Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNBL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 13. des. 1960 75 ára i dag: Borghildur Björnsson ÉG HEFI þekkt frú Borghildi um, mörg ár. Það er eðlilegt. Þau kynni hófust, er hún giftist æsku vini mínum og bekkjarbróður, Ólafi Björnssyni ritstjóra. Fyrir rúmri hálfri öld var brúðkaup þeirra haldið í Kaupmannahöfn, og fyrsta barn þeirra skírði ég, er ég var að byrja preststarf mitt. Mér er það mikils virði að hafa átt vináttu þeirra hjóna. Nú er fólk önnum kafið við jólaundirbúning. En er ég hugsa um Ólaf og Borghildi, er mér það minnisstætt, að þau voru alltaf að halda hátíð, voru bæði í há- tíðarskapi og fögnuðu af alhug góðum gestum og vinum. Til góðra áttu þau bæði að telja. Þar voru sterkir stofnar. Hefi ég þekkt hin merku Bíldu- dalshjón, Pétur og frú Ásthildi, og þá einnig Björn ráðherra og frú Elísabet. Gott uppeldi hlaut hin uppvaxandi kynslóð á heim- ilum þessum. Heimili foreldr- anna var Borghildi og systkin- um hennar góður skóli. Voru þær tvíburasystur frú Borghild- ur og frú Ásta Hermannsson. Bjart var í heimkynuum Ólafs Og Borghildar. Þar var gestrisni í hávegum höfð. Þar sá ég gleð- ina skína á vonar hýrri brá. Þar voru dyrnar opnar, er glæsi- mennið Ólafur og brosandi Borg hildur buðu vini velkomna. Ég geymi minningar um fögur vina- kynni, og þá sömu sögu geta margir sagt. Það mátti um Ólaf segja: „Áð- ur sat ítur með glöðum cfg orð- um vel skifti“. En það skal einn- Á vængjum heilbrigði Og glaðiyndis — þannig ættí dagur barnsins að byrja. Látio daginn byrja vel og árla með með hunangi er fljótvirk naerlng sem strax veitir krafta og þrek til leiks og starfa. f tm bðrn borða með bestu lyst og mestu inaegju. OULD KORN kjarnar úr Aillþroskuðu hveiti, glóðaðir, með ekta hunangi, Itökkir, ferskir og gómsætir. Kð er nú matur fyrir börn að byrja daginn með, og ig í minnum haft, að rausnar- heimili var stjórnað af dugmik- illi konu, er lífsgleðin prýddi. En á slíka staði ratar einnig sorgin. Ólafur var burtu kallað- ur á blómaskeiði ævinnar, öllum vinum hans harmdauði. Ég hefi átt gleðistundir hjá þeim hjónum, en ég hefi einnig um mörg ár séð kjark og hug- prýði þeirrar konu ,sem lét ekki hug sinn falla, en vann að heill barna sinna, enda er það gleði Borghildar, að börnin hennar fjögur eiga mannhylli vegna dugnaðar og dagfars. Oft hefi ég komið til Borghild- ar, og þá sérstaklega á þeim dög- um, er helgaðir voru minningum um Ólaf. Þá kom Borghildur æ- tið brosandi til dyra, og sagði: „Ég vissi, að þú mundir koma“. G .t er að koma inn á heimili Borghildar. Þar ríkir hin leiftr- andi gleði og þar er hinn hress- andi blær sannrar tryggðar. Leggur þar ilm af fögrum blóm- um og þar eru ljósin í ljósastiku, og hin tendruðu ljós lýsa þeim, sem nú halda hútíð rneð góðri vinkonu. Það er bjart fyrir augum, er ég hugsa um Borghildi og heim- ili hennar. Með þakklæti lít ég til liðnu daganna, og nú heilsa ég Borg- hildi á afmæli hennar, árnandi henni, börnum hennar og ást- vinum öllum sannra heilla. Bj. J. BLÓIUASKREVTIIMGAR og allskonar gjafavörur BLÓMABÚÐIN RUNNI Hrísateig 1 (gegnt Laugarneskirkju). Sími 34174. L I dönsk „INGRID MARIE“ fyrirliggjandi EGGERT KRISTJÁNSSOINí fi CO. H.F. Sími 1-14-00 HIJIM ER KOIMIIM! hamanm frá v-berlíiv Vélin sem allir hafa beðið eftir. Eina reiknivélin með 10 takka borði eins og á samlagningavél. Fleira sjálfvirkt en á nokkurri annari reiknivél af sömu stærð. Sérstakir kostir: Loftþétt hetta sem kemur í veg fyrir slit af völdum ryks. Tíu takka borð og sá möguleiki að hægt er að byrja að setja nýtt dæmi í vélina á meðan hún lýkur næsta dæmi á undan gera Hamann Automatic 500 að hraðvirkustu Hamann Automatic 500 hefir: aisjálfvirka margföldun alsjálfvirka deilingu sjálfvirka keðjumargföldun hraðvirka samlagningu og frádrátt sjálfvirka kommusetningu sjáifvirka fækkun aukastafa stafafjölda 9 x 8 x 16 geymsluverk til þess að geyma tölur til notkunar seinna í reikningunum. MÍIMIR H.F. Klapparstíg 26 — Sími 11872

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.