Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1959, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. nóv. 1959 mng, 18 9*9 n ui h j,ct áinum Hún vissi, að hver sem ástæð- an var fyrir því, að konungur kom þegar í kvöld, kom hann til að drepa Rupert! — Konungurinn er kominn til að.... byrjaði hún, en hann setti höndina fyrir munninn á henni. -— Gættu þin! hvísiaði hann. — Það er hljóðbært hérna, og hann er vafalaust kominn inn í ganginn. Ef hann heyrir rödd þina og uppgötvar, að þú ert hér — — En ég verð að segja þér — Aftur kom hönd hans í veg fyrir, að hún gæti sagt meira. Hann dró hana þvert yfir her- bergið og leit athugandi kringum sig. Hún streittist á móti og starði framan í hann yfir hönd hans og reyndi að koma til hans boð- um með augnaráðinu. — Það er allt í lagi — þú þarft ekki að horfa svona á mig, hvíslaði hann. — i>ú getur verið örugg. Ég skal ekki láta hann íinna þig. Þú þarft ekki að vera hrædd, vinkona. Ég skal fyrr láta lífið, en nokkuð illt komi fyrir þig- En það er einmitt það, sem ég verð að segja honum, vara hann við, að líf hans er í hættu, hugs- aði Janet í örvæntingu. Ó, ég verð að geta sagt það — — Það er engin leið út nema gegnum ganginn — Aftur litaðist hann um, og henni tókst að losa hönd hans frá munni sér. — Rupert — — Þegiðu! Aftur stöðvaði hann orðin, sem hún reyndi að segja. — Ó, nú veit ég það! sagði hann og hálfbar hana yfir her- bergið. — Bak við veggteppið þarna. Þar er skot í vegginn. En þú neyðist til að standa eins hreyfingarlaus og myndastytta. Henni til undrunar hló hann allt í einu glaðlega. — Þar getur þú heyrt allt, sem fram fer, sagði hann og ýtti henni inn fyrir þykkt veggteppið. — Afgreiðsl us fúlka Rösk og ábyggileg stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í búðinni (ekki í síma) kl. 4,30—5,30. Skóbuð Austurbæjar Laugavegi 100 BARNAFATAGERÐIN S.F. VESTURGÖTU 25 Teddy Sýning á framleiðslu- vörum okkar er í sýningarglugga Málarans. ☆ Teddy kuldaúlpan er nýjung sem vekur mikla athygli. ☆ Teddy úlpan er smekkleg, þsegileg, hlý, Hún er unnin úr aíuHarefni. EFTIR RITA HARDINGE Teppið er götótt, þú getur horft í gegnum þau og haft auga með okkur. Það verður skemmtileg sýning, því að ég hef í hyggju að gera upp sakirnar við Mic- hael í kvöld. — Ó, hlustaðu nú á mig! stundi hún hálfkæfðum rómi, þegar hann tók höndina frá munni hennar. — Uss, nú er ekki tími til að rabba meir! — Þetta er ekki neitt rabb! Ég verð að segja þér það, stundi hún. — Michael er kominn til að.... En hún heyrði ekki einu sinni sjálf, hvað hún sagði, því að nú var barið harkalega á hurðina. Svo var henni hrundið upp, og djúp rödd tilkynnti: . — Hans hátign konungurinn! Og þarna stóð Michael í dyrun- um! 7. kafli. Janet stóð bak við veggteppið, án þess að hreyfa sig og þorði naumast að draga andann. Hún var dauðhrædd um að konung- urinn hefði séð teppið hreyfast. í skelfingu beið hún þess að heyra hann bera fram ásökun í þá átt. Þá heyrði hún í þess stað, að konungurinn rak upp bjánaleg- an, innantóman hlátur. — Nei, Rupert þó. Ég hélt þú lægir fyrir dauðanum! Hann hafði þá einskis orðið var! Ofurlítil glæta benti henni á, hvar gat var á teppinu, og hún setti annað augað að því. Hún sá, að Michael stóð enn í dyrun- um. Hann var klæddur skraut- legum einkennisbúningi og með stóran, glampandi hjálm á höfði. En Janet sá, að hann hafði drukkið töluvert, því að hann riðaði dálítið og pirði augunum, eins og hann ætti örðugt með að festa þau við nokkuð ákveðið. Aftur varð hún gripin dauðans angist. Hún varð að vara Rupert við lífshættunni, sem hann var í. En hvernig gat hún komið til hans aðvörun nú, þegar Michael var kominn inn? Rupert gekk til móts við hann til að heilsa honum — brosandi og öldungis rólegur. Meðan Janet stóð og horfði á hann, fannst henni sem köld hönd nísti hjarta hennar. En konungur hleypti brúnum, er hann sá viðmót hans. — Ég hélt þú værir hættulega særður. — Ekki eins hættulega og — og sumir kunna að hafa vonað, sagði Rupert og benti á umbúð- irnar ájhöfðinu. — Þetta er bara skráma. Þessi ágæti tilræðismað ur hefur ekki verið sérlega lag- inn að búa til sprengjur. — Það eru þeir aldrei — þess ir bjánar, sem reyna að svipta mig lífinu, sagði Michael í gort- andi tón. — Ég held að þorpar- inn, sem sendir þá gegn mér, sé ekki heldur eins klókur og hann heldur sjálfur. — Máske það — eða þá hitt, að það er ekki ætlun hans að drepa þig. Þessar sprengjur, sem hingað til hefur verið kastað, hafa máske einungis átt að vera aðvörun, svo þú fáir tíma til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að forðast þá, sem ætlað er að gera út af við þig. Konungur þreif af sér hjálm- inn með glæsilegum handatilburð um og byrjaði að fara úr káp- unni. — Hefurðu hugsað þér að staldra við? spurði Rupert. — Hverju á ég að þakka heiðurinn af þessari heimsókn? — Við getum sagt, að það sé bróðurkærleiki — áhyggjur út.af líðan þinni, sagði hann önuglega, en svo þagnaði hann allt í einu. — Nei, en gaman — Rupert þagði líka, því hann sá hvert konungur horfði, og nú fann hann líka til óróleika. Á stólnum við arininn lá sveitastúlkukápan, sem Janet hafði verið í þegar hún kom! Konungur tók hana upp. — Hvað er nú þetta? spurði hann. Rupert yppti öxlum. — Það er víst enginn vafi á að það er kápa. — Já, en ekki gengur þú í slíku! sagði konungur hrjúfri röddu. — Þetta er kvenkápa! Hann kom nær, og Janet skildi, að hann hefði komið auga á glösin og flöskuna á borðinu við arininn. Útsala Vegna fjölda áskorana verður afmælisútsalan endurtekin í dag. (J3ióm ^ Kaupum notaðar blómakörfur — Vín — og tvö glös! hélt kon ungur áfram. — Svo ég hef þá truflað þig í skemmtilegri iðju — ha, Rupert? — Nú — og hvað um það? — Bara það, að ég er mjög svo hissa á þér! Svipur hans varð þungur og gremjulegur. — Þessi kápa tilheyrir sveitastelpu, og ég man alltof vel, hversu hneykslað ur þú varst, þegar ég átti í smá- vegis — nú, jæja. Og nú upp- götva ég allt í einu, að sá heilagi Rupert er sjálfur hreint ekki haf inn yfir slíkt. Rupert yppti öxlum aftur. — Ég er nú aðeins maður, sagði hann rólega. — Nei, þú segir ekki! Nú gerir þú mig aftur hissa. Ég hélt að þú ætlaðir að lifa í sögunni sem Sankti Rupert með óflekkaðan skjöld og bjargvættur lands þíns. Janet sá, að hann varð æ reiðari. — Og það held ég reyndar enn, hélt hann áfram. — Þú ert ekki einn af þeim, sem gerir þér dælt við einhverja sveitastelpu. Þessi kápa þýðir eitthvað annað. —• Hún gæti verið ágæt sem dularbúningur, tautaði hann, og svo sneri hann sér snöggt að Rupert. En Rupert var fljótur að átta sig. Hann hrifsaði kápuna úr höndum hans. — Stundum ertu full-barnaleg ur, sagði hann í því hann sneri sér til dyranna og lauk upp. — Hvað ætlarðu að gera? spurði konungur, en Rupert lét sem hann heyrði ekki. í stað þess kallaði hann: — Er stúlkan þarna frammi ennþá? Hún hefur skilið kápuna sína eftir — ein- hver ykkar getur fært henni hana. En konungur var stöðugt jafn tortrygginn. Janet sá, að hann hugsaði sig ofurlítið um, en svo þaut hann allt í einu til dyranna. — Bíðið andartak! skipaði hann. — Ég skal fá henni káp- una. Ég hef gaman af að sjá litlu elskuna, Rupert! Ég ætla að óska henni til hamingju — veita henni blessun mína! — Gerðu þig ekki að athlægi! •— Rupert! Það var aðvörunarhreimur í röddinni, og Rupert áttaði sig strax. í þetta sinn hafði hann gleymt, að hann varð að leika sitt hlutverk, þegar aðrir heyrðu til. Bæði hans eigin menn og liðs foringjarnir tveir, sem fylgt höfðu konunginum, voru í for- salnum, og gagnvart þeim varð hann að láta sem þeir konungur væru perluvinir. a r £ ú ó Hann hreyfist, Sirrí. Áfram, áfram betur. ..... Sparió yðuj- hlaup A miUi roargra vtjrzlama! WHUML (í OllUM HíttJM' - Austurstræti gHUtvarpiö Laugardagur 21. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvar 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Raddir frá Norðurlöndum: And- ers Ek les kvæði eftir Bellman, Fröding og Strindberg. Dr. Peter Hallberg flytur skýringar á ís- lenzku. 14.35 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- ir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson.) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; VI. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Frægir söngvarar: Fjodor Sjalja pin syngur óperuaríur. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Þrír eiginmenn" eftir L. du Garde Peach í þýðingu Hjartar Halldórssonar mennta- skólakennara. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur Helga Valtýsdóttir, Valur Gísla- son, Þorsteinn O. Stephensen, Indriði Waage, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir og Helga Bach- mann. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.