Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL4Ð1Ð Þriðjudagur 13. des. 1960 3W0rjpíi#M>il> tftg,- tl.f. Arvakur RevkjavHt Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason trá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, símj 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kriutinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6 Sími 23480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði iananiands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. INNLÁNSDEILDIR riNS og kunnugt er, hafa ^ Framsóknarmenn marg- endurtekið að ríkisstjórnin hyggðist eyðileggja sam- vinnufélögin. Aðalröksemd- irnar hafa verið þær, að inn- lánsdeildir samvinnufélaga væru látnar sitja við sama borð og aðrar lánastofnanir, að því er varðar frystingu á hluta á innstæðuaukningu. Hafa Framsóknarmenn sagt, að flytja ætti fjármagnið úr hinum dreifðari byggðum til Reykjavíkur. Og mörg stór orð hafa verið látin falla í þessu máli. Upp á síðkastið hefur þó dregið úr þessum árásum á ríkisstjórnina. Ástæðan mun þó varla vera sú, að Fram- sóknarmönnum finnist nú allt í einu sanngjarnt að þeir búi við sömu lög og aðrir borgarar þjóðfélagsins. Slíkt hefur þeim alla tíð þótt mesta ranglæti. Hitt er lík- legra, að samvinnufélögin hafi ekki greitt mikið inn í Seðlabankann. Gæti verið, að innstæður væru nú í fíkara mæli en áður færðar á við- skiptareikning í stað þess að flytja þær í innlánsdeildir. En hvað sem um það er, þá leyfum við okkur að spyrja Tímann, málgagn Framsókn- arflokksins, hve mikið fjár- magn innlánsdeildir sam- vinnufélaganna hafi greitt til Seðlabankans og hversu þungbært ,,rán“ fjármagnsins frá hinum dreifðu byggðum hafi reynzt. í þessu sambandi er svo einnig á hitt að líta, að fjár- magn, sem greitt er inn í Seðlabankann, fer ekki nema að mjög litlu leyti til notk- unar í fjölbýlinu. Þvert á móti er meginhluta fjár- magns þess, sem Seðlabank- inn ráðstafar varið til endur- kaupa afurðavíxla og á land- búnaðurinn þar drjúgan skerf, sem kunnugt er. Þegar upplýsingar Fram- sóknarmanna liggja fyrir um það, hve mikið innlánsdeild- irnar hafi greitt Seðlabank- anum, verður vafalaust fróð- legt að gera samanburð á þeirri upphæð — ef nokkur er — annarsvegar, og lán- veitingum Seðlabankans til hinna dreifðari byggða beint og óbeint hinsvegar. STÓRÁTAK 1? IN S og áður hefur verið ^ frá skýrt, hefur gjald- eyrisstaðan á 8 mánuðum þessa árs, frá því að viðreisn in tók gildi, verið nær 500 millj. kr. betri en á sama tíma í fyrra. Á aðeins örfá- um mánuðum hefur íslenzka þjóðin þannig snúið við af braut eyðslusemi og sparað stórf j árhæðir í erlendri mynt. Engum " heilvita manni kemur til hugar að slíkt stór- átak þrengi hvergi að í bili. Ef einhver maður, jafnvel tiltölulega tekjuhár, skuldar t. d. 25 þús. kr. víxil og ein- setur sér að greiða hann að fullu á 8 mánuðum, þá gefur það auga leið að hann verð- ur að leggja hart að sér til að geta sparað af tekjum sínum þá fjárhæð, sem til þess þarf. En þegar hann hef ur greitt víxilskuldina, þá er létt af honum þungum áhyggjum og án alls efa mun honum og fjölskyldu hans líða betur, þegar skuld þessi er að fullu greidd. En marg- ur maðurinn mun ekki láta þar við sitja. Hann mun reyna að halda áfram að spara saman fé til þess að geta eignazt íbúð eða önnur þægindi fyrir sig og sína. Hann mun hafa komizt að raun um að lífshamingjan er ekki fólgin í því að lifa um efni fram. Að svo miklu leyti sem hún er fjárhagslegs eðlis, þá byggist hún á efna- hagslegu öryggi. En alveg á sama hátt og þessu er varið með einstakl- inginn, þá er það þannig með þjóðarheildina, að hún getur ekki til langframa eytt meiru en hún aflar. Afleið- ingin af því verður einungis sú, að úr framleiðslunni dreg ur og lífskjörin versna, eða í bezta falli standa í stað, eins og þau hafa gert hér á íslandi um langt árabil, meðal allar aðrar þjóðir, sem búið hafa við heilbrigða efna hagstjórn hafa tvöfaldað af- köst sín og stórbætt lífs- kjörin. Þetta er sú staðreynd, sem íslendingar þurfa að hafa í huga. Fleiri og fleiri gera sér hana líka ljósa, og þess vegna mun ekki takast að eyðileggja viðreisnina, held- ur mun á grundvelli hennar verða byggt farsælt i -t þjóðfélag á íslandi. UTAN UR HEIMI Frumherji alpafiugsins HERMANN Geiger er sér- stæður meðal flugmanna heimsins. Enginn annar flug- maður hefur öðlazt jafnmikla tilfinningu fyrir náttúruöfl- um fjallatindanna og Her- mann Geiger. Um hann hafa spunnizt þjóðsögur. — Hann stjórnar Super Piper Cub flugvél sinni eins og vængir hennar væru hans eigin og hjólin með skíðunum væru fætur hans. Það er eins og hann þreifi sig áfram er hann lend ir vél sinni í myrku snævi- þöktu skógarjaðri hátt í hlíð- um Alpafjallanna. UPPHAFIÐ Geiger er veðurbitinn, ljóseyg- ur Svisslendingur, 45 ára gam- all. Hann er yngstur 12 barna bóndahjóna, sem bjuggu í skugga Matterhorns og Monte Rosa. Að barnaskólanámi loknu fór Geiger í vélfræðinám á bifreiða- verkstæði. En hann hafði lengi haft áhuga á flugi. Fyrst bjó hann sér „módel“-flugvélar, síð- an svifflugur. En það var of kostnaðarsamt að læra vélflug, svo það varð að bíða. Tækifærið kom er hann fékk starf sem vélamaður á flugvellinum í Sitt- en. Þar kom fljótlega í ljós að hann var sérstökum hæfileikura liýtt fjallaflug undirbúið búinn og hann gerðist brátt at- vinnuflugmaður og kennari. ÞUNGAFLUTNINGAR Þá var það að hann fékk hug- myndina, sem gerði hann heims- frægan. Þannig stóð á að verið var að reisa orkuver í Ölpunum og þurfti mikla flutninga þang- að, sem voru erfiðir á veturna. Einnig voru skíðafélög að byggja sér nýja skála víða í fjöllunum. Geiger bauðst þá til að ann- ast flutninga fyrir báða þessa aðila loftleiðis. Flestir voru van- trúaðir á að þetta væri mögu- legt. En honum tókst það. Hann flutti byggingarvörur, hitatæki, matvæli, póst og sprengiefni upp í fjöllin. Ekkert kom fyrir hann. Nafn hans var á allra vörum í Sviss. FYRSTA LENDINGIN En hann hafði sett sér æðra mark. Hann ætlaði að lenda og hefja sig til flugs á jöklunum og á nýföllnum snjó efst í Ölp- unum. Hann hóf undirbúning- inn. Geiger var ágætur fjall- göngu- og skíðamaður. Hann kannaði fjöllin og kynntist vind- unura, sem leika -um hlíðar og gil. Hinn 10. maí 1952 var flugvél hans tilbúin til flugs. Hann hafði búið hana skíðum og ís- hemlum og yfirfarið hana alla. Svo hóf hann flugið. Hærra og hærra, þar til hann lenti á Kanderjöklinum í 2.800 metra hæð. Þetta var í fyrsta sinn að flugvél hafði verið lent í hlíðum Alpanna — viljandi. Flugtakið og heimferðin þaðan tókst einn- ið ágætlega. 17.500 SINNUM En þetta var aðeins byrjunin. Nú hefur hann að baki sér 17,500 lendingar í hlíðum Alpafjalla. Kynnir sér byggingu vega 1 VOR verður íslenzkur verk- fræðingur sendur í tveggja mán aða för til útlanda, til að kynna sér byggingu vega úr varanlegu efni. Fer hann á vegum Samein uðu þjóðanna og er þetta einn liður í tækniaðstoð stofnunar- innar. Verkfræðingurinn sem fer þessa för er Snæbjörn Jónas son, deildarverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins. í Alpafjöllum Hann hefur lent vél sinni á 2,000 mismunandi stöðum í sviss- nesku Ölpunum, og ekkert ó- happ hent hann í öllum þessum ferðum. Hann hefur ekki eingöngu stundað vöruflutninga. Hann hefur flutt ferðafólk, skíðamenn, fjallgöngumenn og 600 sinnum flutt sjúka eða bjargað nauð- stöddum. Hæst hefur Geiger lent vél sinni við efsta tind Monte Rosa í 4.370 metra hæð. VIÐURKENNINGAR Hermann Geiger er þjóðhetia Alpahéraðanna, og nýlega fór þar fram fjársöfnun til að gefa honum þyrlu, sem hann notar þar sem ekki er unnt að lenda flugvél. Hann hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga. Alþjóða flugmálastofnunin, „Féseration Aeronautique International“, veitti honum „Tissandier“-verð- launin. Hann hefur fengið Carn- egie-verðlaunin fyrir björgunar- störf og ítölsku „Alpine Solidari tet“-verðlaunin. Hann er heiðurs meðlimur svissneska flugklúbbs- ins og Jóhannes páfi 23. sæmdi hann riddarakrossi St. Gregors- orðunnar. ★ Hermann Geiger er frumherji Alpaflugsins, sem hefur skapað sér ódauðlegt nafn, ekki aðeins í heimalndi sínu, heldur víða um heim. Snjómaðuiinn sennilegn ekki til 1 Hong kong, 10. des 1 (Reuter) ■ | SIR Edmund Hillary kom hér við í dag á leið sinni j til Chicaco, en þangað j hyggst hann fara með 240 ár gamla hauskúpu, er hann fann í klaustri nokkru nærri Mount Everest. Með Sir Edmund ferðast gamall maður frá þorpinu Khum- jung og á hann að gæta kúp unnar, sem þorpsbúar líta á sem helgan grip. Sir Edmund kveðst ekki vera þeirrar trúar aö snjó- maðurinn hræðilegi sé til, heldur sé sögnin um hann 1 byggð á fljótfærnislegum 1 athugunum og hjátrú fólks- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.