn-
legar í mörg ár. Þeir sem þessu
halda fram segja að tregða stjórn
arinnar til róttækra breytinga sé
orsök þess að færri áhorfendur
komi nú til knattspyrnuleikja en
áður, og sú öfuga þróun haidi
sífellt áfram.
Skoðun almennlngs
Á liðnu sumri hafa Norð-
menn leikið 10 landsleiki og að-
eins unnið þrjá, — móti íslandi,
Finnlandi og Luxemborg. Þessi
örlagaríka reynsla — eins og
Gólf, sem eru áberandi hrein,
eru nú gljáfægð með:
Æflk. SIU POtgHjMg
H|n£MíE
Mjög auðvelt í notkun!
Ekki nudd, — ekki bog-
rast, — endist lengi. —
þolir allt!
Jafn bjartari gljáa er varla
hægt að imynda sér!
Reynið í dag sjálf-bónandi
Dri-Brite fljótandi Bón.
rœst allsstaðar
Víkingur og Ferðaskrifstofan hafa sam-
vinnu um hópferð til Olympíuieikanna
norskra
á döfinni
Norðmenn tala um hana — hefur
vakið upp all-almenna kröfu um
að tekið verði upp það fyrir-
komulag að greiða knattspyrnu-
mönnum að einhverju leyti fyrir
kappleiki og hafa aukaverð-
laun í peningum fyrir unna sigra.
Á það er bent að almenn skoð-
un eftir hinn mikla ósigur gegn
Svíum hafi verið að innleiða
betta fyrirkomulag.
Knattspyrnumennirnir
Það eru ekki sízt knatt-
spyrmimennirnir sjálfir sem
ýta undir þetta. Fyrirliði
norska landsliðsins Thorbjörn
Svendsen hefur hreinlega sagt,
að hann myndi hætta að leika
knattspyrnu ef hann ætti sjálf-
ur að borga fyrir það að fá að
koma fram fyrir Noregs hönd.
— Það kostar mig mikið fé,
segir hann, í hvert skipti sem
ég þarf að ferðast til annarra
landa, og þegar maður auk
þess verður að þola tap í 7
leikjum af 10, þá er áhuginn
fljótur að hverfa ekki sízt
vegna þess að flestir af okkar
mótherjum eru að hálfu at-
vinnumenn. Eitthvað bylting-
arkennt verður að ske ef
norsk knattspyrmua á að er.d-
urreisast. Við erum neyddir til
að fylgjast með tímanum segir
hinn frægi hvalfangari frá
Sandefjord að lokum.
------------------------«
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Vík-
ingur hefur haft forgöngu um að
stofnað verði til hópferðar íslend
inga til Olympíuleikjanna í Róm
í ágústmánuði næsta ár. Býður
félagið óvenjulega góð kjör í
þessari ferð. Kostar farmiði sem
innifelur ferð fram og til baka
ásamt gistingu og morgunverði í
3 vikur aðeins kr. 6.800. Ekki eru
í þeirri upphæð innifaldir að-
göngumiðar en þá er hægt að fá
í úrslitum flestra greina fyrir um
1800 kr.
Víkingur hefur samvinnu við
Ferðaskrifstofu ríkisins um þessa
ferð, en Ferðaskrifstofan er um-
boðsmaður leikanna hvað snertir
aðgöngumiðasölu. í flestum lönd-
um Evrópu er efnt til slíkra hóp-
ferða og flestar þjóðir eru fyrri
til en íslendingar að ákveða ferða
lög sín fram í tímann. En á það
Jóhonnes Þ. Jónsson sextugur
SEXTUGUR er í dag Jóhannes
Þórður Jónsson, bóndi í Lang-
eyjarnesi, Klofningshreppi, Dala-
sýslu.
Hann er fæddur í Purkey í
sömu sveit og þar ólst hann upp
til 19 ára aldurs. Foreldrar hans
voru Jón Jónsson, bóndi í Purk-
ey, og kona hans, Helga Finns-
dóttir.
Jóhannes hóf búskap í Lang-
eyjarnesi þjóðhátíðarárið 1930
og hefur búið þar góðu búi síðan.
Kvæntur er Jóhannes Elínu
Elímundardóttur frá Stakka-
bergi í Klofningshreppi. Börn
þeirra eru tvö, uppkomin: Jón-
ína, sem nú er búsett í Stykkis-
hólmi, og Bergur, sem heima
starfar hjá foreldrum sínum í
Langeyjarnesi.
Bergur hefur nú eignazt jörðina
Efri-Langey, svo að þeir feðgar
hafa nú fært út kvíarnar til
hafs, og nytja báðar jarðirnar,
Langeyjarnes og Efri-Langey,
jafnhliða, enda liggja löndin
saman.
Jóhannes í Langeyjarnesi er
hvers manns hugljúfi, er honum
kynnist. Er jafnan glaður og
reifur. Tryggur vinur vina sinna
°00 sjómemi
á nýju skipin
í SAMBANDI við frétt frá skipa-
skoðunarstjóra, er rætt um þann
mannafla, sem á hin nýju skip
muni þurfa. Er það álit skipa-
skoðunarstjóra, Hjálmars R.
Bárðarsonar, að á skipin þurfi
alls um 900 sjómenn.
Margt þeirra manna sem nú
eru á eldri skipum, bíður eftir
þessum nýju, og ætla má að
nokkrum af eldri skipunum verði
iagt. Eigi að síður getur það orðið
”°"dleyst að manna svo mörg
og vill öllum gott gera. Hann
unir því ekki til lengdar að
skulda nokkrum manni neitt, og
greiðir skuldir sínar gjarnan
fyrir gjalddaga. Slíkum manni er
jafnan gott að treysta.
Jóhannes er afburða röskur
maður og hvikur í öllum hreyf-
ingum. Göngumaður svo góður,
að fáum hentar að þreyta við
hann kappgöngu.
Jóhannes er góður bóndi og
gestrisinn í bezta lagi. Margir
vinir hans og sveitungar munu
heimsækja hann í dag og hylla
hann sextugan. Aðrir, sem fjær
eru staddir að sinni, verða að
láta sér nægja að senda honum
og fjölskyldu hans innilegar
þakkir og beztu árnaðaróskir á
þessum merkisdegi í lífi hans.
Friðjón Þórð'arson.
Peiimgakassa
stolið frá Húsna‘ð-
ismálastjórn
AÐFARNÓTT 18. þ. m. var stol-
ið litlum peningakassa frá teikni
stofu Húsnæðismálastofunannn-
ar, á Laugavegi 24. Hafzt hefur
upp á þjófnum, sem er gamaii
viðskiptavinur lögreglunnar. í
kassanum voru röskar 200 krónur
í peningum, tékkávísun á rúmar
kr. 6000,00, ásamt nokkrum
rei'kninigum tillheyrandi teikni-
stofunni. Peningum var hann
búinn að eyða, en skilaði ávís-
uninni, en kassanum kvaðst hann
hafa fleygt í húsasund þar ná-
lægt og hefur kassinn ekki fund-
izt. Kassi þessi er lítill borðkassi
græn-grár að lit og er hann læst-
ur með tveim tölulásum, en ekki
lykli. Þeir er kynnu að hafa
fundir kassa þennan, eru góð-
fúslega beðnir um að láta rann-
sóknarlögregluna vita.
er lögð áherzla að fyrir næstu
mánaðamót verður að vera geng
ið frá málum hópferðarinnar og
því er nauðsyn skjótra ákvarð-
ana.
Víkingar hafa gert íþróttafélög
um bæjarins sérstök boð um þátt
töku í ferðinni og bjóða nú öll-
um almenningi þátttöku. Liggur
áskriftálisti frammi í Ferða-
skrifstofunni.
Ferðaskrifstofan gerir og sitt
til að greiða fyrir ferðamönnum
til leikanna. Geta þeir sem ekki
geta komið því við að vera allan
tímann fengið sérstaka fyrir-
greiðslu hennar og fengið mik-
inn afslátt af ferðagjöldum. Einn
ig er í ráði að efna til sérstakra
hópferða í og frá Róm fyrir þá
er héðan fara og vilja fleira sjá
en aðeins leikana.
- Setning Alþingis
Frh. af bls. 3.
þingheimur tók undir þau orð
með ferföldu húrrahrópi.
Forseti íslands hélt áfram:
Það vill nú svo til, að setning
Alþingis og skipun ríkisstjórnar
ber upp á sama dag. Það er ekki
í mínum verkahring heldur hins
nýskipaða forsætisráðherra, að
gera Alþingi grein fyrir ráð-
herravali, verkaskipting og
stjórnarstefnu — og bið ég því
aldursforseta, sem er Gísli Jóns-
son, fyrsti þingmaður Vestfirð-
inga að ganga til forsetastóls og
stjórna fundum þar til kosning
forseta Sameinaðs þings hefir
farið fram.
Hin nýja stjórn kynnt
Er forseti Islands hafði lokið
máli sínu, tók aldursforseti
þingsins, Gísli Jónsson, 1. þm.
Vestfirðinga, við fundarstjórn.
Bauð hann nýkjörna þingmenn
velkomna til þings og árnaði
blessunar þeim þingmönnum, er
verið hefðu á síðasta þingi og
ekki sitja þetta þing. Þá óskaði
hann hinu nýkjörna þingi vel-
farnaðar í störfum.
Þessu' næst gaf aldursforseti
forsætisráðherra, Ólafi Thors,
orðið og kynnti hann hina nýju
stjórn fyrir þinginu. Er sagt frá
því annars staðar í blaðinu, og
einnig getið þar ræða Eysteins
Jónssonar og Einars Olgeirsson-
ar, er töluðu á eftir forsætisráð-
herra og svari forsætisráðherra
við ræðum þeirra.
Rannsókn kjörbréfv,
Þá var þingmönnum skipt í
kjördeildir og tekin fyrir rann-
sókn kjörbréfa. Voru samþykkt
samhljóða kjörbréf allra alþing-
ismanna, er mættir voru til
þings. Nokkur ágreiningsatkvæði
höfðu borizt úr ýmsum kjör-
dæmum en þar eð þau gátu ekki
haft nein áhrif á úrslit kosning-
anna var samþykkt samhljóða
að - vísa þeim til kjörbréfa-
nefndar.
Nýir þingmenn undirrituðu
eiðstaf
Þá undirrituðu nýir þingmenn
eiðstaf og voru eftirtaldir menn:
Alfreð Gíslason, Birgir Finns-
son, Birgir Kjaran, Bjartmar
Guðmundsson, Davíð Ólafsson,
Garðar Halldórsson, Geir Gunn-
arsson, Jón Skaftason, Jón Þor-
steinsson, Jónas Pétursson og
Pétur Sigurðsson.
Þá var fundi frestað og verð-
ur honum væntanlega fram
haldið kl. hálf tvö á mánudag.
Eftirtaldir þingmenn voru ekki
mættir til þings í gær:
Benedikt Gröndal, séra Gunn-
ar Gíslason, Jóhann Hafstein,
Jónas G. Rafnar og Þórarinn
Þórarinsson. Davíð Ólafsson tók
sæti sem varamaður Johanns
Hafsteins.