Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. des. 1960 Búna&ariéiag Hvolhrepps 75 ára ELZTA búnaðarféiagið í Rangárvallasýslu og eitt af elztu búnaðarfélögum lands- ins er 75 ára í dag. Er það Búnaðarfélag Hvolhrepps. — Að því tilefni átti blaðið stutt samtal við núverandi for- mann þess og gjaldkera, Lár- us Ág. Gíslason bónda í Mið- húsum. Aðalfrumkvöðull að stofnun félagsins er fyrsti formaður þess var Þorsteinn Thorarensen á Móeiðarhvoli. Fyrsti ritari var Jón Árnason í Vestri-Garðsauka, en gjaldkeri Magnús Guðmunds son, Kotvelli. — Dean Rusk Frh. af bls. 1 ar: Friður, frelsi og réttlæti öll- um til handa. Þurfa ekki að óttast Dean Rusk ræddi einnig við blaðamenn og sagði m.a, að hann gerði sér fyllilega ljósa þá miklu ábyrgð, sem hann nú tækist á hendur. — Okkar tímar einkenn- ast af byltingarkenndum breyt- ingum, sagði hann. En Bandarík- in þurfa ekki að óttast þær breyt ingar — þau eiga ekki að vera eins og korktappi, sem berst til fyrir hverri smábylgju. —• Hin mikla geta okkar leggur okkur þær skyldur á herðar að hafa heillavænleg áhrif á þróun mála í heiminum, sagði Rusk. Hann fór miklum viðurkenningarorð- um um Kennedy — taldi hann í hópi mikilmenna Bandaríkjanna. ★ Dean Rusk er maður stór vexti, — nær 2 mtr. — þéttur á velli og aðsópsmikill. — Hann er 52 ára gamall, fæddur í Georgíu, einu af Suðurríkjunum. Hann hlaut menntun sína m. a. í Oxford í Englandi og Berlínarháskóla. Um | tíma var hann prófessor við Mills College í Kaliforníu. Eftir heimsstyrjöldina síðari gekk hann í utanríkisþjónustuna, og 1949 útnefndi Truman hann að- stoðar-utanríkisráðherra. Var hann um skeið aðalsérfræðingur stjórnarinnar í Asíumálum. Ræktunarmálin efst á baugi. Búnaðarfélag Hvolhreppps hef ur komið mörgum framfaramál- um áleiðis í sveitinni. Aðalverk Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum, formaður Búnaðarféiags Hvol- hrepps. efni þess hafa verið ræktunar- málin. Árið 1928 keypti félagið dráttarvél í félagi við búnaðar- félagið í Fljótshlíð og ráku þessi félög vélina í sameiningu með- an hún entist. Þá stofnuðu þessi félög ásamt með búnaðarfélag- inu á Rangárvöllum ræktunar- samband áið 1947. Þá hafði bún- aðarfélagið forgöngu um stofn- un nautgriparæktarfélags í hreppnum. Ýmis fleiri mál hef- ur félagið láið sig skipta. Aðal eign félagsins er hlutur þess í ræktunarsambandinu. Búnaðarfélagið hefur látið smíða steypumót fyrir votheys- túrna og einnig flekamót til húsbygginga. Á þessu ári keypti félagið stórvirka úðadælu fyrir garðrækt. Þorrablót og ferðalög. Félagið hefur árlega að und- aftförnu gengig fyrir þorrablót- um. Síðasliðið sumar stofnaði félagið til skemmtiferðar um Borgarf j arðarhérað. Félagið hefur ýmis mál á prjónunum, en Lárus kvaðst ekki á þessu stigi geta skýrt frá ^ þeim, þar sem almennur fundur^ hefði ekki tekið afstöðu til þeirra ennþá. Bowles og Stevenson Chester Bowles, hinn nýi utan- ríkisráðherra, er 59 ára gamall. Hann var um skeið ríkisstjóri í Connecticut, gegndi ýmsum mik- ilvægum stöðum á valdatímum þeirra Roosevelts og Trumans, en kunnastur varð hann sem sendiherra í Indlandi (frá 1951). Hann er, eins og Rusk, mjög fróður um Asíumál. — Adlai Stevenson er sextugur að aldri og hefur lengi verið einn mesti áhrifamaður Demókrataflokksins — enda forsetaefni 1952 og 1956. Hann hefir áður verið fulltrúi lands síns hjá SÞ — í London 1945 og næstu tvö árin í New York. Stevenson var ríkisstjóri í Illinois árin 1949—1953. ★ Af meiri háttar ráðherra- embættum á Kennedy nú að- eins eftir að skipa í embætti fjármálaráðherra og varnar- málaráðherra. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ Alþingis í dag: Efri deild: 1. Heimild tii að veita Friedrich Karl Liider atvinnurekstrarleyfi, frv. 2. umr. 2. Söluskattur, frv. Frh. 2 umr. Neðri deild: 1. Almannatryggingar, frv. 1. umr. 2 .Efnahagsmál, frv. 1. umr. 3. Ríkisreikningurinn 1958, frv. 2. umr. 4. Bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga, frv. 1. umr. Ef leyft verður. 5. Fræðslumynda safn ríkisins, frv. Frh. 2. umr. 6. Mat- reiðslumenn á skipum, frv. 1. umr. 7. Sala lands jarðanna Stokkseyri I.-HI.f frv. 1. umr. Ef deiidin leyiir. Aukning mjólkur og garð- ávaxta. Lárus lét þess getið, að fram- leiðsla bænda í Hvolhreppi hefði j mjög aukizt á sl. ári, einkum ij mjólk og garðávöxum. Sauðfjár — Laos Framh. af bls. 1 milligöngu samtakanna til að reyna sættir með hinum stríð- andi aðilum. Á meðan þessu fór fram í Vientiane, sagði útvarpið í Sav- annakhet í Suður-Laos (en þar ræður Nosavan), að þjóðþingið hefði samþykkt vantraust á rík- isstjórnina. Meiri hluti þing- manna hefir flúið suður til Savannakhet — aðeins fjórir eru nú I Vienfiane, en ekki er þó vitað, hvort hinir 55 eru allir í Savannakhet. — Það er álit margra hér, að sá hluti þings- ins, sem er hliðhollur Nosavan, muni setja á fót nýja ríkisstjórn þar syðra. AFP-fréttastofan segir, að Souvannavong prins, leiðtogi Pathet-Lao-kommúnistanna, hafi lýst því yfir í útvarpi sínu, að liðsmenn hans muni aðstoða við vörn Vientiane gegn her Phoumi Nosavans — og „bægja frá í- hlutun bandarískra heimsvalda- sinna" í Laos, eins og komizt var að orði. ★ t síðari fregnum segir, að síð- degis hafi komið aðrar sjö, rússneskar flugvéiar til Vient- iane, sennilega með vopn og skotfseri. GREINARSTÚF þann, sem myndin er af, ritaði Erlendur V Einnrsson, forstj. SÍS, í Tímann sl. sunnudag í tilefni af V, siðlausum rógskrifum Timans um Jónas Haralz fyrir 7, skemmstu. Sú grein var ekki skrifuð undir nafni eins og 7. menn kynnu að ætla af orðum Erlendar, heldur á ábyrgð h ritstjórnar, enda er hún í fullu samræmi við skrif blaðs- h ins síðan Þórarinn kom heim. — En ljóst er, að sumum A Framsóknarmönnum er farið að ofbjóða siðleysi Timans A og er það ekki vonum fyrr. \ Yfirlýsing frá Búnaðarbanka íslands eign manna stæði hins vegar í stað. Stafaði það af skorti á afréttarlöndum Kartöflur voru settar niður í 14,7 ha. lands á síðasta sumri og aukning sölu- mjólkur varð hát á annað hundr að þúsund lítra. Afmælis búnaðarfélags Hvol- hrepps verður minnzt í félags- heimili sveitarinnar í kvöld og munu sitja það hóf ýmsir af for- ystumönnum búnaðarmála, svo sem landbúnaðarmálaráðherra, búnaðarmálastjóri o. fl. Lárus Ág. Gíslason hefur átt sæti í stjórn félagsins í samfeUt 25 ár. Auk hans eru í sjórn Páll Björgvinsson, Efra-Hvoli, ritari og Hermann Sveinsson, Kotvelli. meðstjórnandi. Sendiherra full- trúi við brúðkaup FORSETA íslands barst fyrir nokkru boð frá Baudouin Belgíu- konungi um að koma til brúð- kaups konungs í Briissel í þess- ari viku eða senda fulltrúa i sinn stað. Forseti fslands hefur falið Agnari Kl. Jónssyni, sendiherra íslands í Frakklandi og Belgíu, að vera viðstaddur brúðkaup konungs í sinn stað. Reykjavik, 12. des. 1960 Skrifstofa Forseta íslands. * r — Fundur L.I.U. Framh. af bls. 24. hugana og undirbúningsvinnu við og væru til frekari athugun- ar. Ræddi Sverrir í þessu sam- bandi allmikið um möguleika á að fá lán til langs tíma með hag stæðum vöxtu.n út á verulegan hluta matsverðs fiskvinnslufyr- irtækja og fiskiskipa. Kvaðst hann gera sér vonir um lausn þessa máls og að ríkisstjórnin mundi oeita sér fyrir henni, kvaðst vænta lagasetningar ura það á næstunni. Um vaxtalækkun á afurða- og rekstrarlánum gat Sverrir þess að það atriði mætti allmikilli mótspyrnu. Hins vegar sagðist hann hafa sannfrétt að almenn vaxtalækkun nú á næstúnni væri í athugun og jafnvel undir búningi. Störf verðlagsráðs Þegar hér var komið var fundi frestað til kl. 8,30 í gærkvöldi, en þá hófst hann að nýju og urðu allmiklar umræður um skýrslu frrmanns. Næst skýrði formaður frá störf um verðlagsráðs og sagði að störf þess hefðu verið mjög tíma frek. Lagði hann fram og skýrði verðflokkun sem ráðið hefði sam ið sem umræðugrundvöll fyrir fundinn. Miklar umræður urðu um þessi mál í gærkvöldi. Á ALÞINGI var í gær lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögunum um efnahagsmál, sem sett voru snemma á þessu ári, þ. e. því ákvæði laganna, er fjall- ar um útflutningsskatt. 1 athugasemdum við frumvarp ið er gerð grein fyrir þeim breyt ingum, sem i því felast. Athuga- semdirnar hljóð<a svo: Innheimtur til áramóta „Efnisbreytingar þær, sem frumvarp þetta ráðgerir á 8. gr. laganna um efnahagsmál, nr. 4 20. febrúar 1960, sbr. 1. gr. laga nr. 53/1960, eru, að útflutnings- skattur skuli innheimtur af vör- um, sem framleiddar eru fyrir 1. janúar 1961, en falla niður af vörum, sem framleiddar verða eftir þann tíma. Þá er útflutnings f „REYKJAVKURBRÉFI“, sem birtist í Morgunblaðinu 11. des- ember s.l., er skýrt frá þvi, að hr. Magnús Jónsson, alþm., hafi verið ráðinn meðbankastjóri við Búnaðarbanka slands. í greininni segir svo: „Bankastjóri þar er mikilhæfur maður. Engu að síð- ur er nú svo komið fyrir bank- anum, að fjárfestingarsjóðir hans eru gjaldþrota“. Þar eð áminnzt setning kann að valda misskilningi, óskast þetta tekið fram: Hér mun vera átt við Ræktun- arsjóð og Byggingarsjóð. Hvorug ur þessara sjóða er eign bank- ans, heldur eru þetta sjálfstæðir sjóðir, sem bankanum hefir ver- ið falið að hafa á hendi takmark- aða stjórn á. Bankastjórn Búnaðarbankans ákveður þannig, hvaða einstakl- ingar skuli fá lán úr sjóðnum, en lánsupphæð, lánstími og vaxta kjör er bundin af reglugjörðum og fyrirmælum ríkisstjórna, sem sitja' á hverjum tíma. Sama er að segja um öflun rekstrarfjár til sjóðanna. Hún hefur farið ram á vegum ríkis- stjórnanna. Fyrstu árin störfuðu sjóðirnir eingöngu með innlent rekstrarfé, en síðar útveguðu hinar ýmsu ríkisstjórnir erlent lánsfé handa skattur af niðursuðuvörum lækk aður í %% af fob. verði, bæði vegna verðlækkunar þessara vara erlendis og svo vegna þess, að hér er um að ræða mikið unná vöru í dýrum umbúðum. Ennfremur er heimilað að verja eftirstöðvum útflutningssjóðs, þegar allar skuldir hafa verið greiddar, til greiðslu vátrygging- ariðgjalda fiskiskipa fyrir árið 1960. Fé útvegsins sjálfs Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, sem hald inn var í fyrra mánuði, lét í ljós þá ósk um þetta síðastnefnda atriði og verður að telja eðlilegt, að sú ósk verði tekin til greina, að því leyti sem um er að ræða fé, sem útvegurinn hefur sjálfur la@t til“. sjóðunum, með þeim kjörum, sem hver rikisstjórn ákvað í hvert sinn, og hefur svo verið ár„ lega. Þar sem sjóðunum hefir ekkl verið heimilað að setja gengis- klásúlur í skuldabréf þau, sem þeir hafa fengið til endurútláns þessa fjár, hefur komið fram verulegt gengistap við undan- farnar tVær gengisfellingar. Við þetta hefir stjóm Búnaðarbank- ans ekki getað ráðið, þar sem sjóðirnir eru ekki eigh bankans, heldur verið á valdi hinna ýmsu ríkisstjórna að ákveða þau kjör, er sjóðirnir störfuðu eftir. Hagur sjóðanna hefur engin áhrif á hag Búnaðarbankans sjálfs, enda er reikningshald þeirra algjörlega aðskilið. Búnaðarbanki íslands. — Skip brennur Framh af bls. 24. s.vo flugvallarslökkviliðið einnig til starfa. Var sjó úr höfninni dælt í skipið, um sex slöngu- stúta. Þá var Askur dregin upp með bryggjunni, út úr skipa- þvögunni, svo næstu skipum væri ekki hætta búin. Það var erfitt að fást við eld inn í bátnum, enda eru skips brúnar erfiðastir alls þess sem brunaverðir fást við. Svo stóð á sjávarföllum að sjór var að falla út. Báturinn var orðinn bálffullur af sjó, og stóð þá orðið „í hælinn“ er hann valt á hliðina, lagðist frá bryggjunni. Var hann þá orðinn mjög brunninn, yfir byggingin skemmd, brunnið gat á þilfar. Eftjr að svo var komið, skapaðist nýtt hættu- ástand, því frá Aski myndað ist olíubrák. Kviknaði tvisvar í olíunni þar sem hún flaut ofan á. En slökkviliðsmenn sprautuðu kvoðu á og slökkti hún eldinn fljótlega. Sökk báturjnn að mestu. ★ Tekinn upp Það munu nú verða gerðar ráð stafanir til þess að ná bátnum á flot aftur. Láta fram fara at- hugun á því, hvort skemmdirnar séu svo miklar, t. d. á skrokki bátsins, að viðgérð þyki ekki borga sig. Angantýr Guðmundsson skip- stjóri er jafnframt eigandi Asks. Er Angantýr viðurkenndur skip stjóri og nú í haust hefur honum gengið ágætlega á síldinni. Bát. ur hans var byggður í Svíþjóð að lokinni styrjöldinni 79 tonna skip Eldsupptök eru ókunn. — HSJ. Vátryggingariogjöld fiskiskipa greidd — af eftirstöðvum útflutningssjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.