Morgunblaðið - 03.07.1960, Page 3
Sunnudagur 3. júlí 1960
MORCV1VBLAÐ1Ð
3
Ji
Sr. Jón Auðuns dómprófastur;
I fjötrum
Skátarnir í Stykkishólmi með dýrin sin.
Með skátum
í Botnsdal
SUMARIÐ er tími ferða-
laga og útiveru. Allir eiga
þá ósk heitasta að komast
kt í náttúruna og njóta
/eðurblíðunnar. Sunnlend-
mgar hafa þó farið var-
færnislega í þær sakir, það
sem af er sumrinu, vegna
óheppilegrar veðráttu —
en þó er einn flokkur
vaskra ungmenna, sem
lætur veðurspána ekki
hafa nein áhrif á ferða-
áætlunina — það eru skát-
arnir.
Útilífið er snar þáttur í
skátastarfinu og á sumrin
nota þeir hvert tækifæri til
að fara úr bæjum og þorp-
um út í sveitir, slá upp
tjöldum sínum og njóta
kyrrðarinnar.
í fyrradag skrapp fréttamað
yr blaðsins upp í Botnsdal í
Hvalfirði, en þar stendur yfir
ikátamót, og eru þátttakendur
340 úr 14 félögum á S.-Vest-
urlandi. Inni í Botnsdal blasti
við mikil og skipulögð tjald-
borg á auðum bletti í skógar-
kjarrinu, með ótal gangstíg-
um, hliðum og spjöldum, sem
gáfu til kynna úr hvaða skáta
félögum þátttakendur voru.
Skátafélagið á Akranesi sér
um framkvæmd rriótsins og er
Páil Gíslason læknir á Ákra-
nesi mótstjóri, en hann er
jafnframt vara-skátahöfðingi.
Við hittum fyrst að máli Jón-
as B. Jónsson skátahöfðingja
og spyrjum um starfsemi
skátahreyfingarinnar almennt
á íslandi.
5000 skátar
Á landinu er starfandi 31
skátafélag og eru meðlimir
um 5000, þar af 3000 á skáta-
stiginu. Félögin mynda banda
lag ísl. skáta, en nú stendur til
að ráða fastan starfsmann
bandalagsins. Á þessu vori
var haldið fulltrúaþing á
Akranesi og sóttu það 80 full-
trúar og var þar kjörin stjórn
bandalagsins og auk þess rædd
ýmis vandamál sem skátar
eiga við að etja. Árið 1962
verður skátahreyfingin 50 ára
og muA starf skátanna næstu
tvö ár einkum miða að því að
undirbúa sem bezt hátíðahöld
í því sambandi. I>á verður hald
ið landsmót skáta, en ekki er
ákveðið hvar þao verður. Er
búizt við miklum fjölda er-
lendra skáta til þátttöku í
því.
Við leiki og störf
Páll Gislason skýrði frá til-
högun mótsins, en það hófst
á miðvikudaginn og þá um
kvöldið var varðeldur. Daginn
eftir var farið í fjórum hópum
í gönguferðir um nágrennið,
m. a. gengið á Botnssúlur og
fleiri fjöll í nágrenninu. Á
föstudaginn var haldið kyrru
fyrir í tjaldbúðunum, en kl.
ellefu um kvöldið hófst næt-
urleikur, sem allir skátar biða
jafnan með mikilli eftirvænt-
ingu og tilhlökkun. Auk þess
fór fram keppni í skátastörf-
um, að slá upp tjöldum, búa
um beinbrot o. s. frv. og munu
nokkrir skátar hafa náð met-
tima í þeim greinum. í gær
voru almennar heimsóknir og
forseti íslands, sem er vernd-
ari skátahreyfingarinnar
dvaldi tvær stundir meðal
skátanna, og á sunnudag verð
ur skátamessa og mótsslit. —
Hvarvetna í tjaldbúðunum
voru skátar að störfum. Það
var verið að snyrta í kringum
tjöldin, skátastúlkur með gít-
arana sína, sungu við raust og
strákarnir voru í fótbolta.
Yrðlingar og svartbaksungar
Þarna voru tjöld Stykkis-
hólmsskáta. Þeir í Hólminum
komu með heilan dýragarð á
mótið, yrðlinga og nokkra
stálpaða svartbaksunga, sem
vöktu að sjálfsögðu mikla at-
hygli mótsgesta. — Tjöldin
þeirra eru öll af sömu gerð,
með sama útbúnaði og
skammt frá er eldhúsið með
öllum nýtízku þægindum í
útilegubúnaði, — bekkjum og
borðum og kosangasi til upp-
hitunar. Félagið þeirra heitir
Væringjar, ungt að aldri og er
þetta fyrsta mótið sem þeir
taka þátt í.
Við spyrjum Væringjana
nokkurra spurninga:
— Hvernig hefur ykkur lík-
að hérna í Botnsdalnum.
— Alveg prýðilega.
— En hvað segja yrðling-
arnir og svartbaksungarnir?
— Þeir eru alltaf á sama
máli og við.
— Hvar gátuð þið náð í þá.
Eruð þið kannske greniægj-
ur?
— Nei, nei. Við fengum þá
gefins. Flokkurinn á þá. Þeir
hafa verið með frá byrjun og
þess vegna urðu þeir líka að
fá að koma hingað.
-— Hvort finnst ykkur nú
meira gaman að yrðlingunum
eða svartbaknum?
— Yrðlingunum, segja
strákarnir einum rómi.
— Af hverju?
Piltarnir virðast ekki hafa
neina skýringu á takteinum
og þá hefur kvenþjóðin síð-
asta orðið: .
— Strákar eru nefnilega
stundum dálitlir refir sjálfir.
ÞESSUM sunnudegi fylgir guð-
spjallið um glataða sonmn, unga
manninn, sem fór að heiman úr
fásinni sveitalífsins til að finna
frelsi, — en fann ekki frelsi, held
ur felldi á sig fjötra.
Fyrir nokkrum árum andaðist
hér í bænum kona á tíræðisaidri.
Þegar hún var kornung heima-
sæta á gömlu stórbýli norður í
Straudasýslu, batt hún astir við
ungan mann úr fjarlægu byggð-
ariagi og fór að heiman, til þess
að finna hamingjuna með hon-
um. Þá veiktist unnusti hennar
og dó.
Unga stúlkan hélt aftur heim
með sorgina og vonbrigðin. Hún
batt ekki ástir við annan karl-
jmann, en lifði eftir þessa atburði
jí nærfellt 70 ár ógift og bjó búi
sínu á óðali föður síns. Þessa
löngu ævi lifði hún á afskekktúm
stað norður á Ströndum, hélt
heimili sitt með sóma, ól upp fóst
urbörn og hvarf ekki af gamla
býlinu fyrr en hún neyddist tit
þess og var þá fyrir löngu orðin
blind og hrum.
Var ekki þessi kona í fjötrum?
Vter henni ekki tjón að vera alla
ævi bundin þessum eina stað
fjarri umheimsins iðandi lifi?
Hvað, vissi þessi kona um heim-
inn, um lífið?
Hún var á valdi þeirrar hug-
sjónar að lifa fyrir það, sem hún
elskaði, og lifa þar, sem hún elsk-
aði lítinn blett norður á hinum
köldu, óblíðu Ströndum. Hún bjó
þar búi sínu í nærfellt 70 ár eftir
að unnusti hennar dó og æsku-
vonirnar brugðust. Það má vera
góð bók, sem segir mér athygiis-
verðari sögu en ævi þessarar út-
kjálkakonu segir.
Var hún ekki i fjötrum? Var
ekki ungi bóndasonurinn frjáls,
sem fór að heiman? Á ysmikilli
öld með sívaxandi kröfum um
meira frjálsræði, fleiri tómstund-
ii, meiri tilbreytingu, munu marg
ir dæma svo.
En hvor er frjálsari, konan,
sem finnur sjálfa sig og stefnir
ævilangt að sama markmiði, eða
hinn rótlausi maður, sem engu
vill þjóna öðru en eigin geðþótta
og finnur enga köllun, ekkert,
sem hann finnur þess virði að
gefa því allt? Hvort þessara
tveggja finnur meiri hamingju,
meiri raunverulegan sálarfrið?
Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, og Páll Gíslason, varaskáta-
höfðingi, við merki mótsins.
Sjú viðurkennir
uppreisn í Tíbet
Peking og Nýju-Delhí, 1. júlí. herlið til landamærahérað-
—■ (Reuter) —•
KÍNVERSKUM alnienningi
var í dag skýrt í fyrsta skipti
frá uppreisninni og skæru-
liðahernaðinum í Tíbet. Birtu
blöð og fréttastofnanir yfir-
lýsingu frá Sjú En-læ, for-
sætisráðherra, vegna atburð-
anna á landamærum Nepals
um sl. helgi. Þar segir Sjú, að
. _J_ kínverska stjórnin hafi sent
anna „til þess að bæla niður
uppreisn glæpamanna, sem
halda uppi árásum á okkur
nálægt nepölsku landamær-
unum“.
Sjú vill sættir
1 yfirlýsingu þessari kveðst Sjú
harma hina harðorðu mótmæla-
orðsendingu Nepalstjórnar vegna
innrásar kínverks herliðs í land-
, Framhald á bls. 23
Enginn maður finnur upp-
sprettulindir hamingjunnar ef
hann gerir sjálfan sig að æðsta
mælikvarða alls og þekkir ekk-
ert, dýrkar ekkert, elskar ekkert,
sem er æðra. Vér þráum frelsið
og andspænis örlögum þeirra,
sem frelsi eru sviptir, ættum vér
að sjó, hve dýrmætt það er. En
það færir oss enga blessun fyrr
en oss lærist að skilja, að vér
verður aldrei sæl fyrr en vér er-
um á valdi hugsjónar, sem bind-
ur oss.
Dausnin ein frá því, sem oss
kann að þykja binda og fjötra
um of, færir oss enga hamingju.
Tökum hversdagslegt dæmi:
Vér sjáum mann, sem lengi
hefir lifað við mikil umsvif, mik-
ið erfiði. Oft hefir hann stunið
undan þunga þeirrar byrgði og
hlakkað með sjálfum sér til
þeirrar stundar, er hann yrði
leystur undan byrðinni og gæti
unað ellinni í hvíld og friði. Sú
stund rennur upp. Hann kveður
starfið, gengur heim fró vinnu-
staðnum í síðasta sinn. Nú er
hann frjáls!
Hann á allmikla starfsorku
eftir en getur fátt eða ekkert
tekið sér fyrir hendur, til þess
að fylla dagana. Nú er eins og
gleði hans sé horfin. Hvers virði
er honum frelsið? Nú er það orðið
honum hefndargjöf.
Lífið er dularfullt. Það verður
ekki afgreitt með ódýrum orðum.
Menn krefjast styttri og styttri
vinnutíma, fleiri og fleiri frídaga.
Hugsunarlaust setja menn þetta
í samband við þá þrá eftir frelsi,
sem heilbrigðum manni er í blóð
borin. En frelsið verður oss aldrei
til íullrar blessunar fyrr en vér
leggjum það sem fórn á altari
einhverrar hugsjónar, sem bind-
ur oss og vér viljum lifa fyrir.
Yngri sonurinn, sem Kristur
sagði söguna miklu aí, þurfti að
leita um lönd og borgir, unz hann
fann þennan sannleik, Stranda-
konan lærði hann í afskekktum
bæ norður við íshaf.
Hvað segir kristindómurinn
um frelsið og hinn frjálsa mann?
Hann segir:
Ef þú ert ekki á valdi Krists,
ekki á valdi hugsjóna hans um
trú og hreinleika, miskunnsemi
og kærleika, flytur þér frelsið,
sem þú þráir og átt að þrá, enga
blessun. Sú hollusta, sem fjötrar
þig við hugsjóir hans, gefur lífi
þínu gildi, gerir þig að kristnum
manni, — frjálsum manni.