Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 13. des. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Islenzk list Framh. af bls. 13. Sveinssonar gefur góða hugmynd um expressjónískan stíl lista- mannsins". Listdómari Indian Express seg ir m. a.: „Landslagsmyndir þrungnar andrúmslofti, geðhrif- um og sýmbólisma, gagnsýrðar af hinu táknræna ljósi í norðri, eru veigamestu afrek íslenzkra málara. Þessi litríku málverk ásam mannamyndum, sem bera vitni marháttuðum innblæstri, einkum frá expressjónismanum, eru á sýningu íslenzkrar nútíma listar í Azad Bhavan, sem Indian Council for Cultural Relations gengst fyrir. Efniskennd er eig- inleiki sem kemur berlega fram í flestum þessara verka. Hið nor ræna hugmyndaflug túlkar nátt úruna eins og síkvika markalínu, þar sem sjóndeildarhringurinn, andrúmsloftið og innviðir manns hugans renna saman. Landslags myndirnar á þessari sýningu eru ekki sentimentalar tilraunir. •— „Hekla“ Þórarins Þorlákssonar er lífræn samræming lita og forms, mjög í ætt við Himalaja- myndirnar eftir Nicolas Roerich. „Fjallamjólk“ Jóhannesar Kjar- vals dregur fram áferð og hrjúf leik landslags sem er sorfið og upplitað af ísum og snjó. Enda þótt hvorugt þessara verka nálg ist afstrakt list, þá vekja þau bæði ugg og lotningu fyrir þeim sviðum sem móta hugmyndaflug mannsandans. Að því er snertir tækni er ís- lenzki málarinnekki síður ,avant garde' en samtímamenn hans I — Opnir bréfmolar Frari.Y af bls. 17 hugleiða þetta, og er ég tilleiðan- legur til að ræða við þig sam- vinnumál og fleiri mál eftir því sem gjörhygli þín kann að leiða í dagsljósið, og vona ég að þar komist ekki að nein fljótfærni. Ur þvi þú minnist á Sverri Júlíusson vin okkar minnist þú sjálfsagt yfirtöku eigna Kaup- félags Siglfirðinga inn í hluta- félag hans, ísver hf., á Súganda- firði sem Kaupfélagið afhenti Sverri og félögum í tilefni 20 ára afmælis félagsins samanber heimildir úr litlu fréttablaði er fylgdi Samvinnunni og mér barst í hendur fyrir nokkrum dögum. Þessir molar mínir eru nú orðnir margir, en mér finnst að ég þurfi að skilja svo óendan- lega marga eftir, en vil að lok- um spyrja þig. Er það þetta sem verðui* framtíð samvinnufyrir- tækjanna, og minnir það ekki óneitanlega á þegar Rómaborg brann en Nero spilaði á sítar og söng. Að endingu þakka ég þér kveðjuna til mín, og mun ég koma kveðjunni til konunnar í N-Þing„ þegar ég á leið þar um, en það verður vonandi með hækkandi sól. Með kærri kveðju til þín. Húsavík 1. des. 1960, Vcrnharður Bjarnason. Hjólbarðar 450x17 500x17 500x16 550/590x15 590x14 600x16 640x13 670x13 750x14 700/760x15 700x20 780x20 Gariar Císlason hf. Bifreiðaverzlun. Paris eða New York. „Vífilfell úr Kópavogi“ er t. d. fyrst og fremst samspil heitra, iðandi lita, og pensilförin gefa ekki ein ungis í skyn útlínur landslags- ins, heldur einnig sjálfa hreyf- ingu þess. Það eru mörg verk á þessari sýningu sem árétta þann sannleik, að góð list þreytir ekki augað, jafnvel þó hún fáist við áþreifanlega hluti. Mynd Gunn- laugs Blöndals sýnir konu sem er að kemba hár sitt; temað er návist mannlegrar hlýju. „Stóð- hestar“ Jóns Stefánssonar er mjög í anda exppressíonismans. Heilt stóð af hestum, sem eru nákomnustu félagar mannsins í dýraríkinu, horfir gagntekið á einhvern leyndardóm sem það hefur skynjað. Skepnurnar eru hreyfingarlausar, næstum stein- kenndar. En ofsinn og kraftur- inn, sem við setjum í samband við hestinn, er dreginn fram á meistaralegan hátt“. Sýna víða um Indland. Eins og þessar bera með sér vakti sýningin att-ygli í Delhi. Þegar ég fór þaðan var gert ráð fyrir að hún stæði yfir í viku- tíma, en í dag fékk bréf þess efnis að hún yrði framlengd um viku vegna mikillar aðsóknar. Indian Council for Cultural Rela tions hefur fest kaup á öllum myndunum og hyggst senda þær til helzu borga Indlands og sýna þær þar. Auk þess er í ráði að sýna þær með nokkurra ára milli bili í Azad Bhavan. Það hefur verið mér sérstök ánægja og mikill heiður að vera viðriðinn þessa fyrstu sýningu á íslenzkri list í Indlandi, ekki sízt þar sem undirtektirnar hafa verið svo miklu betri en ég þorði að gera mér vonir um. Indverjum hefur verið það mikil ráðgáta hvernig 170.000 manneskjur fara að halda uppi sjálfstæðu ríki, en hitt getur þó skapað þeim enn meiri heilabrot með hvaða töfrabrögðum þessar fáu hræður hafa framleitt svo Dælur og dælukerfi. Ýmsar stærðir. == HÉDINN = Vólaverzlun simi £4260 INNANMAi CLUOCA h •H ----*CFN1SBRé»DD*- VINDUTJÖLD Dúkur — Pappír ©C plast Framleidd eftir máli Margir litir •g gerðir Fljót afgreiðsla Kristján Siggeirsson Laupavegl 1S — siml l-SS-7* marga fyrsta flokks listamenn. Halldór Laxness mun vera eini íslendingurinn sem þekktur er í Indlandi. „Sjálfstætt fólk“ kom út á einu af tungumálum Ind- lands fyrir nokkru, og nýlega var gefin út hér í Calcutta í fall- egri vasaútgáfu enska þýðingin á „Gerplu". Viðbrögð Indverja sem og annarra útlendinga við bókmenntum og myndlist ís- lendinga hljóta að styrkja mann í þeirri trú, að tilveruréttur okk ar sem þjóðar byggist að veru legu leyti á andlegum afrekum. Það er raunar margkveðin vísa, en ætli hún verði nokkurn tíma of oft kveðin? HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11. — Sími 14824. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður 'ögfræðiskrifstofa-fasteignasal/ Kirkjuhvoli Simi 13842. GERUM VI® olíufýringar, W.C.-kassa, krana og ýmis heimilistæki. Nýsmíði. — Símar 24912, 50988. — Vetrarhjálpin Framhald af ols. 10. Stjórn og framkvæmd vetrar- hjálparinnar, hafa tekið að sér, fyrir tilmæli bæjarstjóra, eftir- talið fólk, sem kunnugast er hjálpar og líknarmálum í Kefla- vík og hefur haft þau með hönd- um um mörg undanfarin ár á vegum félaglagasamtaka þar: Sesselja Magnúsdóttir, formaður; Jóna Guðjónsdóttir, Guðný Ás- berg, Elín Þorkelsdóttir, Kristj- ana Magnúsdóttir, séra Björn Jónsson og Ólafur Þorsteinsson, forstjóri. Vetrarhjálpin hefur aðsetur sitt í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík og verður opið þar frá klukkan 8 til 10 á hverju kvöldi frá 12. des. til 20. des„ og er simi þar 2021. Gert er ráð fyrir að þeir sem sjálfir vilja kom framlögum sín- um sínum til vetrarhjálparinnar hafi samband við skrifstofuna og einnig þeir sem eru hjálparþurfi láti þar um sig vita. Að kvöldi 14. og 15. desember, fara skátarnir og hjálparsveit skáta um bæinn til að leita fram laga og er þess vænzt að fólk hafi gjafir sínar tilbúnar þegar skátarnir koma. Þess er fastlega vænzt að Kefl- víkingar bregðist vel við þessari starfsemi, þó að atvinna sé yfir- leitt góð, þá er víða sem herðir að og hjálpar er þörf. Fólki því sem tekið hefur að sér forustu þessarar starfsemi er mjög vel kunnugt um hvar framlög og gjafir koma sér bezt og hvar þeirra er nauðsyn. Öll framlög, bæði smá og stór eru með þökkum þegin og ábyrgzt að þau komi að því gagni sem gefendur vilja. Keflvíkingar — komið við í skrifstofu Vetrarhjálparinnar og verið viðbúnir þegar skátarnir koma, 14. og 15. desember. Innilegustu þakkir votta ég öllum þeim, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs- afmælinu 9. þ.m. — Með beztu kveðjum og jólaóskum. Magnús Jóhannesson, Alviðru. RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Simi 17752 'ögfræðistörf og eignaumsýsla ^sím »3^333 ■Av'ALLT TilLeíGu: FluMingavagnar DráttarbMa.r Kravxcxbílar Allt með gamla verðinu. SKERMABÚÐIN, Laugavegi 15. LAMPAR SKERMAR "Vclskójlur 1 íþuNGAVlNNUV^^/J sím 3*1333 8 Bróðir minn BJARNI GESTSSON andaðist á Elliheimilinu Grund 12. des. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. des. kl. 1 30 Helga Guðmundsdóttir. Félagslíf Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Breið- firðingabúð í kvöld kl. 20. —■ Stjórnin. Móðir okkar og tengdamóðir UNNUR JÓNSDÓTTIR Laugalæk verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 13. des. frá Foss- vogskirkju kl. 13,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Eggertsdóttir, Karl Ágústsson Skíð'afélag Reykjavíkur Munið aðalfundinn í Skíða- skálanum í kvöld. Farið frá BSR kl. 19,30. — Skíðafél. Rvíkur. Útför konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGAR GlSLADÓTTUR Skaftahlíð 29 fer fram miðvikudaginn 14. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 10,30 f.h. — Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minn- ast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Sesselíus Sæmundsson Körfuknattleiksdeild Ármanns gengst fyrir námskeiði í körfu knattleik fyrir pilta á aldrinum 15 ára og yngri, þriðjud. 13. des. kl. 7,15, í fimleikasal Gagnfræða skóla Austurbæjar (stærri sal). Þjálfarar eru beztu körfuknatt- leiksmenn Ármanns. Þátttöku- gjald kr. 100. Allir velkomnir. _ Stjóm K.K.D.A. Frá Farfuglum Athugið að það er í kvöld sem síðasta skemmti- og tómstunda- kvöldið er á árinu, að Grófin 1, og hefst það kl. 8,30. Spilað verður „Bin.go“. Fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. — Nefndin. Móðir okkar GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR frá Þjórsártúni, verður jarðsunginn fimmtudaginn 15. desember kl. 10,30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Athöfninni verður út- varpað. Húskveðja fer fram, daginn áður, kl. 4, frá Lingheiði Keflavík. Inga Ólafsdóttir, Huxley Ólafsson, Eggert Ólafsson. I. O. G. T. Ungt3t. Bjarmi fundur í kvöld kl. 8,30 I Gúttó. Kvikmyndasýning o. fl. — Æt. Jarðarför móður okkar GUÐRUNAR sigurðardóttur Cf V Samkomur frá Jaðri, sem andaðist 5. þ.m. fer fram frá Fríkirkjunni fimmtu- daginn 15. þ.m. og hefst kl. 13,30. Jarðað verður í Foss- vogskirkjugarði. Einar Hjörleifsson, Siguringi E. Iljötleifsson. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20:30 Lúciuhátíð. Lúcia með þernum og pílagrím- um. Ingunn Gísladóttir, hjúkrun arkona frá Konsó talar. Allir vel komnir. K.F.U.K. ad. Fundur í kvöld kl. 8:30. Kvik mynd Helen KeHer. Hugleiðing: Ingunn Gísladóttir. Allt kven- fólk velkomið. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför litlu dóttur okkar Nína S. Hannesdóttir, Jón Gunnarsson Fíiadelfía Safnaðarsamkoma kl. 8:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.