Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47 árgangur 286. tbl. — Þriðjudagur 13. desember 1960 Prentsmiðia Morgui-blaðsins ■ Myndin er tekin, þegar de Gaulle Frakklandsforseti kom til borgarinnar Ain Temouchent, á fyrsta degi heimsóknar sinnar til Al- sir. Hann gekk geiglaus inn í mannhafið, þar sem flest- ir hrópuðu að honum ógr- unar og ókvæðisorðum. — Vakti hin óttalausa fram- koma forsetans slíka hrifn- ingu, að brátt hrópaði meg inhluti mannfjöidans: „Lifi de Gaulle!“ Dean Rusk utanrík- isráðh. Kennedys Chester Bowlas varautanrikisrábherra — og Stevenson aðalfulltrúi hjá SÞ Óveður i USA 13 farast NEW YORK, 12. des. — Hvass- viðri með allmiklu frosti og snjókomu gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í dag. Var veðr ið mjög hart allt sunnan frá Texas og norður til Washington. — í flestum borgum á þessu svæði urðu miklar umferðar- truflanir af völdum veðursins — á götum New York sat t. d. fjöldi bifreiða fastur í sköflum. Skólum var lokað í Washington og víðar, og fleiri truflanir hlut ust af þessu fyrsta verulega vetrarveðri í Bandaríkjunum. Mikið hefir verið um slys í sambandi við óveðrið, og vitað er, að a.m.k. 13 manns hafa beðið hana — flestir í bifreiða- slysum, sem urðu úti á þjóð- vegunum vegna hálku. Pálm Beach, Florida, 12. des. — John Kennedy, kjörinn forseti Bandaríkjanna, skýrði frá því hér í dag, að hann hefði skipað Dean Rusk, for- seta Rockefellerstofnunar- innar, utanríkisráðherra í stjórn sinni, sem tekur við völdum í næsta mánuði. Þá skýrði Kennedy einnig frá því, að Chester Bowles, þing- maður, hefði veAð skipaður varautanríkisráðherra, og Adlai Stevenson, fyrrum for setaefni demókrata við tvenn ar forsetakosningar, hefði fallizt á að verða aðalfulltrúi Bandaríkjanna á þingi Sam- einuðu þjóðanna. — Þess má geta, að Dean Rusk var ekki í hópi þeirra ,sem oftast hafa verið nefndir í sambandi við utanríkisráðherraembættið í stjórn Kennedys. ★ Kennedy gaf upplýsingar um þetta á blaðamannafundi, sem hann hélt á vetrarsetri sínu í Florida. — Sagði hann m.a. við fréttamenn af þessu tilefni, að hann vonaði að allar þjóðir heims mættu í framtíðinni kenna utanríkisstefnu Bandaríkjanna þannig, að hún væri ekki aðeins andvíg kommúnismanum, heldur stuðlaði að og berðist fyrir friði. Yrði kjörorð utanríkisstefnunn- Frh. a bls. 2. dðug átök í Algeirsborg Tugir manna hafa falliS og a.m.k. 1500 sœrxt. —■ De Gaulle sagður ein- beitfari en nokkru sinni — en tvœr grímur renna á öfgamenn Algeirsborg og Paris, 12 des. — (Reuter/NTB/AFP) BLÓÐUG átök geisuðu í Algeirsborg um helgina, einkum á sunnudag. Kom til harðra átaka með serkneskum þjóð- ernissinrium og öfgamönnum úr hópi frönsku landnem- anna. Bcittu háðir aðilar skotvopnum — svo og her og lögregla sem reyndi að skakka leikinn og koma á reglu. Fregnum ber ekki saman um mannfall — var talað um 70 til 80 fallna í gær og um 1500 særða. En þar sem ætla má, að engan veginn séu öll kurl komin til grafar, er næsta Jíklegt, að enn fleiri hafi heðið bana. — Einnig í dag hefir komið til harðra árekstra, einkum í Algeirsborg, og munu þar hafa fallið 8—10 manns. Miklu rólegra varð þó, er á leið daginn. Allir hinir föllnu, nema sex, eru Serkir. Dean Rusk, næsti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Kollo heim lið frá Kongd ENN FJÖLGAR þeim ríkjum, sem hyggjast kalla heim !ið sitt á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kongó. — í Reutersfregn frá Leopoldville í gær var það hermt eftir einu-m af talsmönnum sam- takanna þar, að Malaya hefði í hyggju að kalla heim 615 manna lið sitt. Þá hafði norska frétt.astofan NTB þaö eftir hinni frönsku AFP fréttastofu, að stjórn Gíneu hefði sent Dag Hammarskjöld skeyti, þar sem segi, að lið landsins und ir stjóm SÞ í Kongó muni kall- að heim án tafar. 1 síðari fréttum í gærkvöldi sagði, að Marokkó ætlaði einnig að kalla heim lið sitt — um 3 þús. manns. De Gaulle enn ákveðnari De Gaulle forseti hefir nú ákveðið að stytta Alsírheim- sókn sína um einn dag, og mun hann snúa heim til Frakklands á morgun. — Har old King, fréttamaður Reut- ers í París, hefir það eftir fulltrúum forsetans þar, að ástandið, sem ríkt hefir í Al- sir síðan hann fór þangað, hafi aðeins styrkt hann í þeirri fyrirætlan að veita Al- sír einhvers konar heima- Framh. af bls. 3 P vopn til Laos iÞar hafa nú setið 4 ríkissljórnStl i á 4 dögum. — Lið IVosavans j stefnir að Vientiane Vientiane, Laos, 12. des. •— (Reuter) —. ÁSTANDIÐ í Laos er sífellt óljóst. Má nú segja, að fjór- ar ríkisstjórnir hafi setið í landinu á fjórum dögum. — Fyrir fjórum dögum var Souvanna Phouma enn við stjórn, en þá fór hann úr landi, til Kambodíu, og fól sex manna herstjórnarnefnd völdin. í gær var sú nefnd leyst upp og við tók stjórn fjögurra ráðherra Souvanna Phouma — án þess forsætis- ráðherra væri skipaður. 1 dag fóru tveir þessara ráð- herra úr stjórninni og héldu burt frá Vientiane — en hin- ir tveir, Quinim Philsena, sem var upplýsingamálaráð- herra Souvanna ,og Khams- ing Ngonvorath, sem var ráð herra opinberra fram- kvæmda, koma nú fram sem stjórn landsins. ý Rússnesk vopn Hið s'pennta ástand í Vienti- ane versnaði enn við fréttir um það að sex sovézkar flugvélar hefðu flutt hergögn til borgar- innar í gær, m. a. fjórar 105 mm fallbyssur eða sprengju- vörpur, sem staðsettar hafi ver- ið á flugvellinum. Mun stjórn- in hafa ákveðið að biðja Rússa um vopn þcssi, eftir að fregnir bárust um, að uppreisnarmenn hins hægrisinnaða Phoumi Nosa vans stefndi að borginni, m.a. búnir sams konar vopnum og að ofan getur. — Er árás þeirra talin yfirvofandi. Philsena ræddi við frétta- menn í dag og sagði m. a., að það væri á valdi Bandaríkja- manna, hvort blóðug borgara- styrjöld brytist út í Laos. Sagði hann, að ef Bandaríkjamenn skipuðu uppreisnarmönnum að gera árás á Vientiane, mundi hann m. a. mæla svo fyrir, að stjórnarhersveitir hæfu skothríð á Nonkhai, sem er Thailands- megin Mekong-fljótsins. Stjórn Thailands hefir ekki farið dult með stuðning sinn við Phoumi Nosavan. Philsena sagði aðspurður um það, hvort vog væri meiri vopnasendinga frá Sovétríkjun- um, að svo mundi verða, „ef þörf gerðist". — Hann gekk í dag á fund fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Laos, en ekki er vit- að, hvort hann hefir beðið um Framh. á bis. 2 10 þús. mörk til höfuðs SS-foringja FRANKFURT, V.-Þýka- landi, 12. des. (Reuter). — Heitið hefir verið 10.000 marka verðlaunum (um 100 þús. kr.) hverjum þeim, er gefið gæti upplýsingar, sem leiddu til handtöku SS-foringjans Richard Baer, sem var fangabúðastjóri í Auschwitz frá því í maí 1944 til janúar 1945. Millj- ónir manna voru drepnar í gasklefum þessara fanga- búða á stríðsárunum. Opinber saksóknari i Frankfurt telur sig hafa gilda ástæðu til að ætla, að Baer sé á lífi og fari huldu höfðu einhvers staðar. — Hann er nú 49 ára, ef hann er á lífi. WASHINGTON, 12. des. — Tala atvinnuleysingja í Bandarikjun- um fór upp í 4.031.000 í nóvem- ber, og hafði atvinnulaasum þá fjölgað um 452.000 síðan í októ- ber. — Hafa ekki jafnmargir at- vinnuleysingjar verið skráðir i Bandaríkjunum síðan á kreppuár unum eftir 1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.