Morgunblaðið - 21.11.1959, Side 2

Morgunblaðið - 21.11.1959, Side 2
2 MORCTJNR J 4 D 1Ð Laugardagur 21. nov. 1959 Frá fundi í Sameinuðu Alþingi í gær. Verkaskipting hinnar nýju ríkisstjórnar Á FYRSTA fundi Alþingis skýrði Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, frá verkaskiptingu hinnar nýmynduðu stjórnar. Lýsti hann henni sem hér segir: I. Forsætisráðherra Ólafur Thors. Undir hann heyra eftirgreind mál: Stjórnarskráin, mál, er varða forsetaembættið, Alþingi, nema að því leyti, sem öðru vlsi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skip un ráðherra og lausn, forsæti ráðuneytisins, skipting starfa ráð herranna, mál er varða stjórnar- ráðið í heild, hin íslenzka fálka- orða og önnur heiðursmerki. — Þingvallanefnd og mál varðandi meðferð Þingvalla. Ríkisbúið að Bessastöðum. Athuganir á efna- hagsmálum í umboði ríkisstjórn- arinnar allrar. n. Ráðherra Bjarni Benedikts- son. Undir hann heyrir dóma- skipan, dómsmál, þar undir fram kvæmd refsidóma, hegninga- og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfis- bréfa, málflutningsmenn, lög- reglumálefni, þ. á. m. gæzla land helginnar og iöggjöf um vernd- un fiskimiða landgrunnsins, áfengismál, strandmál, sifjarétt- armál, erfðaréttarmál, persónu- réttarmál, eignaréttarmál, yfir- fjárráðamál, lög um kosningar til Alþiugis og kjördæmaskipting, umsjón með framkvæmd Alþing- iskosninga, ríkisborgarréttur, útgáfa Stjórnartíðinda og Lög- birtingablaðs, húsameistari ríkis- ins, Ríkisprentsmiðjan Guten- berg. Kirkjumál. Heilbrigðismál, þar undir sjúkrahús og heilsu- hæli. Iðju- og iðnaðarmál, þar undir Iðnaðarbankinn, Iðnaðar- málastofnun íslands, útflutningur iðnaðarvara. Sementsverksmiðja ríkisins. Landsmiðjan, iðnfélög, öryggiseftirlit. Einkaleyfi. III. Ráðherra Emil Jónsson. — Undir hann heyra sjávarútvegs- mál, nema að því leyti, sem öðru vísi er ákveðið, þar undir Fiski- félagið, Fiskimálasjóður og Fisk- veiðasjóður íslands, síldarútvegs mál (síldarverksmiðjur og síldar útvegnsnefnd), sjávarvöruiðnað- ur og útflutningur sjávarafurða. Vita- og hafnamál, strandferðir. Almenn siglingamál, þar undir atvinna við siglingar. Skipaskoð- un ríkisins, Eimskipafélag íslands hf., Félagsmál, almannatrygg- ingar, atvinnubótamál, atvinnu- leysistryggingar, Brunabótafélag íslands, vinnudeilur, sveitastjórn ar- og framfærslumál, nema að því leyti, sem öðruvísi er ákveð- ið. Barnaheimili. Félagsdómur. Almenn styrktarstarfsemi, þar undir styrkveitingar til berkla- sjúklinga og annarra sjúklinga, sem haldnir eru langvinnum sjúk dómum, sjúkrasjóðir, ellistyrkt- arsjóðir, öryrkjasjóðir, slysatrygg ingasjóðir, lífsábyrgðarsjóðir og aðrir tryggingasjóðir. Húsnæð- ismál, þar undir byggingarfélög. Mælitækja- og vogarmál. Veður- stofan. IV. Ráðherra Guðmundur f. Guðmundsson. Undir hann heyra utanríkismál, framkvæmd varn- arsamningsins, þ. á. m. lögreglu- mál, dómsmál, tollamál, póst- og símamál, flugmál, radarstöðvar, heilbrigðismál, félagsmál og önn- ur þau mál, er leiða af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu. Gildir þetta um varnarsvæðin og mörk þeirra. V. Ráðherra Gunnar Thorodd- sen. Undir hann heyra fjármál ríkisins, þar undir skattamál, tollamál og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzl un er rekin til að afla ríkissjóði tekna, undirskrift ríkisskulda- bréfa, fjárlög, fjáraukalög og reikningsskil ríkissjóðs, hin um- boðslega endurskoðun, embættis- veð. Eftirlit með innheimtumönn- um ríkisins, laun embættismanna, eftirlaun, lífeyrir embættismanna og ekkna þeirra, peningamál, þar undir peningaslátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra með öll þau mál, er varða fjárhag ríkisins eða landsins í heild, nema þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hag- skýrslugerð ríkisins. Almanna- skráning. Framkvæmdabanki ís- lands. Tekjustofnanir sveitar- og bæjarfélaga og gjaldskrár þeirra. Mæling og skrásetning skipa. VI. Ráðherra dr. Gylfi Þ. Gísla- son. Undir hann heyra mennta- mál, þar undir skólar, sem ekki eru sérstaklega undanteknir, út- varpsmál og viðtækjaverzlun. Menntamálaráð íslands, Þjóðleik- hús og önnur leiklistarmál, tón- listarmál, kvikmyndamál, söfn og aðrar menningarstofnanir, sem reknar eru eða styrktar af rík- inu. Atvinnudeild háskólans. Rannsóknarráð ríkisins. Önnur mál, er varða vísindi og listir. Barnaverndarmál. Skemmtana- skattur. Félagsheimilasjóður. íþróttamál. Bókasöfn og lestrar- félög. Iðnaðarmál. Viðskiptamál, þar undir innflutningsverzlun, gjaldeyrismál og verðlagsmál. Bankamál, að svo miklu leyti, sem einstakir bankar eru ekki undanteknir. Efnahagssamvinnan (OEEC), alþjóðafjármálastofnan- ir og erlend tækniaðstoð. Inn- kaupastofnun ríkisins. Ferðaskrif stofa ríkisins. VII. Ráðherra Ingólfur Jóns- son. Undir hann heyra landbún- aðarmál, þ. á. m. útflutningur Imdbúnaðarafurða, ræktunarmál, þ. á. m. skógræktarmál og sand- græðslumál, Búnaðarbanki ís- lands, búnaðarfélög, búnaðarskól ar, garðyrkjuskólar, húsmæðra- skólar í sveitum, dýralækninga- máí, þjóðjarðamál. Áburðarverk- smiðjan h.f. Vega- og brúamál. Flugmál, þ. á. m. flugvallarekst- ur. Póst-, síma- og loftskeytamál. Kaupfélög og samvinnufélög. Raf magnsmál, þ. á. m. rafmagnsveit- ur ríkisins og rafmagnseftirlit, vatnamál, þar undir sérleyfi til vatnsorkunotkunar, jarðboranir eftir heitu vatni og gufu. Námu- rekstur. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráð- herrafundi halda, ef einhver ráð- herra æskir að bera þar upp mál. Með úrskurði þessum er úr gildi felldur forsetaúrskurður frá 23. desember 1958, um skip'on og skipting starfa ráðherra o. fl. — Ríkisstjórnin Framh. af bls. 1. vinnuveganna á traustan grundvöll. 4) að endurskoða skatta- kerfið með það fyrir augum fyrst og fremst að afnema tekjuskatt á almennar launa- tekjur. Varðandi verðlag landbún- aðarafurða mun reynt að fá aðila til að semja sín á milli um málið. Ella verður skipuð nefnd sérfræðinga og óhlut- drægra manna, er ráði fram úr því. Uppbygging atvinnuveganna Ríkisstjórnin mun taka upp samningu þjóðhagsáætlana, er verði leiðarvísir stjórnarvalda og banka um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjoðarinnar, bcita sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnuveganna um land allt og undirbúa nýj- ar íramkvæmdir til hagnýting ar á náttúruauðlindum lands- ins. Þá þykir ríkisstjórninni rétt að taka fram, að stefna henn- ar í landhelgismálinu er óbreytt eins og hún kemur fram í samþykkt Alþingis hinn 5. maí 1959“. Eysteinn Jónsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs, er forsætis- ráðherra hafði lokið máli sínu. Kvaðst hann ekki mundi ræða einstök atriði í yfirlýsingu for- sætisráðherra, en vegna stjórn- armyndunarinnar vildi hann taka það fram, að af hálfu Fram- sóknarflokksins, að Framsóknar- flokkurinn hefði talið heppileg- ast að mynduð yrði samstjórn Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins. Kvað hann það engu breyta um Urslit í smásagnakeppni „Vikunnar44 Tveir starfsmenn Morgunbtaósins hlutu hæstu verblaun VIKUBLABIÐ „Vikan“ auglýsti fyrir nokkrum mánuðum smá- sagnakeppni, og var heitið þrenn um verðlaunum: 1) flugfar til Kaupmannahafnar og heim aftur, 2) 2000 krónur og 3) 1000 krónur. I dómrtefnd voru skipaðir þeir Andrés Björnsson skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, Gísli Sigurðsson ritstjóri ,.Vikunnar“ og Sigurður A. Magnússon blaðamaður. Alls bárust 65 handrit í keppn- ina eftir fólk á ýmsum aldri, allt frá 11 og 14 ára gömlum börnum upp í roskið fólk., Sögurnar voru einnig mjög mislangar, allt frá einni upp í 30 vélritaðar síður. Dómnefndin valdi fyrst þær 15 sögur, sem þóttu hæfastar til birt ingar, en síðan voru verðlauna- sögurnar þrjár valdar úr þeim. Niðurstaðan varð sú, að fyrstu verðlaun hlaut Ingimar Erlendur Sigurðsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu, önnur verðlaun fékk Davíð Áskelsson prófarka- lesari hjá Morgunblaðinu og þriðju verðlaun hlaut frú Guðný Sigurðardóttir, en hún hlaut einnig verðlaun í smásagna- keppni „Samvinnunnar“ fyrir nokkru. Ingimar Erlendur Sigurðsson er löngu kunnur smásagnahöfund ur. Fyrsta saga hans, ,,Þrjár lík- kistur“, birtist í „Lífi og list“ þeg ar hann var 15 ára, en síðan hafa komið eftir hann smásögur i ,,Birtingi“ og „Félagsbréfum" Al- menna bókafélagsins. Von er á ljóðabók eftir hann nú fyrir jól- in. Jóladvextir ird Bandarikjunum 375,000 dollara viðbötarlán fengið JÓLAEPLI eiga að þessu sinni að koma frá Bandaríkjunum, auk nokkurs magns af ítölskum epl- um. ísland hefur nýlega fengið viðbótarlán fyrir bandarískum offramleiðsluvörum að upphæð 375.000 dollarar. Af þeirri upp- hæð verður 100,000 dollurum varið til kaupa á eplum, en af- ganginn til að kaupa meðal ann- ars niðursoðna ávexti og ávaxta- safa. Hér er ekki um nýja samn- inga að ræða, heldur aðeins við- bót við fyrri lán á þessu ári fyrir offramleiðsluvörur. Ríkisstjórnin tekur við and- virði ávaxtanna í íslenzkum krónum, er þeir hafa verið seld- ir hér heima og notar 80 prósent af því til ýmissa framkvæmda, meðal annars til Efrafallsvirkj- unar. Síðan ber henni að endur- greiða Bandaríkjamönnum fé 1 íslenzkum krónum. Góður afli hringnóta báta í fyrrinótt þessa skoðun flokksins, að efna- hagsástæður væru nú örðugri en haustið 1958. Hann kvað Fram- sóknarflokkinn hvorki myndi styðj% hina nýju ríkisstjórn né veita henni hlutleysi. Einar Olgeirsson, varaformað- ur Alþýðubandalagsins, tók einnig til máls. Kvað hann AI- þýðubandalagið vera í andstöðu við þessa ríkisstjórn og teldi það að alþýða manna mætti nú vænta árása á lífskjör sín, er Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hefðu hafið sl. vetur. Sagði ræðumaður, að þá væri venjulega vá fyrir dyrum, er rík- isstjórn færi að boða rannsókn sérfræðinga og kvaðst hann ótt- ast af fenginni reynslu, að ráð sérfræðinganna yrðu þau, að vega tvisvar í sama knérunn. Kvað 'hann því alþýðu manna mega vænta árása á lífskjör sín og kvaðst fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins vilja heita á launþega að halda vöku sinni. Ólafur Thors tók aftur til máls. Kvað hann í sjálfu sér ekkert af því, er formennirnir hefðu mælt, hafa komið sér á óvart, og væri ekki ætlun sín að svara því í einstökum atriðum. Kvaðst hann kvaðst viðurkenna, að álit þessara manna og flokka skipti mjög miklu máli, en meira máli skipti þó, hvernig þjóðin sjálf liti á málin. Ríkisstjórnin myndi fljót lega gefa skýrslu um þær ráð- stafanir, er hún hygðist gera, og kvaðst forsætisráðherra vilja heita á menn að „halda vöku sinni“ og kynna sér þá skýrslu af gaumgæfni. Þekking á efna- hagsástandinu væri skilyrði þess að menn gætu gert sér fullkomna grein fyrir þeim mismunandi úr- ræðum, er til greina gætu kom- ið, — valið eða hafnað á þeirri örlagastundu sem nú væri upp runnin- AFLI hringnótabáta var góður I fyrrinótt, en reknetjabátarnir öfluðu misjafnlega. Fréttaritari Morgunbl. í Grindavík símaði í gær: Fimmtíu bátar komu til Grindavíkur í dag, þar af þrír hringnótabátar, Rafnkell, er var með 761 tunnu síldar, Guðmund- ur Þórðarson með 430 tunnur og Jón Finnsson með um 400 tunn- ur. — Af reknetjabátunum var Júlía frá Vestamannaeyjum hæst með um 160 tunnur, Fagriklettur frá Hafnarfirði var með 103 tunnur og Faxavík KE sömuleiðis með 103 tunnur. — í gsér bárust á land 1395 tunnur af 28 bát- um. Hæst var Reykjanes, Hafn- arfirði með 166 tunnur. Til Sandgerðis bárust á land samtals 800 tunnur síldar. Hæst- ur var Víðir II. með 370 tunnur í hringnót, næstur var Guðbjörg með 104 tunnur og þriðji var Muninn með 90 tunnur í net. í Keflavík lönduðu 4 bátar 250 tunnur síldar. Þar af var Svan- ur með 113 tunnur. Níu reknetjabátar lönduðu á Akranesi, samtals 800 tunnum síldar. Aflahæstir voru Höfrung- ur með 223 tunnur, Sigrún með 113 tunnur og Keilir með 101 tunnu. Síldin er sumpart söltuð og sumpart fryst. ► — Elzti bóndi á Síðu látinn KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 20. nóv. — f gær lézt að heimili sínu, Mörtungu á Síðu, bændaöldung- urinn Skúli Jónsson, 87 ára að aldri. Hann var elzti maður hér í prestakallinu. Skúli var gildur dugnaðarbóndi og mikill ferða- maður á sinni tíð. Kona hans, Rannveig Eiríksdóttir, andaðist fyrir ári síðan. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.