Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 6
6
MORCUWBLAÐ1Ð
Laugardagur 21. nðv. 1959
Hjálpar
beiðni
ENN hefur einn sorgaratburðinn
borið að höndum, er vélbáturinn
Svanur fórst með þremur ung-
um mönnum þann 9. nóv. s.l.
Ennþá hefur samvizka vor íslend
inga verið vakin í sambandi við
sjómenn vora, þar sem engum
dylst sú mikla þakklætisskuld,
sem vér stöndum í við þá, sem
leggja líf sitt í hættu til öflunar
lífsnauðsynja fyrir þjóðina. Hér
eiga því við orð Drottíns: Meiri
elsku hefur enginn, en þá, að
hann lætur líf sitt fyrir vini sína.
Hér hefur lítill staður, sem átt
hefur við mikla atvinnuörðug-
leika að etja, goldið hið mesta
afhroð og sár harmur kveðinn að 1
eiginkonu, unnustu og börnum, 1
foreldrum og öðrum ástvinum:
hinna látnu. Það skarð, sem
höggvið hefur verið í ástvinahóp,
verður aldrei fyllt, föðurmissir-
inn aldrei bættur, en augljóst er,
að hjá eftirlátnum aðstandend-
um verður í framtíðinni við
mikla erfiðleika að stríða með að
sjá sér og sínum farborða.
íslenzka þjóðin hefur jafnan
haft þor til þess að kannast við
og játa mikilvægi og fórnarlund
sjómanna sinna. Sýnum enn að
vér kunnum að þakka og meta
starf sjómanna vorra, með því að
leggja nokkuð af mörkum til
þeirra, er sárastur harmur hefur
verið kveðinn að.
Dagblöð bæjarins hafa góðfús-
lega lofað að veita móttöku því,
sem fólk villi láta af hendi rakna
Hofsósi í nóv. 1959
Árni Sigurðsson, sóknarprestur.
íslenzku brœðurnir
— sem höfðu ekki sézf i 50 ár
HINN 17. þ.m. birti danska
blaðið Politiken meðfylgjandi
mynd og frásögn af þrem ís-
lenzkum bræðrum, sem hitt-
ust í fyrsta skipti í 50 ár. —
Við birtum hér hina stuttu frá
sögn Politiken í orðréttri þýð-
ingu, þótt eitthvað þar muni
málum blandað, þar sem einn
bræðranna er nefndur „fyrr-
verandi amtmaður“:
★ ★ ★
Stóri bróðir er 88, sá I mið-
ið 82 og litli bróðir aðeins 78
ára gamall — og nú eru ná-
kvæmlega 50 ár síðan þessir
þrír gömlu piltar sáust síðast.
Þess vegna vildu þeir nú hitt-
ast, og það gerist í Aagaard
við Kolding, þar sem hinir
þrír bræður með eftirnafnið
Ekki fleiri kjarnorkuveldi
Ályktunartillaga Ira sambykkt
NEW YORK, 17. nóv. — Sam-
þykkt var í gær á fundi stjórn-
málanefndar S.þ. ályktunartil-
laga fra, þess efnis, að ríki, sem
ekki ráða nú yfir kjarnorkuvopn-
um, skuli ekki framleiða slík
vopn eða eignast þau á annan
hátt. Hlaut tillagan 66 atkv. —
en enginn greiddi atkvæði gegn
henni.
Hins vegar sátu 13 ríki hjá við
atkvæðagreiðsluna, þar á meðal
Sovétríkin og fylgiríki þeirra. —
Þau héldu því fram, að í tillög-
unni hefði jafnframt átt að taka
það fram, að núverandi kjarn-
orkuveldi skyldu ekki koma upp
eða halda herstöðvum með kjarn
vopnum í öðrum löndum. Auk
þess hefði átt að taka afstöðu
gegn kjarnorkuvígbúnaði yfir-
leitt.
Frakkland sat einnig hjá, og
sagði franski fulltrúinn, að sam-
kvæmt tillögunni, væri kjarn-
orkuveldunum heimilt að auka
birgðir sínar af kjarnorkuvopn-
Ný útgáfa íslands-
klukkunnar á dönsku
BTN mikla og fræga skáldsaga
Halldórs Laxness, „íslandsklukk
an“, er nýkomin út í danskri þýð-
Ný lyf bjars;a
barni
TORONTO. — Nýlega settist
þriggja ára gamall snáði, Cosmo
Scrivo, upp í rúminu í sjúkra-
húsi hér í borginni og hristi ljós-
an kollinn, meðan hann horfði
undrandi í kringum sig.
Sunnudaginn áður hafði Cosmo
litli, sonur Josephs Scrivo, verið
fluttur á St. Jospehs sjúkrahúsið
og virtist hann dáinn. Hjartað sló
ekki og enginn andardráttur
fannst. Læknarnir álitu að bráð
lungnabólga samfara hálsbólgu
hefðu valdið því að lungun fengu
ekki súrefni og andardrátturinn
stöðvaðist.
Drengurinn var strax settur í
öndunartæki, og gefnar 6 tegund-
ir af nýjum lyfjum, og undir stöð
ugu eftirliti hjúkrunarkvenna
náði hann sér. „Hefðu þessi nýju
lyf ekki verið komin til, hefði
drengurinn aldrei lifað þetta af“,
sagði læknirinn, sem hafði tekið
við honum.
Einarsson njóta nú hið bezta
samverunnar heima hjá Guð-
manni (Gudmann), sem fyrir
mörgum árum fór til Danmerk
ur og gerðist kaupmaður.
Stóri bróðir, Karl(Carl), er
fyrrverandi amtmaður á ís-
landi, litli bróðir, Ingimundur
(Ingimundir), fyrrver andi
bílasali í Kanada, en það var
hann, sem fékk hugmyndina
að þessum fundi. Og á leiðinni
frá Kanada kom hann við á ís
landi og tók amtmanninn með
til kaupmannsins í Danmörku.
★ ★ ★
Undir myndinni af þeim
bræðrum stóð: — Bílasalinn,
amtmaðurinn og kaupmaður-
inn tefla í Aagaard við Kold-
ing.
Bœndur í Holtum illa
bunir undir langan vetur
MYKJUNESI, 17. nóv. — Hér
hefur verið stöðug norðan og
norðvestanátt á aðra viku, oft eitt
hvert og töluvert frost. Áður
hafði verið umhleypingasöm tíð,
sunnan og suðvestan átt, ýmist
rigning eða éljagangur.
Aðfaranótt sunnudagsins 8. þ.
m. breyttist veðrið og gerði af-
takaveður af norðvestri með
frosti og snjókomu. Er það talið
eitt hið versta veður er hér hef-
ur komið á þessum árstíma, a.
m. k. um langt undangengið ára-
bil. Heldur dró úr veðrinu er á
leið nóttina og var komið bjart
veður að morgni, en stormur
hélzt næstu dægur. Snjóinn dreif
saman í skafla og voru þeir mann
heldir eftir nóttina. Annars er
ekki mikill snjór og eru nokkrir
hagar fyrir fé, en að sjálfsögðu
er farið að gefa.
Ekki mun hafa orðið neitt tjón
í veðrinu, því segja má að svo
vel hafi viljað til að fé var yfir-
leitt við hús, enda sumir farnir
að gefa lítilsháttar fyrir veðrið.
Að sjálfsögðu er það mörgum
nokkurt áhyggjuefni hvað vetur
leggst snemma að, því flestir eru
heldur illa undir það búnir hér,
eftir hið erfiða sumar og hraka-
sama haust. Slátrun stórgripa er
nú lokið og hafa sumir bændur
Innbrot
Akranesi, 17. nóv.: — Þrír
drengir, 13—14 ára, brutust inn
í Alþýðubrauðgerðina við Skóla-
braut í gærkvöldi. Maður, sem
átti leið fram hjá, náði einum
drengjanna, en hinir lögðu á
flótta, er þeir urðu hans varir.
orðið að skerða kúastofninn og
lambaásetningur er með minnsta
móti. Greinilegt er það, að ef
harðindi haldast lengi, þá verði
gripið til þess að farga meiru en.
orðið er. Mjólkurframleiðsla er
nú mjög lítil hér á Suðurlandi
og á hvorttveggja sök á því, hið
erfiða sumar og lítið verð til fram
leiðendá.
Verið er að leggja rafmagn á
þrjá bæi hér í Holtum. — M.G.
Vel heppnuð
leiksýning
í Höfn
HÖFN, Hornafirði, 16. nóv. —
Ungmennafélagið Sindri í Höfn
hafði frumsýningu á gamanleikn-
um „Tannhvöss tengdamamma".
Leikstjóri var Ingibjörg Steins-
dóttir leikkona og var leikstjóra
og leikendum prýðilega tekið. Á
sunnudag voru einnig tvær sýn-
ingar og allar við húsfylli. Ingi-
björg hefur um mánaðartíma
starfað hjá Ungmennafélaginu
við sviðsetningu þessa leiks, en
þetta er í fyrsta skipti, sem leik-
stjóri starfar hér á Höfn, enda
þóttu leiksýningar þessar bera
þess vitni. Áhugi er fyrir því að
sýna leikinn í nágrannasveitun-
um. Einnig verður sýnt oftar
hér á Höfn.
Um þessar mundir er Ung-
mennafélagið Sindri 25 ára og
var það eitt meðal annars tilefni
þess, að félagið fékk leikstjóra
til að leiðbeina. — Gunnar.
skrifar úr
daqleqa hfinu
• Lækkuð útsvör á
næsta ári
ingu hjá Gyldendal í Kaupmanna
höfn. Hefur dr. Jakob Benedikts
son gert þýðinguna. Bókin nefn-
ist á dönsku „Islands klokke",
og tekur yfir allar þrjár bækurn
ar, en þær hafa áður komið út
hver í sínu lagi undir nöfnun-
um „Islands klokke", „Den lyse
Mö“ og „Köbenhavn brænder".
Bókin er 347 bls. í hinni nýju
útgáfu og kostar 27,75 danskar
krónur óinnbundin, en 35,75 í
bandi.
Gyldendal hefur áður gefið út
„Sölku Völku“, „Atómstöðina“
(Organistens Hus), „Ungfrúna
góðu og húsið“ (Den gode Frök-
en og Huset) og „Gerplu“
(Kæmpeliv i Nord).
Bækur Laxness hafa yfirleitt
fengið mjög góða dóma í Dan-
mörku, og eru glefsur úr dóm-
um danskra gagnrýnenda um
ýmis verk hans prentaðar á kápu
og innbrot þessarar útgáfu.
Meðal þeirra eru ýmsir kunnustu
höfundar Dana, svo sem Tom
Kristensen, Paul la Cour, Jakob
Paludan og Jens Kistrup.
Útgáfa Gyldendals er mjög
smekkleg. Kápumyndin er eftir
Svend Otto S. Með þessari útgáfu
hefur „fslandsklukkan" alls kom
ið út í 5500 eintökum í Dan-
mörku.
Það vakti sérstaka ánægju
Velvakanda í fréttum Mhl- í
gær af fjárhagsáætlun Reykja
víkur fyrir næsta ár, að gert
er ráð fyrir að útsvör lækki
allverulega, eða útsvarsstigi
lækki um 15%. Munu fleiri en
Velvakandi fagna því, að
kleift skuli reynast að lækka
útsvörin, sem hafa skert launa
tekjur manna mikið að undan-
förnu, þó við Reykvíkingar
höfum í þeim efnum verið bet-
ur settir en íbúar margra ann-
arra kaupstaða. í frv. að fjár-
hagsáætlun bæjarins er gert
ráð fyrir fleiri lækkunum og
eru það mikíl viðbrigði frá
þeirri óheillaþróun, er verið
hefur nú áratugum saman, að
hvaðeina hefur hækkað frá
næsta ári á undan. Er þess að
vænta að hægt verði að inn-
leiða sömu heilbrigði í þróun
mála víðar en hjá Reykjavík-
urbæ.
• Lifandi frétta-
mennska
Reykvísk húsmóðir gerir
heimsókn Mikojans að um-
ræðuefni í eftirfarandi bréfi:
Kæri Velvakandi,
Fyrir milligöngu yðar, vil
ég leyfa mér að óska Morgun-
blaðinu til hamingju með frá-
sögnina af viðdvöl Mikojans,
varaforsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, hér á landi. Frásögn-
in er skýr, skemmtileg, fróð-
leg og svo lifandi, að lesand-
anum finnst jafnvel hann hafi
verið sjálfur viðstadur. Slík
fréttamennska er ómetanleg
þeim, sem heima sitja, en lang
ar þó til að fylgjast með því,
sem gerist, og bætir að nokkrU
leyti upp sjónvarpsleysið, en
það er einmitt tilfinnanlegast,
þegar stórviðburðir sem þessir
eiga sér stað. Hafi Morgun-
blaðið þökk fyrir að hafa riðið
á vaðið með að útrýma þeim
þurra frásagnarstíl, sem ein-
kennt hefur dagblöðin fram að
þessu. Nei, meiri og betri
blaðamennska, það er allur
galdurinn.
Við samanburð á frásögn-
um dagblaðanna um komu
Mikojans er eitt einkennilegt
og athyglisvert. Eitt dagblað-
anna birtir ekki staf um
Mikojan. Hvernig stendur
á þessu? Er trúlegt, að
þeir séu svo kærulausir í sínu
starfi, að þeir hafi ekki hirt
um heimsóknina eða ekki
nennt að aka suður á flugvöll.
Eða getur það hreinlega átt
sér stað, að þeim hafi ekki
verið kunnugt um, að vara-
forsætisráðherrann væri á
ferðinni? Er það ekki siður
ríkisstjórnarinnar að leiða at-
hygli blaðanna að merkum
viðburðum, sem hún á aðild
að? Þykir það ekki ókurteisi
við menn í háum embættum
að geta þeirra að engu, þar
sem þeir drepa niður fæti?
* Ástæðulaus ótti
Einnig kemur fram í frá-
sögnum bæði Morgunblaðsins
og Þjóðviljans, að blaðamað-
ur Morgunblaðsins hafi verið
eini fréttamaðurinn, sem a-
ræddi að leggja spurningar
fyrir varaforsætisráðherrann.
Því var lesandinn fróðari en
ella um skoðanir og persónu-
leika Mikojans. Er það satt,
sem ég hef hlerað á skotspón-
um, að blaðamönnum hafi ver-
ið bannað að ræða við hann,
þó blaðamaður Morgunblaðs-
ins hafi haft það bann að
engu? Varla eru þeir menn,
sem stjórna heiminum í dag —
og sízt þeir rússnesku — þau
reifabörn, að þeir þoli ekki
nokkrar nærgöngular spurn-
ingar blaðamanna. Og hafi
Krúsjeff komizt heill á sálinni
gegnum eldraun blaðamanna-
funda í Bandaríkjunum, er
hann var þar á ferð, var vart
ástæða til að óttast um Miko-
jan fyrir áreitni íslenzkra
starfsbræðra þeirra, sem þó
eru hvergi nærri eins harð-
skeyttir. Hvað skyldu banda-
rískir blaðamenn og öll banda
ríska þjóðin hafa sagt, ef Krú-
sjeff hefði verið svo vel var-
inn á sínum tíma. Ég er hrædd
um, að það hefði verið handa-
gangur í öskjujunni.
Ég geri mér ekki vonir um,
að fá svar við öllum þessum
spurningum, þótt það væri í
rauninni fróðlegt. Þetta eru
aðeins hugleiðingar, sem ég
hef haft gaman af að festa á
pappír í næði kvöldsins, þvl
börnin eru sofnuð. Þegar allt
kemur til alls er frétta-
mennska þýðingarmikil, þjón-
usta við almenning og skiptir
miklu máli, að hún sé vel af
hendi leyst.
Reykvísk húsmóðir.