Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 24
VEÐRID Allhvass NA. Skýjað með köflum. Hiti 3—5 stig. BOKAÞÁTTUR Sjá bls. 13. 260. tbl. — Laugardagur 21. nóvember 1959 Efnahagsástandið miklu ískyggilegra en menn grunaði r 0" r _*>■ Ur ræou Olafs Thors forsætisráð- herra á fjölmennum Varöarfundi i gærkvöldi í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í landsmálafélaginu Verði. Frummælandi var Ólafur Thors, forsætisráð- herra, er ræddi um stjórn- arskiptin og ný viðhorf í þjóðnfiálum. Fundurinn var mjög vel sóttur. Þorvaldur Garðar Kristjáns- Bon setti fund laust fyrir kl. níu. Kvað hann tilefni þessa fundar það, að Ólafur Thors hefði myndað ríkisstjórn. Árnaði for maður Varðar hinni nýju ríkis- stjórn heilla og gaf því næst for- sætisráðherra orðið. Ólafur Thors, forsætisráðherra, hóf mál sitt með því að skýra aðdraganda stjórnarmyndunar- innar og færði ýms rök að því, að hann væri eðlileg afleiðing af rás viðburðanna á s.l. ári. Næst vék hann að kosningaúrslitunum og bar saman styrkleika flokk- anna allt frá 1946 og fram yfir haustkosningarnar. Sagðist hann viðurkenna, að Sjálfstæðismenn hefðu haft réttmætar ástæður til að vænta enn betri úrslita á ein- stökum stöðum. Kjarni málsins væri þó sá, að styrkur Sjálfstæð- isflokksins hefði aldrei verið jafn mikill og nú frá 1946 að vorkosn- ingunum einum undanskildum. Höfuðbaráttan hefði að sjálf- sögðu verið við Framsóknarflokk inn, er haldið hefði dauðahaldi í rangfengið vald sitt. Með það fyr- ir augum væri sigur Sjálfstæðis- flokksins mikill og ótviræður. Á sumarþinginu voru þingm. Framsóknarflokksins 19, en þing menn Sjálfstæðisflokksins 20, sagði forsætisráðherra. Nú eru Framsóknarþingmenn 17, en við 24. Nú getum við myndað stjórn með hverjum einum flokki sem er og nú höfum við í fyrsta skipti þingvald í samræmi við kjósenda stuðning okkar. Þá vék Ólafur Thors að stjórn- armynduninni og samningunum við Alþýðuflokkinn. Sagði hann að umboðsmenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu að undanförnu verið að kynna sér efnahags- ástand þjóðarinnar. Hermann Jónasson hefði við myndun V- stjórnarinnar lofað úttekt á þjóð arbúinu, en vanrækt það. Emil Jónsson hefði ekkert slíkt loforð gefið, en þó látið framkvæma út- tektina. Kvaðst Ólafur Thors ekki geta gefið ítarlega skýrslu á þessu stigi málsins, en ástandið væri miklu ískyggilegra en menn hefði grunað. Það væri ekki arfur þess árs sem Alþýðuflokkurinn hefði farið með stjórn heldur arfur ár- anna og þá fyrst og fremst V-st j órnarár anna. Þá rakti forsætisráðherra að- stöðuna út á við og brá upp nokkrum óhugnanlegum mynd- um. En því næst skýrði hann af- komuhorfur ríkissjóðs og Út- flutningssjóðs á næsta ári og i komst að þeirri niðurstöðu, að vanta mundi 250 millj. kr. á að rekstur þeirra, að óbreyttum tekjustofnum, yrði hallalaus. Þar við bættist svo að allir sjóðir atvinnulífsins væru tómir og al- ger skortur á fé til húsbygginga. Sýndí forsætisráðherra fram á, að þjóðin hefði lifað ima efni fram og væri tæplega ofmælt, að hún riðaði nú á gjaldbrotsbarmi. Hvað átti Sjálfstæðisflokkur- inn að gera? spurði Ólafur Thors. Mátti hopa á hæl? Nei. Því dekkra sem er í álinn, því í- skyggilegra sem viðhorfið er, því þyngri er skylda stærsta flokks þjóðarinnar að axla sína byrði. Næst rakti Ólafur Thors stefnuyfirlýsingu stj órnarinnar og skýrði hana í einstökum atriðum. Kvaðst hann telja lík- legt ,að þjóðin yrði að fórna einhverju í bili til að tryggja framtíð sína. Sagðist hann hyggja, að engin þau úrræði, sem til greina gætu komið, yrði al- menningi þungbærari en 250 millj. kr. nýjar álögur, sem þó væru óhjákvæmilegar ef ekki yrði leitað annarra úrræða. For- sætisráðherra kvað ekki tíma- bært að ræða slík úrræði fyrr en lokið væri þeirri rannsókn á efnahagsástandinu, sem nú væri komin langt áleiðis. Án efa verður reynt að sverta sérhverja þá leið, er farin verð- ur. Gerum okkur það ljóst, sagði Ólafur Thors. En gerum okkur líka Ijóst, að nú kann að hefjast ein örlagarískasta höfuðorrustin í sögu þjóðarinnar. Sú orrusta þarf ekki að tapast fyrir þá, sem hafa skynsemina sín megin, löng- un til að þjóna þjóðinni, djörf- ung til að segja sannleikann og þor til að standa á sannfæring- unni. Ræðu Ólafs Thors forsætisráð- herra var ákaft fagnað og fóru fundarmenn vafalaust fróðari af fundi. Grindadrápið mikla á Dalvík í fyrradag. Þessi mynd var tekin þegar Dalvíkingar drápu í fjör- unni í kauptúninu 350 grindarhvali. — Maðurinn hefur ráðizt að einum hvalanna, lyftir bægsl- inu og er í þann mund að reka sveðjuna á kaf! — Utar má sjá mergð hvala, sem brjótast um, eins og sjá má af sporðakast'"- Blóðbaðinu er lokið. í valnum liggja fleiri grindarhvalir en áður hafa verið reknir hér á land. Svona sending getur orðið mikið búsílag fyrir Dalvíkinga, ef þeim tekst að hagnýta aflann. Fundur í Hafnarfirði um stjórnarskiptin LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Fram heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði á morgun kl. 4 e. h. Umræðuefni fundarins verða stjórnarskiptin og ný viðhorf. Frummælandi verður formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, forsætisráðherra. Ennfremur verður kosið í fulltrúaráð. Sjálfstæðisfólk í Reykjaneskjördæmi er velkomið á fundinn, meðan húsrúm leyfir. Sjá grein á bls. 23 Háskólafyrir- lestiir NÚ UM HELGINA er væntanleg- ur hingað dr. Alexander King, varaframkvæmdastjóri Fram- leiðnistofnunar Evrópu (E.P.A.) og forstöðumaður vísinda- og tæknideildar Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu, og mun hann ræða hér við íslenzka aðila. Dr. King, sem er efnafræð- ingur að menntun, rnun halda fyrirlestur á vegum Verkfræði- deildar háskólans mánudaginn 23. nóvember kl. 17,30 í I. kennslu stofu háskólans, og fjallar fyrir- lesturinn um vísindi, írarrueiðni og iðnaðarþróun. Fyrirlssturinn verður fluttur á ensku og er öll- um heimill aðgangur. VARÐARKAFFI í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. Varðarfélagar tieimdellingar Oð insf élaga r vmsamlegast gerið skil í Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins nú þegar. Dregið verður 1. des. LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.