Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNET AÐlfj Þriðjudagur 13. des. 1960 Frá umræbum i Efri deild i gær: Ekki bótum ingu grundvöllur fyrir kjaro- af niðurfell- söluskatts Stefnt að lækkun aðflutningsgjalda strax og fært verður Á FUNDI Efri deildar í gær dag var haldið áfram að ræða frumvarp ríkisstjórnar- innar um að 8% söluskattur af innfluttum vörum skuli gilda áfram næsta ár. Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði haft frumvarpið til með- ferðar, en ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. Lagði meiri hluti hennar til, að frumvarpið yrði samþykkt, en andstæðing- ar stjórnarinnar voru því and- vígir. Ólafur Björnsson, prófessor,* tók fyrstur til máls við umræð- urnar í gær og lýsti afstöðu stuðn ingsmanna frumvarpsins. Hann rakti rök, sem að því hníga, að ekki sé fært að falla nú frá inn- heimtu skattsins, enda þótt Það væri æskilegt, m.a. sökum þess, hve aðflutningsgjöld eru orðin há. Það væri því miður ekki hægt, fyrr en betra ástand hefði skapast í efnahagsmálunum. Ef hægt væri að bæta hag almenn- ings með lagasetningu einni sam- an, eins og stjórnarandstæðingar létu í veðri vaka, væru í raim- inni engin efrahagsvandamál til. En málið væri ekki svo einfalt. Það hefði komið í ljós við fjár- lagaumræður, að yrði þessi skatt ur felldur niður, mundi að öðr óbreyttu verða verulegur halli á fjárlögum. Ekki hefðu stjórnar- andstæðingar treystst til að benda á aðra heppilegri leið en söluskattinn til að koma í veg fyrir slíkt. Af hálfu ríkisstjórnarinnar væri nú unnið að gaumgæfilegri athugun á möguleikum til að lækka aðflutningsgjöldin og mætti gera sér vonir um að af henni yrði jákvæður árangur. Á- stæðan til þess að meiri hluti nefndarinnar teldi að svo stöddu ekki annað fært en samþykkja frumvarp þetta væri sú, að enn væri ekki efnahagslegurgrund- völlur fyrir því, að sú lækkun aðflutningsgjalda, sem af niður- fellingu söluskattsins mundi leiða, gæti orðið almenningi til raunverulegra kjarabóta. Vék Ólafur Björnsson síðan að því, að Björn Jónsson hefði við 1. umr. málsins látið liggja að hótun um, að gripið yrði til verk falls og kaupgjaldshækkanir þannig knúðar fram, ef ríkis- stjórnin teldi sér ekki fært, að koma til móts við óskir laun- þegasamtakanna um niðurfell- ingu skattsins. Þessi boðskapur væri ekki nýr og hefðu launþeg- ar stundum hlýtt slíku kalli og fengið kaup sitt hækkað. En hver hefði árangurinn orðið. Nið urstaðan af athugunum Alþýðu- sambands íslands á því nýverið hefði verið sú, að þrátt fyrir kauphækkanir sl. 15 ára væri kaupmáttur launa óbreyttur síð- HLlN auglýsir Prjónavörur í fallegu úrvali, á gamla og nýja verðinu fyrir alla fjölskylduna. Gjörið svo vel að líta inn. an 1945. Því hefði stundum ver- ið haldið fram að afturhaldsöflin í landinu hefðu rænt launþegana aftur því, sem þeir hefðu áunnið. En í því sambandi væri vert að minnast verkfallsins 1955 og þess, sem þá fór á eftir. Vinstri stjórnin, sem Bj. Jónsson mundi eflaust kalla stjórn vinveitta verkalýðnum, hefði byrjað á því að setja bráðabirgðalög um skerð ingu vísitölunnar, síðan hefði komið „jólagjöfin" svokallaða, sem falið hefði í sér 150—200 n.illj. kr. álögur á almenning, vorið 1958 hefðu svo „bjargráð- in“ séð dagsins ljós og haft í för með sér 30% gengisfellingu. Varla mundi það þykja of mik- ið sagt, þótt haldið væri fram, að eftir þessar ráðstafanir hafi kauphækkanimar verið orðnar að engu. Samt hefði það verið skoðun aðstandenda vinstri stjórn arinnar og sérfræðinga hennar, að enn frekari aðgerða væri þörf. Og því hefði hún lagt fyrir næstsíðasta þing ASÍ gögn um að 8—14% skerðing kjara væri nauðsynleg. Þessar staðreyndir væri óneitanlega fróðlegt að bera saman við þær fullyrðingar kommúnista og framsóknar- manna nú, að ráðstafanir, sem fælu í sér 3—4% kjaraskerðingu, væru gersamlega óþarfar. Á sama hátt og ekki hefði verið efnahagslegur grundvöllur fyrir því að kauphækkanirnar árið 1955 gætu orðið raunhæfar kjara bætur — væri ástandið enn ekki svo gott að hægt væri að fella niður söluskattinn, svo að laun- þegar hefðu hag af. Um tvennt væri að velja, stöðvun atvinnu- veganna eða ráðstafanir er hefðu kjarasker$ingu í för með sér. Það væri alrangt, að með fram- lengingu söluskattsins væru lagð ar á nýjar álögur. Skatturinn hefði nú verið í gildi í tæpt ár og áhrif hans á verðlagið því komin fram að fullu. Að síðustu varpaði ræðumað- ur fram þeirri spurningu til Björns Jónssonar, hvaða trygg- ingu hann teldi fyrir því, að ekki færi nú á sömu le^ð og áður um kauphækkanir, sem hafast kynnu fram með verkfalli. Karl Kristjánsson, annar minni hlutamanna, talaði næstur og kvað „loforð hafa legið í loftinu“ um að söluskatturinn yrði ekki látinn standa lengur en til árs- loka 1960. Sjálfur hefði hann þó aldrei trúað að ríkisstjórnin muni vilja sjá af honum. Norski hagfræðingurinn Per Dragland hefði talið að afnám skattsins mundi fela í sér 3% sparnað fyr- ir vísitölufjölskyldu og bæri að hætta innheimtu hans strax og hægt væri. Það ætti því að gera nú. Með því að vilja ekki afnema skattinn, sannaði ríkisstjórnin, að hún væri komin út í fen með efnahagsmálin. Að gefnu tilefni sagðist KK lýsa því yfir, að hann teldi sér ekki bera nein skylda til að gera tillögur um, hvernig fylla mætti upp í það skarð, sem skapast mundi við niðurfellingu skatts- ins. Ástæðan væri sú, að sér hefðu ekki verið látnar í té nein ar upplýsingar um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál um. Björn Jónsson, hinn minni- hlutamaðurinn, kvaðst raunar við fyrri umræðu málsins hafa hrakið öll rök andstæðinga sinna, en þó væri ástæða til að árétta það nokkuð. Hann ræddi síðan einkum um breytingar þær á skattalögunum, sem gerðar voru á síðasta þingi og taldi þær hafa lagt þungar byrðar á lágtekju- menn. Nauðsynlegt væri að breyta um alla stefnu ríkisstjórn- arinnar. Þrátt fyrir allt væri þó að sínu áliti ekki svo illa komið, að ríkisstjórnin gæti ekki, ef hún bara vildi, afnumið söluskattinn. Ekki sagðist Bj. Jónsson hafa viljað hvetja til verkfalla, en í sambandi við fyrirspurn Ólafs Bjömssonar prófessors kvað hann það vera skoðun sína, að aldrei gæti fengist nein trygg- ing fyrir því að kauphækkanir launþega yrðu ekki að engu. Frekast mætti þó komast hjá slíku með því að hafa við völd í landinu ríkisstjóm, sem tryggði að aukningu framleiðslunnar væri nægilega ör og skipting þjóðarteknanna sanngjörn. Eggert Þorsteinsson kvaðst gjarnan hafa viljað stuðla að af- námi söluskattsins. Hins vegar lægju fyrir vissar staðreyndir, sem honum — og þá líka stjórn- arandstæðingum — bæri að taka tillit til. Væri þar þyngst á met- unum, að ríkissjóður gæti ekki verið án þeirra 168 millj. króna, sem áætlað væri að skatturinn mundi nema í heild. Meðan ekki væri hægt að benda á aðrar á- kjósanlegri leiðir til tekjuöflun- ar, væri ekki hægt að krefjast niðurfellingar skattsins. Þar þyrfti meira aö koma til en kröfu gerðin ein. Jón Þorsteinsson sagði, að miklu máli skipti, til hvers tekj- um af skattinum væri varið. Um 71 millj. króna af honum rynni til sveitarfélaganna og leiddi þar til lækkaðra útsvara. Þá væri með honum greiddar bætur al- mannatrygginganna, sem ekki mætti fella niður. Deildi Jón Þorst. fast á Framsóknarmenn og kommúnista fyrir ábyrgðar- lausa og tækifærissinnaða af- stöðu í efnahagsmálunum, ekki hvað sízt að því er skatta og kaupgjald áhrærði. Þeir hefðu á þingi ASÍ beitt sér fyrir kröfum um 30% kjarabætur — en gerðu ekki minnstu grein fyrir, hvern ig slíkt mætti nást. Umræðunni var frestað. Vetrarhjálp í Keflavíé r IX FYRIR forgöngu bæjarstjórnar í Keflavík hefur verið stofnað til Vetrarhjálpar, með svipuðu sniði og gerist í öðrum bæjum. Vetrarhjálpin verður miðlun eða tengiliður á milli þeirra, sem vilja réttb hjálparhönd, þeim sem miður mega. Það hefur oft verið vandkvæðum bundið fyrir þá sem gjarnan vildu rétta hjálparhönd, að vita hvar hjálp- ar er þörf og svo að koma fram- lögum sínum til þeirra sem þurf- andi eru. Vetrarhjálpin verður þarna stofnun, sem kunnugt er um, hvar þörf er hjálpar og kem ur framlögum bæjarbúa á rétta staði. Framlag Vetrarhjálparinnar verður bæði til glaðnings og til. að bæta úr brýnni þörf, sem ekki eingöngu miðast við komandi há- tíðisdaga. Föt og aðrar nauðþurft ir barna er sérlega vel þegið og þakkað. Frh. á bls. 23 Karifas Þórðardóffir Minningarorð H Ú N Kaja í Birtingaholti er dáin. — Þannig hefur hún jafn- an verið nefnd af kunningjun- um undanfarna hálfa öld, en fullu nafni hét hún: Karítas Sesselja Þórðardóttir. Hún and- aðist í Birtingaholti sl. sunnu- dagskvöld, eftir erfiða sjúkdóms legu síðustu vikurnar. Annars var hún alla sína löngu ævi óvenjulega heilsuhraust, enda karlmanns ígildi til átaka og ýmissa verka fram eftir æv- inni. Svo löng var orðin ævi þess- arar smávöxnu stúlku, að hún kom nærri fertug að Birtinga- holti, þegar sr. Magnús Helga- son lét af prestskap til þess að taka að sér stjórn fyrsta kenn- araskólans á Islandi, er hann var stofnaður fyrir meira en hálfri öld! (1905?) Kaja kom ung í fóstur að ALFOL ALUMINIUM - QNAIIIGKBM fyrirliggjandi EGILL ÁRIMASOIM Klapparstíg 26 — Sími 1-43-10 Breiðabólsstað á Skógarströnd, til hjónanna sf. Magnúsar Helga sonar og frú Steinunnar Skúla- dóttur á fyrstu prestskaparár- um sr. Magnúsar þar. Kunni Kaja svo vel að meta uppfóst- ur þeirra ágætu hjóna og um- önnun alla, að annað eins dá- læti hefi ég aldrei þekkt og hún hafði á hjónunum þeim og var sagt, að hún tilbæði fóstra sinn sr. Magnús alla tíð, sem alveg óviðjafnanlega per- sónu. Töldu þau hjón það mikið lán fyrir Karítas, þótt fulltíða væri, að geta komizt að Birt- ingaholti, til systur og bróður Torfastaðahjónanna. Þar vann hún þeim svo með sömu trú- mennsku og fósturforeldrunum alla þeirra búskapartíð á enda, á 4. tug ára. Síðan hefur hún í ellinni verið skjólstæðingur yngsta-sonar þeirra hjóna, Sig- urðar og hans ágætu fconu, Sig- ríðar Sigurfinnsdóttur, sem annaðist hana með sérstakri alúð ásamt börnum sínum nú í banalegunni, eftir að hafa flutt hana í svefnherbergi þeirra hjóna til þess að geta látið fara sem bezt um hana, en nú hefur dauðinn loks miskunnað sig yfir þessa útslitnu konu á henn- ar 93. aldursári. Var hún jarðsungin að Hrepp- hólum. Þótt Karítas kæmi fullorðin að Birtingaholti, er hún síðan búin að gæla við og hampa upp vaxandi börnum þriggja kyn- slóða, sem öll sameinast nú í þakklátri bæn, um að hún megi nú hljóta þær viðtökur á land- inu eilífa, sem hún hefur til unnið, með trúmennsku sinni og barngæzku, hjá vinunum mörgu, sem á undan eru gengn- ir. — — Eitl af elztu börnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.