Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 1
24 síður IfúAfr 47. árgangur 56. tbi. — Þriðjudagur 8. marz 196G Prentsmiðja Morrunblaðsins DC-8 kemst ekki án viðkomu Verður Keflavíkurvöllur fyrir valinu? SAS hefur orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með DC-8 þoturnar. Ekki fyrst og fremst vegna þess að afhend- íng þeirra dregst fram yfir þann tíma, sem ákveðinn var, heldur fyrst og fremst vegna þess að þoturnar munu ekki hafa jafnmikið flugþol og ráðgert var. • DC-8 munu því að jafnaði ekki geta flogið án viðkomu milli Kaupmannahafnar og New York. Samkvæmt samningum SAS við Douglasverksmiðjurnar um þotu kaupin átti DC-8 að hafa 8,500 km flugþol. Reyndin verður sú, að flugþol þeirra verður 15% minna vegna þess, að sérfræðing unum hefur í stuttu máli ekki tekizt að finna nægilegt rúm fyr ir eldsneytisgeyma í þessu 140 tonna bákni. SAS getur ekki staðið við loforðin A flugleiðinni Kaupmanna- höfn—New York verður DC-8 því að hafa viðkomu annað hvort í Prestwick í Skotlandi eða Gand er á Nýfundnalandi. í stöku til- fellum er líka hugsanlegt, að þoturnar komi við á Keflavíkur- flugvelli. • En af viðkomunum og elds- neytisfyllingunum leiðir aukinn rekstrarkostnaður auk þess sem SAS getur nú ekki staðið við margendurteknar auglýsingar um að í vor verði hægt að kom- ast án viðkomu yfir Atlantsafið með þotum félagsins. Forysta SAS íhugar nú hvort ekki beri að krefja Douglasverksraiðjurn- ar um skaðabætur og bendir allt til þess að svo verði. Ekki þykir samt líklegt, að félagið geti feng ið verksmiðjurnar dæmdar fyrir samningsrof. Hydrant á Keflavíkurflugvelli Og nú veltur mest á því fyrir SAS, að valdir verði viðkomu- staðir, sem veitt geta umbeðna þjónustu á sem skemmstum tíma. Aðalatriðið er, að eldsneytið fáist Slitu Rússar sæsímann tíl íslands? I BREZKA Fishing News birt- ir nýlega þær fréttir frá Hjalt landseyjum, að það sé talið 1 líklegt, að rússnesk fiskiskip I haf i valdið skemmdum sem ný lega urðu á sæsímanum frá Skotlandi til Færeyja og ís- * lands. Sæstrengurinn slitnaði ný- lega á þeim slóðum, þar sem Rússarnir hafa verið undan- farið. Urðu skemmdirnar nokkrum mílum vestur af eynni Burra, einmitt á svæði sem rússnesk verksmiðjuskip hafa legið fyrir akkerum. Danskt sæsímaskip Kdwarit Svenson kom á staðinn til að gera við skemmdirnar. afgreitt á þoturnar á svipstundu til flýtisauka fyrir farþega og félagið. í vor verður tekið í notkun nýtt dælukerfi, Hydrant, á Kast rup-flugvelli. Verður þá hægt að afgreiða margar flugvélar í einu og dæla samtals 22,000 lítrum á mínútu. Jafnhraðvikar dælur munu ekki vera fyrir hendi í Prestwick og á Gander, en á Keflavíkurflugvelli eru Hydrant- dælur. Keflavíkurflugvöllur var einn fyrsti flugvöllurinn í Ev- Framh. á bls. 2 Glerkúlur og steiíiliús Gautaborg, 7. marz. Einkaskeyti til Mbl. SÆNSKA dagblaðið Göta- borgs Tidningen skýrir á sunmudaginn frá því, þegar sjó menn frá Ólafsvík köstuðu netakúlum á brezka togarann Arsenal sl. miðvikudag. Þar stendur m.a.: „Það gerir ekkert til þótt' kastað sé gleri þegar maðut býr í steinhúsi". -*. The EcGiiomist segir: Tólf mílur befri en landgrunnið allt B R E Z K A tímaritið The Economist birtir hinn 5. marz sl. grein undir fyrirsögninni „All at sea", þar sem rætt er um væntanlega landhelgis- ráðstefnu i Genf. Er þar laus- lega rakinn gangur ráðstefn- unnar sem haldin var í Genf um þessi mál í apríl 1958 og ákvörðun Islendinga um út- færslu landhelginnar sama ár. — Síðan segir í greininni: „Meirihlutinn 1958 var fylgj- andi 6 mílna landhelgi og 12 mílna fiskveiðilögsögu. Þess vegna verður tillaga Kanada í rauninni grundvöllur að við- ræðunum nú. Sennilegt er að sex mílna land- helgi fái tvo þriðju atkvæða, þótt Sovétríkin geti reiknað með stuðningi ýmissa SuðurAmer- íku-, Afríku- og Asíuþjóða við 12 mílur. Aðalrökin gegn tólf míl- um eru þau að ef sú landhelgi yrði ákveðin, væru ýms sund, þeirra á meðal Ermasund og Rauðahafið, ekki lengur talin út- höf. Þetta atriði munu siglinga- þjóðirnar nota sér. •fa LandgrunniS allt En deilan um fiskveiðilögsög- una snýst>meira strandríkjunum í vil. Nýju þjóðirnar (þeirra á meðal ísland) eru önnum kafn- ar að byggja upp efnahagskerfi sín; mörg smáríki eru því fylgj- andi að berjast gegn hinum stóru fiskveiðiþjóðum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýzkalandi og Japan. Ef íslendingar og sumar Suður-Ameríkuþjóðirnar fengju að ráða, yrði allt land- grunnið friðað. Þess vegna er það stærri fiskveiðiþjóðunum í vil að einhver takmörk verði ákveð- in. Því áframhaldandi ósam- komulag gefur strandríkjun- um tækifæri til að bæta enn við landhelgi sína samkvæmt landslögum eins og þau hafa gert síðustu fimm ár. Það er rétt að þau yrðu kærð fyrir dómstólum. En hvaða dóm- stóll getur í dag stutt þriggja mílna landhelgi? Jafnvel Bret land hefur yfirgefið þá stefnu með samningi við Fæeryjar. Það er rétt að unnt er að senda aftur herskip á miðin, en er í rauninni hægt að reka iðnað á slíkum forsendum? ¦jc Takmörkun afla Brezka • sendinefndin í Genf mun sennilega byrja viðræðurn- ar á grundvelli bandarísku til- lögunnar (sex mílur+sex mílur. Þær þjóðir sem stundað hafa veiðar á miðunum síðustu fimm ár fái að halda áfram veiðum að sex milum). Vafalaust má end- urbæta þær; annað hvort með því að leyfa erlendum togurum veiðar að níu mílum eða með því að takmarka afla viðkom- andi þjóða á svæðunum. Til- lögur brezkra togaraeigenda um samkomulag um „ræktun sjáv- arins" eru miklu skiljanlegri hvað verndun viðkemur, heldur en ákveðinn mílufjöldi. Er al- gjörlega óframkvæmanlegt að sameina ákveðna verndun og til dæmis níu mílna fiskveiðilög- sögu? ¦A Misjöfn afstaða Það væri stórt spor í áttina til samkomulags ef Kanada, sem hefur tekið sér siðferðilega leið- sögn þeirra ríkja, sem vilja sex og sex, mundi skýra það hverj- ar ráðstafanir væri unnt að gera til að draga úr því áfalli, sem 12 mílur yrðu fyrir margan fisk- iðnaðinn. Fiskar fylgja ekki alis staðar sömu reglum. Tólf mílna landhelgi við Noreg, þar sem veiðistöðvarnar eru venjulega nálægt landi, hlýtur að hafa miklu skaðlegri áhrif á veiðar Framh. á bls. 2 Síðastliðinn fimmtudag varð hörð ásigling rétt utan við höfnina í Dragör, sem er á Amager, suður af Kaupmanna höfn. Svarta þoka var á, en hávaðinn af árekstrinum heyrðist greinilega til lands, og voru menn ekki í vafa um hvað skeð hefði. Björgunar- skip voru þegar send á vett- vang og kom þá í ljós að flutn ingaskipið Pennsylvania, sem er frá Sameinaða Gufuskipa- félaginu í Höfn, hafði siglt á rússneska togarann Onda, að- eins einni sjómilu austur af Dragör. — Um tíma var óttazt að togarinn sykkf, vegna þess hve mikill leki kom að honum við ásiglinguna, og var áhöfn- in viðbúin að fara í björgun- arbátana. Rússarnir afþökkuðu þó alla aðstoð og tókst af eigin ramm Ieik að komast að rússneska frystiskipinu Juljus Janonis, sem var þar í grendinni. Þar var afla togarans umskipað, en síðan héldu bæði skipin í suðurátt. — Myndin sýnir tog - arann eftir ásiglinguna. Rússar ýta Skotum af fiskimiðunum FISKIMENN í Aberdeen í Skotlandi kvarta nú mjög yfir því, að voldugur rúss- neskur fiskiskipafloti hefur tekið sér stöðu undan vestur- strönd Hjaltlandseyja og ýtir skozku togurunum þar með út af beztu fiskimiðum þeirra. * Stór f loti Einn skozki togaraskipstjórinn, Mr. James Flett af togaranum David Wood frá Aberdeen lýsir hinum rússneska flota þannig, að í honum séu 20 móðurskip, hvert þeirra allt að 10 þús. tonn að stærð og kringum þau eru 150 til 200 veiðiskip. Skotar eru sérstaklega sárir yfir því, að móðurskipin skuli hafa tekið sér stöðu á beztu fiskimiðunum, svo að ómögulegt er fyrir togara að athafna sig á þeim. Auk þess kvarta þeir yfir því, að sjórinn óhreinkist mjög umhverfis fiskiflota Rússa. Eru þess mörg dæmi, að Rússar hafi misst olíutunnur útbyrðis þegar storma gerir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.