Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 17
í>riði"da<nir 13. des. 1960 MORaUlSfíLAÐlh 17 Opnir bréfmolar Karl minn Kristjánsson p. t. Alþingi íslendinga, Reykjavík. ÞAÐ gleður mig að þú skulir iiafa lesið hugvekju mína í Morgunblaðinu, sömuleiðis bréf- kornið þitt í sama blaði. Ég átti von á að heyra frá þér og til þess var leikurinn gerður, því ekki hefði ég á móti því að ræða við þig á opinberum vettvangi um dægurmálin, og þar sem þín er nú svo mikið getið í þing- fréttum, þá átti ég von á meira andríki og túlkun á móðuliarð- indunum, en fram kæmi aðéins nokkrar stolnar fjaðrir r.am- hengislauslega framsettar og sótt ar til útgerðarmanna, því aldrei hefi ég orðið var við að útgerð- armál væru þér hjartfólgin. Ég hefi nú þessi fljótfæmi maður, reynt að hugleiða heilræði þín um minni fljótfærni bg meiri gjörhygli, og varð niðurstaða haldið fram, að í samvinnufélög- unum væru allir jafnir til áhrifa og allt sem framkvæmt væri og fjárhagslega áynnist yrði eftir í byggðunum eftirkomendum til betri lífskjara og blessunar, en auðgunarstefnan gæti flutt fjár- magn burt úr héruðunum og væri því stórhættulegt dreifbýl- inu. Þess vegna spyr ég þig enn Karl: Hvers vegna var þessu hlutafélagsfrækorni sáð inn í samvinnuhreyfinguna? Nýlega skrifaði Jónas frá Hriflu um gjaldþrot þessarar stefnu, en Jónas er þekktur fyrir mikla bar áttu samvinnustefnunnar og hef- ir meira en hálfa öld verið rit- færasti talsmaður þeirra hug- sjóna. Enn sppyr ég þig: Hvar er þitt starf og hvar er þín gjör- hygli við að koma þessum ó- þurftar gauksunga úr hreiðrinu? Nú virðist það koma í ljós að samvinnúfélögin og hlutafélags- mín spurningin um, hvort nokk- bólur forystumannanna eiga litia ur kastaði steini úr glerhúsi, og skaut þá upp í huga mínum ým- islegu um félr.^iþroska þinn, og jþá sérstaklega innan samvinnu- ’hreyfingarinnar, en þú skipar þar einn hinn virðulegasta sess þar sem þú ert formaður stjórn- ar Kaupfélags Þingeyinga, elzta kaupfélags landsins og bar með arftaki frumherjanna, sem með hugsjónum, dugnaði og ósér- plægni þroskuðu einstaklinga í dreifðum byggðum landsins til sameiginlegs átaks um að bæta verzlun og viðskipti lands- manna, og völdu til þess stefnu samvinnu. Þetta fjöregg skildu þeir eftir í höndum manna sem þeir vildu að vernduðu og hlúðu að því. Þú varst einn af þessum vökumönnum Karl minn, og nú spyr ég þig. Vökumaður, hvað líður nóttinni? því vökumanns- starf þitt virðist mest hafa venð í þvi, að passa að komast heim á aðalfund kgupfélagsins, stjórna honum með hraða og lægni og reyna að taka fljótt af dagskrá málefni, sem þá villt ekki láta ræða mikið um. Einnig reynir þú að sá nokkrum frækornum af pólitískum rótum í gervi fund arsamþykkta, sem oftast má lit- ið ræða um og helzt á að sam- þykkja með lófaklappi og eru sumar þessar tillögur þínar þann ig eðlis, að þær eiga að leggja hlessun sína á stefnu Framsókn- arflokksins hverju sinni. Þess vegna spyr ég þig: Var það af fljótfærni eða gjör- hygli, þegar þú gerðir grín af fundarmönnum á aðalfundi K. Þ. með þvi að láta þá í fundar- ályktun sýkna forystumenn Olíu félagsins í gjaldeyrissvikamáli í sambandi við flutningsgjöld og skipaleigur? Æðstu dómstóiar landsins sáu sér ekki annað fært, en dæma þessa forystumenn í þyngstu refsingar, þrátt fyrir þessa sýknunar málsmeðferð fundarmanna elzta kaupfélags landsins. Ég ætla ekki í bráð, að taka til fieiri samþykktir sem þú hef- ir komið með, en þær eru marg- ar, en þú gefur mér kannske tækifæri og ástæðu til að rifja upp fleiri slíkar tegundir sem ég tel að skaði þennan félagsskap, en sá er munurinn á okkur þótt við teljum okkur báða samvinnu menn, að ég tel eðlilegt gamvinnufélögunum til þroska, að þau séu undir smásjá, og þeir sem þar veljast til forustu verði að taka á móti eðlilegri gagn- rýni, en þú vilt að allir félags- menn fylgi forystumönnum blint og jafnvel Framsóknar- flokknum líka, en þetta tel ég óráð, því -slík innreið pólitíkusa í félag sem saman standa af mönnum úr öllum flokkum hljóta með tímanum að leiða til sundrungar og þar með veikja samtakamáttinn í fjárhagslega veikum byggðum landsins. Málsvarar samvinnumanna hafa mikið borið saman stefnu samvinnufél. og hlutafélags, sem þeir hafa talið stefnu sérhyggju og auðgunarmanna, og því ætið samleið, og virðast nú vera far- inn að togast á, því nýlega birt- ist sú frétt í blöðum, að fjár- málayfirmaður S. í. S. hefði kom ið til Ólafsvíkur og kallað sam- an stjórnarfund kaupfélagsins þar og látið þá samþykkja að afhenda eignir svo sem fisk- vinnslustöðvar o. fl. þessara samvinnumanna í dreifbýli und ir hlíðum Snæfellsjökuls til hlutafélags í Reykjavík sem heitir Kirkjusandur hf., og það voru ekki hljóðir og hógværir menn, sem héldu þá til Reykja víkur, og því vil ég enn spyrja þig vökumanninn: Hvernig hefir þessU frækorni vegnað sem alda- mótamennirnir sáðu og vernd- uðu með eldheitum hugsjónum og ósérhlífni^ Hefir kannski af- kvæmið breyzt í illgresi eða kaktus með eitruðum nálum sem stinga þá sem þar vilja koma nærri. Ég minnisl þess að ég sá Tímanum blaði þínu sl. sumar grein skreytta myndum og fögr- um lýsingum um framtak og at- hafnir samvinnumanna í þessum hraðvaxandi útgerðarbæ á Snæ fellsnesi undir forystu athafna- mannsins Alexanders Stefánsson ar kaupfélagsstjóra (líklega ætti að titla hann Aladdins lampa Ólafsvíkur samanber þingræðu þína í fyrra), svo allt í emu koma fyrirferðarmiklir armar teygjandi sig norður yfir Faxa flóa, krafsandi og sogandi nær ingu þessa dreifbýlis inn í æðar sinar og flytja hana burtu, og hvert spyrja menn? fer næring in kannske í einhvem svangan mallakút við eitthvert skugga sund? Hver er það sem slekkur á Aladdins-lampanum undan Jökli? Er það kannske íhaldið Reykjavík, sem nægir ekki að hafa fegurð Snæfellsjökuls sér til yndisauka, en vill nú ræna þá afkomumöguleikunum? Hvað er Kirkjusandur hf., það er von menn spyrji. Ég veit ekki annað en það er hultafélag og kallað dótturfyrirtæki S. í. S., en ein hverjir hljóta þá að vera hlut hafar og auðgunarmenn þai Þegar þetta fyrirtæki fór á kreik réðist þar 'að framkvæmdar- stjóri, fyrrverandi fræðslufull trúi S. I. S., sem lengi hafði ferðazt um landið og kynnt stefnu samvinnumanna fram yfir auðgunarstefnu hlutafélags manna. En skyndilega hætti þetta hlutafélag rekstri fisk vinnslu og afhenti fyrirtækið þekktum einstakiingi. Varla get ur komið til mála að þetta fyrir tæki sem rekið var af andans mönn um samvinnumanna haf i tapað á rekstri sínum á þessu gullaldar skeiði vinstri stjórnar innar, þegar öll frystihús græddu samkvæmt kenningum ,,vinstr manna“, en hafi þeir tapað rekstrinum, er það þá með gjör hygli að sömu mönnum er af- hent fjöregg samvinnumanna dreifbýli Snæfellssýslu til rekst urs. Ég vil nú biðja þig Kari minn að róa taugarnar með að Framh. á bls. 23 /btíð/r til sölu Nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir í Stóragerði 10, 12 og 14 í fokheldu ástandi og lengra komnar. Hag- kvæmir greiðsluskilmálar. Tvenn lán fylgja og 1. veðréttur laus. Allar uppl. í Stóragerði 10. Magnús Oddsson, byggingameistari Amerískir tækifæriskjóla ií/ Gu-Orun Rauðarárstíg 1 SheafferS IMPERIAL 11 Algjörlega ný gcrð á hóflegu verði Loksins . . . fæst sjálfblekjungur á hóflegu verði,, sem uppfyllir allar þær kröfur sem alltaf hafa verið gerðar til Sheaffer’s penna, varanlegt lof fyrir smekkvísi eigenda þeirra. • Nýr hólklaga oddur gerður til að endast — jafnvel eftir árlanga . stöðuga notkun. • Auðveld blek- fylling • Fagurlaga . . . með hettu úr hrímguðu ryðfríu stáli. SHEAFFERS-UMBOÐIÐ EGILL GUTTORMSSON Vonarstræti 4 — Rcykjavík. íemur út á morgun Leikrit Shakespetres Macbeth Hamlet, Ótello Romeo og Júlía íslenzkað hefir um 400 bls. ★ Aðrar sígildar bækur sr. Matthíasar eru: Sögukaflar af sjálfum mér, 430 bls. Verð kr. 220.—. Ljóðmæli 1.—II., um 1500 bls. Verð kr. 500.— Sögu herlæknisins I.— III. Verð kr. 525,— Þetta eru bækur allrar alþýðumanna á ís- landi. ★ Ennfremur viljum vér minna á þessar nýút- komnu bækur: Ævisaga Jóns Guð- mundssonar ritstjóra, eftir Einar Laxness. 438 bls. Verð kr. 250.—. Bólu Hjálmar, eftir Finn Sigmundsson landsbókavörð, 253 bls. Verð kr. 160.—. Herleidda stúlkan, saga frá Tyrkjaráninu, eftir Sigfús M. Johnsen Verð kr. 195,— Hver vilt þú verða eftir Paul Bruton, 330 bls. Verð kr. 180.—. Prestasögur Oscars Clausen, tvö bindi. Verð kr. 216.—. Bókaverzlun ísafoldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.