Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 3
MORCUNBLAÐIÐ
3
Laugardagur 21. nðv. 1959
bíða vandasöm
viðfangsefni
Hið nýkjörna þing kemur
saman á tímamólum
Frá virðulegri setningu Alþingis
ALÞINGI var sett við hátíð-
lega athöfn í gær, er hófst
með skrúðgöngu frá Alþingis-
húsinu til Dómkirkjunnar og
var þar hlýtt messu. Að
henni lokinni var aftur geng-
is til Alþingishússins og setti
forseti Islands þingið. Að
máli hans loknu tók aldurs-
forseti við fundarstjórn og
gaf forsætisráðherra, Ólafi
Thors, orðið. Kynnti forsætis-
ráðherra hina nýju ríkisstjórn
fyrir þingheimi, eins og nán-
ar er skýrt frá annars staðar
í blaðinu. Að máli hans loknu
töluðu þeir Eysteinn Jónsson
og Einar Olgeirsson og lýstu
afstöðu sinni til hinnar nýju
ríkisstjórnar. Þá voru kjör-
bréf þingmanna tekin til at-
hugunar og samþykkt at-
hugasemdalaust, en fundi
frestað að því loknu.
Virðuleg skrúðganga
Um kl. 1 í gær var nöpur norð-
angola á Austurvelli, er þing-
menn fóru að tínast til Alþingis-
hússins. Kuldinn mun hafa vald-
ið því, að svo til engir áhorf-
endur voru nú á stéttinni við
Austurvöll. Kl. hálf tvö gekk
hin virðulega fylking út úr and-
dyri Alþingishússins áleiðis til
Dómkirkjunnar. Fremstir fóru
forseti íslands, herra Asgeir Ás-
geirsson og biskupinn yfir ís-
landi, herra Sigurbjörn Einars-
son. Þá komu forsetafrú Dóra
Þórhallsdóttir og séra Garðar
Þorsteinsson prófastur, er prédik-
aði við þingsetninguna. Næstir
komu ráðherrar og þá alþingis-
menn, en síðastir skrifstofustjóri
Alþingis og skrifstofustjóri for-
sætisráðuneytisins.
Hinn dýrmæti arfur
1 ræðu sinni lagði séra Garðar
út af orðum spámannsins í 59. og
51. kapitula Jesaja-ritsins. Kvað
hann spámenn ísraels hafa brýnt
fyrir þjóð sinni hve trú og sið-
gæðishugsjónir feðranna væri
dýrmætur arfur. Er spámaðurinn
hefði séð að þjóðin var hirðu-
laus, hefði hann upphafið rödd
sína, hrifið þjóðina með sér,
styrkt hana til dáða, veitt henni
aukna trú á sjálfa sig, land sitt
og guð.
Þá rakti presturinn hliðstæð-
ur í sögu okkar Islendinga og
minnti á þá framsýnu menn ís-
lenzku þjóðarinnar, er hefðu
glætt hjá henni trú á land sitt,
guð sinn og sjálfa sig og veitt
henni sigur og sæmd. Kvað hann
hollt að minnast þessarra manna,
er Alþingi kæmi saman.
Að lokum bað presturinn hinu
nýja Alþingi og hinni nýju ríkis-
stjórn guðs blessunar.
Dr. Páll ísólfsson lék á dóm-
kirkjuorgelið við messuna. Fyrir
prédikun var sunginn Alþingis-
setningarsálmur Steingríms Thor
steinssonar: Þú, Guð, ríkir hátt
yfir hverfleikans straum. Eftir
prédikun var sunginn sálmurinn:
Beyg kné þin, fólk vors föður-
lands, og í messulok þjóðsöngur-
inn.
Alþingi sett
Að guðsþjónustu lokinni var
gengið aftur til Alþingishússins
og tóku þingmenn sér sæti í sal
neðri deildar. Er þeir höfðu allir
komið sér fyrir, gekk forseti Is-
lands í salinn og setti þingið
með svofelldum orðum:
Hinn 10. nóvember 1939 var
gefið út svohljóðandi forseta-
bréf:
FORSETI ISLANDS gjörir
kunnugt:
Ég hef ákveðið samkvæmt til-
lögu forsætisráðherra, að reglu-
legt Alþingi 1939 skuli koma
saman til fundar föstudaginn
20. nóvember 1959.
Um leið og ég birti þetta, er
öllum, sem setu eiga á Alþingi
boðið að koma nefndan dag til
Reykjavíkur og verður þá Al-
þingi sett að lokinni guðsþjón-
ustu í dómkirkjunni, er hefst kl.
13.30.
G j ö r t að Bessastöðum,
18. nóvember 1959.
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Emil Jónsson.
Forsetabréf
um
að reglulegt Alþingi skuli koma
saman til fundar föstudaginn
20. nóvember 1959.
Forseti tslands, herra Asgeir
Ásgeirsson, setur Alþingi.
Samkvæmt því bréfi, sem ég
nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að
Alþingi íslendinga er sett.
Frá því Alþingi var stofnað,
eru nú liðin 1029 ár. Frá því er
Alþingi var endurreist og kom
saman að nýju fyrir 114 árum,
er þetta 95. samkoma þess, en frá
því að Alþingi fékk aftur lög-
gjafarvald fyrir 85 árum, er þetta
hið 80. í röðinni, en 62. aðalþing.
Ég býð alla nýkjörna hv. al-
þingismenn og nýskipaða hæs’tv.
ríkisstjórn velkomna til þing-
starfa. Eins og oft vill verða, og
ekki sízt nú, þá bíða Alþingis
ýms mikilsverð mál og vanda-
söm viðfangsefni. Stjórnmála-
baráttan er háð á vettvangi líð-
andi stundar og margt orkar tví-
mælis áður en nokkur reynsla
er komin á þær úrlausnir, sem
þing og stjórn veitir. Hjá því
verður ekki komizt, þó allir geti
tekið undir þá ósk, að deilum sé
haldið í þeim skefjum sem þjóð-
arheill heimtar. Góður vilji ork-
ar þar miklu um farsælleg mála-
lok, og er það ósk min og von,
að störf þessa þings og stjórnar
megi verða til gæfu og gengis
fyrir land og lýð.
Þetta hið nýkjörna þing kem-
ur saman á tímamótum. Kjör-
dæmaskipun hefir oft verið
breytt, og ætíð í þá átt, að jafna
kosningarétt, en þó mun sú skip-
un, sem nú var kosið eftir í fyrsta
sinn, einna mest allra kjördæma-
breytinga. Þó atkvæðisréttur sé
jafnaður, þá er ætíð um fleiri en
eina leið að ræða til að ná því
marki. En ekki kæmi það á óvart,
að hin nýju, stóru kjördæmi yrðu
með tímanum stofninn í nýjum
héruðum, félagsheildum, sem
ætlað væri víðtækara samstarf
en það eitt, að kjósa saman til
Alþingis.
Sú þingmannafjölgun, sem nú
er orðin, minnir á viðfangsefni,
sem lengi hefir verið óleyst, en
það eru starfsskilyrði einstakra
þingmanna, þingflokka, og Al-
þingis í heild. Þó þingmenn séu
nú sextíu að tölu, þá er hlut-
fallsleg fjölgun þjóðarinnar síð-
an Alþingi var endurreist enn
meiri. Vort gamla og virðulega
Alþingishús er nú hátt á átt-
ræðisaldri, og það er vafasamur
sparnaður, þó við sjálft sig sé,
að fresta öllu lengur þeim um-
bótum á starfsskilyrðum Alþing-
is og aðbúð utanbæjarþing-
manna, sem full þörf hefir lengi
verið á, svo að fulltrúar þjóðar-
innar njóti sín til fulls, og þjóð-
in þeirra.
Að svo mæltu bið ég alþing-
menn að minnast ættjarðarinn-
ar með því að rísa úr sætum.
Þingmenn risu út sætum og
forsætisráðherra mælti: — Heill
forseta vorum og fósturjörð, en
Framh. á bls. 22.
SMSTEIiAB
,,V andræðabaggi“
Tíminn ræðir í gær í forystSk
grein sinni hið nýja stjórnarsam-
starf Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins. Kemst málgagn
Framsóknarflokksins þá m. a. a#
orði á þessa leið:
„Flestum mun finnast sæml-
lega viðeigandi að þessir stjórnar
flokkar fari áfram með stjórnina
og engum beri fremur en þeim
að lyfta á herðarnar þeim byrð-
um, sem þeir hafa bundið á þessu
ári, leysi sjálfir úr þeim vanda,
sem þeir hafa skapað með bráða-
birgðafálmi sínu. Enginn efast
um, að það er rétt, sem Morgun-
blaðið segir, að sá vandi er ær-
inn. Hins er að biðja, að þær ráð-
stafanir, sem gera verður, komi
ekki þyngra niður á þjóðinni en
brýna nauðsyn beri til. Og þeirra
fararheilla má óska nýju stjórn-
inni, að henni takizt burður vand
ræðabagga sinna vel og betur en
á þessu ári, svo þjóðin geti horft
fram til bjartari tíma.“
Það er góðra gjalda vert, að
Tíminn óskar hinni nýju ríkis-
stjórn fararlieilla. Hitt mun öll-
um almenningi ljósara en Tím-
anum, að sá vandi, sem nú er við
að etja, hefur ekki skapazt á því
tæpa ári, sem liðið er síðan
vinstri stjórnin hrökklaðist frá
völdum. „Vandræðabagginn“ er
einmitt arfurinn frá síðustu ríkis-
stjórn Hermanns Jónassonar.
Helzt árangurs að vænta
f forystugrein sinni um hina
nýju ríkisstjórn í gær, kemst Al-
þýðublaðið m. a. að orði á þessa
leið:
„Hér skal engu um það spáð
fyrirfram, hvernig samvinna Al-
þý ðuf lokksins og Sjálfstæðis-
flokksins muni takast, Reynslan
hlýtur að skera úr um það. En
samstarfstilraunin virðist naum-
ast áhorfsmál eins og pólitískum
högum er háttað í landinu um
þessar mundir. Sjálfstæðisflokkur
inn veitti fráfarandi ríkisstjórn
Alþýðuflokksins hlutleysi og
greiddi atkvæði helztu málunum,
sem hún beitti sér fyrir. Sú sam-
staða leiddi í ljós, að helzt er
árangurs að vænta af samstaríi
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
fiokksins.“
Einangrun, sem mistókst
Þegar vinstri stjórnin var mynd
uð á miðju sumri árið 1956,
lagði forystuflokkur stjórnarinn-
ar, Framsóknarflokkurinn á það
megináherzlu, að eitt höfuðtak-
mark hinnar nýju ríkisstjórnar
og flokka hennar, væri að ein-
angra Sjálfstæðisflokkinn.
Á því var vakin athygli í þann
mund, sem Framsóknarmenn
lögðu sem mesta áherzlu á þessi
áform sín, að slíkar fullyrðingar
væru hvorki skynsamlegar né
heldur líklegar til þess að hafa
áhrif. Það er á valdi þjóðarinnar
sjálfrar að kveða á um það, hver
áhrif einstakra stjórnmálaflokka
skuli vera i landinu á hverjum
tíma. Niðurstaðan varð líka sú,
að þótt Framsóknarflokkurinn og
samstarfsmenn hans þættust bað-
um fótum í jötu standa sumarið
1956, þá dró fljótlega ský fyrir
þá vinstri sól, sem þá var hátt
á lofti. Vinstri stjórnin klofnaði
og gafst upp vonsvikin og úr-
ræðalaus. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði í samvinnu við Alþýðu-
flokkinn forystu um að bægja voð
anum af stefnuleysi hennar frá
dyrum þjóðarinnar. Og nú hefur
ný ríkisstjórn verið mynduð með
samstarfi þessara sömu flokka
þúsundir forystu Sjálfstæðis-
manna. Framsóknarflokkurtnn
hafði þannig vanvirðu eina upp
úr hótunum sínum og spám ura
áratuga einangran Sjálfstæðis-
' flokksins.