Morgunblaðið - 24.05.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 24.05.1960, Síða 3
Þriðjudagur 24. maí 1960 MORC.UISRT 4 fílÐ 3 Þeir veiddu síld á stöng ALÞJÓÐA sjóstangaveiði- mótinu í Vestmannaeyjum lauk á sunnudagskvöldið og er það mál manna að vel hafi tekizt til. Kepp- endur voru 48, þar af 36 útlendingar — og þá þrjá daga, sem keppnin stóð, voru dregnir samtals 4975 fiskar, eða 7,797 kg. Hlut- fallslega mest var dregið af þorski, 789,75 kg., en samtals veiddust 16 fisk- tegundir og þar á meðal háfur, hafáll og ein síld. Bandaríkjamennirnir afla- hæstir Og ekki fór þessi fyrsta sjó- Einar fékk langa löngu Einstaklingskeppni um þyngstan afla fór einnig fram á laugardag. Þar sigraði Belg- íumaðurinn Bossart, hann dró 132,72 kg og hlaut að laun um stóra nfynd af Vestmanna- eyjum, sem Eyjarskeggjar gáfu. En mestan heildarafla yfir alla þijá dagana hafði Agnar Gústafsson, lögfræðingur úr Reykjavík, 362,5 kg. og hlaut hann bikar, sem Naust gaf. Annar aflahæsti varð Belgíu- maðurinn Bossart með 233,25 kg og þriðji Guðmundur Ólafs son úr Reykjavik með 257,5 kg- Þyngstan fiskinn veiddi Ein ar Ásgeirsson í Toledo. Það var 16 kg langa og veitir Hótel Borg Einari verðlaun fyrir Þrír Bandaríkjamannanna, sem tóku þátt í mótinu. stangarveiðikeppni varhluta af metunum því Bandaríkja- maðurinn Moore dró þarna kola, sem var hálft fimmta kíló og er nú verið að ganga úr skugga um það hvort hér sé ekki um að ræða þyngsta kolann, sem veiðst hefur á stöng í Evrbpu. En þetta var ekki eina af- rek Bandarikjamanna á mót- inu, þvi þeir kræktu í vegleg- asta bikarinn. Hann var veitt- ur aflahæstu sveitinni. Á laug ardaginn dró fjögurra manna sveit Bandaríkjamanna 406 kg og vann með yfirburðum, því næsta sveit, sem var íslenzk, dró 312,25 kg. Þriðja- var sveit Frakka með 306,5 kg og fjórða varð sveit Breta með 229 kg. í keppninni tóku þátt 11 sveit- ir, þrjár íslenzkar, bandarísk- ar og brezkar en tvær fransk- ar. Flugfélag íslands gaf bik- arinn, sem sveitirnar kepptu um, og er það farandbikar. Mr. Shilling frá Londou dorgar við Suðurey. stórfiskinn. Einar Sigurðsson, flugmaður úr Reykjavík, varð næstur með 15 kg lúðu. Fuchs fékk þorskinn Fuchs hinn franski dró þyngsta þorskinn, sem var Ungfrú Gover, eini kvenmaðurinn í hópi keppenda, og afla- sæll Fransmaður (Ljósm.: Sigurgeir) lega frægasti maður mótsins og þeir, sem hafa fylgst með fréttaflutningi Mbl. af mótinu vita þá, að það var einmitt hann, sem uppgötvaði hvernig einfaldast og bezt var að opna giuggana á Hótel H. B. Loks má geta þess, að Belgjagerðin mun verðlauna Hr. Fuchs, þ. e. a. s. fyrir þorskinn. Þyngstu lúðuna dró Einar Sigurðsson. Lúðan hans var 15 kg og annar þyngsti fiskurinn, sem dreginn var eins og fyrr segir. Einar fær Álafoss-ullar- teppi að launum. Franskur maður, Tesseire að nafni, dró þyngstu ýsuna. Hún vóg 7,5 kg og mun Ferða- skrifstofa Ríkisins hafa laun- að hann með íslenzkri ullar- peysu. Einn kvennmaður Heezle frá Bandaríkjunum hlaut veiðistöng frá Ensk- íslenzka verzlunarfélaginu fyr ir þyngsta upsann, 12,5 kg. Heezle fékk þarna óskafisk- inn, því allir vildu draga stór- an upsa. 'Sagt er, að ekki sé skemmtilegra að draga neinn annan fisk, upsinn er jafnerf- iður viðureignar og laxinn í ánum. Þyngsta keilan vóg 9,5 kg og hana dró Morth frá Englandi. Hlaut hann að launum hjól á veiðistöng frá Sport hf. Og síðast en ekki sízt: Á- kveðið var að veita aflahæstu konunni góð verðlaun. En með al keppenda var aðeins einn kvenmaður, ungfrú Gover frá Lundúnum og hlýtur hún að sjálfsögðu verðlaunin fyrir framúrskarandi frammistöðu. Hún veiddi samtals 11,25 kg og þyngsti fiskurinn hennar Vilja koma aftur Það voru Sjóstangaveiðifé- lagið og Flugfélag ísiands, sem stóðu fyrir þessu móti. Þykir það hafa tekizt mjög vel og lofa góðu um framtíðina, því margir útlendinganna Þetta er Fransmaðurinn Fuchs með verðlauna- þorsk mótsins. höfðu á orði að koma aftur að ári, þegar næsta mót er ráð- gert. í gærdag skoðuðu út- lendingarnir sig um í nágrenni Reykjavíkur og í gærkvöldi var lokahóf og verðlaunaaf- hending í Silfurtunglinu. Fóru útlendingarnir utan í morgun og hafa sennilega flogið yfir Vestmannaeyjar í þann mund er lokið var við að gera að STAKSl IIWII Þau eru s ir! Timinn birti sl. sunnudag for- ystugrein um Alþýðuflokkinn. Kemst Framsóknarmáigagnið þar að þeirri niðurstöðu, að fyrr á árum, meðan AlþýðufÞdthurinn ástundaði samvfnnu við Fram- sókn, hafi hann verið góður flokkur og leiðtogar hans hug- sjónarikir og mikilhæfir. Nú, þegar Alþýðuflokksmenn hafi gengið úr vistinni hjá hinni gömlu maddömu, séu þeir „póli- tískir skipbrotsmenn“, sem „hverfi til þess haglendis, þar sem bezt sýnist til beitar“. Það fer ekki hjá því, að Ies* anda þessara ummæla komi í hug hin frægu ummæii refsins, sem sá vínberin hanga hátt yfir höfði «ér og gat ekki náð til þeirra: Þau eru súr! Oðru vísi mér áður brá í þessari forystugrein Tímans er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Hvað kemur til að svo mjög og illa hefur skipzt um farnað þessa flokks, spyrja menn. „Ólög fæðast heima“. Þeir menn, sem til forystu völdust í Alþýðu- flokknum á fyrstu 20—25 árun- um af ævi hans, voru baráttu- glaðir hugsjónamenn. Þeir skip- uðu sér undir merki flokksins af því að, þeir trúðu á tilgang hans og stefnumið og þeir völdust þar til forystu vegna hæfileika sinna og manndóms. Þeir litu ekki á þáttöku í stjórnmálum, sem leið til makræðis og lífsþæginda, heldur töldu sig þjóna þess fólks, sem treysti þeim til mikilla verka og góðra. En árin hafa liðið, og þessir menn horfið af sviðinu með eðlilegum hætti. Við hafa tekið aðrir menn og yngri, sem eiga sárafátt sameiginlegt með hinu gamla herforingjaráði frá árum hinnar árangursríku bar- áttu við íhaldið annað en það, að teljast til flokks með sama nafni“. Sárindi Framsóknarmanna yfir því, að hafa misst af félagsskapn- um við Alþýðuflokinn dyljast ekki. „Innvols sorpeyðingar- stöðvarinnar“ Kommúnistablaðið er um þesS ar mundir mjög sárt og hryggt yfir því, að fólki um víða ver- öld, m. a. hér á landi finnst hroki og ofstopi forsætisráðherra Sov- étríkjanna hafa keyrt úr hófi fram á Parísarfundinum og vald- ið stórkostlegu tjóni í alþjóða- málum. Þjóðviljanum líkar ekki þessi dómur og þær umræður, sem fram hafa farið í íslenzk- um blöðum um fund hinna æðstu manna. Þess vegna kemst blaðið í forystugrein sinni að orði á þessá leið: „Þessar umræður um „takt og tone“ hafa síðan orðið blöðunum tilefni þess að fylla sig af því líkum hroða, herfilegum getsök- um, fáránlegum aðdróttunum og subbulegum fúkyrðum, að inn- vols sorpeyðingarstöðvarinnar er óspjallaður lireinleiki í sam- anburði við það. Það er ekki að undra, þótt slíkum mönnum verði tiðrætt um það að öðrum beri að temja sér jómfrúlegan tepruskap í orðavali". Það Iiggur við að sjálfur Krú- sjeff gæti farið í skóla hjá Þjóð- viljanum um svipmikið orðaval í ræður sinar. Það virðist a. m. k. óþarfi að ásaka Þjóðviljann um ,Jómfrúlegan tepruskap“! !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.