Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 12
12
MORGUNBTAÐIh
Laugardagur 21. nóv. 1959
TJtg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías' Johannessen.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
STJÓRNARSTEFNAN MÖRKUÐ
Hin nýja ríkisstjórn kom í
gær fram fyrir Alþingi og
forsætisráðherra hennar
skýrði þingi og þjóð frá starfa-
skiptingu innan stjórnar sinnar
og þeirri stefnu, sem hún hefur
í stórum dráttum markað. Ólafur
Thors gat þess í upphafi yfirlýs-
ingar sinnar, að sérfræðingar
hefðu undanfarið unnið að ítar-
legri rannsókn á efnahagsmálum
þjóðarinnar. Fljótlega eftir að
þeirri rannsókn væri lokið,
mundi ríkisstjórnin leggja fyrir
Alþingi tillögur um lögfestingu
þeirra aðgerða, sem hún teldi
nauðsynlegar. Tillögur ríkis-
stjómarinnar mundu fyrst og
fremst miða að því, að efnahags-
líf þjóðarinnar komist á traustan
og heilbrigðan grundvöll, þannig
að skilyrði skapist fyrir sem ör-
astri framleiðsluaukningu og að
allir hafi áfram stöðuga atvinnu
Og lífskjör þjóðarinnar geti hald-
ið áfram að batna. Það er höfuð-
markmið ríkisstjórnarinnar, að
hindra að nýtt kapphlaup hefjist
milli kaupgjalds og verðlags.
Allur almenningur í landinu
mun áreiðanlega fagna þessari
stefnuyfirlýsingu hinnar nýju
ríkisstjórnar. Þjóðinni er orð-
ið Ijóst, að víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags hafa
ekki haft í för með sér kjara-
bætur neinum til handa. Þvert
á móti hafa þær grafið undan
afkomuöryggi framleiðslu-
tækjanna og stefnt afkomu
almennings í mikla hættu.
Hallarekstur atvinnutækjanna
hefur síðan verið dulbúinn með
víðtæku styrkjakerfi, sem haldið
hefur verið uppi með hrikalegum !
skattaálögum á þjóðina. En sú
braut er nú á enda runnin. Eng-
um heilvita manni kemur lengur
til hugar að framleiðslustarfsemi
í landinu verði framvegis haldið
uppi með slíkum hætti.
Þetta hefur hin nýja ríkis-
stjórn einnig gert sér ljóst.
Réttlæti
gagnvart almenningi
í öðrum kafla yfirlýsingar
sinnar á Alþingi komst forsætis-
ráðherra þannig að orði, að til
þess að tryggja, að þær heildar-
ráðstafanir ,sem gera þarf, verði
sem réttlátastar gagnvart öllum
almenningi, hafi ríkisstjómin
ákveðið að hækka verulega bæt-
ur almannatrygginganna, einkum
fjölskyldubætur, ellilífeyri og ör-
orkulífeyri, að afla aukins láns-
fjár til íbúðabygginga almenn-
ings, að koma lánasjóðum at-
vinnuveganna á traustan grund-
völl, að endurskoða skattakerfið
með það fyrir augum fyrst og
fremst að afnema tekjuskatt á
almennar launatekjur. Enn-
fremur er lögð áherzla á það í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar, að hún muni beita sér
fyrir áframhaldandi uppbygg-
ingu atvinnuveganna um land
allt og undirbúa nýjar fram-
kvæmdir til hagnýtingar á nátt-
úruauðlindum landsins. Loks er
því lýst yfir af hálfu ríkisstjórn-
arinnar að stefna hennar í land-
helgismálinu sé óbreytt, eins og
hún kemur fram í samþykkt Al-
þingis hinn 5. maí 1959, en þar
var því lýst yfir, að í engu skyldi
hvikað frá þeim ráðstöfunum,
sem gerðar voru með útfærslu
fiskveiðitakmarkanna í 12 mílur
1. september 1958.
Frumskilyrði
afkomuöryggis
Varðandi verðlag á landbún-
aðarafurðum er þess getið í
stefnuyfirlýsingunni, að ríkis-
stjómin muni reyna að fá aðila
til að semja sín á milli um mál-
ið, ella verði skipuð nefnd sér-
fræðinga og óhlutdrægra manna,
sem ráði fram úr því.
Öll þessi mál, sem minnzt er
á í síðari hluta stefnuyfirlýsing-
arinnar, eru mikil hagsmuna-
mál almennings og atvinnuvega
landsmanna.
Efling almannatrygginganna
getur haft stórfelld áhrif til auk-
ins afkomuöryggis efnaminni
hluta þjóðarinnar. En því aðeins
er mögulegt að halda uppi full-
komnu tryggingarkerfi ,að bjarg-
ræðisvegir þjóðarinnar standi á
heilbrigðum grundvelli. Þess
vegna er það frumskilyrði hvers
konar afkomuöiyggis lands-
manna að unnt sé að halda uppi
blómlegri og heilbrigðri fram-
leiðslustarfsemi.
Það er einnig mjög þýðingar-
mikið, að reynt verði að afla
aukins lánsfjár til íbúðabygg-
inga, eins og fyrirheit er gefið
um í stefnuyfirlýsingu stjórnar-
innar. Endurskoðun skattalag-
anna er mál, sem miklar vonir
eru bundnar við, og ekki verður
lengur slegið á frest.
Uppbygging
atvinnuveganna
Því mun áreiðanlega almennt
fagnað um land allt, að hin nýja
ríkisstjórn heitir því að beita sér
fyrir áframhaldandi uppbygg-
ingu atvinnuveganna í öllum
landshlutum. Framtíð íslenzku
þjóðarinnar veltur mjög á því,
að hún hagnýti góð framleiðslu-
skilyrði, hvar sem er á landi
sínu og geri sér það ljóst, að
aukning framleiðslunnar er raun-
hæfasta leiðin til sköpunar og
viðhalds góðum lífskjörum.
Það er vissulega rétt, sem for-
sætisráðherra gat um í stuttri
svarræðu við yfirlýsingum leið-
toga stjórnarandstöðunnar á Al-
þingi í gær, að mikið er í húfi
að almenningur sýni skilnixjg á
þeim nauðsynlegu ráðstöfunum,
sem gerðar munu verða til efna-
hagslegrar viðreisnar. Það er
þýðingarlaust að berja höfðinu
við steininn, eins og Einar Ol-
geirsson og Eysteinn Jónsson
gerðu í gær og halda því blákalt
fram ,að allt hafi verið í lagi,
þegar vinstri stjórnin fór frá
völdum. Þjóðin veit, að sú stjórn
féll vegna getuleysis síns. Hún
gafst upp við að leysa þann
vanda, sem að mestu hafði skap-
azt í hennar eigin valdatíð.
Það er „vandræðabaggi"
vlnstri stjórnarinnar, sem hin
nýja ríkisstjórn tekur við. Það
er verkefni hennar að létta
honum af þjóðinni, að ráða
niðurlögum verðbólgunnar og
hafa forystu um uppbyggingu
og farsæla þróun í hinu ís-
lenzka þjóðfélagi. f því verki
verða allir ábyrgir fslending-
ar að styðja hana.
„Blái engillinn"
frá Hollywood
MARLENE
— lítilfjörlegt „kynlífs-drama
66
j|/fIKIÐ og oft er talað um
kynþokka, kynhrif, „kyn-
bombur“ o. s. frv. nú á dög-
um — ekki sízt í sambandi við
kvikmyndir. — Þeir, sem
lengi hafa fylgzt með kvik-
myndum, geta þó um það
borið, að hér er ekki um neitt
nýtt fyrirbæri að ræða — að-
eins er „framsetningin“, ef
svo mætti segja, með öðrum
hætti en fyrrum. „Kynbomb-
ur“ dagsins í dag eru yfirleitt
sveipaðar meiri ljóma en var
t. d. fyrir 30 árum — æði oft
of miklum Ijóma, svo að blær
raunveruleikans rýkur út í
veður og vind.
— ★ —
— enginn engill, en sönn . . .
tæla þennan heiðarlega útlítandi
• í knæpunni mann til fylgilags við sig. Það
Sagan fjallar fyxrst og fremst tekst líka — fyrirhafnarlítið. Á
um ömurleg afdrif þessa manns.
—• Hann er smásmugulegur og
hefir hinar ströngustu siðferðis-
skoðanir, og þegar hann fær grun
um, að sumir nemendur hans
stundi svall og ólifnað um næt-
ur í hafnarknæpu einni, ákveður
hann að fara sjálfur á stúfana
og bjarga drengjum sínum frá
soranum. — En hann gleymir
brátt öllum áhyggjum út af nem-
skammri stund tekst henni að
breyta hinum ærukæra og virðu-
lega uppalanda í viljavana og
kærulausan sveinstaula, sem kast
ar frá sér atvinnu og orðstír —
til þess að geta dvalizt í nálægð
þessarar fagurlimuðu drósar og
notið atlota hennar.
Hún niðurlægir hann og eyði-
leggur — breytir honum úr
manni í viljalaust „rekald“. Og
Hollywood-menn gátu ekki stillt
sig um að láta söguna 99fara vel“
— og gefa léttúðardrösinni gott
hjarta9 segja gagnrýnendur
Það var einmitt fyrir um það
bil 30 árum, að gerð var kvik-
mynd ein í Þýzkalandi — gróf
mynd, má víst segja, en svo
snjöll, að hún hefir orðið „klass-
ísk“. Myndin hét „Der Blaue
Engel“ — og munu margir ís-
lenzkir kvikmyndahúsgestir
minnast hennar, en ekki er langt
síðan hún var endursýnd hér. —
Marlene Dietrich varð heims-
fræg fyrir leik sinn í þessari
mynd, en hún fór með aðalhlut-
verkið, Lolu, léttúðardrósina,
sem dregur heiðarlegan og hrein-
lífan kennara niður í svaðið.
endunum og starir sem bergnum-
inn á hávaxna, granna og fagur-
limaða stúlku, sem gýtur ástleitn-
um augum til drykkjumóðra
áhorfenda sinna og syngur: „Ást-
fangin öðru sinni“.
• Atvinnu og orðstír fórnað
Þetta er stúlka, sem ekki lætur
sér allt fyrir brjósti brenna. Hún
„mælir“ kennarann köldum aug-
um — og sér strax, að hann er
ekki af því sauðahúsi. sem þarna
á heima. Og hún ákveður að gera
sér það til dægrastyttingar að
þótt hann sjái, hvert stefnir, get-
ur hann ekki brotizt undan því
„töfrataki", sem stúlkan hefir á
honum.
• „Kynferðis-vellingur“
Og nú er „Blái engillinn“ aft-
ur kominn á kreik. — Hollywood
hefir tekið þessa skuggalegu
sorgarsögu og sent frá sér nýja
útgáfu af henni. — Rammi sög-
unnar er hinn sami og áður. Curd
Júrgens er kennarinn, sem fórn-
ar stöðu og heiðri fyrir fagra fót-
leggi — og May Britt er drósin,
sem veiðir hann svo auðveldlega
í snöru sína. — En framleiðend-
urnir hafa sent söguna í „hreins-
un“ og látið „þvo burt úr henni
mestallan lostann — sem hún þó
byggist á — áður en þeir gengu
frá kvikmyndahandritinu. —
Einn enskur kvikmyndagagnrýn-
andi gerði eftirfarandi saman-
burð á myndunum tveimur: —■
Hin upprunalega kvikmynd fjall
aði um syndina — þetta er bara
„kynferðis-vellingur"!
Allir, sem sáu þýzku myndina,
munu minnast Marlene Dietrich
og þess, á hve snjallan hátt hún
sýndi hina samvizkulausu létt-
úðardrós, sem tældi karlmenn.
ina „eftir nótum“ — og fyrirleit
þá, þegar hún hafði veitt þeim,
það, sem þeir sóttust eftir. —
Hún var sannarlega enginn eng-
ill — en hún var sönn.
• Slæmir dómar
Gagnrýnendum hefir nokkuð
borið saman um, að May Britt
kæmist hvergi í hálfkvist við
Marlene Dietrich í hlutverki
Lolu. Einn hafði þau orð um, að
ef hún væri borin saman við
Dietrich, mætti með rétti segja,
að hana vantaði „þriðju víddina"
— hún væri svo sem nógu snot-
ur, en túlkunina vantaði alla
dýpt. í meðferð hennar yrði
Lola „flatneskjuleg“ og ósönn. —
Marlene hafði meira til að bera
en fagra fótleggi, segir gagnrýn-
andi brezka blaðsins — en það
verður varla sagt um May Britt.
a. m. k. sýnir hún það ekki I
þessu hlutrerki. — Curt Júrgens,
Framh. á bls. 17.