Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 24
DACAR TIL JÓLA 286. tbl. — Þriðjudagur 13. desember 1960 DACAR TIL JÓLA * Utvegsmenn ræða lausn vandans: Lán til iangs tíma Rætt um verðflokkun á fiski, undirbúning vaxtalækkunar o. fl. FRAMHALDSAÐALFUND- UR Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem frestað hafði verið 17. nóv. var sett- ur hér í Reykjavík í gær. — Sverrir Júlíusson form. sam- bandsins, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. — Jón Árnason alþingismaður var kjörinn fundarstjóri. Fyrstur tók til máls Hafsteinn Baldvinsson skrifstofustjóri LÍÚ og ræddi um störf nefndar þeirrar, er fyrri fundurinn hafði kosið til þess að vinna að sam- ræmingu kjarasamninga við bátasjómenn og heildarsamninga fyrir landið allt, sem byggðir væru á því, að kjör sjómanna yrðu miðuð við að hálfu fast kaup og að hálfu aflaverðlaun, enda falli þá kauptrygging nið- ur. Höfðu mál þessi verið und- irbúin og rannsökuð í samráði við fulltrúa sjómannafélaga víðs Eldur í Hofnur- fjurðarvugni LAUST fyrir miðnætti á sunnudag kviknaði í strætis- vagni Landleiða á milli Hafn- arfjarðar ög Reykjavíkur. — Urðu talsvorðar skemmdir á rafkerfi vagnsins en yfirbygg- ing hans skemmdist ekki. Vagnstjórinn varð eldsins var, er vagninn var kominn i móts við Kársnesbraut, en hann var á ieið til Hafnar- fjarðar. Slökkvilið Reykjavík ur var þegar kvatt á vett- vang, er vagnstjórinn hafði stöðvað bifreiðina og farþeg- arnir voru komnir út. Gekk það vel og meiddist enginn farþega eða brenndist. Talsverður eldur var í vél vagnsins, er slökkviliðið kom á vettvang, en hann var fljótlega slökktur, áður en I hann náði að komast í yfir- byggingu vagnsins. vegar um landið. Sagði Haf- steinn þessi mál enn á viðræðu stigi og fól fundurinn stjórn- inni og samninganefndinni að vinna áfram að þessum málum. Greiðsla vátryggingar- iðgjalda Næstur talaði Sverrir Júlíus- son. Vék hann fyrst að því að ríkisstjórnin hefði á sínum tíma fallizt á, að skattinum, sem út- vegsmenn greiddu af útfluttum sjávarafurðum yrði samkvæmt þeirra óskum varið til greiðslu á vátryggingariðgjöldum af fiski skipum 1960. Síðan 15. febr. sl. hefir sjóðurinn haft tekjur af útflutningsskatti á sjávarafurðir. Skýrði formaður frá því að ríkisstjómin hefði í dag lagt fram á Alþingi frumvarp um þetta greiðslufyrirkomulag og þegar það frv. yrði samþykkt mundu þegar verða greiddar 41 millj. króna. Sverrir tjáði fundarmönn um að nýleg athugun hefði sýnt að eftirstöðvar sjóðsins mundu verða 81—84 milljónir króna og kvaðst hann bjartsýnn á og raun ar fullviss, að þessi upphæð mundi nægja til greiðslu ið- gjaldanna skv. ákvörðun ríkis- stjómarinnar. Lán til langs tíma og vaxta- lækkun Þá vék formaður LÍÚ að aðal- tillögu fundarins frá í nóv., sem fjallaði um lækkun vaxta af afurða ">g útgerðarlánum, frest- un á afborgunum af stórlánum, lækkun flutningsgjalda, veitíng lána til langs tíma o. fl. Skýrði hann frá störfum sérstakrar nefndar að framgangi þessara mála. Kvað hann ekki iiggja fyr- ir endanlegar niðurstöður í þessu máli enda þyrftu þau mikilla at- Fraiph. á bls. 2 Smábarn fyrir bíl á Hafnarfjardarvegi Um klukkan 2 í gærdag varð alvarlegt umferðarslys á Hafnarf jarðarveginum á móts við Shellstöðina. Þriggja ára barn varð fyrir bíl og skadd aðist mikið á höfði og hlaut höfuðkúpubrot. Litla barnið hafði verið með öðru smábarni, sennilega á gras flötinni framan við Shellstöðina, en þar standa nú tvö jólatré upplýst. Telpan hafði séð til ferða bíla sem voru á leið niður Öskju- hlíðina, en ekki séð hvar sendi ferðabíllinn R-6686 kom upp brekkuna. Hljóp hún út á götuna og lenti þá beint fram- an á sendiferðabílnum með þeim afleiðingum að hún hlaut mikinn áverka á höfði og heilahristing. Við læknis skoðun kom í ljós að höfuð- kúpan var brotin. Missti telp- an meðvitundina við höggið, en hafði verið komin til með- vitunar á ný er komið var með hana í Landakotsspítala. Líka árekstur. Um leið og þetta slys varð, lenti þessi sami bíll í árekstri við Volkswagen, Y 444, sem kom á móti. Hafði sendiferða- bíllinn snarsnúizt á miðri göt- unni og þá um leið rekizst á hlið bílsins, sem á móti kom og varð hann fyrir skemmdum. Rannsóknarlögreglan benti á að Hafnarfjarðarvegurinn á þess um slóðum, sé hættulegur stað- ur, og ættu ökumenn að hafa þar fulla aðgát. f gær var sleipt mjög á veginum og hemlaförin alllöng eftir bílinn, sem telpan varð fyrir. Hún heitir Hulda Ágústsdóttir, til heimilis í Drápu hlið 2. Litla stúlkan hljóp belnt framan á sendiferðabílinn. Um leið og slysið varð, lenti sendiferðabíllinn í árekstri við Volkswagen- bílinn. Hafði sendiferða- bíllinn snarsnúizt á göt- unni, er bílstjórinn reyndi að forða slysinu, en rakst þá um leið á hlið bílsins, sem kom á móti. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Sjómaður afneitar lisfa kommúnista Skip aflakóngs- ins brann í höfn Yfirlýsing Einars Jóns Karlssonar, bátsmanns á Ægi FYLGIÐ heldur áfram að hrynja af kommúnistum í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Nú hefur annar maður á fram- boðslistr þeirra við stjórnarkjör í félaginu lýst því yfir að hann muni ekki styðja listann. Hefur hann gefið um það eftirfarandi yfirlýsingu: • „Úg undirritaður lýsi þvi yfir að nánar athuguðu máli að ég mun ekki styðja B-listann við stjórnarkjör í S.R. enda þótt nafn mitt sé á þeim lista. Ástæð urnar fyrir þessu eru þær, að ég ber hag S.R. og félaga minna fyrir brjósti og tel kjaramálum sjómanna stefnt í hið mesta ó- efni ef kommúnistum tekst að ná þar einhverri fótfestu. Einar Jón Karlsson, Hverfisgötu 90, bátsmaöur á Ægi. Áður hafði Sigurður Kristjáns son, bátsmaður á Jökulfellinu, sem kommúnistar höfðu sett á framboðslista sinn, lýst því yfir að hann stdddi hann ekki, held- ur framboðslista lýðræðissinna. Iimflutningur jólatrjáa ekki stöðvaður VEGNA fregna um að gin- og klaufaveiki sé komin til bónda bæjar eins í Danmörku, spurðist blaðið fyrir um það hjá Páli A. Pálssyni, yfirdýralækni í gær, hvort nokkrar ráðstafanir yrðu gerðar til að stöðva innflutning á jólatrjám, sem koma frá Jótlandi eða öðrum varningi frá Dan. mörku af þeim sökum. Kvað hann það rétt að veikin hefði komið upp á einum bæ í Danmörku og ef til vill öðrum, en jólatrén hefðu þá verið lönsu farin af stað til íslands með Gull fossi. Meðan veikin breiddist ekki meira út þætti ekki ástæða til að stöðva innflutning þáðan, en viðhorfið gæti að sjálfsögðu alltaf breytzt með breyttum að- stæðum. Enginn á sjó AKRANESI, 12. des. — í gær var sunnanstormur og brimaði, og í dag er haugasjór. Eftir miðnætti í nótt gekk á með þrumum og eldingum. Skipstjórarnir voru búnir að kalla í gærkvöldi, en enginn fór af stað, utan einn, sem sneri óðara við aftur til lands, Nú er vindur kominn á lands- sunnan. — Oddur. Eldingar slitu rafSínur KEFLAVÍK, 12. des. — Afla- kóngurinn hér í Keflavík á síðustu vetrarvertíð, Angan- týr Guðmundsson, kom að skipi sínu alelda aðfaranótt sunnudagsins. Slökkvilið bæj arins og á Keflavíkurflug- velli barðist lengi nætur við eldinn, en fékk lítt við hann ráðið. stórskemmdist skipið, en að lokum fór svo að skip- ið fór á hliðina við bryggj- una. ■ár Mannlaus Þetta gerðist um klukkan 3 að- faranótt sunnudagsins. Lá bátur inn, sem heitir Askur, mannlaus hér í höfninni, enda landlega. Fólk sem var á ferð niðri við höfnina sá þá að eldur var í skipinu. Slökkviliið hér var kallað á vettvang, gegnum neyðarsímann við höfnina. Þegar brunaverðir komu um borð var eldurinn allur niðri í skipinu. Var ófært að sækja að honum, vegna þess hve sjóðheit yfirbyggingin var orðin, að ekki varð komizt inn í skipið. ★ Nótin bjargast Á þiijum uppi var nótin og var henni bjargað upp á bryggjuna óskemmdri með öllu. Brátt kom Framh. á bls. 2 MILLI kl. 1 og 2 í fyrrinótt gekk þrumuveður með mikl- um gauragangi yfir Suðvest- urland og fylgdi úrhellisrign ing. Eldingum sló niður í rafmagnslínur fyrir austan fjall og er veðrinu slotaði var rafmagnslaust í Flóan- um, á Skeiðum og í Ölfus- inu. — ★ 6 staurar í sundur. Voru viðgerðarflokkar fyrir austan í gær og um miðjan dag var rafmagn komið í lag alls staðar nema á nokkrum bæjum í Hraungerðishreppi, en á sveitar línunni þangað höfðu kubbast í sundur 6 staurar, auk þess sem spennistöðin fyrir Hraungerði skemmdist, og stofnvör ásamt nokkrum rafmagnstöflum eyði- lögðust, að því er Guðjón Guð- mundsson, deildarstjóri hjá Raf- veitum ríkisins tjáði blaðinu í gær. Bilanir af völdum eldinga fundust einnig á háspennulín- unni milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og var viðgerð lok- ið þar, en ekki hafði fundist bil- unin á línunni milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar í gær. Einnig voru bilanir á Skeiðum af sömu orsökum, og voru viðgerðar- flokkar þar. ★ Á kuldaskilum. Slíkt veður kemur hér stund- um í útsynningl á vetrum, þegar kalt loft frá. Norður- Kanada streymir út yfir til- tölulega hlýtt haf, að því er Veðurstofan upplýstl. Kemur þrumuveðrið einkanlega nærri kuldaskilunum, en kuldaskil lágu einmitt hér yfir, eins og greinlega sást á veðurkortinu í sunnudags- blaðinu. Hefur veður þetta sennilega náð um Reykjanes, upp í Borgarfjörð og eitt- hvað austur um Suðurland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.