Morgunblaðið - 09.04.1960, Side 23

Morgunblaðið - 09.04.1960, Side 23
Laugardagur 9. apríl 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Viðskipta- og framkvæmdafrelsi Framhald af bls. 1. viðskipti íslands'VÍð jafnkeypis löndin í Austur-Evrópu gera slíkt óhjákvæmilegt". 9 Merkustu breytingarnar. í»essu næst er í athugasemdum frumvarpsins komizt svo að orði: „í frumvarpi því, sem hér ligg ur fyrir, eru ákvæði um þær breytingar á gjaldeyris- og inn- flutningsmálum, sem nauðsynleg ar eru til þess að framkvæma þá stefnu ríkisstjórnarinnar, sem að framan er lýst. Aðalbreytingin frá því fyrir- komulagi, sem ríkt hefur til þessa er sú, að innflutningur verður frjáls á öllum vöruteg undum, sem eru ekki að miklu leyti fluttur inn frá jafnkeyp- islöndum.Innflutningur þeirr- ar vöru, sem að miklu leyti er flutt inn frá þessum löndum, verður háður leyfum. Hann verður þó ekki takmarkaður frá jafnkeypislöndunum, þar eð leyfi til innflutnings frá þeim verða gefin út, eins og óskað verður eftir. Raunveruleg takmörkun inn- flutnings með gjaldeyrisleyfum mun því aðeins eiga sér stað, að því er snertir innflutning fyrir frjálsum gjaldfeyri á þeim vörum, sem annars eru að mestu leyti fluttar inn frá jafnkeypis- löndum, en ekki er að öllu leyti hægt að fá þaðan. f>essi innflutn- ingur mun hins vegar ekki nema meiru en 10—15% af heildar- innflutningi landsins. Að því er snertir gjaldeyrisgreiðslur fyrir annað en innflutning, munu þær enn um sinn verða háðar leyfum að verulegu leyti. Ætlunin er hins vegar að setja um þær leyf- isveitingar fastar reglur“. Af þessu er ljóst, að með lögunum verður 85—90% alls innflutnings til landsins í raun inni gerð frjáls, og er því hér um að ræða stærsta spor, sem stigið hefur verið á síð- ari árum, í áttina til viðskipta frelsis landsmanna. Um þann stórkostlega samdrátt sem samfara þessu verður á allri starfsemi í sambandi við leyfis- veitingar og slikt, segir síðan í athugasemdunum: „Þessi breyting gerir það að verkum, að hægt er að koma út- hlutun leyfa fyrir á einfaldari og ódýrari hátt en verið hefur. Er I þessu frumvarpi lagt til, að úthlutunin verði falin þeim við- skitpabönkum, sem hafa með höndum kaup og sölu á erlendum gjaldeyri, samkvæmt reglum, er ríkisstjórnin setur“. Gjaldeyrislán til eins árs. Síðan segir: „Þá er það nýmæli í sambandi við gjaldeyrismálin, að gert sé ráð fyrir, að ekki megi semja um erlend lán til lengri tíma en eins árs, nema með samþykki rikis- stjórnarinnar. Áður hefur þetta ákvæði aðeins gi-lt um opinbera aðila. Nauðsynlegt er, að ríkis- stjórnin hafi fullt vald yfir því, hvaða skuldbindingar eru gerð- ar um gjaldeyrisgreiðslur fram í tímann. Gert er ráð fyrir, að reglur um lán til skemmri tíma en eins árs, en þar er fyrst og fremst um að ræða gjaldfrest til vörukaupa, verði settar í hinni almennu reglugerð um gjaldeyris og innflutningsmál. Nákvæmlega fylgzt með fjár- festingum. Auk gjaldeyris- og innflutnings málanna fjallar þetta frumvarp einnig um veigamiklar breyting- ar á stjórn útflutnings- og fjár- festingarmála. Lagt er til, að Út- flutningsnefnd sjávarafurða, sem stofnuð var 1957, verði lögð nið- ur. Telur ríkisstjórnin fengna reynslu benda til þess, að heppi- legast sé, að ráðuneyti fari með þessi störf undir stjórn hlutað- eigandi ráðherra, eins og tíðkað- ist áður en útflutningsnefndin ‘ var stofnuð. Þá er gert ráð fyrir, að fjárfestingarhömlur þær, sem gilt hafa síðan 1947, verði af- numdar. Hins vegar verður skýrslusöfnun um fjárfestingu framvegis ekki aðeins látin ná til framkvæmda, sem hafnar eru, heldur einnig' til fyrirhugaðra framkvæmda. Ríkisstjórninni verður þannig sköpuð aðstaða til þess að fylgjast nákvæmlega með fjárfestingarfyrirætlunum og fjárfestingarframkvæmdum“. Einstök ákvæði frumvarpsins Hið nýja frumvarp skiptist í 4 kafla, samtals 14 greinar, og er efni þess í nánari atriðum svo sem nú skal greina. í fyrsta kafla þess er mælt fyr- ir um, að innflutningur á vörum til landsina skuli vera frjáls, nema annað sé ákveðið í sérstök- um lögum eða í reglugerð, sem ríkisstjórninni er heimilt að gefa út í samráði við Seðlabankann. Sama máli skal einnig gegna um gjaldeyrisgreiðslur til útlanda. Þá er ríkisstjórninni heimilað að setja skilyrði um innflutning og gjaldeyrissölu, sem nauðsynleg kunna að verða vegna viðskipta- samninga eða af öðrum ástæðum. Úthlutun leyfa verður eins og áður segir, falin þeim viðskipta- bönkum, sem hafa með höndum kaup og sölu á erlendum gjald- eyri. Skulu bankarnir gefa ríkis- stjórninni skýrslur um þessa út- hlutun, eftir því sem hún ákveð- ur. Þó er gert ráð fyrir, að ríkis- stjórnin geti falið sérstökum trún aðarmönnum sínum úthlutun til- tekinna leyfa. Myndi þessi heim- ild fyrst og fremst verða notuð við úthlutun leyfa fyrir inn- flutningi á bifreiðum. Vegna þess m.a. að innflutningur heimilis- dráttarvéla verður nú frjáls, verða lög um úthlutun jeppabif- reiða og heimilisdráttarvéla ó- þörf, og er því gert ráð fyrir að þau verði numin úr gildi. Áfram verður að sjálfsögðu ó- heimilt að tollafgreiða vörur, sem samkvæmt ákvæðum laganna varða um sinr. leyfisveitingum, nema gegn innflutningsleyfi. — Mega bankarnir ekki nema leyfi sé fyrir hendi láta gjaldeyri fyr- ir vörur eða til að inna af hönd- um aðrar greiðslur, sem háðar eru leyfisveitingum. Gjaldeyrir sé seldur bönkunum Allur erlendur gjaldeyrir, sem hérlendir aðilar eiga eða eign- ast fyrir vörur, þjónustu eða á annan hátt, skal seldur Lands- banka íslands, Seðlabankanum, eða öðrum bönkum, sem heimild hafa til að verzla með erlendan gjaldeyri. Skal þetta gert án ó- eðlilegs dráttar, samkvæmt nán- ari reglum, sem settar verða í reglugerð. Þó geta gjaldeyris- bankarnir veitt undanþágu frá þessum ákvæðum, sem að mestu eru í samræmi við núgildandi lög. Þá er ríkisstjórninni heimilað að setja með reglugerð takmark- anir á útflutning og innflutning seðla og skiptimyntar svo og íslenzkra og erlendra peninga- skuldabréfa og hvers konar skuld bindinga, af öðru tagi, sem hljóða um greiðslu í íslenzkum gjald- eyri. Kemur þessi heimild í stað laga nr. 42 frá 5. apríl 1948 um útflutning á íslenzkum og er- lendum gjaldeyri, sem að miklu leyti eru orðin úrelt og lagt er til að felld verði niður. Seðlabankinn skal fylgjast með því, að erlendum gjald- eyri sé skilað til gjaldeyris- bankanna og að erlendur gjald eyrir, sem bankarnir selja, sé notaður eins og til var ætlazt. Einnig ber honum að fylgjast með þeim gjaldeyrisviðskipt- um, sem heimiluð eru án milli göngu fyrrnefndra banka. Hlutaðeigandi aðilum skal vera skylt að gera Seðlabankanum fullnægjandi grein fyrir gjald- eyrisviðskiptum sínum og veita honum nauðsynlegar upplýsingar í því sambandi. Ekki mega opinberir aðilar eða einkaaðilar sernja um lán erlend- is til lengri tíma en eins árs, snertir, er hér um að ræða sams- konar ákvæði og í gildi hafa ver- ið, en einkaaðilar skulu nú einn- ig lúta þessum reglum, af ástæð- um, sem að framan voru gremd- ar. — Útflutningurinn í höndum ráðuneytis Annar kafli frumvarpsins fjall- ar um útflutninginn og er aðal- breytingin í því sambandi sú, að gert er ráð fyrir að útflutnings- nefnd sjávarafurða verði lögð nið ur og hyggst ríkisstjórnin fela ráðuneytinu verkefni hennar. — Skal ríkisstjórninni vera heimilt að ákveða, að vörur megi ekki bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi, nema að fengnu leyfi hennar. skal hún hafa samráð við Seðlabankann, þegar um er að ræða leyfi, sem veitt eru í jafnkeypisgjaldeyri og umfram eru þær upphæðir, sem viðskiptasamningar við hlutað- eigandi lönd gera ráð fyrir. Er þetta í samræmi við ríkjandi venjur og eðlilegt með tilliti til hlutverks Seðlabankans í gjald- eyrismálum. Útflutningsleyfi get- ur ríkisstjórnin bundið skilyrð- um, sem nauðsynleg þykja þar á meðal um verðjöfnun innbyrðis við sölu vöru sömu tegundar og gæða á aðgreindum mörkuðum, og að hver framleiðandi skuli bera fjárhagslega ábyrgð á vöru sinni vegna galla. Útflytjendur eru skyldir að veita ríkisstjórn- inni þær upplýsingar, sem hún kann að óska, um allt, er vaiðar sölu og útflutning vara til út- landa. Framkvæmdabankinn semur áætlanir um þjóðartekjurnar. I þriðja kafla eru ákvæði um að Framkvæmdabanki íslands skuli semja áætlun um þjóðar- tekjurnar, myndun þeirra, skipt- ingu og notkun, enda sé hlutað- eigandi aðilum skylt að láta bank anum í té nauðsynlegar upplýsing ar þar að lútandi. Skulu bygg- ingarnefndir og oddvitar senda skýrslur um þær byggingar- framkvæmdir í umdæmi þeirra, sem samtals kosta a.m.k. 75 þús. krónur, og er ennfremur heimilt að ákveða, að skýrslurnar nái líka til umsókna um bygginga- leyfi og veittra byggingarleyfa. Með þessu móti á að vera hægt að fylgjast nákvæmlega með framkvæmdum og fyrirætlunum í þessu efni. Innflutningsskrifstofan, útflutn- ingsnefnd o. fl. lagt niður Fjórði og síðasti kafli frum- varpsins mælir m.a. fyrir um að allt að helmingur 1% leyfisgjalds af fjárhæð gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa skuli renna til bankanna og skiptast á milli þeirra eftir nánari ákvörðun rík- isstjórnarinnar til að standa straum af kostnaði við leyfis- úthlutanir. Að öðru leyti skal þessum tekjum varið til greiðslu á kostnaði við verðlagseftirlitið. Með lögfestingu frumvarpsins er svo í þessum kafla og eins og fyrr er að vikið gert ráð fyrir að úr gildi falli ýmis eldri lög, þ. e. a. s. lög um útflutning og inn- flutning á íslenzkum og erlendum gjaldeyri, um úthlutun jeppabif- reiða og heimilisdráttarvéla, um skipan innflutnings- og gjaldeyr- ismála, fjárfesðngarmála. o. fl., um sölu og útflutning sjávaraf- urða o. fl. Eáta þar með af störfum ýmsar nefndir, sem haft hafa sum þessara mála til meðferð- ar. Hin nýju lög skulu taka gildi þann dag, sem sett verður reglu- gerð sú, sem í upphafi laganna er gert ráð fyrir að geymi fyrir- mæli um, hvaða innflutningsvör- ur skuli áfram vera leyfisbundn- ar. — Á þeim degi er gert ráð fyrir að Innflutningsskrifstofan og Út- flutningsnefnd sjávarafurðahætti störfum og hin nýja skipan komi til framkvæmda. — Mikill timi Frh. af bls. 1. Ekki allsstaðar ánægja Fjöldi fulltrúa á ráðstefnunni kom til okkar og spurði: Hvers vegna getið þið ekki komið ykk- ur saman eins og góðir nábúar? Dean sagði, að víða í Bandaríkj unum ríkti ekki mikil ánægja yf- ir takmörkunum á sögulegum réttindum, eins og fælust í nýju tillögunni. Sagði hann að sér hefði borizt í dag símskeyti frá Magnus son öldungardeildarþingmanni í Washingtonfylki, og þar væri því lýst yfir að sjómenn á Kyrra- hafsströndinni liti þetta mjög al- varlegum augum. Þannig myndu einstök vanda- mál skapa árekstra, sagði Dean. Mikil veiðisvæði utan 12 mílna Drew tók næstur til máls og tók undir ummæli Dean. Sagði hann vandamál Kanada önnur en Bandaríkjanna. — Kanadamenn vildu vernda hagsmuni sinna sjómanna, sem veiddu við strönd- ina, en Bandaríkin hins vegar eigin veiðiflota, sem stundaði fjar læg mið. Drew sagði, að mikið hefði verið rætt um það á ráðstefn- unni hve ríkjum þeim, sem stund Slasaður Rússi fluttur í Lands- spítalann I GÆRKVELDI var beðið um að sóttur yrði sjúklingur út í rúss- neska olíuskipið Uzhgozool, sem liggur framan við B.P. stöðina í Laugarnesi. Þar eð ekki var til- tækur hraðbátur, sótti dráttar- báturinn Magni sjúklinginn, ung an mann, sem slasast hafði. Magni lagðist að miðri hlið olíu skipsins og sóttu brunaverðir sjúklinginn, sem lá í 4 manna káetu í yfirbyggingunni aftantil. Var hann fluttur í Landsspítal- ann. Magni var hálfa aðra klukku stund í þessum sjúkraflutningum. Er á Landsspítalann kom, tók dr. Snorri Hallgrímsson við sjúkl ingnum, en hann var reifaður á læri. Ekkert autt rúm var á Landsspítalanum og var annar sjúklingur fluttur í sjúkradeild- ina í Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, svo hægt væri að koma hinum erlenda manni fyrir. Ekki tókst í gærkvöldi að fá nánari upplýsingar um meiðli Rússans. uðu fjarlæg mið, yrði sniðinn þröngur stakkur með útvíkkun fiskveiðilögsögunnar. — En það bæri að athuga, að enn væru mikil fiskveiðisvæði utan 12 mílna. Benti hann á að nær allur fiskur, sem Evrópu-menn veiddu við Nýfundnaland, væri dreginn úr sjó 50 mílur undin ströndinni. Dæmið um Nýiundnaland Þess bæri að gæta, að fólkið, sem byggi á strandlengjunni, lifði stundum eingöngu á sjófangi, og styddist að engu við landbúnað. Dæmi um þetta væri við Nýfunda land. En við komum til ráðstefn- unnar með þann einlæga ásetning að semja, og við yrðum að hittast á miðri leið. 10 ár eru mitt á milli 5 ára og 15, sem aðilarnir settu fram tillögur um við upp- haf viðræðnanna. Tók hann það fram, að Kanada hefði aldrei haft þð í hyggju að stöðva veiðar út- lendinga við Kanada-strendur mjög skyndilega. Kanada-stjórn hefði alltaf verið reiðubúin að fara samkomulagsleiðina. Dean skýrði þá frá því, að samið hefði verið um að taka ekki upp í tillöguna ákvæði um hámarksafla umrædd 10 ár þar sem eftirlit með slíku ákvæði væri af mörgum sagt óframkvæm anlegt. Ákvæði sem þetta mynði því ef til vill valda deilum. Mikill tími í „íslenzka vanda- málið“ Taldi hann, að tillagan væri mjög líkleg til þess að hljóta til- skilinn meirihluta, fylgi % hluta fulltrúa. Dean vék þá að ríkjum, sem mjög væru háð fiskveiðum, og sagði að geysimiklum tíma hefði síðustu tvö árin verið varið til að ræða íslenzka vandamálið, sem væri mjög sérstakt. Benti hann á í þessu sambandi, að sjávarafli næmi 95% útflutningsins. Hann tók það fram, að hann hefði þeg- ar lýst því yfir, að sérstakar regl- ur ættu að koma hér til, en hann hefði átt við, að þær giltu aðeins innan 12 mílna markanna. Við munum sýna hverri þeirri tillögu, sem fallin væri til þess að leysa þetta vandamál, skiln- ing. En hvaða hugmyndir, sem við og Kanadamenn höfum um mál þetta, þá er það fyrst og fremst vandamál íslendinga og þjóðanna, sem veiða við Lslands- strendur. LEIÐRÉTTING • í upptalningu keppenda í 2íL kvenna B, í frétt frá Körfuknatt- Ieiksmótinu féll niður nafn Ernu Sigurðardóttur. nema með samþ. ríkisstjórnarinn- ar. Að því er fyrrnefnda aðilaiui AFMÆLI EINAR Benediktsson frá Ekru, Stöðvarfirði er 85 ára í dag. Innilegustu þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig á sjötugs afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum, sýndu mér vinsemd og gjörðu mér dag- inn ógleymanlegan. Jórunn Tómasdóttir frá Járngerðarstöðum Móðir okkar, MARGRÉT GCÐMUNDSDÖTTIR andaðist í Landsspítalanum hinn 7. apríl. Ámundi Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson Jarðarför mannsins míns, GARÐARS BALDVINSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl ld. 10,30 Sigríður Henriksdóttir Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall GUÐMCNDAR ÞÓRÐARSSONAR Hraunbraut 12, Kópavogi Guðrún Guðjónsdóttir og börn Innilegar þakkii til allra ,er auðsýndu samúð við and- lát og jarðarför JÓNS SIGURDSSONAR frá, Grímsey Vandamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.