Morgunblaðið - 22.06.1960, Qupperneq 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. júní 1960
skrifar um:
KVIKMYNDIR
*-w * 0 m * * & + & 0
Nýja bíó:
MEYJASKEMMAN
VAFALAUST munu margir hér
kannast við hina ljúfu óperettu
,(Meyjaskemmuna“, sem byggð
er á þætti úr ævi austurríska
tónskáldsins Franz Schuberts, því
að óperettan var sýnd hér fyrr
á áxum. Óperettan er ekki eldri
en það, að hún var fyrst sýnd
í Vínarborg árið 1917. Nú fyrir
tveimur árum var gerð kvik-
mynd byggð á óperettunni og
samdi hinn mikilhæfi leikstjóri,
JErnst Marischka, handritið og
hafði á hendi leikstjórnina. Er
þessi mynd sýnd nú í Nýja bíói.
Óperettan „Meyjarskemman"
hefur hvarvetna og frá fyrstu tíð
vakið geysifögnuð áheyrenda og
áhorfenda, enda er hún heillandi
verk og þá auðvitað ekki sízt
fyrir hina dásamlegu tónlist
Schuberts, sem þar er hið glitr-
andi ívaf. Þegar Ernst Marischka
sá óperettuna á sviði Raimund-
leikhússins árið 1958, sagði hann:
„Nú hef ég fundið efni í næstu
kvikmynd mína. Það á að vera
Schuberts-kvikmynd með öllum
hinum dásamlegu söngvum hans
og lögum, og hún á að vera
þrungin rómantík Biedermeir-
tímans". Og Marischka gerði
myndina og stóð í öllu við fyrir-
heit sín. Myndin er barmafull af
hinni yndislegu músík Schuberts
oð rómantíkin er ósvikin. —
Myndin fjallar, i fáum orðum
sagt, um ást Schuberts á Hannerl,
hinni ungu og fögru dóttur
Tschöll, hirð-glergerðarmeistara,
og hin sáru vonbrigði hans, er
harm flytur henni ástarjátningu
sína með hinu undurfagra lagi:
„Ich schnitt es gern in alle
Rinden ein“. Hann leikur lagið
á hljóðfærið, en vinur hans og
velgjörðarmaður, söngvarinn
baron von Schober, syngur það,
Og er söngnum lýkur flýgur
Hannerl um hálsinn á Schubert
•— enda elskaði hún hann og
hann hana — en Schubert geng-
ur vonsvikinn á brott. Hannerl
Vissi ekki hug Schúberts og því
bað hún hann um að leika á
kirkjuorgelið við giftingu henn-
ar. Hann verður við þeirri bón
hennar og Ave Maria hans
hljómar um kirkjuna með fögr-
um einsöng og kór. Er það atriði
myndarinnar ákaflega áhrifa-
mikið.
1 myndinni kemur einnig fram
tónlistarofurmennið Beethoven.
Leikur hann meðal annars hinn
stórbrotna 5. píanókonsert sinn.
Er átakanlegt að sjá snillinginn
halda áfram að sveifla tónsprot-
anum löngu eftir að hljómsveit-
in er hætt að leika. Hann er þá
orðinn algerlega heyrnarlaus,
og gengur út úr salnum niður-
beygður og einmana.
Mynd þessi er skínandi vel
gerð og Ijómandi vel leikin. —
Karlheinz Böhm fer afburðavel
með hlutverk Schuberts og
minnisstæður verður manni Beet
hoven í áhrifamikilli túlkun
Ewald Balser’s. Allir aðrir leik-
arar fara og prýðilega með hlut-
verk sín og væri ástæða til að
geta þeirra sérstaklega, en rúmið
leyfir það ekki.
Ættu menn ekki að sitja sig úr
færi að sjá þessa indælu mynd.
HAFNARFJARÐAR BÍÓ:
Þúsund þýðir tónar.
ÞETTA er þýzk söngvamynd tek-
in í litúm. Fjallar myndin um
ungan mann, Martin að nafni,
sem er nýútskrifaður úr tónlistar
skólanum í Heidelberg. Bróðir
hans Thomas Hoff, sem býr í
smábænum Kirchweiler við
Neckarfljótið, ásamt móður sinni
og rekur þar sögunarmyllu, hef-
ur styrkt bróður sinn dyggilega
við hljómlistarnámið. En Martin
metur það lítt við bróður sinn
og þegar hann biður Thomas um
stóra fjárupphæð vegna konserts
sem hann ætlar að halda, og fær
neitun, verður hann ofsareiður
og stelur peningunum úr geymslu
Thomasar. Martin, sem er fiðlu-
leikari, dreymir stóra drauma
um frama á listamannabrautinni,
en hún er erfiðari en hann hafði
búizt við og því neyðist hann til
að gerast hljómsveitarstjóri með
gömlum vinum sínum á skemmti
stöðum. Honum græddist nú all-
mikið fé og hann sendi Thomasi
bróðir sínum við og við peninga
upp í skuldina gömlu. Martin
hafði verið heitbundinn ungri
stúlku, Barböru, sem átti heima
í Kirdhweiler, en orðið fráhverf-
ur henni, enda voru framadraum
ar hans honum eitt og allt. Hins
vegar varð hann ástfanginn af
söngkonunni, Irma Seri, sem
hafði reynst honum mikil hjálp-
arhella og unni honum. Thomas
og Barbara fella hugi saman og
dag einn fær Martin skeyti um
að koma til Kirehweiler og vera
viðstaddur brúðkaup þeirra
Thomasar og Barböru. Martin og
Irma bregðast skjótt við og allt
endar í glaumi og gleði, sátt og
samlyndi.
Mynd þessi er einkar notaleg.
Hún er tekin í undurfögru um-
hverfi og þar er mikið um ágæta
tónlist, sem marka má af því að
myndin hefst á hinum fagra
fiðlukonsert Mendelsdhns. Hún
er einnig dável leikin.Söngkonan
Bibi Johns leikur Irmu, Martin
Benratfa Martin, Helmuth
Schneider Thomas og Barböru
leikur Gardy Granass, ung og
fríð leikkona.
Tjamarbíó:
TVÆR KÁTAR KEMPUR
MYND þessi er þýzk og gaman-
mynd eftir því sem segir í aug-
lýsingum og myndskránni. Segir
þar frá tveimur sjófönnum í or-
lofi. Hefur annar þeirra sett í
blöðin fjölda auglýsinga þar sem
hann óskar að komast í kynni
við konur með væntanlegum hjú
skap fyrir augum. Hafa honum
borizt fjöldi tilboða með mynd-
um af „konuefnunum". Leggja
þeir félagar nú af stað til þess að
skoða gripina. Á því ferðalagi
komast þeir í ýms ævintýri. Ligg
ur leiðin fyrst frá Hamborg til
Köln og þaðan til þorpsins Edel-
hofen í Bayern. Komast þeir þar
í tæri við áfengissmyglara og
svo auðvitað líka ungar og fríðar
stúlkur. Verða þeir þarna, óvart
þó, til að bjarga smyglurunum
undan lögreglunni, en í kvenna-
málunum er árangurinn öllu
minni og kveðja þeir þorpið slipp
ir og snauðir í því efni.
Mynd þessi er með lélegri
myndum sem ég hef séð um langt
skeið. Efni hennar er nauða
ómerkilegt og hún er frámuna-
lega „dilettantisk" að allri gerð,
leiðinleg og illa leikin.
Annað hef ég ekki um mynd
þessa að segja.
Tripolibíó:
SLEGIZT UM BORÐ
Þetta er Lemmy-mynd og því
vitanlega ,,hörkuspennandi“ svo
notað sé eitt algengasta orðið í
íslenzkum kvikmyndaauglýsing
um. Lemmy er í þetta sinn stadd
ur í smábæ í Suður-Ameríku,
vegafréfslaus og á flótta undan
lögreglu Bandaríkjanna. Honum
býðst nú skipstjórastaða á
skemmtisnekkju auðkýfings
nokkurs og tekur hann boðinu
fegins hendi, enda er staðan vel
launuð. — En Lemmy kemst
brátt að því, að ekki er allt með
felldu um ferðir snekkjunnar og
að margt er grunsamlegt í hátt-
um skip§hafnar og gesta eig-
andans. Er látið í veðri vaka að
erindi skipsins sé að leita fjár-
sjóðs í skipsflaki á sjávarbotni
í Karabizkahafinu, en Lemmy,
sem í myndinni nefnist Burt
Brickford, kemst að því að
kumpánarnir um borð stunda
eiturlyfjasmygl. Hann einsetur
sér að koma þeim í hendur
bandarísku lögreglunnar, jafn-
vel þó að það kosti að hann
lendi einnig í klóm hennar. Og
honum tekst það, en áður hefur
mikið verið slegizt um borð, og
litlu munaði að hann lenti sjálf-
ur í fangelsi. Svo fór þó ekki, en
hins vegar fékk hann að laun-
um fyrir afrek sitt það, sem
honum var meira virði enn allt
annað.
Mynd þessi er eins og flestar
Lemmy-myndir, ærið ósenni-
legur samsetningur, en Lemmy
er alltaf skemmtilegur og jafn-
an líf í tuskunum, þar sem hann
kemur við sögu.
Skólaslit að Staðarfelli
HÚSMÆÐRASKÓLANUM að
Staðarfelli í Dalasýslu var slitið
sunnudaginn 22. maí. Sóknar-
presturinn, sr. Ásgeir Ingibergs-
son í Hammi, söng messu í Stað-
arfelskirkju kl. 5 síðdegis. Þá var
gengið til skólahússins og hófst
þar skólauppsögnin. Forstöðukon
an, fröken Kristín Guðmunds-
dóttir, flutti aðalræðuna. Lýsti
hún starfsemi skólans á liðnum
vetri. Alls hafa 25 námsmeyjar
notið kennslu í skólanum á þessu
skólaári í lengri og skemmri tíma.
Heilsufar var miður gott í skól-
anum, en að öðru leyti gekk
skólastarfið vel. Fæðiskostnaður
var kr. 16,50 á dag. — Daginn
áður var handavinnusýning náms
meyja 1 skólanum. Þótti hún tak
ast með ágætum. Alls voru unnir
munir á 9. hundrað. — Hæstar
einkunnir við lokapróf hlutu
Hugrún Björk Þorkelsdóttir,
Hróðnýjarstöðum í Laxárdal,
8,83, og Helena María Ólafsdótt-
ir, Melum í Klofningshreppi,
8,79.
Við skólauppsögn flutti sér. Ás-
geir Ingibergsson ávarp. Einnig
töluðu allir fulltrúar skólaráðs-
ins, sem þarna voru mættir: Ein-
ar Kristjánsson, skólastjóri, Laug
arfelli, Elínbet Jónsdóttir, hús-
freyja, Innri-Fagradal og Stein-
unn Þorgilsdóttir, húsfreyja,
Breiðabólstað.
Kennarar við skólann voru
þessir, auk forstöðukonu:
Guðrún S. Jensdóttir, mat-
reiðslukennari. Ólöf Hulda Karls
dóttir, handavinnukennari. Sig-
urveig Ebbadóttir kendi vefnað
um tíma í veikindafoarfö/llum
forstöðukonu.
Skólaráðsmaður var Hilmar
Jónsson, Hallsstöðum.
• Fornleifagröftur
Forleifafræðin er hin merk-
asta fræðigrein og hefur dreg-
ið fram í dagsljósið margt,
sem sögur höfðu ekki getið
um. Hér á landi hefur forn-
leifafræðin varpað ljósi yfir
ýmislegt, sem dulið var eða
óljóst í okkar sögu, sem þó er
ítarlegar færð í letur en gerist
víðast hvar annars staðar. —
Margt er þó enn hulið, sem
mætti draga fram í dagsljósið,
ef fé væri fyrir hendi til að
leggja í kostnaðarsaman forn-
leifargröft.
• Átthagafélögin láti
til sín taka
— Hér er verðugt verkefni
fyrir átthagafélögin, sagði
hann. Því er svo farið, að flest
um nvönnum er sérstök for-
vitni á að kynnast fornri sögu
síns eigin byggðarlags. Fjár-
veiting til fomleifarannsókna
er af skornum skammti ár
hvert, en ef átthagafélögin
tækju sig til og gengjust fyrir
fjársöfnun til að stuðla að forn
leifarannsóknum hvert í sín-
um landshluta eða heimahög-
um, kæmi strax skriður á
þetta mál, sem vel ætti að
duga því til verðugs fram-
gangs. Með þessu móti mundu
átthagafélögin vinna tvennt:
stuðla að því að saga heima-
haganna væri grafin úr
gleymsku og leggja góðan
skerf til almennra vísindaiðk-
ana hér á landi.
• Hjólreiðamenn
vilja^vera^til
Ungur hjólreiðamaður kom
að máli við Velvakanda í gær-
morgun og kvartaði undan því
hve stéttinni væri lítill sómi
sýndur í umferðinni. — Bíl-
arnir taka ekkert tillit til okk-
ar og ef við þurfum að beygja
eða fara yfir götu, getur það
kostað bið langtímum saman.
Einnig er maður stöðugt á nál-
um um að hreinlega sé ekið
yfir mann. Okkur finnst við
eiga rétt á því að vera á göt-
unum engu síður en bílarnir,
sagði þessi mæddi hjólreiða-
maður um leið og hann
kvaddi.
Um leið og þessum kvört-
unum er komið á framfæri er
ekki úr vegi að brýna fyrir
mönnum að sýna öðrum mönn
um og öðrum farartækjum
fullt tillit í umferðinni. Hjól-
reiðamenn eru ekki margir
hér í höfuðborginni að tiltölu,
en þeir þurfa að komast leiðar
sinnar engu síður en þeir, sem
í bílunum aka.
Að loknu prófi fóru náms-
meyjar og kennaralið í skemmti
ferð um Breiðafjarðareyjar,
Stykkishólm og út í Grundar-
fjörð. Leiðsögumaður í sjóferð-
inni var Eggert Björnsson, skip-
stjóri, frá Amey. Ferð þessi var
farin í hlýju vorveðri og varð
öllum þátttakendum til ánægju.
Leikflokkur
a Seyöisiiroi
SEYÐISFIRÐI, 20. júní. — Hér
skemmtí í gærkvöldi fyrir fullu
húsi áheyrenda, Nýtt leikihús und
ir stjórn Flosa Ólafssonar, með
gamanleik „Ástir í sóttkví“. Var
af þessu hin bezta skemmtun.
Hefur leikflokkurinn haft allvíða
sýningar hér eystra undanfar-
ið. — K.
Velvakandi átti tal um þessa
hluti við mann nokkurn á dög-
unum og varpaði hann fram
hugmynd, sem fyllilega á skil-
ið að henni sé gaumur gefinn.
FERDI
N A l\l D
'ríS
N.
CopyrigM P. I. ð. ðox 6 Co»p«J