Morgunblaðið - 01.06.1960, Page 15

Morgunblaðið - 01.06.1960, Page 15
Miðvik'udagur 1. iúní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 15 ENGIN braut er eins hverful og hin skínandj braut kvik- myndastjarnanna. í dag eru nöfn þeirra á hvers manns vör- um, á morgun eru þau gleymd og önnur komin í staðinn. Það ríkir alltaf mikill spenn ingur um það í kvikmynda- borginni Hollywood, hvaða stjörnu takist næst að komast á toppinn, eins og það er kall- að. í því sambandi hefur kom- ið fram listi, á hverjum eru tilgreind nöfn 10 kvikmynda- leikara, sem þykja líklegastir sem stórstjörnur framtíðarinn- ar. — —★— Fyrsta nafnið á listanum er Sandra Dee, lítil, ljóshærð kvikmyndadís, sem lék í kvik- myndinni „Lífsblekking", sem Hafnarbíó sýndi nýlega. Sand- ar Dee túlkar sérstaklega vel það sem Ameríkanar kalla „the girl next door“, þ. e. a. s., snotra stúlku úr hversdags- lífinu. Sandra Dee byrjaði sem sýningarstúlka aðeins 12 ára gömul og sýndi barnaföt, síðar varð hún kunn táninga-sýn- ingarstúlka. Hún kom til Hollywood „gegnum sjónvarp- ið“ og hefur spjarað sig vel. —★— Ricky Nelson er nr. 2 á list- anum. Hann kom íyrst tram sem kúreka-sjónvarpsstjarna 1952 og náði töluverðum vin- sældum seinna sem rokksöngv ari. Hann hefur loðað við kvik myndirnar í 7 ár, en sló fyrst í gegn á sl. ári í kvikmynd- inni „Rio Bravo“. —★— James Garner getur einnig þakkað sjónvarpxnu frama -------t Sandra Dee, sem leikur í „Lífs blekking“ er efst á listanum. sinn. Þar lék hann framhalds- kúrekann Mavericxc, sem öll Ameríka horfði á. Fyrsta kvik myndahlutverk hans var í japansk-amerísku myndinni „Sanonara", þar sem hann iék með Marlon Brando. —★— Nr. 4 af hinum verðandi stjörnum er enginn annar en Curd Jiirgens, sem varla þarf að kynna. Hann hefur unnið sér fastan sess í amerískum kvikmyndum með leik sínum í „The Enemy Below“, í „Bláa englinum“, þar sem hann leikur prófessor Unrat á móti May Britt (Lola). Það hefur einnig aukið á vinsældir Jíirgens, að hann lék á móti Brigitte Bardot í kvikmynd- inni „Og guð skapaði konuna“, sem nú er verið að sýna í Tripolibíó. Sú mynd hefur far- ið sigurför um gervöll Banda- ríkin, og er sagt að Amerík- anar ætli að gleypa hina synd- ugu Brigitte með augunum. —★— Hin unga stjarna Lee Rem- ick þykir hafa mikla leiklist- arhæfileika. Hún var uppgötv uð í sjónvarpinu. Fyrsta hlut- verk hennar Var í „Andlit í fjöldanum" og þótti hún skila því með mikilli sæmd. Þá fékk hún gott hlutverk í Faulkner- kvikmyndinni „Langa, hlýja sumarið“, þar sem hæfileikar hennar komu vel í ljós. í þeirri mynd kom Ottu Preminger auga á hana og ákvað að fá hana í aðalhlutverkið í „Ana- tomy of a murder", en ætlun- in hafði verið að Lana Turner færi með það hlutverk. Prem- inger hafði betur og nú er Lee Remick eitt af stóru nöfn- unum í bandarískum kvik- myndum. Ennfremur hefur hún komið fram á leiksviði og leikið m.a. Miröndu í „Stormi“ Shakespeares. —★— Nr. 6 á listanum er John Saxon, ungur táningsleikari, sem hefur aðallega leikið götu stráka stórborga og fengið hlutverk í myndum, sem fjalla um vandamál unglinganna. —★— Þá kemur röðin að negran- um Sidney Poitier, en hann var þekktur leiksviðsleikari áður en hann sneri sér að kvik myndunum. Hann hefur leikið í fjölda mynda og þykir bezt hafa tekizt í „Hlekkurinn" og nú síðast í söngleik Goldwyns „Porgy og Bess“, en þar leik- ur hann Porgy. —★— Ernie Kovacs er eini skop- leikarinn, sem tilgreindur er á listanum. Hann er rnjög lit- sterkur maður og sérstæður í list sinni. Meðal þeirra mynda, sem hann hefur leikið í er „Maðurinn okkar í Havana“, „Nornir með kynþokka" og „Hann, hún og hann“. —★— Kathryn Grant lék í „Ana- tomy of a murder“. Hún kom til Hollywood til að taka þátt í fegurðarsamkeppni, var „upp götvuð“ og hefur leikið á móti bæði Audie Murphy og Guy Madison. —★— 10 nafnið á listanum er al- veg nýtt nafn í Hollywood, Carolyn Jones. Hún lék í fyi-sta skipti í kvikmyndinni „The Barchelor’s Party“, lék þar raunsæja stúlku, sem bjó í listamannahverfi. Hún var á léreftinu í 6 mínútur og mun- aði mjóu að aðalleikkonan hyrfi í skugganum fyrir henni. í næstu mynd „Framabrautin“ sló hún í gegn. Carolyn Jones lék þar leikkonu, sem varð að yfirgefa sviðið og gerast um- boðsmaður. Vinna Okkur vantar bifvélavirkja, vélvirkja, eða vana viðgerðarmenn til starfa á verkstæð- um okkar nú þegar. Landleiðir hf. * Isarn hf. _________Símar 17270, 13670_____ Afgreiðslustúlku vantar í sérverzlun, hálfan daginn. (Helzt ekki yngri en 25 ára). Uppl. um aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: „Afgreiðslustúlka — 3957“. Plastplötur á borð og veggi. — Mikið úrval. H. Benediktsson hf. Sími 11228 Kæliskápar og þvottavélar r Amerískir 9,7 kúbik feta og þýzkir 5,6 kubik feta kæliskápar fyrirliggjandi. Einnig væntanlegar hinar vinsælu ensku þvottavélar. — Tvær stærðir. — Tekið á móti pöntunum, góðir greiðsluskilmálar. Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af ljósa- stæðum og smærri heimilistækjum. Iky IKfirll INI Snorrabraut 44 — Sími 16242 Árrisul og “glöð á góðum degi,> mett og vel undir daginn búin, þannig er gott að vita börnin fara að heiman. Ufi ' framleitt úr heilkorni er ný tegund morgunmatar þrungin heilnæmi. LIF gullnir, litlir ferhyrningarstökkir og girnilegar til átu frá fyrstu skeið til síðustu munnfylli. Góður skammtur af LIF með mjólk hefir að geyma gnógt hinna nauðsynlegustu næringarefna, eggjahvítu-efni, járn, fosfór, B-vítamín — sem endast lengi dags. Og svo þarf engan sykur með LIF. Berið LIF fram sem mor- gunmat og sjáið glaðna yfir mannskap- pK^UJtt num.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.