Morgunblaðið - 24.05.1960, Page 10

Morgunblaðið - 24.05.1960, Page 10
10 MORCVNRLAÐIÐ Þriðjudagur 24 rnaí 1960 Erlendis koma veggir með gluggum og leiðslum frá verksmiðj- unum í húsin. Fjárhagsnefnd Neðri deildar: Mælti einróma með stofnun Verzlunarbanka íslands Önnur umræða um frumvarpið / gær FJÁRHAGSNEFND Neðri deildar Alþingis hefur nú lokið athugun sinni á frum- varpi ríkisstjórnarinnar um stofnun Verzlunarbanka ís- lands hf., og mælti nefndin einróma með samþykkt þess á fundi deildarinnar í gær. Fyrsti einkabankinn Birgir Kjaran var framsögu- maður fjárhagsnefndarinnar og skýrði frá því áliti hennar, að starfsemi Verzlunarsparisjóðs- ins væri nú orðin svo umfangs- mikil, að eðlilegt væri, að gera úr honum banka. Þá sagði B. K. það einnig skoðun nefndar- manna, að í íslenzkum þjóðar- búskap gæti verið heppilegt að þróuðust breytile'g form í banka rekstrinum, þ. e. ríkisbankar, einkabankar og samvinnubank- ar, sem allir störfuðu hlið við hlið. En með þessu frum- varpi væri ein- mitt stigið nýtt spor í þessum efnum, þar sem Verzlunarbanki íslands h.f. yrði Verksmiðjuframleiðsla húsa að hefjast hér Sparar bœði vinnu og efni ERLENDIS hefur sú byggingar-1 bitaenda og verður steypa í bit- aðferð mjög rutt sér til rúms að verksmiðjuframleiða bygging- ar. Nú hefur verið stofnað fyrir- tæki hér á landi, sem hefur það markmið að verksmiðjufram- leiða steinsteypta byggingarhluta í íbúðar- og iðnaðarhús. En að því er bæði vinnusparnaður og efnissparnaður. Heitir fyrirtæk- ið Byggingariðjan hf. og er þegar byrjað að framleiða strengja- steypu í bráðabirgðabyggingu við Krossmýrarveg á Ártúns- höfða. Framkvæmdastjóri Bygg- ingariðjunnar er Helgi H. Árna- son, verkfræðingur. Strengjasteypa (forspennt stein steypa) er viss tegund járn- bentrar steinsteypu, þar sem í stað venjulegs steypustyrktar- járns er notaður stálvir, sem er 5 sinnum sterkari en venjulegt járn. Bitar eru framleiddir á þann hátt, að stálvírar eru strengdir með vökvadúnkrafti á milli tveggja festinga með 70 m millibili. Steypumótum er síðan komið fyrir utan um vírana og steypunni hellt í mótinu. Þegar hún hefur harðnað nægjanlega eru vírarnir klipptir í sundur við Skóli fyrir fisk- matsmenn INGVAR Gíslason fylgdi í gær úr, hlaði á Alþingi þingsályktun- artillögu um að komið væri á fót hér skóla fyrir fiskimatsmenn. Ræddi hann ýtarlega um málið og benti á nauðsyn þess fyrir þjóðina, að fiskmatsmenn eigi kost á að afla sér menntunar, sem geri þeim kleift að rækja þýðingarmikil störf sín eins vel og bezt má verða. Að ræðu I. G. lokinni var tillögunni vísað til allsherjarnefndar og umræðu um hana frestað. unum þá stöðugt undir þrýstingi. Léttari og sterkari Þessi aðferð hefur ýmsa kosti fram yfir venjulega járnbenta steinsteypu, sterkari steypu og sterkara stál og byggingarhlutar verða því grennri og léttari og bitahöf lengri. í landi þar sem allt stál er innflutt, eins og hér, er að sjálfsögðu mikill sparnað- ur í þessu. Athuganir hafa leitt í ljós að hér á laodi er notað þrefalt meira vinnuafl við framleiðslu á einni ibúð heldur en erlendis, þar sem verksmiðjuframleiðsla er við- höfð. Mikið vinnuafl mætti þó spara með vélavinnu og betri skipulagningu vinnunnar. Verk- smiðjuframleiðsla á húsum spar- ar t. d. allan uppslátt á mótum og niðurrif þeirra, og efnivið í öll mót. Húshlutar koma tilbúnir Byggingariðjan hf. er nú að steypa bita í fyrstu bygging- una, stóra iðnaðarbyggingu fyrir Kassagerðina. Hefur verið reist 90 m langt hús til bráðabirgða, en áform eru um byggingu full- komins verksmiðjuhúss, þar sem hægt verði að framleið^ alla byggingarhluti í íbúðarhús. Eru húshlutar þá steyptir í stórum einingum í verksrríiðjunni og síð- ar fluttir á byggingarstað og sett- ir upp með krana. Húshlutarnir, eins og útveggir með gluggum og gleri, einangrun og múrhúðun að innan og utan, koma þá tilbúnir frá verksmiðjunni. Á Norðurlönd um er þessi aðferð mikið notuð. f sams konar verksmiðju í Dan- mörku eru t. d. framleiddar 1000 íbúðir á ári og lánalöggjöf er nú að komast í það horf, að verk- smiðjubyggðar íbúðir ganga fyr- ir um lán, vegna þess hve miklu hagkvæmari þær eru. Víða erlendis eru allar iðnaðar byggingar nú orðið verksmiðju- byggðar og mikið af brúm líka, því stréngjasteypubitar eru sam- bærilegir við stálbita. Stjórn Byggingariðjunnar hf. skipa eftirtaldir menn: Sveinn B. Valfells, formaður, Björn Hall- grímsson, Halldór H. Jónsson, Kristján Jóh. Kristjánsson og Stefán Ólafsson. Umsjón með verksmiðjuframleiðslunni hafa Indriði Nielsson húsasmíðameist- ari, og Ólafur H. Pálsson, múr- arameistari. fyrsti algjöri einkabankinn hér á landi. Rakti B. K þróun banka mála hér .allt frá því að Alþingi barst árið 1853 uppástunga frá kaupmanni hér um stofnun veð^ banka fyrir ísland. Það koin m. a. fram í ræðu hans, að allir bankar hér, sem eingöngu byggðu á íslenzku fé, hefðu not- ið skattfrelsis, og sagði B. K. að það væri sameiginleg skoð- un nefndarmanna að eðlilegt og sanngjarnt væri, að svo yrði einnig um fyrirhugaðan Verzlun arbanka, sem og aðra sambæri- lega banka, er siðar kynnu að verða stofnaðir með innlendu fé. B. K. kvað það eðlilegt, að verzl unin bættist nú í hóp þeirra at- vinnugreina, sem eignuðust sinn eigin banka og benti á að samskonar stofnanir væru þeg- ar starfandi í nágrannalöndum okkar. Á móti fleiri bönkum Gísli Guðmundsson ræddi nokkuð um þær vaxtabyrðar, sem lagðar væru á fólk í l^nd- inu um þessar mundir. Mörgum mund; finnast, að með þessu frumvarpi hefði birzt eitt lítið ljós á himni peningamálanna í landinu. Sín skoðun væri þó sú, að nóg væri að hafa 3 al- menna við- skiptabanka. Með þeirri stefiju, sem þetta frumvarp markaði, væri því „neizt iu mikið gefið undir fótinn, að bankabáknið fari vax andi“. Að þessum ástæðum sagðist G. G. ekki geta greitt frumvarpinu atkvæði. Gylfi Þ. Gíslason þakkaði fjárhagsnefnd fyrir skjóta af- greiðslu á málinu og kvaðst vonast til þess að það gengi fljótt í gegnum þingið. í atkvæðagreiðslu um einstak ar greinar frumvarpsins greiddu þeir atkvæði gegn aðaigreininni Gísli Guðmundsson og Björgvin Jónsson, en aðrir voru með. Greinarnar voru því allar sam- þykktar, og var frumvarpinu síðan vísað einróma til 3. um- ræðu. Pravda hellir sér yfir Eisenhower London, 23. maí — (Reuter) MÁLGAGN rússneska komm únistaflokksins, Pravda, birti enn eina árásargreinina á Eisenhower Bandaríkjafor- seta í dag. — Er forsetinn þar m. a. kallaður „trúr þjónn“ kapitalista og ránskerfis heimsvaldastefnunnar, eins og komizt er að orði. — ★ — Blaðið segir, að Eisenhower hafi „sízt af öllu verið vinátta í hug“, þegar þeir Krúsjeff rædd- "-á hinum 90 m langa skála Bvffgingariðjunnar á Artúnshöf*- ust við í Davíðsbúðum sl. haust, enda þótt hann hafi verið bros- mildur og kallað Krúsjeff vin sinn, „moy droog“, á bjagaðri rússnesku. — „Það er alls ekki útilokað“, segir kommúnistamál- gagnið, „að á þeirri stundu, er Bandaríkjaforseti dembdi hræsn- isfullri kurteisi sinni yfir Krús- jeff, hafi hann verið að stað- festa fyrirætlanir um njóSnaflug yfir land okkar“. Þá segir og í árásargrein þess- ari, að flakið, sem nú sé til sýnis í Moskvu, sé „ekki aðéins flak njósnaflugvélarinnar, sem „vinur okkar“ sendi okkur, heldur jafn- framt brakið úr allri utanríkis- tefnu lands Eisenhowers". Bandarískir sendi- herrar ræða ástandið PARÍS, 23. maí. (Reuter) — Þrjátíu sendiherrar og aðrir sendifulltrúar Bandaríkjanna í Austur- og Vestur-Evrópu komu saman til fundar hér í dag til þess að ræða stefnu Bandaríkj- anna í utanríkismálum, að því er Evrópu varðar. Mun fundur þessi standa 5 daga. — ★ — Foy Kohler, aðstoðar-utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í Evrópumálum, var í forsæti á fundinum. — Sendiráðstalsmenn kváðu hér vera um að ræða venjulega, árlega ráðstefnu sendiherranna. — ★ — Llewellyn Thompson, sendi- herra í Moskvu, var og í hópi fundarmanna. —• Viðræðurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum, en bandarískir embættismenn sögðu, að „augljóslega“ mundu umræður mjög snúast um ástand það, sem skapazt hefur við það, að „toppfundurinn“ fór út um þúfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.