Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNRT/AÐIÐ Laugardagur 21. nóv. 1959 Litið inn til Helgafells BLÖÐIN eru nú sem óðast að segja frá nýjum bókum og því sneri blaðið sér til Helgafells, sem er aðalútgefandi fyrir marga fremstu höfundana hérlenda. Helgafell hefir eigin prentsmiðju eins og fleiri forlög okkar og því hægt um hönd að hnýsast i íyrirætlanir forlagsins. I bókabandinu standa í þungum stöflum ævisaga Stephans G. Stephanssonar og ljóðabók. Hann esar Péturssonar, en í örkum liggja kvæðasafn Magnúsar Ás- geirssonar og „The Honour of the House“ (Ungfrúin góða og húsið). Um öll borð eru staflar af sats, sem seinlegt er fyrir blaðamenn að lesa úr. í>ó má komast fram úr þessu: „Gervi- tunglið", ferðaþættir úr Húss- landsferð, „Fyrir aldamót“ end- urminningar aldraðs Þingeyings, „Hólmgönguljóð” eftir Matthías Johannessen, virðist þar hlaupið yfir aðra hverja síðu í blaðsíðu- tali, „íslendingurinn Gunnar Gunnarsson“ og margt er hér fleira sem erfitt er að fá sam- hengi í nema höfuðpaurinn komi til leiðbeiningar um þessi völ- undarhús sem kallast prentverk. — Er mikið um bókaútgáfu, spyrjum við: — Já, allir forleggjarar remb- ast eins og rjúpa við staur, þang- að til þeir springa. — Hvað eru aðaljólabækurnar í ár — Þetta sem þú sást í bók- bandinu og á borðunum. Aðal- jólabækurnar verða ævisögur Stephans G. Stephanssonar og Gunnars. í formála er Sigurður Nordal skrifaði fyrir 20 árum að úrvali úr ljóðum Stephans, kall- aði hann Klettafjallaskáldið „mesta manninn meðal íslenzkra skálda". Nú hefir mesta skáldið meðal íslenzkra sagnfræðinga tekizt á hendur að skrifa bók um skáldið og manninn. Hún er ætl- uð ungu kynslóðinni, sem hefir farið á mis við þá hörðu lífsbar- áttu, sem þessir menn háðu og gerði þá að þeim ofurmennum, sem þeir urðu. Líkt má raunar segja um Gunnar Gunnarsson Stephan G. Stephansson Og ævisígu hans. Hún er rituð af sænska rithöfundinum Stellan Arvidson, sem varð frægur um öli Norðurlönd fyrir bók sína um Selmu Lagerlöf, þó hann hafi skrifað fjölda annarra bóka, með- al annars gefið út Ijóðabók. Það er mikill fengur að fá rit um skáldskap Gunnars, enda var það fyrir okkar milligöngu að bók- in var skrifuð en hún kemur út samtímis hér og í Stokkhólmi fyrir jólin. Þú tókst eftir því, að við að aðra hverja síðu vantaði í próf- arkirnar af Hólmgönguljóðum Matthíasar Johannessen. Á þær síður sem vantar eiga að koma teikningar eftir frænku hans Lovísu Matthíasdóttur, sem fékk mjög góða dóma í Ameríku í fyrra fyrir málverkasýningu sína, en hún hefir búið síðustu árin í Bandaríkj unum. Nú hefir Thor Vilhjálmsson verið í Sovétríkjunum og búinn að skrifa ferðabók úr sinni löngu viðburðaríku reisu. Hann kallar ferðaþættina „Gervitunglið" og mun mönnum kom þar margt á óvart. Nú er lokið útgáfu okkar á Ijóðasafni Magnúsar Ásgeirsson- ar. Tómas annaðist útgáfuna og eru í þessum tveim bindum, — hið fyrra kom á sl. ári, öll ljóð Magnúsar frumsamin og þýdd. Stórkostlegt safn gimsteina frá ýmsum löndum. Þá kemur út endurminninga- bók kunns Þingeyings, bróður Guðmundar á Sandi, Erlings Friðjónssonar og kallar hann bók ina „Fyrir aldamót". Önnur jólabók forlagsins ætl- uð unga fólkinu er „Salka Valka“ komin út í nýrri útgáfu, fyrsta bók í nýju safni verka Laxness, en þar birtast allar skáldsögur hans og ef til vill úrval annarra verka. Samtímis kemur hún líka í sama formi og fyrri útgáfan handa þeim, sem vantar hana inn í safnið, en hún hefir ekki fengizt lengi. Þessi útgáfa er ætl- uð ungu kynslóðinni. — En hvað er allt þetta á borð- unum? — Það þarf oftar að lifa en á jólum. Við erum byrjaðir á næsta árs framleiðslu. Fjöldi bóka er kominn af stað, mest þó málverka bækur, 7 málverkabækur eru komnar meira og minna í gang, sem allar verða í sama formi og stóru bækurnar um Ásgrím, Jón Stefánsson og Kjarval og 10 aðr- ar að minnsta kosti eru í undir- búningi. — Hvaða bækur eru komnar út á árinu? — Meðal annars bækur eftir Laxness, safn 50 ritgerða, greina og bréfa. Hún heitir Gjörninga- bók og er á þeim 30 dögum, sem hún hefir verið í búðum kominn langt með að ná í sölumetið af „Kompaníinu“ þeirra Matthíasí ar og Þórbergs, sem er að verða uppseld. íslenzkur aðall er líka aftur orðin vinsæl bók eins og í Sexþúsimd lömuðust CASABLANCA, 17. nóv. — Fyrir nokkrum vikum komst upp um mjög vítavert athæfi, sem varð til þess að 6000 manns lömuðust og samtals 10 þúsund menn urðu meira eða minna sjúkir. Varð þetta af völdum matarolíu, sem fólk ið borðaði, en hún var blönd- uð smurolíu, sem notuð er á þotur. Hefir farið fram allvíðtæk rannsókn í máli þessu og 27 menn, sem talið er að beri á- byrgð á þessari smurolíu- blöndun, hnepptir í varðhald. ,Leikreglur' nauðsynlegar Gunnar Gunnarsson gamla daga er hún kom fyrst út. Þá kemur fyrsta bók í nýju safni, sem prentað verður á erlendu máli. „The honour of the house". (Ungfrúin góða og húsið). Bók- in er prentuð á ensku handa þeim sem senda vilja íslenzka bók til vina sinna erlendis á erlendu máli. Kristján Karlsson, bók- menntaráðunautur Helgafells skrifar stutta grein um skáldið. Næst kemur á ensku „Myndir og minningar Ásgríms Jónssonar", ný bók eftir Tómas, en báðar þess ar bækur ásamt „íslenzkum aðli“ eru þýddar af Ámeríkumannin- um Kenneth Campman og þykir þýðing hans afburða snjöll. Þá koma á erlendu máli bækur eft- ir Gunnar, Davíð og marga fleiri. HJÁ sakadómara er genginn dómur í máli manns, er gerzt hafði sekur um að aka bíl, eftir að hann hafði verið sviptur öku- leyfi ævilangt. Nokkru síðar var hann handtekinn fyrir að hafa ekið bíl. Var hann þá dæmdur í 15 daga varðhald. í sumar er leið, var maður þessi enn kominn undir bílstýri og lenti hann þá í árekstri. — Gerðist þetta úti á landi. Ekki var maðurinn þá búinn að af- plána 15 daga varðhaldsdóminn. Nú er genginn dómur í máli þessa manns, og þar sem um er að ræða ítrekað brot við bílakst- ur, þessa ökuleyfislausa manr.s, var hann nú dæmdur í 30 daga varðhald. Ekki hefur þessi dóm- Ólgan í Bandalagi ísl. leikfélaga — sagði Herfer NEW YORK, 16. nóv. (Reuter). — Herter, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu í da£ að Rússland og Vesturveldin yrðu að koma sér saman um „leik- reglur*1 til þess að tryggja fram- tíð sína og forðast sjálfsmorð kjarnorkustyrjaldar. — Hann kvað Bandaríkin fagna fram- komnum ummælum Krúsjeffs um að heiðarleg samkeppni, en ekki valdbeiting ætti að gilda í Rautt hættumerki KAUPMANNAHÖFN — Hinn þekkti danski lungnasérfræðing- ur, Tyge Söndergaard, sem ár- lega sker upp að meðaltali 100 manns við lungnasjúkdómum, hefur látið í Ijós álit sitt á skað- semi tóbaksreykinga. Segir hann, að allar sígarettur ættu að vera með rauðu hættumerki, sem sýndi hversu mikið af sígarett- unni reykja mætti, eða þar til 3V2 sentimetri væri eftir af henni. — í viðtali, sem hann átti við Ekstrabladet, sagði læknirinn enn fremur, að sígarettur ættu að vera dýrari en þær nú eru, og myndi þá ef til vill nokkuð draga úr kaupum þeim, en hins vegar mættu vindlar vera nokkuð ódýr- ari. — Segir læknirinn, að átt- undi hver stór-reykingamaður deyi úr krabbameini í lungum. Fleiri danskir lungnasérfræð- ingar hafa tekið í sama streng og Tyge Söndergaard, og hvatt til meiri áróðurs gegn sígarettu- reykingum en nú er gert. ur nein áhrif á hinn fyrri dóm, um 15 daga varðhaldið. Á maður- inn því yfir höfði sér 45 daga varðhald fyrir þessi brot sín. Leita „Fanna- mannsins ferlega6% KATMANDU, Nepal, 17. nóv. (Reuter). — Teizo Ogawa, for ingi sex manna japansks leið- angurs, kom hingað í dag, en leiðangur þessi er gerður út til þess að leita „Fannamanns- ins ferlega", eða Yetans, eins og hann er hér nefndur. Þessi tími hefir verið valinn, vegna þess, að talið er, að Yetinn leiti niður eftir fjalla- hlíðunum í leit að æti, þegar snjóþungt er orðið hið efra. Fulliir stuðningur við NATO samskiptum þeirra — og Banda- ríkin vildu tryggja, að slík sam- keppni yrði friðsamleg. Hann lýsti yfir þeirri skoðua sinni, að þeir fundir þjóðleiðtoga, sem fram hefðu farið og í undir- búningi væru, bæru vott um það að nýir straumar væru nú að hefjast í samskiptum þjóða. Gipsið tekið af Kassem BAGDAD 19. nóv. (Reuter). — í dag tóku læknar gipsumbúðir af herðum og handlegg Kassems forsætisráðherra, en hann hefur verið í þessum umbúðum síðan hann særðist í banatilræði, sem framið var gegn honum 7. októ- ber sl. Hæfðu nokkrar byssu- kúlur hann og léku illa upphand- leggs og axlarbein hans. Jafnskjótt og gipsumbúðirnar höfðu verið teknar af Kassem, gat hann farið að hreyfa hand- leginn og fingurna og virtist allt í lagi. Hann dvelst enn í sjúkrahúsi, en hverfur af því ein hvern næstu daga. írakska blaðið Thawra skýrir frá því í dag, að ákveðin hafi verið réttarhöld yfir sex mönn- um, sem reyndu að efna til upp þota í Bagdad eftir tilræðið. Litkvikmxnd frá Grænlandi Á SÍÐUSTU árum hafa íslend- ingar gerzt æ víðreistari, farið heimsálfanna og meginlandanna á milli. Fæstir þeirra, sem mik- ið ferðast, munu þó hafa séð það meginlandið sem næst okkur liggur: Grænland. Er þar þó eink ar stórbrotin náttúra og furðu tignarleg, en landshættir allir sérkennilegir. Þá, sem fýsir að Sjá nokkrar svipmyndir þessa mikilúðlega landslags, hafa tækifæri til þess á morgun, því að þá verður sýnd á vegum fé- lagsins Germanía litkvikmynd frá Grænlandi. Ennfremur verða þá sýnd nokkur atriði úr leikriti Schill- ers, Ræningjunum, og eru atriðin tekin upp á leiksviði leikhússins í Mannheim. Er þessi mynd nú sýnd í tilefni 200 ára afmælis Schillers, er var 10. þ. m. — Þá verða einnig sýndar frétta- myndir frá merkum atburðum sumarsins, sem nú er nýliðið. Kvikmyndasýningin verður í Nýja Bíó og hefst kl. 2 e. h. Öll- um er heimill ókeypis aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Matador Ók ökuleyfislaus — hlaut 30 daga varöhald SVO nefnist frétt í Mbl. síðast- liðinn miðvikudag. Til þess að koma í veg fyrir misskilning ósk- ar undirritaður að taka fram eft- irfarandi: .í aðalstjórn Bandalags ísl. leikfélaga eiga sæti Sigurður Kristinsson, Hafnarfirði, frú Þóra Borg, Reykjavík og Ólafur Jó- hannesson. Síðastnefndur er fé- lagi í UMF Afturelding í Mos- fellssveit. Hann sat ekki fund þann er ákvað að segja fram- kvæmdastjóra B.Í.L. upp starfi og er í algjörri andstöðu við fyrr- greinda stjórnaraðila í þessu máli, — brottrekstrinum, — og hefir lagt áherzlu á að fulltrúar bandalagsfélaganna létu málið til sín taka og fengju tækifæri til þess að ræða það á fulltrúafundi, sem haldinn verður í Framsóknar húsinu í Reykjavík, sunnudag- inn kemur. Með þökk fyrir birtinguna. 19. nóvember Olafur Jóhannesson frá SvínhólL WASHINGTON, 17. nóv. — Hert- er, untanríkisráðherra Bandaríkj anna, ávarpaði í dag þingmanna- ráðstefnu Atlantshafsbandalags- ríkjanna, en þetta var annar fund ardagurinn. — Herter sagði m. a„ að Bandaríkin mundu hér eft- ir sem hingað til styðja Atlants- hafsbandalagið eftir megni. Hann sagði einnig við þetta tækifæri, að tími væri til kom- inn, að aðrar vel stæðar iðnað- arþjóðir en Bandaríkin tækju sinn þátt í að stuðla að fram- förum í hinum vanþróuðu lönd- um. — Hann benti á í þessu sam- bandi, að margar þjóðir Vestur- Evrópu byggju nú við meiri vel- megun en nokkru sinni fyrr. ÞÓRSHÖFN, 17. nóv. — Tíð hef- ur verið góð hér undanfarið, nema óveðursdagana. Skemmdir af völdum veðursins voru litlar. Einn trillubátur brotnaði. Hér hefur verið reytingsafli undan- farið. Trillubátur, sem fór á sjó nýlega, fékk um 2 tonn af fiski. UM ÞESSAR mundir er að koma á markaðinn ný og vönduð út- gáfa af Matador-spilinu heims- fræga. Eru nú um tuttugu ár lið- in, síðan þetta vinsæla leikspil birtist fyrst í íslenzkri útgáfu. Spilið var fundið upp af Banda ríkjamanni, Charles Darrow að nafni, og varð hann á skömmum tíma stórauðugur maður á þess- ari uppfinningu sinni. — Slí'k leikspil sem Matador eiga yfir- leitt sinn uppgangstíma, en hjaðna svo niður og verða að víkja fyrir öðrum. Þetta á þó ekki við um Matador, sala þess er alltaf jöfn of örugg um allan heim. Spilið er fljótlært, þótt fjölbreytt sé, og reynslan hefur sýnt, að það eru fleiri en unglingar einir sem njóta þess sem beztu skemmtunar að spila Matador. Þessi nýja útgáfa af Matador- spilinu er lítillega breytt og mjög vönduð að allri gerð — og vart er að efa, að það mun nú, sem jafnan áður njóta mikilla vin- sælda meðal ungra sem gamalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.