Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. des. 1960 SPARID og baupift [DiGLISH ELECTRIC Sjálfvirku þvottavélarnar og þurrkar- arnir eru ENGLISH ELECTRIC sem byggð eru eftir amerískum sérleyfum. Berið saman verð á English Eleetric og öðrum gerðum og komist að raun um að þér sparið yður allt að kr. 8.500,00 per samstæðu. English Electric Liberator Þvottavél kr. 15.903,75 Gerið kaupin þar sem verðin eru hagstæðust! Hagkvæmir greiðsluskiimálar. kr. 8.508,35. Reykjavíkurmeistarar Fram (Myndirnar tók Sv. Þormóðsson) Fram vann í karlaflokki - KR í meistarafl. kvenna Langavegi 178, Reykjavík. Hrærivéiar Ný sending af þessum góðkunnu hrærivélum er komin Auk hakkavélar fylgja tvær skálar úr riðfríu stáli. Heistu kostir DORMEYER hrærivélanna eru: Gangvissar — Endingargóðar Smekklegar í útliti Auðvelt að halda þeim hreinum ,,Eilífðar“ skálar — Verð mjög hagstætt. Eeildsölubirgðir : Ólafur Gíslason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 LIÐIÐ sem kom upp úr 2. deild á íslandsmótinu í vor hreppti titilinn Reykjavíkur- meistari í handknattleik. í úrslitaleik í fyrrakvöld sigr- aði Fram lið KR með 9 mörk um gegn 8 og varð því eitt liða taplaust í mótinu. Hlaut Fram að launum forkunnar- fagran bikar, farandgrip, sem gefinn er af Almennum tryggingum. Úrslitaleikur Fram og ÍR var eins spennandi og leikur getur orðið. Yfirleitt stóðu lið in jöí'n eða munaði einu marki. Fyrst hafði ÍR frum- kvæðið en Fram tókst alltaf að jafna, en síðan náði Fram 2 marka forskoti. Það tókst ÍR að vinna upp og 4 sinnum í síðari hálfleik stóðu leikar jafnir. Á síðustu mínútu tryggði Fram sigur sinn með marki skoruöu úr vítakasti. ★ Sigurvegarar Við mótslok afhenti form. ÍBR Gíslj Halldórsson verðlaun. Sigurvegarar urðu þessi: M.fl. kvenna KR 1 11. kvenna KR 2. fl. kvenna A Víkingur 2. fl. kvenna B Víkingur 1. fl. karla ÍR ^ 2. fl. karla A Ármann 2. fl. karla B Fram 3. fl. karla A Valur 3. fl. karla B Valur ★ Undanleikir Leikirnir í fyrrakvöld voru þrír. Fyrst léku KR og Ármann í kvennaflokki. Leikurinn bar þess nokkur merki að hann hafði engin áhrif á úrslit mótsins — KR hafði fyrirfram tryggt sér sigur. Hafði KR alltaf frum- kvæði leiksins bæði um samleik og mörk utan það að rétt fyrir lok fyrri hálfleikl tókst Ármanni að jafna og stóð 3—3 í hléi. í síð- ari hálfleik skoruðu KR-stúlk- Gólfslípunln Barmanlið 33. — Sínii 13657. Sigurður Olason Hæstarcttarlöigmaður Þorvaldur Lúðvíksson HéraHsdómslögniaSur Málflutningsskrifstofa Auslurstræti 14. Sími 155-35 urnar tvö mörk gegn engu og unnu mótið án þess að tapa leik. Þá kepptu Ármann og Þróttur í m.fl. karla. Sá leikur var ósköp tilþrifalítill og tilviljanir réðu meira um gang hans en upp María Guðmundsdóttir fyrir liði KR tekur við meistara- verðlaunum af form. IBR. — byggt spil. Með góðum loka- spretti tókst Ármanni að sigra með 14 mörkum gegn 11. ★ Úrslitaleikurinn Það var nokkur taugaspenna í báðum liðum er úrslitaleikurinn milli Fram og ÍR hófst. Það var lítill hraði í leiknum í upphafi, hvorugt liðið vildi tefla á nokkra tvísýnu. Gunnlaugur skoraði fyrsta markið en Ágúst jafnaði. Hermann náði aftur forystu fyrir ÍR en er 5 min. voru af leik jafn- aði Ingólfur úr vítakasti. Úr víti 2 mín. siðar skorar Gunnlaugur fyrir ÍR en Ágúst fær jafnað fyr- ir Fram. Dálítil heppni því varn- armaður ÍR breyttj stefnu knatt- arins í markhornið. Og nú tók Fram forystuna. Ágúst skoraði aftur og er 10 mín. voru af leik bætti Sig. Einarsson 5. marki Fram við. Er 13 mín. voru af leik hafði ÍR jafnað, Gunnlaugur skoraði úr víti og Matthías Ásgeirsson skor aði glæsilegt mark. En rétt fyrir lok hálfleiks tók Ingólfur foryst- una fyrir Fram (úr vítakasti). Á fystu rpín. síðari hálfleiks jafna ÍR-ingar (Gunnlaugur) og taka énn forystu (einnig Gunn- laugur). Spennan í leiknum varð gífurleg. Ingólfur nær að jafna fyrir Fram og Hilmar skorar 8. markið. ÍR-ingum tekst að jafna er 3 mín. eru til leiksloka (Her- mann) og hófst nú mikið og hart stríð. Fram nægði jafntefli og undu ÍR-ingar illa hægagangi og töfum, Framara. Þustu þeir fram maður gegn manni, en öryggi þeirra í þeirri leikaðferð var ekki mikið og lyktaði með því að Fram fékk vítakast sem nægði til sigurmarksins. ★ Mismunandi aðferð Leikaðferð ÍR-inga var skemmtilegri en Fram. Þeir reyndu á skemmtilegan hátt oft að tengja línuspil og lang- skot. Tefldu þeir oft á tvísýnu í þeim efnum gagnstætt því sem Fram gerði. Það byggði allt á traustri vörn og síðan hægum leik, stundum leiðin- legum og án takmarks, unz veiian opnaðist í ÍR-vörninni, oftar fyrir öryggisleysi ÍR- varnarinnar en i'yrir góðan leik Fram. Bezti maður vallarins var Gunnlaugur Hjálmarsson og er kannski bezti handknattleiksmað ur lanjlsins í dag. — A. St. Aðalfundur í skíða skálanum SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur hyggst nú taka upp þá nýbreytni að halda aðalfund sinn í sínu eigin skíðaheimili, Skíðaskálan- um í Hveradölum, og verður væntanlega þannig eftirleiðis. Samkvæmt fundarboði í blöð- um og útvarpi verður fundurinn að kvöldi 13. desember og verður farið frá BSR kl. 19:30 í boði fé. lagsins. Að aðalfundi loknum verður sýnd skemmtileg norsk skíða- kvikmynd og síðan verður sam- eiginleg kaffidrykkja í tilefni 25 ára vígsluafmælis skíðaskálans, sem var 15. sept- ember s.l., býður félagið þangað nokkrum eldri forystumönnum félagsins og skíðaíþróttarinnar. Skíðaferð verður á sama tíma og verður brekkan upplýst og skíðalyftan í gangi, ef snjór verður nægur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.