Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 6
6 M n * v u i * nifí Þriðjudagur 13. des. 1960 Bókín um IVSugg Björn Th. Björnsson: Guð- mundur Thorsteinsson — Muggur. Ævi hans og Iist. Útgefandi: Helgafell 1960. ★ Það sem ég vildi fyrst segja almenningi um þessa bók er það, að hún er í alla staði vegleg. — Efni hennar er hugnæmt, jafnt sagan af Mugg sem myndirnar af listaverkum hans. Þetta er myndskreytt ævintýri, sem gerzt hefur á okkar dögum fyrir allra augum. og þó er það einhvern veginn svo fjarlægt og ótrúlegt, eins og ævintýri eiga að vera, fagurt og sorglegt í senn. Til bókarinnar hefur heldur ekkert verið sparað, og allt er vandað sem í hana er lagt. Þetta fer ekki alltaf saman, — íburður og smekkvísi, á ég við, en hér fer það saman svo greinelaga að ekki orkar tvímælis. Efamál er að útgefandinn, Ragnar Jónsson, hefði getað fundið nokkurn mann jafnhæfan Birni Th. Bjömssyni til að rita og ganga frá bók um líf og list Guðmundar Thorsteinssonar, því að í Birni sameinast ágætlega þrennt í senn: að vera skáld og rithöfundur, sagnfræðingur og listfræðingur. Þessi bók heimtar einmitt alla þessa eiginleka af höfund sínum, til þess að geta orðið ágæt. Útvarpserindi Björns um listir og listamenn hafa jafnan verið vel samin og áferðargóð, en ekki fritt við að stundum hafi gætt í þeim áróðurs fyrir vissar lista- stefnur, og andúðar á öðrum, þegar hann fjallar um það, sem efst er á baugi í dag. Aftur á móti gætir þess ekki í listskýr- ingum hans á þeim verkum og stefnum, sem fjær liggja okkar tíð. Þá hefur það brugðið fyrir í fyrirlestrum og ritgerðum Björns (og í skáldsögunni Virk- isvetri) að Kiljan skjóti upp kolli í stil hans hér og þar, eink- um þar sem hann vill sem bezt kosta sér til. Þessu lýti gerði ég hálfvegis ráð fyrir i bókinni um Mugg, áður en ég hóf að lesa, en grunur minn reyndist ástæðu laus. Hér sannar Björn Th. það frammi fyrir guði og mönnum, svo að óyggjandi er, að hann á sér og hefur fullkomlega á valdi sínu sinn eigin stíl, hlýjan, djúp- an og skáldlegan — frásagnar- máta, sem hann fellir Ijúglega að þessu fallega efni, sem hann er að móta: söguna um líf og list Muggs. Nú þætti það kannski bezt hæfa að ég sem ritdómari færi með eigin orðum að draga fram viturlegar ályktanir af lesning- unni og ekki sizt myndunum, lýsa einkennum listamannsins og staðsetja hann I íslenzkri og alþjóðlegri listasögu, með réttri skírskotun til umhverfis hans og samtiðar. En svo bagalega vill til að ég hef miklu minna vit á mál- aralist en aðstandendur bókar- innar, útgefandinn og höfundur- inn. Að vísu get ég af fullri sann færingu og einurð sagt hverjum sem er, að mér þykja myndir Muggs ákaflega skemmtilegar. Mér finnst ég skilja þær og lista manninn eins vel og við hefðum verið nánustu sálufélagar, en það er bara mitt einkamál. Þar að auki hefur Björn Th. Björnsson sjálfur tekið af mér og öðrum Guðmundur Thorsteinsson það ómak að skilgreina þetta. Hann hefur bók sína á stuttu forspjalli, þar sem nann dregur upp mynd af Mugg, sem hann veit sannasta eftir að hafa þol- inmóður tínt saman öll sundruðu minningabrotin, er geymzt hafa um líf listamannsins, prentuð og ekki prentuð, og lengi og fast l rýnt í verk hans alls gáðum aug- um, þangað til hann hafði les- ið úr linum þeirra og litum og allri áferð þeirra, kjarna þess sem þau hafa inni að halda: sjálfan sannleikann um höfund þeirra. Björn Th. Björnsson segir: „Guðmundur Thorsteinsson kemur eins og huldumaður inn í íslenzka list. Hann er fiðlungur þjóðvísunnar, ýmist glaður og hlýr eða dreyminn og angurvær, og honum dvelst löngum í álfa- borgum hugans. Hann kemur að stapanum, þar sem stúlkan situr féð í blárri sumarnóttinni, þar sem áin bugðast eftir döggvotu undirlendinu; hann sér hamarinn opnast, og huldusveininn gengur út. Aðra stund er hann staddur í glitheimi ævintýra, þar sem kóngsdæturnar sselu eiga heima; þær hafa litla kórónu á höfði og smáan fót; líkami þeirra innan í bjöllukjólnum er grannur eins og reir, léttur eins og dúnn. Og þegar hann kemur í tröllaheima, verður þar glens og gaman; þau j tútna af hlátri og skella sér á, lær. Hann er þar aufúsastur gesta. Þegar hann snýr aftur til okk- ar, hefur hann ennþá ljóma æv- intýrsins í augum. Drættir mann lífsins eru honum mildir og mjúkir, hjúpur hlutanna spunr.- inn úr þeli góðleikans. Því lærir hann ekki að brynjast gegn veðrum veraldar; sólfar líðandi stundar og hið snögga él slá strengina í brjósti hans, en hon- um er aðeins gefin örstutt stund til þess að láta það endurhljóma í hlutunum, sem hann hefur á milli handa. Vatnslitur barns er honum nóg, eða tálguhnífur og spýta. Hafi hann skæri, pjötlur eða pappir, eða nál og ísaums- þráð, er það honum einnig nóg. Það vakir að vísu fyrir honum að mála, mála stórar myndir, en hugurinn leyfir ekki svo ’.anga viðstöðu við eitt og sama verk. Honum verður mest úr því sem lifnar af snöggum hugmyndum og leikur létt í hendi. Það er ekki fyrr en kvika lífs- fjörsins tekur að hniga, að hann stöðvast við stórt verk, altaris- töflima Kristur læknar sjúka. Og frá henni deyr hann, rúmlega þrítugur maður. Hann er fiðlungur þjóðvísunn- ar, gáskafullur og angurvær, og tónar hans eru hreinir, þótt stundum sé hrosshár eitt í strengjum og fiðlan holað tré.'-*- Þessi tilvitnun í bók Björns Tt. Björnssonar gefur hvort tveggja í senn, rétta mynd af ágætri rittækni höfundarins, og skilningi hans á því hugljúfa fyrirbæri, sem líf og list Muggs hefur orðið í meðvitund okkar flestra, svo það minnir á sól- skinsblettinn, sem Jónas orti um forðum. Mitt í rysjugu tíðarfari dægranna sjáum við hann enn í heiði, þennan sólskinsblett, og langar til að setjast þar. Bókin um Mugg er í sama broti og listaverkabækur Helga- fells, 181 blaðsíða, þar af rúm- ur helmingur myndasíður. Eund- in í sterkt strigaband í Bókfelli hf. Myndamótin gerði Prentmót. Guðmundur Daníelsson. * 0 0-0. 0.0 0 0- 0* Lótið Jólatrén í friði >NÚ FÆBIST jólasvipurinn óðum yfir bæinn, m. a. er nú unnið að því á vegum bæj- (aryfirvaldanna að setja upp, fjólatré víðs vegar um bæinn,< ivið kirkjur, á torgum, túnum og háum stöðum. Flestum eru jólatrén mikið augnayndi, og þá ekki hvað sízt börnunum. Samt hefur það verið svo und-’ anfarin ár, að illa hefur geng-, ið að verja trén fyrir áreitni skemmdarvarga og þjófa.l Unglingar og jafnvel fullorðn ir menn gerðu sér leik (eða iðju) að því að brjóta greinar af trjánum, sem þeir hafa væntanlega prýtt heimili sín, með, brjóta Ijósaperurnar eða skrúfa þær úr stæðunum og' hafa á burt með sér. í fyrra voru menn jafnvel staðnir að því að höggva sér greinar. Verst gekk þá að verja trén á Sunnutorgi í Langholti og við Laugarneskirkjuna. Urðu gæzlumenn trjánna þar jafn- vel fyrir aðkasti unglinga. Nú er það von manna, að trén fái að standa í friði og skær Ijós þeirra að loga út öll jól. Eru kennarar og skólastjórar í barna- og unglingaskólum sérstaklega beðnir að brýna fyrir nemendum sínum að trén séu til augnayndis en ekki handargagns. iðna5arfyrirtæki óskast til kaups. Tilboð er tilgreini um hvaða fyrir- tæki er að ræða og áætlað söluverð óskast sent afgr. Mhl. fyrir 16. þ.m. merkt: „Iðnfyrirtæki — 1431“. * Lúcíumessa 'í dag er Lúcíumessa. Dag- urinn hefur borið þetta nafn í margar aldir, og er það úr kaþólskri trú. Lúcía var verndardýrlingur Sýrakúsu, og leið píslarvættisdauða á dögum Díócletianusar um 304. Samkvæmt helgisögn átti að brenna hana á báli, en eldur- inn vann henni ekkert mein. Þá var hún deydd með sverði. Samkvæmt annarri helgisögn hafði heiðinn unglingur orðið ástfanginn í fögrum augum Lúcíu. Hún stakk þá úr sér augun og sendi honum á fati. Unglingurinn varð kristinn, en Guð gaf Lúcíu enn feg- urri augu. Lúcía nýtur mik- illa vinsælda í Frakklandi og á Ítalíu. Er einkum heitið á hana til hjálpar við augna- sjúkdómum ýmsum. Á helgi- myndum ber hún gjarna augu sín á fati og einnig er hún oft máluð með lampa í hend- inni, en nafnið Lúcía er dreg- ið af lucis, eignarfalli latn- eska orðsins yfir Ijós. Lúcíu- messan er hátiðleg haldin í kaþólsku kirkjun’"’. • Lúcíudýrkuní SvíþjóS Lúciudýrkun barst til Norð urlanda eins og fleiri kaþólsk- ir siðir. Hefur hennar eink- um gætt í Vestur-Svíþjóð fyrr á öldum, og bera rúna- steinar því vitni. Elzta frá- sögn af hátíðahaldi á Lúcíu- degi er frá seinni hluta 17. aldar og er á þessa leið: „Á nótt heilagrar Lúcíu sjóða þeir kjöt í stórum pottum i Vermalandi og neyta þess af góðri lyst um óttubil. Þá segj- ast þeir vera að éta merg í beinin." Prófasturinn í Filip- stad tekur þessa sömu lýsingu upp nokkrum áratugum síðar og bætir við, að öls og brenm- víns hafi einnig verið neytt í ríkum mæli og „hafi runnið vel á margan áður en dagur rann“ Prófasturinn gefur þá skýringu, að Lúcíunóttin hafi verið lengsta nótt ársins og því hafi menn haft meiri þötf á nokkurri hressingu þá en endranær. Þessi var einntg raunin á 16. og 17. öld, r.ður en gregorianska tímatalið tók gildi. Lúcíudagurinn var haldinn hátíðlegur með ýmsu móti í Svíþjóð á liðnum öldum. En snemma komst sá siður á, að ung kona kom fram í gervi Lúcíu, í hvítum klæðum og með ljós í hárinu. En þessi hátíð rann einnig saman við aðrar fornar frjósemdarhá- tíðir norrænar og fékk svip sinn af þeim. Þannig var sá siður tiðkaður sums staðar, að leiða unga kvígu um á Lúcíu. daginn, og segir eitt sænskt skáld frá því á skemmtilegan hátt, er bóndi, sem hélt fast við hinn forna sið, gekk út með kvígu sína á Lúcíudag- inn, en rakst þá á skrúðfylk. ingu góðborgaranna, með dótt ur höfðingjans, klædda sem Lúcíu, í fararbroddi. • Lúcíur á Norður- löndum Lúcíuhátíðin breytti um svip i Svíþjóð árið 1927, fyrir tilstilli eins stærsta blaðsins í Stokkhólmi, Stockholms-Tin- ingen. Fer það nú þannig fram, að ung stúlka er valin Lúcía í keppni á vegum blaðs- ins. Sú útvalda ekur svo um götur höfðuðborgarinnar með fríðu föruneyti á Lúcíudag- inn og raða borgarbúar sér við allar götur þar sem föru- neytið fer um til að fylgjast með því. Um 1950 voru ýmsir Lúcíu- siðir teknir upp í Danmörku og Finnlandi og á síðustu ár- um er einnig farið að halda Lúcíumessuna hátíðlega hér á landL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.