Morgunblaðið - 13.12.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.12.1960, Qupperneq 13
Þriðjudagur 13. des. 1960 MORGUNVLAÐIÐ 13 um hæfileikum og grózku. Tvö megineinkenni þessara málverka eru þróttur og næstum furðulegt ímyndunarafl. Að sjálfsögðu er þrótturinn ekki óvæntur frá þessu furðulega eylandi ísa og Greinarhöfundur ræðir við ungverska listfræðinginn dr. C. L. Fabri, sem kunnur er fyrir bækur sínar um indverska list. Hann er listdómari dagblaðsins „The Statesman" i Dehli. Sigurður A. iViagnússon: íslenzk list í Indiandi ÞAÐ var mikið um að vera í sem hafa komið mér á óvart með ur Indian Council for Cultural Azad Bhavan, aðalstöðvum Indi- j þekkingu sinni á íslenzkum fornj Relations fyrir að sýna þrjátíu an Council for Cultural Relati- bókmenntum. Þessir menn hafa I einstaklega velprentaðar eftir- ons, síðustu vikuna í nóvember. Hin nýja og glæsilega bygging hafði verið vígð með miklu til- standi 11. nóvember að við- stöddum helztu leiðtogum Ind- verja. Forseti Indlands, Rajendra Prasad, og forsætisráðherrann; Jawharlal Nehru, höfðu haldið ræður og lagt ríka áherzlu á mikilvægi aukinna menningar- tengsla þjóða á milli. Þeir höfðu báðir minnzt hins ástsæla menntamálaráðherra, Maulana Azads, sem féll frá fyrir tveim árum. Maulana Azad átti frum- kvæðið að stofnun Indian Counc il for Cultural Relations, og að- alstöðvarnar bera nafn hans, Azad Bhavan: Azad-hús. Og nú viku eftir vígsluna var fyrsta opinbera sýningin haldin í hinum fögru salarkynnum Az- ad Bhavan. Auðvitað var það tilviljun að þessi fyrsta sýning var íslenzk, en óneitanlega var sú tilviljun skemmtileg. í fyrsta sinn í sögunni var myndlist frá hinu fjarlæga eylandi í norðri sýnd opinberlega á þessum suð- lægu breiddargráðum, í öðru fjölmennasta ríki heimsins. eldfjalla, hrjúfra kletta og rop- andi hvera, sólbjartra sumar-| nátta og náttsvartra vetrardaga. Og ímyndunarafl málara eins og t. d. Jóhannesar Kjarvals, sem| er stórkostlegur málari, kastar okkur aftur í furðuheim Edd-! unnar, heim Þórs og Freyju og Sigurðar Fáfnisbana, og hina margslungnu veröld ragnaraka. j í síðustu verkum sínum er Jó- hannes Kjarval meistari fu'tl- komins frumleika og sýmbólism- inn í myndum hans býr yfir dýpt sem jafnast á við ótrúlega hæfileika hans í myndbyggingu. I Á sýningunni verður vart áhrifa frá þýzkum expressjónistum og frá Cézanne, en það mikilvæg- asta er, að ekkert, ekki eitt ein- asta málverk er eftiröpun eða annars flokks listaverk. Elztu myndimar frá upphafi aldarinn- ar minna rétt aðeins -á Böcklin og kanadiska málara, eh á síð- ustu tuttugu árum hafa íslenzk- ir málarar skapað sinn eigm ex- presssjónisma með ljómandi iita- skyni; jafnvel í afstrakt .nynd- unum leiðir þessi litaþörf til h'st- sköpunar sem er í senn frumleg og full af verðleikum. Þetta er mjög óvenjuleg og vrðmæt sýn- ing. Enginn sem hefur áhuga á góðri myndist ætti að láta hjá líða að skoða hana“. Listdómari Hindustan Times segir m. a.: „Hinar ágætu prent- anir íslenzkra málverka, sem nú Listaverkin á sýningunni voru að vísu ekki frumverk, heldur þær 30 málverkaprentanir sem Helgafell hefur látið gera á undanförnum árum, en allir sem ég átti tal við í Delhi fyrstu daga sýningarinnar luku upp einum munni um ágæti þessara eftir- mynda. Allmargir fóru að dæmí Tómasar og þukluðu á myndun- um áður en þeir létu sannfær- ast um að þær væru eftirmynd- ir! Sýningin var opnuð laugar- daginn 19. nóvember að við- stöddu fjölmenni. Meðal gest- anna voru starfsmenn ýmissa er- lendra sendiráða í borginni. Það var dr. N. K. Sidhanta, rektor háskólans í Delhi, sem hélt opn- unarræðuna. Lét hann í ljós á- nægju yfir því að Indverjar ættu þess nú kost í fyrsta sinn að kynnast nútímalist íslend- inga. Hann kvaðst sjálfur vera mikill aðdáandi íslenzkra mið- aldabókmennta, og væri sér því sérstakt gleðiefni að kynnast einni grein íslenzkrar listar á líð andi stund. Listaverkin á sýn- ingunni bæru vitni miklum þrótti og frumlegri skynjun á umhverfinu, þau vektu manni löngun til að kynnast þessu fjarlæga eylandi nánar. Dr. Sidhanta er einn þeirra mörgu indversku menntamanna Frá sýningunni í Nýju Dehli. — Verk Kjarvals hanga á bakveggnum. flestir lagt stund á enskar bók- menntir við brezka háskóla og með því móti komizt í snertingu við bókmenntir íslendinga. Það er ekki lengra síðan en í gær- kvöldi að ég hitti kunnan rit- höfund á förnum vegi í Cal- cutta: hann var á hraðri ferð en gaf sér samt tíma til að fara með upphafshendingarnar úr Þrymskviðu á íslenzku! Ummæli gagnrýnenda Fyrir sýninguna í Delhi hafði verið prentaður lítill mynd- skreyttur bæklingur, þar sem ég gerði í mjög stuttu máli grein fyrir þróun íslenzkrar myndlist- ar á þessari öld og rakti helztu æviatriði þeirra sextán lista- manna sem verk eiga á sýning- unni. Gagnrýnendur allra helztu dag blaða og listatímarita í Delhi voru viðstaddir opnunina, og birtust dómar dagblaðanna sirax daginn eftir. Voru þeir allir mjög lofsamlegir, þó mat þeirra sumra á einstökum listaverkum kunni að koma íslendingum ein- kennilega fyrir sjónir. Ég birti hér glefsur úr fjórum dómum. Listdómari The Statesman (ungverski listfræðingurinn dr. C. L. Fabri) segir m. a.: „Ég vissi ekkert um nútímamyndlist á íslandi, og ég er mjög þakkiát- myndir íslenzkra listaverka; eitt þeirra er höggmynd .... Þetta er fagurt úrval, hver mynd vekur athygli og hefur ótviræða verðleika, og gefi þetta úrval rétta mynd af íslenzkri nútíma- list .... þá ber það vitni mikl- eru til sýnis í Azad Bhavan á vegum Indian Council for Cult- ural Relations, sanna þau um- mæli Sigurðar A. Magnússonar í sýningarskránni, að „málara- listin er tiltölulega ungt listform á íslandi". Flest verkanna má flokka með meiri eða minni ná- kvæmni undir list síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. ald- ar. En ekki eitt einasta þessara verka verður gagnrýnt fyrir máttleysi eða veikgeðja mýkt eða kæruleysi. Hlutirnir á mynd fletinum eru yfirleitt efnismiklir og þungir í sér. Léttleiki, sem er annað en kæruleysi, verður kannski að- eins fundinn í verkum Jóhann- esar Kjarvals, sem er rómantísk- ur málari. Hann á flest verk á sýningunni, alls sjö talsins, og í þeirri dálítið furðulegu mynd sem kölluð er „íslands er það lag“. Áhrifaríkast allra 30 lista- verkanna er sennilega „Vífilfell úr Kópavogi" eftir Jón Engil- berts. Þunnar hvítar iínur drjúpa niður yfir þykka iita- massa eins og snjór drýpur nið- ur gjárbarma, og myndin í heild snýst um gula sígandi sól. Málverkaprentanirnar munu nú vera í eigu Indian Council for Cultural Relations og verða síðar sýndar í Bombay, Calcutta og Madras“. Gagnrýnandi The Times of India segir m. a.: „Fyrir okkur er ísland eitthvað í ætt við Xan- uda eða Shangrilla — við vit- um hreinlega ekkert um það. — Við tökum þvi tveim höndum sýningu á íslenzkum málverka- prentunum sem opnuð var af dr. N. K. Sidhanta í Azad Bha- van á laugardagskvöldið. Fyrst af öllu verðskulda sjálfar prent anirnar hrós. Ágæti þeirra vek- ur aðdáun. Þá ber einnig að þakka íslenzka rithöfundinum Sigurði A. Magnússyni, sem gert hefur sýninguna mögulega. Úr- valið er einstaklega gott og birt ir okkur verk 16 listamanna, sem eru sundurleitir í tækni og stíl. Af þessum 30 verkum er auðsætt að myndlistin í hinu litla ey- landi er tiltölulega þróttmikil. Verkin, sem mest ber á, eru gædd þeim eiginleikum karl- mannlegrar einbeitni sem eru sérkenni norrænnar listar. Beztu dæmin eru landlagsmyndir Þór- arins Þorlákssonar, Ásgríms Jóns sonar, Jóns Stefánssonar, Jóns Engilberts og Jóhannesar Kjar- vals. Þetta eru málarar sem hafa verið innblásnir af’ stórfengleik náttúrunnar umhverfis þá og af yfirskilvitlegu andrúmslofti him ins og jarðar í margbreytilegu ljósi íslenzku árstíðanna. Kjar- val býr yfir talsverðri lýrískri dulúð. Hann sér anda og verur í steinum, lækjum og trjám og hann magnar þessar sýnir fram á léreftið. Auk hinna sérkenni- legu landslagsmynda og „furðu- mynda“ eru á sýningunni nokkr ar kyrralífsmyndir og myndir úr daglegu lífi. Af kyrralífsmynd- unum er „Blóm“ Ásgríms bezt. Af málverkum úr daglegu lífi er „Matarhlé" Gunnlaugs Schev ing hugnæmast. Þá eru nokkur afstrakt verk. Bezt þeirra er verk Nínu Tryggvadóttur. Ljósmynd- in af höggmynd Asmundar Framh á bls 23 Fra syningunm í Nyju Dehli. I baksyn myndir Jon Stefanssonar og Asgríms Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.