Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 20
20 MORCr\BlAÐIÐ Þriðjudagur 13. des. 1960 ið mitt er dálítið óaðgengilegt sökum fjarlægðar og hún á ann ríkt. Eg vil, að hún sé óháð og lifi sínu eigin lífi, og vil ekki leggja á hana neinar hömlur. XV. Þegar ég kom .þjótandi í kvik- myndaverið hjá Universal, morg uninn eftir, voru jþar sama komnir Walter Wagner, Arthur Lubin leikstjóri og þrír aðalleik- arar — John Lodex, hár og snyrtilegur, Jon Hall, sem bar með sér mikla útiveru og Ro- bert Stack, strákalegur og aðlað- andi. Arnardeildin, fyrsta myndin mín, var um ameríska flugmenn, sem gerðust sjálfboðaliðar í berzka flughernum, áður en Bandaríkin fóru í ófriðinn. Eg lék brezka hefðarmey, sem gerð ist sjálfboðaliði í hjálparsveit kvenna og varð ástfangin af Bobby Stack, sem var einn af amerísku flugmönnunum. Eg varð þess brátt vör, að ég var engin ógnar persóna. Andlits málaramir stundu yfir andlit- inu á mér. Tennurnar í mér voru skakkar; það varð að setja hlíf ar á þær. Ennið á mér var of lágt hakan of stór, munnurinn of lítill og nefið á mér — já, hugsa sér, að dóttir Johns Barry more hafði engan vangasvip! Eg sat í stólnum í klukkutíma með an veriö var að lappa upp á mig, þá gekk ég undir skoðun hjá Stanley Cortez, ljósmynd- aranum, sem þá hafði nýskeð hlotið almennt hrós kunnáttu- manna, fyrir ljósmyndun sína á Kane Borgara eftir Orson Welles. Cortez lét mig snúa mér til hægri og vinstri í sífellu. — Ein kennilegt andlit, sagði hann loks ins. Önnur hliðin er eins og al- veg óskyld hinni. Hvor haldið þér sjálf, að sé betri? Hc.nn dró ofurlítið úr spurningunni með því að brosa. Mér var ekki skemmt. Eg svar aði kuldalega, að það vissi ég ekki, en í New York hefði ég myndazt algjörlega vandræða- laust. Andlitið á mér hefði þótt nógu gott á forsíðuna á LIFE, ekki alls fyrir löngu. Og svo bætti ég við með nokkrum þjósti: — Mér er sagt, hr. Cortez, að þér leggið mest upp úr áhrifum af myndum yðar, og þá væri sjálfsagt bezt að mynda mig í myrkri, skilst mér. Cortez horfði á mig stundar- korn. Hverju hann kynni að hafa svarað, veit ég ekki, því að rétt í þessu kom hr. Wagner til okk ar og spurði: — Hvernig kemur hún út? Cortez var stutur í spuna. — Einkennilegt andlit, Walter, en 4g veit bara ekki, hvað ég á að gera við það. Wanger skríkti. — Eg var nú ekki að kaupa neitt kisuandlit, heldur leikkonu. Eg veit, að hún er ekki falleg . . . Eg hlustaði og varð hrifin, gegn vilja mínum. Þeir voru að tala um mig, eins og ég væri hvergi nærri. En svo fór, að það tók Cortez heila viku að finna rétta sjónhornið, sem gerði mig sæmilega útlits. Andlitið á mér skorti algjörlega þetta samræmi, sem þá var heimtað af smástjörfl unum í Hollywood. Mér fannst erfitt að leika fyr- ir framan myndavélina — ég saknaði áhorfendanna. Stundum beið ég með að segja eina setn- ingu í þrjá klukkutíma áður en Cortez var ánægður með ljósin. Fyrsta ' ástaratriðið með Bobby Stack fór fram um nótt á upp- fyllingu við Temsá. Cortez þus- aði og ég var orðin að eintóm- um taugum. Loksins tókum við Bobby stöður okkar, hölluðum okkur fram yfir brúnina og horfðum dreymandi í vatnið. Eg átti að segja: „Ó, elskan mín!“ og hníga í arma hans og kyssa hann í fyrsta sinn. Við horfðum í vatnið. Þrjár myndavélar gláptu á móti okk- ur. Lubin kallaði: — Skjóttu! Eitthvað suðaði, og rautt ljós blossaði upp og svo fór vélin í miðjunni alveg óvænt að stíga upp til okkar, eins og ófreskju- auga, sem kom nær og nær. Eg starði á það, alveg mátt- laus, og kom engu orði upp. —. Stopp! kallaði Lubin. — Hvað er þetta, ungfrú Barry- more? — Eg get ekki talað. Þessi ófreskja.... Hann hló. — Gleymið þér alveg myndavélinni; hún er vin- ur yðar. Ef þér gerið vitleysur á leiksviði, verður ekki úr því bætt, en hér er hægt að bæta úr þeim. Bara fara sér rólega. Við skulum reyna aftur. En það þurfti að taka þetta einum sex sinnum áður en það varð nothæft. En eftir því sem stundir liðu fram, fékk ég meira vald yfir sjálfri mér. Við unnum að þessari mynd í þrettán vik- ur, og þó að allir væru góðir við mig, þá held -ég enginn hafi vit- að nema John Loder, hvað ég varð að þola. Hann hafði sjálfur byrjað í leikhúsi og vissi, hvað það var að venjast myndavél- inni. Hinir voru uppaldir við kvikmyndir. Samt var ég hrifin. Eg gat þó aldrei vanizt því að verða að vakna í myrkri á morgnana í kaldri kolunni og aka eftir löng um tómum götunum til vinnu minnar. Eg flutti í ágúst í ágæta ibúð, sem Louis Shurr fann handa mér í Grosvernor House, þar sem hann leigði sjálfur. Þarna voru ljósbrúnir veggir og gólf- teppi, geysistór dagstofa og lítið eldhús — fyrir tvö húndruð dali á mánuði! Eg var yfir mig hrif- in. Loksins hafði ég íbúð út af fyrir mig. Nú borgaði ég reikn- ingana mína í stað þess að láta Harry Tweed gera það. Eg pant- aði matinn, en lét ekki ráðskon- una gera það. Nágrannar mínir handan við ganginn voru Gloria Vanderbilt og Pat Chico, maður- inn hennar. Moka, hvolpurinn minn, komst brátt í, kunnings- skap við hundana þeirra tvo, enda þótt ég hefði lítil kynni af Gloriu. Pabbi var fyrsti matar- gesturinn minn. George ók hon- um til mín og eins og vant var, hafði Georg slétta skjalamöppu undir hendinni, en í henni var vermút, sem hann hafði áður þynnt með vatni, og skildi svo eftir við stól pabba. Svo laut pabbi öðru hverju til hliðar, fór með höndina í möppuna og fyllti glasið sitt, en ekki snerti hann við matnum, sem fyrir framan hann var. — Mat, Treepee! Eg snerti ekki mat nema sjaldan. Þetta — hann leit hugsandi á vermútinn — er nægileg næring fyrir mig. Eg vissi það ekki þá, að fólk, sem drekkur nokkuð að marki, borðar litið. Þegar fyrsta vikan mín þarna var liðin, var ég farin að venj- ast öllu nokkumveginn. Þvert ofan í fyrirskipanir mömmu, flutti ég dálítið af fatnaði út til pabba og var þar svo nokkrar nætur á viku hverri. Honum þótti svo vænt um það, og frá minni hendi var það ekki nema greiði. Þetta ljóta, sem mamma hafði spáð, var hvergi að sjá. Pabbi kom fram einu sinni á viku í þættinum hjá Rudy Vallee, og það þoldi hann sæmi- lega. Eg skrifaði hrifningarfull bréf, bæði mömmu og svo Bram. Eg lærði á bíl og eignaðist minn fyrsta, sem var glannalegur Darien Packard; keypti hann af Preston Foster, leikaranum, og ég heimsótti Dolores Costello, sem var vingjarnleg og hæglát, og var nú gift lækni. Eg hitti hálfsystkini mín, systurina Dee- dee — sem var eins og eftir- mynd móður sinnar, nema ljós- hærð, og hálfbróður minn, John yngra, sem var tíu ára gamall óþægðarsnáði; og svo fór ég að taka þátt í Hollywood-sam- kvæmunum, sem ég hafði alltaf verið að lesa um. ★ Fyrsta samkvæðið var, eins og vera bar, sjálfri mér til heiðurs, og það hélt Walter, til þess að sýna mig. — Það er dásamlegt, sagði ég. — Þá getur pabbi kom ið með mér. Mikið verður hann hreykinn! Walter varð hálf-vandræðaleg ur á svipinn. — Eg er hræddur um, að við getum ekki boðið pabba þínum, Diana, sagði hann. — Hann verður vanalega.... ja, hvað á ég að segja.... óþægi- legur.... Eg vona, að þú skiljir það. Þetta var í fyrsta sinn sem ég komst að því, að pabbi væri ekki allsstaðar velkominn. Eg hafði heyrt, að hann hagaði sér illa, þegar hann væri drukkinn, og sennilega varð hann það í samkvæmum. En eg reyndi að taka þessu létt. — Vitanlega, Walter, ég skil. En hann varaði Skáldið og nramma litla Húsið hennar Stínu frænku er Gólfið í þvottahúsinu er til dæmis .... svo að það sjást aldrei nein miklu fallegra og stærra en okkar svart ...... óhreinindi á því. hús. Svo er það líka svo fínt..... L a r L ú ð EVE / WHAT ARI t'M SAVING T THINK THE WHOLE THING'S SILLV, VIVIAN. UTTERLY SILLV/ MAVBE TO YOU, VIVIAN, BUT NOT TO ME * _ EVE, WHAT COULP HAVE COME On/ER VOU THAT VOU WOULD IGNORE MV WISHES...VOU KNOW HOW MUCH THE DANCE MEANS V. TO US f ,---rf VOU SAYING/ ! Eva, ég skil ekki hvað hef-[ veizt hvað dansleikurinn er okk-1 — Ef til viH bár Vivian, en [ — Evaj Hvað ertu að segja?! ur komið yfír þig að þú skulir ur x«úkih virði! ekki mér! | — Eg á við að mér þykir þetta hundsa svona óskir minar ... Þú| 1 allt mjög heimskulegt Vivian! mig annars við þér líka. Hann sagði: — Varaðu þig á honum ar fyrir hr. Selznick? aðarseggur. Walter létti sýnilega og hann hló. — Eg ætla að biðja David Selznick að fara með þér, sagði hann. — Þú varst hvort sem er næstum farin að vinna hjá hon- um. Ég fór svo, en auðvitað þurfti Mademoiselle að hafa uppi mót- mæli og hneykslast. Það var einmitt vegna slíks sem þessa, að mamma hefði sent hana með mér. Eg þaut upp. — Nei, Bolla mín, nú skulum við tala eins og manneskjur með einhverja vit- glóru. Ef þú ferð, verðurðu að sitja allan tímann úti í homi. Eg þoli ekki að sjá þig þannig lítillækkaða. Svo heldurðu von- andi ekki, að ég þarfnist vernd- ar fyrir hr. Selznick? Bolla varð að láta í litla pok- ann. Selznick kom í risavöxnum Cadillac, stór, snaggaralegur maður með strákabros. — Jæja, sagði hann, kátur í bragði. —• Þarna hefur þér tekizt að kom- ast hingað þó ekki væri það sem Scarlett. Joan Bennett, kona Walters, SHtltvarpiö Þriðjudagur 13. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G, Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson cand. mag.) 20.05 Erindi: Um Bertel Gunnlögsen (Birgir Kjaran alþingismaður). 20.30 Tónleikar: Roma, — balletttón- list eftir Bizet. Hljómsveit Borg- arballettsins í New York leikur. Leon Barzin stjórnar. 20.55 Upplestur og einsöngur: Bassa- söngvarinn Fjodor Sjaljapin syng ur, og Guðmundur Jónsson les úr endurminningum hans. 21.25 Hugleiðingar: „Hér fljúga engin fiðrildi (Einar Pálsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 A vettvangi dómsmála (Hákon 22.30 Tónleikar: Kór og hljómsveit Guðmundsson hæstaréttarritari). Rauða hersins leikur og syngur. Alexandrov stjórnar. 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleíkar. — 9.10 Veðurfregnir. 12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Jólin koma" eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur; I. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.40 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikritið: „ Anna Kar- enina" eftir Leo Tolstoj og Oldri eld Box; VII. kafli. Þýðandi As- laug Arnadóttir. Leikstj.: Lárus Pálsson. Leikendur: Herdís Þor- valdsdóttir, Jón Sigurbjörnsson. Erlingur Gíslason, Rúrik Har- aldsson, Helga Valtýsdóttir, Ævar R. Kvaran, Þorsteinn ö. Stephen sen, Kristín Anna Þórarinsdótt- ir, Erlingur Gíslason, Valdimar Helgason, Arndís Björnsdóttir, Haraldur Björnsson, Guðrún Stephensen, o. fl. 20.30 Tónleikar: Marcel Wittrisch syng ur lög úr óperettum. 20.50 Erindi: A náttúrulækningahæli i Þýzkalandi (Björn L. Jónsson læknir). 21.15 Píanótónleikar: Polonaise-Fanta- sie nr. 7 í As-dúr op. 61 eftir Chopin (Arthur Rubinstein leik- ur). 2 21.30 Utvarpssagan: „Læxnlrinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; XXI, (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla": Ur ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda Hrauni í öxnadal ,eftir Guðm, L. Friðfinnsson; VIII. (Höf. les), 22.30 Harmonikuþáttur, sem Högni Jónsson og Henry J sjá um. 23.00 Dagskrárlok. 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.