Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 15
Þriðiudaeur 13. des. 1960 mnnrrj\nr 4fílÐ 15 Ríkarður Jónsson, myndhöggvari: Bóiu-Hjálmars-myndin Fróðleikur, sem ekki má gleymast £ K KI hefði aðvífandi maður getað þekkt myndina af Bólu- Hjálmari, ef hún væri ekki all- mjóg svipuð honum. ★ Hannes Pétursson skrifar í Morgunblaðið 8. þ. m. um Bólu- Hjálmarsmyndina mína og finn- ur henni flest til foráttu. Segir hann m. a.: „Þó kemur flestum saman um að mynd sú sem Rík- arður Jónsson gerði sé ekki vit- und lík honum“. kunni hann allt að því utanað. Courmont var mjög hrifinn af nefndri Bólu-Hjálmarsteikningu og falaðist fastlega eftir að fá hana keypta og varð það úr að ég seldi honum myndina — og þó hálfnauðugur, því ég ætlað- ist til, að hún kæmist hér á safn svo mikið sem fyrir henni var haft og til vandað, og ekki sízt eftir að ég fékk fleiri sann- anir fyrir því að hún væri þekkjanleg. — Um hana sagði * Teikning Ríkarðs Jónssonar 1 af Bólu- Hjálmari. En af því að ég veit öllu bet- ur en Hannes og allir þessir menn, sem hann talar um, um þetta málefni, er líklega rétt að ég segi hér hina sönnu og réttu sögu myndarinnar. Bólu-Hjálmarsmyndina gjörði ég fyrir áeggjan séra Jónasar frá Hrafnagili og undir hans umsjá. Séra Jónas hafði oft séð Bólu-Hjálmar, og var vitanlega óvenju greinagóður maður, og það snemma í tíðinni að hann hefur haft full skilyrði til að líta Hjálmar með augum hins þroskaða manns. Eftir tilvísan Jónasar fór ég einnig að nokkru eftir Hjálmari Lárussyni mynd- skera, en hann var sonur Sig- ríðar, dóttur Bólu-Hjálmars, og taldi séra Jónas hann manna líkastan afa sínum, þeirra er hann hefði séð, sérstaklega augnasvip og brúna, sem hann einnig taldi bezt á myndinni. Hjálmar Lárusson var gáfu- maður mikill, og sjálfsagt skap- ríkur nokkuð, og talaði alla jafna af miklum móði og sterk- ari málróm hef ég aldrei heyrt. Dr. Jón Þorkelsson (forni) hafði mjög miklar mætur á Hjálmari og kallaði harin „skap- arfa“ Bólu-Hjálmsars, afa síns. Þegar ég hafði lokið við myndina svo vel sem mér fannst ég geta við þessar aðstæður, sagðist séra Jónas telja þann mann klaufa, sem séð hefði Bólu-Hjálmar og ekki þekkti myndina. Enda sannaðist það síðar að tveir menn aðrir, er séð höfðu Bólu-Hjálmar, þekktu hana. Andre Courmond, ræðis- maðurinn franski, sem hér var alllengi, kunni og talaði ís- lenzku. svo vel að undrun sætti og ekki síður miðalda- og forn- mál, var geysilegur aðdáandi Bólu-Hjálmars, og taldi hann sinnar tíðar mesta skáld á jörðu. Það mátti heita að Jón Stein- grímsson og Bólu-Hjálmar væru átrúnaðargoð Courmonts, svo mjög dáðist hann að þeim og sögu Jóns Steingrímssonar Courmont þetta: „Það er gott að myndin skuli vera lík', en hitt er mér aðal-atriðið, að svona átti Bólu-Hjálmar að vera“. Það er talað um undirhyggju- svip á Bólu-Hjálmarsmyndinni, en það er sama og segja að allir brúnasignir menn séu und- irhyggjumenn. Slíkt er fásinna og athyglisleysi. Þeirra flökt- andi og ódjarfa augnaráð, á ekkert skylt við „Tænkerpande“ og augnasvip nema síður sé. „Forbrýderpande“ (svo að ég noti dönsku orðin um þetta efni), er einmitt lágt enni og ýmislegt brúnalag. Aftur á móti eru hinir alvar- legu hugsuðir og heimspekilega sinnaðir menn, nærri undantekn ingarlaust ennismiklir og brúna- signir. Það skiptir engu máli hvort þeir heita Sókrates, Tol- stoj, Ibsen, Stephan G., Sigfús Sigfússon, Kjarval eða Bólu Hjálmar. Hin eðlilega tilhögun náttúi-unnar er nú svona og því ekki að ástæðulausu, að séra Jónas benti mér á Hjálmar Lár- usson sem fyrirmynd að þessu leyti. Hjálmar Lárusson var all- þungbrýnn maður og gáfaður, en svo laus við undirhyggju sem frekast mátti verða. Til þess var hann alltof hreinskilinn og oft vægðarlítill í því að segja sannleikann, eins og afinn. Það er engu líkara en að Hannes Pétursson og „allir þess- ir menn“, sem hann talar um, heimti hárnákvæma andlits- mynd af manni, sem maður hef- ur aldrei séð. Slíkt er einnig mjög mikil fásinna og ofætlun. Hitt má gott heita að tekizt hefur að ná þekkjanlegu svip- móti Bólu-Hjálmars. Á meðan umrædd mynd var í minni eigu hékk hún innrömm- uð uppi á vegg í vinnustofu minni á Laufásvegi 42. Kom þangað rauðbirkið öldurmenni, sem ég átti lítils góðs af að vænta, því að þetta var rukk- ari, en þeir voru a. m. k. í þann tíð engir aufúsugestir. Þessi rauðbirkni Þrymur fór að líta í kringum sig, og sé ég að honum verður sérstaklega starsýnt á Hjálmars-myndina. Hann athug- ar samt málið um stund, þar til hann segir: „Nú, hvað er þetta? Er þetta ekki mynd af Bólu- Hjálmari?" „Hversvegna haldið þér það?“ spyr ég. „Ja, mér sýn ist hún vera lík honum“. „Sáuð þér Bólu-Hjálmar?“ spyr ég. „Já, marg oft. Hann var ná- granni fpreldra minna og þeim vel kunnugur“. Sagði ég svo öldungnum sögu myndai-innar og varð hann alls hugar feginn að svo vel skyldi hafa til tekizt. Um augnasvip, enni og brúnir tók hann sér- staklega fram að sér þætti líkt. Fyrir nokkrum árum átti Val- týr Stefánsson tal við dóttur- eða sonarson Bólu-Hjálmars. Birtist viðtalið í Morgunblaðinu. Sá karl skildist mér að hefði séð afa sinn og dáðist að mynd- inni. Það er mjög eðlilegt að þeir séra Jónas á Hrafnagili og Árni á Geitaskarði litu sínum aug- um hvor á silfrið. Hafa þeir séð hann á mjög mis- jöfnum aldri, séra Jónas hefur séð Hjálmar með augum hins þi'oskaða manns, en Árni, sem var miklu yngri maður, hefur sjálfur verið allungur, en Hjálm ar gamall, er þeir sáust. Að vísu ber lýsingu þeirra að rhestu saman, nerna um augnasvip, en honum breytir gamalt fólk mest af öllu. Ég kynntist Árna á Geitaskarði síðar meir, h itti hann nokkrum sinnum bæði hjá ísleifi syni hans, Gísla Johnsen og Ólafi Johnsen, tengdisyni og Ólafi Johnson, tengdasyni þann veg að ég reyndi að breyta hinni umræddu mynd. Svo ekki er að sjá, að Árni hafi haft mik- inn áhuga á að fá myndinni breytt, enda hefði ég ekki tekið það í mál. Það er heldur ekki rétt að kalla teikningu mína hugmynd, sem gjörð er á þá lund, sem nú hefur verið lýst. AUCLÝSINC um umferð í Reykjavík Samkvæmt heimild í 65. gr. umferðalaga hefir verið ákveðið að setja eftírfarandi takmarkanir á umferð hér í bænum á tímabilinu 14.—24. desember 1960: 1. EINSTEFNU AKSTUR: í Pósthússtræti milli Austurstrætis og Kirkjustrætis til suðurs. 2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum: Á Týsgötu austanmegin götunnar. Á Skólavörðustíg sunnanmegin götunnar frá Berg- staðastræti að Týsgötu. í Naustunum vestanmegin götunnar milli Tryggva- götu og Geirsgötu. Á Ægisgötu austanmegin götunnar milli Vesturgötu og Bárugötu. 3. I Pósthússtræti vestanmegin götunnar milli Vallar- strætis og Kirkjustrætis verða bifreiðastöður tak- markaðar við 30 mínútur frá kl. 9—19 á virkum dögum. Laugardaginn 17. desember gildir takmörk- unin þó til kl. 22 og á Þorláksmessu til kl. 24. 4. Umferð vörubifreiða, sem eru yfir ein smálest að burðamagni, fólksbifreiða, 10 farþega og þar yfir, annarra en strætisvagna, er bönnuð á eftirtöldum götum: Laugavegi frá Höfðatúni í vestur, Bankastræti, Aust- urstræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neðan Týsgötu. Ennfremur er ökukennsla bönnuð á sömu götum.wBannið gildir frá 14.—24. desember, kl. 13 til 18 alla daga, nema 17. desember til kl. 22, 23. desember til kl. 24 og 24. desember til kl. 14. Þeim tilmælum er beint til ökumanna að forðast óþarfa akstur um framangreindar götur, enda má búast við, að umferð verði beint af þeim eftir því sem þurfa þykir. 5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti 17. desember, kl. 20.—22. og 23. desember, kl. 20—24. Þeim tilmælum er beint til forráðamanna verzlana, að þeir hlutist til um, að vöruafgreiðsla í verzlanir og geymslur við Laugaveg, Bankastræti, Skólavörðu- stíg, Austurstræti, Aðalstræti og aðrar miklar um- ferðargötur fari fram fyrir hádegi eða efti lokunar- tíma á áðurgreindu tímabili frá 14.—24. desember n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. desember 1960. SIGURJÓN SIGURÐSSON FYRIR DRENGINN OG STÚLKUNA ERU BUXURNAR ÓDÝR, NOTADRJÚG OG VELKOMIN JÓLAGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.