Morgunblaðið - 09.04.1960, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.04.1960, Qupperneq 1
24 síður Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um: Viðskipta- og framkvæmdafrelsi Allt að 85-90% innflutningsins gefinn frjáls i Fjárfestingareftirlit 1 s s afnumið Eimflutningsskrifstofan og ýmsar nefndir lagðar niður RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um skipan innflutnings og gjaldeyrismála. Er hér um að ræða eitt þeirra stórmála, sem stjórnin hét við valda- töku sína að beita sér fyrir. í frumvarpi þessu felast í stórum dráttum eftirfarandi breytingar: SAS fékk á dögunum fyrstu DC-8 þotuna, 140 tonna fer- Iíki, sem flýgur með 960 km. hraða á klst. og flytur tölu- vert á annað hundrað far- þega. Þessar þotur mun SAS hafa í Atlantshafsferðum og síðar í „Pólfluginu", yfir heimskautið til Japan. Sams konar þotur mun Pan Ameri can setja á flugleiðina New York — Keflavík — Osló — Stokkhólmur, en sennilega ekki fyrr en í haust. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn. ■f \ Um 85—90% innflutningsverzlunarinnar er gefinn ' frjáls. Fýrir vöruna frá jafnkeypislöndunum þarf að vísu innflutningsleyfi en þau verða gefin út eins og óskað verður eftir. 7) Innflutningsskrifstofan verður lögð niður en bönkun- ' um falin úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa fyr- ir þeim vörum, sem ekki eru á frílista. Fjárfestingarhömlur þær, sem gilt hafa síðan 1947 verða afnumdar. Framkvæmdabanka íslands er hins vegar falið að fylgjast með fjárfestingu í landinu, þannig að ríkisstjórnin hafi yfirstjórn um hana á hverj- um tíma. Lagðar eru niður ýmsar nefndir, svo sem útflutnings- " nefnd sjávarafurða og úthlutunarnefnd jeppabifreiða. Frumvarp þetta markar stærsta sporið, sem stigið hefur verið á síðari árum til viðskipta- og framkvæmdafrelsis í landinu. — 3) Undansláttarlaus krafa um 12 m. fiskveiðilögsögu Einn liður viðreisnarinnar. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um skipan innflutnings- og gjald eyrismála er, sem fyrr segir, enn einn þáttur í þeim umfangsmiklu efnahagsmálaráðstöfunum, sem marka viðreisnarstefnu hennar. I>egar frumvarpið um efnahags- mál kom fram, var í athugasemd- um við það gerð grein fyrir stefnu stjórnarinnar í gjaldeyris og innflutningsmálum. Um það segir svo í athugasemdum við hið nýja frumvarp: „Var þar lýst þeim göllum, sem fylgja svo víðtækum gjaldeyris- og inn- flutningshöftum, sem íslending- ar hafa nú búið við lengur en nokkur önnur þjóð í Vestur-Ev- rópu. Enn fremur var þá lýst því breytta viðhorfi í þessum efnum, sem hin nýja gengisskráning og yfirdráttarheimildir íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusjóðnum skapa. Var talið, að við þessar nýju aðstæður mundi ekki þurfa að halda uppi innflutningshöftum, nema að því leyti, sem hin þýðingarmiklu Framhald á bls. 23. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar á fundi utanríkismálanefndar i gær UTANRIKISMALANEFND Alþingis hélt fund síðdegis í gær. Sátu ráðherrar jafn- framt fundinn. Var þar rætt um viðhorfið í landhelgis- málinu eftir síðustu fregnir af ráðstefnunni í Genf. Sett- ur utanríkisráðherra, Emil Jónsson, gaf á fundinum eft- irfarandi yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar: „Ríkisstjórnin er öll sam- mála um að halda heri fast á þeirri stefnu, sem mörkuð hefir verið af fulltrúum ís- lands í Genf, þ. e. undan- sláttarlausri kröfu um 12 mílna fiskveiðilögsögu, og I ennfremur að möguleikum verði haldið opnum um frek- ari stækkun fiskveiðilögsög- unnar. Að öðru leyti verði full- trúum Islands á ráðstefnunni falið að taka ákvörðun um afstöðu til einstakra tillagna og að bera sjálfir fram til- lögur eftir því, sem þeir meta að gagni bezt hagsmunum Islands og ofangreindu aðalsjónarmiði. Mikill tími í að ræða ,íslenzka vandamálið' — sagði Dean d blaðamannafundi Eina samkomulagsvonin — segja Dean og Drew Genf, 8. apríl. — Frá fréttamanni Mbl., Þ. Th. BANDARÍKIN og Kanada drógu í dag til baka fyrri tillögur sínar um landhelgi og fiskveiðilögsögu, en fluttu sameigin- lega nýja tillögu, málamiðlunartillöguna, sem boðuð var í gær. — Þar er gert ráð fyrir sex mílna landhelgi, sex mílna fiskveiðilögsögu þar fyrir utan. en á þessu sex mílna belti eiga erlend ríki, sem þar stunduðu veiðar árin 1953—’58, að hafa fiskveiðirétt í 10 ár til við- bótar, frá 31. október 1960. Fulltrúi Bandaríkjanna, Dean, ar fórnir, en þau hefðu mætzt og kanadiski fulltrúinn Drew, á miðri leið. — 10 ára tímabilið töluðu báðir fyrir tillögunni. — Þeir lögðu áhersiu á að í þess- ari tillögu fælist sá samkomu- lagsvilji, sem einn gerði kleift að gera alþjóðasamninga. Bæði ríkin töldu sig hafa fært mikl- yrði hvorki stytt né Iengt. — Strandríki gætu ekki sætt sig við lengri tíma og þjóðir, sem veiddu á fjarlægum miðum, sættu sig ekki við styttri frest. Framhald á bls. 2. Tal vann MOSKVA, 8. apríl. — Ellefta skákin í einvígi þeirra Bot- viniks og Tals var tefld til úrslita í dag. Staðan, sem tal- in hafði verið flókin, þegar skákin fór í bið, reyndist held ur hagstæðari fyrir Tal og skömmu eftir upptöku skákar innar að nýju, fórnaði hann inanni fyrir tvö peð. Leiddi sú leið að lokum til sigurs. Heims nieistarinn gafst upp í 72. leik. Staðan í einvíginu er þá sú, að Tal hefur vinning en Botvinik 4'/2, Tólfta skákin verður tefld á morgun. GENF, 8. apríl. Frá fréttamanni Mbl. Þ. Th. — Fulltrúar Banda- ríkjanna og Kanada, þeir Dean og Drew, héldu sameiginlegan fund með blaðamönnum að loknum fundum á ráðstefnunni í dag. Bað ir lögðu áherzlu á, að hvor um sig hefði komið til ráðstefnunnar staðráðnir í að reyna að ná ein- hverju samkomulagi. Það hefði ekki orðið auðvelt, báðir hefðu orðið að sýna mikla þolinmæði og slá af kröfum sínum, en að lokum hefði þó gengið saman. Greindi á um söguleg réttindi Báðir lýstu þeir yfir mikilli ánægju vegna þess að þessum nágrannaríkjum hefði nú tekizt að jafna deilur sínar á þennan hátt, og væri það í samræmi við mjög góða sambúð ríkjanna á öðrum sviðum. Dean sagði í inngangi fundar- ins, að þetta væri ef til vill síð- asta tækifærið til að setja al- þjóðalög á þessum vettvangi, því að eftir eitt ár hefði nýjum ríkj- um fjölgað um 15, flest í Afríku. Þessi ríki ættu lítinn fiskiskipa- stól, en myndu af þjóðernislegum ástæðum sennilega verða með- mælt 12 mílna landhelgi. Fyrir Bandaríkin og Kanada er mikilvægt að fá 6 mílna land- helgi samþykkta. Að því leyti voru upphaflegar tillögur okkar samhljóða, sagði Dean, en hvað fiskveiðilögsöguna snerti, greindi okkur á um söguleg réttindi. Framh. á bls. 23. □- ’-------------------□ Laugardagur 9. apríl. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: í kúlnahríð í Kristiansand fyrir 20 árum. — 8: Sigmundur í „Gamla barnaskól anum“ 90 ára. — 10: Frakklandsbréf. — 11: Meiri áburður — betri áburður, eftir Jóhannes Bjarnason, verk fræöing. — 12: Ritstjórnargreinar: Ótíðindi — Miklabrautin. — 13: Porsteinn Thorarensen skrifar frá Genf. — 14: Nokkur orð um skáldskap Jóns Dan, eftir Guðm. G. Hagalín. — 15: Forn list notuð í nútímavísind- um. — 22: íþróttir. □- -□

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.