Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. des. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 Nehru gagn- rýnír .,|'WTS:'x NÝJU DELHI 12. des. (Reut- er). — Nehrú forsætisráð- Jherra sagði á þingfundi í dag, að Indverjar mundu ekki að svo stöddu kalla heim her- sveitir sínar í Kongó, sem þar eru á vegum SÞ, — ef þær hlytu sæmandi meðferð. — Hins vegar gagnrýndi hann á ýmsan hótt aðgerðir SÞ í Kongó og taldi þær „veikar og árangurslitlar“. — Þá gagn rýndi hann Belgi mjög — taldi þá hafa reynt að hindra aðgerðir SÞ, í því skyni að koma að nýju fótum undir völd sín í Kongó. Nehrú sagði, að það væri „mjög hættulegt“ ef SÞ hyrfu með lið sitt burt úr Kongó. Þá mundi þar kvikna bál borg arastyrjaldar og erlendrar í- hlutunar — og gæti þá öll Af- ríka staðið í björtu báli fyrr en varði. STAKSTEINAR Séð yfir Skagaströnd. Frágangsgufan gæti hitað 3000 manna bæ Skagaströnd, 11. des. REKSTUR gufutúrbínu Síld- arverksmiðjunnar hér, til framleiðslu á rafmagni fýrir Ríkisrafveiturnar hefir geng- ið ágætle'ga, þar til síðastliðna nótt að smávægileg bilun varð Gufutúrbína. Hjá henni stendur Karl Karlsson vélstjóri. (Ljósm.: Þ.J.). í gufukatlinum, og varð þá að stöðva hana um sinn. Meðalafköst á sólarhring eru um 16—17 þúsund kw., en olíueyðslan um 18000 lítr- ar af jarðolíu. — Talið er að frágangsgufan mundi nægja til að hita upp um 3000 manna bæ. Síðastliðinn mánudag brotn aði ein vélin af þremur í dísilstöð Rafveitunnar hér, og er hún talin gjörónýt. — Það má teljast heppni, að ekki varð slys á mönnum, er vélin sprakk, því brotin flugu sem byssukúlur fram hjá vélstjór anum og út um gluggana. Sama veðurblíðan er hér enn. T.d. var hér um 10 stiga hiti > gær. Bátar eru flesta daga á sjó og er afli þeirra góður. Næg atvinna hefir verið hér fyrir alla og frystihúsin vantar allt- af verkafólk. — Þ.J. — Algeirsborg Framh. af bls. 1 stjórn. Segir King eftir mönn um þessum, að atburðirnir undanfarna daga hafi sýnt, að vonir öfgamannanna um „frnskt AIsír“ séu úr sög- unni. ★ „Djarfar fyrir dagsbrún" Þá segir fréttamaðurinn, að sú skoðun sé nú áberandi í Par- ís, að hinir öfgafullu hægri- menn í Alsír séu nú teknir að óttast um sinn hag, og sé komið nokkurt hik ,á þá. Eftir átökin við Serkina um helgina, hafi þeir tekið að velta því fyrir sér, hvað órðið hefði um þá, ef lierinn hefði ekki verið til staðar til að veita þeim vernd. —- Herinn virðist nú hins vegar fyllilega tryggur de Gaulle og stjórn hans — og hefir forset- inn marglýst því yfir í heim- sókn sinni ,að hann treysti hern um, enda sé hlutverk hans mik- ið. Hann hefir og lýst þeirri trú sinni, að lausn vandamál- anna sé nú ekki langt undan. Þannig sagði hann t. d. í bæn- um Bougie í gær — þegar á- standið var hvað verst í Algeirs- borg: „Þrátt fyrir þessa hörmu- legu atburði, held ég, að frið- urinn sé skammt undan. Það djarfar fyrir dagsbrún hins nýja Alsírs úti við sjóndeildarhring- inn.... Enginn maður í heimi þráir fremur frið en ég .... Alsír, allt Alsír, verður að rísa og þróast fyrir sameiginleg átök allra Alsíi-búa.“ Vé Abbas ræðst á de Gaulle Ferhat Abbas, forsætisráð- herra útlagastjórnar Serkja, sagði á blaðamannafundi í Tún- is í dag, að átökin í Alsír und- anfarna daga ættu að hafa fært mönnum heim sanninn um það, að Frakkar gætu ekki lengur viðhaldið nýlendustjórn sinni — að hún hefði nú tapað í eitt skipti fyrir öll og að „þjóð okk- ar heldur nú hröðum skrefum til frelsisins". — Abbas réðst að áætlun de Gaulles um þjóðar- atkvæði um það, hvort veita beri Alsírbúum sjálfákvörðunar rétt um framtíð sína — og lýsti áætluninni sem tilraun til að slá ryki í augu almenningsálitsins í heiminum. Þjóðaratkvæði undir umsjá Frakka væri ekki annað en skrípaleikur — hins vegar mundu Serkir fúslega ganga til þjóðaratkvæðis undir umsjá Sameinuðu þjóðanna, — og eru úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu augljós, sagði Abbas. Kvað hann stjórn sína hafa farið þess á leit við SÞ, að þær skipuleggi frjálsar kosningar I Alsír — „Frakkland getur ekki komið með neina gilda mótbáru gegn slíkum afskiptum SÞ“, sagði hann. — ★ — Abbas sendi Hammarskjöld símskeyti í dag og bað SÞ að gera ráðstafanir þegar í stað til að stöðva átökin og upp- lausnina í Alsír. Varbskipsmenn fái áhættubóknun Sanngirnismáli sjómanna miðar áfram á Alþingi PÉTUR SIGURÐSSON fylgdi í gær úr hlaði á Alþingi frumvarpi sínu um að skip- verjar á varðskipum hljóti áhættuþóknun með sama hætti og löggæzlumenn í landi. í rökstuðningi með frumvarp- inu bendir Pét' r Sigurðsson m. a. á, að enginn muni draga í efa, að skipverjar varðskipanna búi við sízt minni hættur í starfi sínu en þeir, sem vinna að lög- gæzlustörfum í landi, enda hafi það margsinnis komið fram. Fyrst og fremst má minna á stöðuga baráttu við óblíð nátt- úruöfl, jafnvel fram yfir aðra sjómenn okkar, og kemur það berast í Ijós, er önnur skip leita hafnar eða vars vegna veðurs, en þá verða varðskipin að vera viðbúin og halda til aðstoðar við skip, sem eru hjálparþurfi, ef óskað er. í sambandi við sjálft löggæzlustarfið má benda á hin- ar sífelldu hættur, er vofa yfir, þegar farið er á milli skipa í litlum bátum í misjöfnum veðr- um, auk þess að þurfa að dvelj- ast dögum saman í erlendum skipum meðal fjandsamlegra út- lendinga. Margt mætti segja frá þessu starfi, frá mannraunum og lífs- hættu, er þessir sjómenn hafa lent í vegna starfs síns, frá hót- unum um ofbeldi, mannránum og jafnvel manndrápum, sem ótt hafa sér stað i sambandi við gæzlu landhelginnar. Sjómenn landhelgisgæzlunnar verða að vera búnir alhliða sjó- mannshæfileikum, þvi að þeir verða auk framangreindra starfa að kunna til margs konar fisk- veiða vegna hinnar síauknu þátt töku varðskipanna í fiskileit og fiskirannsóknum í samstarfi við fiskifræðinga okkar. Með þessu frv., ef að lögum verður, er ætlunin að setja starfs menn landhelgisgæzlunnar við sama borð og aðra löggæzlu- menn, er áhættusöm störf stunda og fá greidda áhættuþóknun fyrir. Frumvarpinu var að lokinni ræðu Péturs Sigurðssonar vísað til athugunar í nefnd með sam- hljóða atkvæðum. Reyndi þrisvar ~ mistókst NEWCASTLE, Ástralíu, 10. des. (Reuter). — Ungur maður gerði þrisvar sinnum tilraun til að fyr- irfara sér í dag en mistókst. Tvis var reyndi hann að kasta sér fyrir strætisvagna og í' þriðja sinn reyndi hann að henda sér í lón nokkurt. Varð •konum bjarg að og komið í hendur lögreglunn ar. Ekki nýr s iattur Alþýðublaðið ræðir í forystu- grein sinni sl. sunnudag um endurnýjun söluskattsins. Kemst blaðið í því sambandi að orði á þessa leið: „Það er fásinna. sem stjórnar- andstaðán heldur fram, að sölu- skattur í tolli, sem Alþingi nú þarf að endurnýja, sé nýr skatt- ur. Hann hefur verið lagður á, síðan gengislækkunin og hliðar- ráðstafanir hennar komu til framkvæmda. Hér er ekkert nýtt á ferð, aðeins endurnýjun heimilda fyrir skatti, sem inn- heimtur hefur verið. Upphaflega hafði ríkisstjórnin gert sér vonir um að komast hjá slíkum skatti sem þessum. Hinsvegar var þriðjungur ársins liðinn, þegar efnahagsráðstafan- irnar komu til framkvæmda og reyndist ókleift að komast hjá þessum söluskatti. Nú hefur far- ið svo, að þjóðin er 300—400 millj. kr. fátækari í erlendum gjaldeyri vegna verðhruns á mjöli og lýsi, svo og síldarleysi. Slíkt tap þýðir einnig tekjutap fyrir ríkið og stafa þrengingar af þeim sökum. Þess vegna hef- ur reynzt ógerningur að afnema þennan skatt, þótt ekki vanti stjórnarliðið viljann“. „Vilji verkalýðshreyf- ingarinnar“ Þjóðviljinn fjölyrðir mjög um það, að núverandi ríkisstjórn taki lítið eða ekkert tillit til „vilja verkalýðshreyfingarinn- ar“. í þessu sambandi má enn minna á það, að engin ríkis- stjórn hefur gengið eins í ber- högg við yfirlýsingar Alþýðu- sambandsþinga og vinstri stjórn- in gerði með efnahagsmálaað- gerðum sínum. Alþýðusam- bandsþing hafði lýst því yfir, að ekki kæmi til mála að mæta kröfum útflutningsframleiðslunn ar um aukinn stuðnmg með nýjum sköttum og tollum á almenning. En hvað gerði vinstri stjórnin? Hún átti ekkert, bókstaflega ekki eitt einasta úrræði annað en að leggja æ ofan í æ nýja skatta og tolla á almenning. —. Það fé, sem hún þannig kreisti undan blóðugum nöglum fólks- ins, notaði hún síðan til þess að halda uppi styrkja- og uppbóta- kerfinu. Vitanlega var öllum þorra launþega innan verkalýðshreyf- ingarinnar ljóst, að þetta var í algjöru ósamræmi við fyrri yfir- lýsingar flokka vinstri stjórnar- innar, um að þeir hyggðust fyrst og fremst stjórna landinu með hagsmuni launþega fyrir aug- um, og í samráði við samtök þeirra. Núverandi ríkisstjórn hefur framkvæmt stórfellda skatta- lækkun, sem komið hefur öllum almenningi að miklu gagni. En hún hefur jafnframt orðið að horfast í augu við staðreynd- irnar vegna þess öngþveitis, sem vinstri stjórnin hafði leitt yfir þjóðina. Nýlendukúgun Rússa Umræðurnar um nýlendumál- in standa nú sem hæst á þingi Sameinuðu þjóðanna. Auðsætt er að Rússar meina ekkert með tillögu sinni um það að veita öllum nýlendum, sem ennþá hafa ekki öðlazt sjálfstæði, taf- arlaust frelsi. Þeir hafa Iýst því yfir, að þeir ætli hvorki að leyfa frjálsar og Iýðræðislegar kosningar innan leppríkjanna í Austur-Evrópu né heldur að veita Eystrasaltslöndunum þrem ur, 7istlandi, Lithaugalandi og Lettlandi, sjálfstæði. En eins og kunnugt er innlimuðu þeir þessi lönd í sjálf Sovétríkin árið 1940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.