Morgunblaðið - 24.05.1960, Page 14
14
MORCTJNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. maí 1960
Caðkör 155 og 169 cm
Miðstöðvardælur
Steypustyrktarlárn 10 °g 12 m/m
^yggingavöruverzlun ísleifur Jónsson.
Höfðatúni 2 — Sími 14280.
LAN
Vil lána 150 —200 þús. kr. til 5 ára gegn góðu fast-
eignaveði. Vil ennfremur kaupa 100—200 þús. kr. í
ríkistryggðum skuldabréfum. Þeir sem hafa áhuga
sendi nöfn heimilisföng ásamt nánari upplýsingum
um veð merkt: „Lán — 3852“ til afgr. Mbl. fyrir
n.k. miðvikudagskvöld.
Fiskbúð
Til sölu nú þegar. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Lysthafendur leggi inn nafn og heimilisfang á af-
greiðslu blaðsins, merkt: „Fiskbúð — 4288“.
Land í Carðabreppi
ca. 2300 fermetrar að stærð til sölu. Verð kr. 15.—
fermeterinn. Tilboð sendist Mbl. fyrir h.k. fimmtu-
dagskvöld merkt: „Einbýlishús — 3832“.
íbúð óskast
Barnlaus hjón sem vinna bæði úti óska eftir góðri
2ja herb. íbúð nú þegar eða seinna í sumar. Upplýs-
ingar í síma 14240.
Afgreiðslustúlka
Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjötbúð
vorri að Laugavegi 42. Nánari upplýsingar í skrif-
stofu vorri að Skúlagötu 20.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS.
Piltur óskast
Oss vantar röskan ungan mann til vinnu í kjötbúð
vorri að Laugavegi 42. Nánari upplýsingar á skrif-
stofu vorri að Skúlagötu 20.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS.
Hverfisgata 69
Verzlunar og íbúðarhús, ásamt stórri eignarlóð er
til sölu. Uppl. á staðnum. Sími 15865.
Búnaðarsamband Kjalaraessþings vill ráða tvo menn
til starfa við sambandið á þessu ári. Öðrum mannin-
um er ætlað að annast ráðunautsstörf, en hinum
störf við kynbótastöðina á Lágafelli. Umsóknir send-
ist formanni Búnaðarsambands Kjalamessþings fyrir
L júlí n.k. í pósthólf 118, Reykjavík.
— Moskva
Framh af bls. 13
hjá Ambassadorshjónunum frú
Oddnýju og Pétri Thorsteinsson.
An aðstoðar þeirra hefðum við
ekki notið alls þess sem við nut-
um hér á þessum merkilega stað
austurs og vesturs. Eins og ég
sagði áður, sýndi Nína okkur tals
vert af borginni, sem túlkur
„Intourist“. Háskólinn hér er
víst talinn sá stærsti í heimi,
enda stundum kallaður Mam-
muth-háskólinn. í honum eru 45
þúsund herbergi og salir, og er
það allt nokkuð. Einhver sagði
mér, að ef nýfætt barn væri látið
í háskólann og flutt í nýtt her-
bergi á hverjum degi, þá kæmi
75 ára gamall maður út úr síð-
asta herberginu. Ekki veit ég
hvernig þessi útreikningur eða
við hvað mörg herbergi er mið-
að. Mun hér átt við heimsvistina.
„Kremlin“ er stórmerkilegur
staður í miðri borginni. Hér er
allt í blönduðum orientaliskum
og vestrænum stíl, allt blandað
hvað innan um annað. Kirkj-
urnar austurlenzkar, hallirnar
meir vestrænar. Stólar og bekkir
fyrirfinnast ekki í kirkjunum.
Þar urðu og verða allir að standa.
Þeir sofa þá ekki undir guðs-
þjónustunni! Líklega mun þó
Ivan grímmi hafa setið í stól,
og var sá stóll.til sýnis.eins sum-
ir Zarirnir, sem eftir hann komu
og biskuparnir.
É geri ráð fýrir að grein mín
um Leningrad hafi birzt. Þó má
vel vera að hún sé enn á leið-
inn, því póstur er æði dintóttur
hér á stundum. En þessar borgir
báðar eru stórmerkilegar, hvor
á ginn hátt. En ef lýsa ætti þeim
að gagni, yrði maður að dvelja
mánuðum saman í hvorri fyrir
sig. Leningrad er mjög fögur
borg og elskuleg í alla staði.
Hún er vestræn borg, og kemur
manni fátt ókunnugulega fyrir
sjónir þar. Moskva er blönduð
austri og vestri. Hún er þyngri,
voldugri, alvarlegri og eitthvað
örlagaþrungið yfir henni, finnst
mér. — Hingað flanaði Napóleon
á sínum tíma með heri sína. All-
ir vita hvernig sú herför end-
aði. Borgin brann, en Napóleon.^
fór með fimm tonn af gulli úr
Kreml, að sagt er. Og hermenn-
irnir köstuðu gullhlunkunum úr
vösum sínum á víð og dreif á
leiðinni heim yfir hinar ógn-
þrungnu sléttur Rússlands í
vetrarhörkum og byljum, til að
létta sér gönguna heim! Heim.
Þeir fórust flestir og gullið hvarf
með öllu, að sagt er.
★ ★
Hvort ég hitti vini í Rússlandi?
Jú, ég hitti Katschaturian, sem
kom til íslands fyrir nokkrum
árum. Hann sat í stúku skammt
frá mér á konsert í Tschaikowski
sal. Frú Oddný og ég heilsuðum
upp á hann. Hann bað mig að
hitta sig eftir konsertinn, og ég
hlakkaði til að eiga tal við hann
um eitt og annað varðandi mú-
sík. Hann spurði mig hvort ég
væri „touristi“? Ég kvað já við
því. A8 tónleikunum loknum fór
ég inn í stúku hans, en hann
var þá á bak og burt. Leiðinlegt.
Fleiri hitti ég, en ekkert varð
úr samtölum um listir eða þess
háttar.
Ég læt hér staðar numið. Nú
er ferðinni heitið til Leipzig, yfir
Rússland, Pólland og Austur-
Þýzkaland. Leipzig er eitt aðal-
markmið mitt í þessari ferð.
Önnu litlu, sem nú hefur séð og
heyrt svo mikið, langar til að
sjá Thomasarkirkjuna og staðinn
þar sem pabbi hennar dvaldi svo
mörg ár. — Og nú kveðjum við
Moskvu! Áhrifin voru mjög mik-
il af þessari Moskvuför. Mér lík-
ar stórvel við fólkið, sem er elsku
legt og viðkunnanlegt í alla
staði.
TIL LEIGU
Verzlunarhúsnœði
á horni við tvær mjög fjölfarnar götur í austur-
bænum, 3—400 ferm. lofthæð 4 >4 metri. Skipti á
húsnæðinu möguleg. Góð bílastæði fyrir hendi. Til-'
boð merkt. „Verzlunarhúsnæði — 3377“ sendist afgr.
Mbl. fyrir 28. þ.m.
Eru LÍF og BRUNATRYGGINGAR yðar
nægilega háar? ef svo er ekki, þá vinsam-
lega snúið yður til umboðsmanna vorra,
eða skrifstofunnar, Lækjargötu 2, sími
1-3171.
Vátryggingaskrifstofa
Sigfúsar Sighvatssonar hf.
ELNA
Höfum fyrirliggjandi
sýnishorn af nýjustu
gerð af ELNA-Super-
matic.
Kynnið yður verð og
kosti þessarar heims-
þekktu saumavélar.
Heildverzlun Áma Jónssonar h.f.
Aðalstræti 7. Sími 15805