Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 1
24 síður
Ljósm. Mbl., ÓI. K. M., tók þessa mynd í gærkvöldi af nokkrum skipmanna á Erfurt.
r
Skipverji á Austur-þýzkum
togara í Reykjavikurhöfri
biður um landvistarleyfi
hefði málið með höndum og
hefði hann bannað skipstjóra og
skipshöfn að gefa neinar upp-
lýsingar um flóttamanninn og
flótta hans.
Er við spurðum skipstjórann
hvort hann hefði reynt að ná
fundi flóttamannsins, svaraði
hann að svo væri ekki, það væri
hinn austur-þýzki ræðismaður
sem hefði allt með málið að gera.
— Kom flótti mannsins ykkur
á óvart?
— Já algerlega, svaraði skip-
stjórinn. Við höfðum engin merki
séð þessaðhannætlaði að strjúka.
Við höfðum alls ekki fyrirhugað
Frh. á bls. 23
Bylting
í Eþi-
ópíu
London, París, Nairobi, 14. des.
— (Reuter — Ntb — Afp).
ALLX virðist benda til þess aff
stjórnarbylting hafi verið gerð í
Eþíópíu í dag. Ekki er Ijóst hvort
krónprinsinn, Asia Wassen, er í
haldi eða hvort hann stendur
sjálfur fyrir stjórnarbyltingunni.
Faðir hans, Haile Selassie, keis-
ari er um þessar mundir í opin-
berri heimsókn í Brazilíu.
Þrálátur orðrómur um þetta
hefur flogið um borgir Evrópu
í dag og var ýmist sagt, að Wass-
en hafði verið handtekinn og jafn
vel líflátinn, eða að hann stæði
sjálfur fyrir byltingunni. Síðdeg-
is í dag heyrðist rödd í útvarpinu
í Addis Ababa sem tilkynnti að
stjórnarbylting hefði verið gerð.
Töldu irienn þar hafa verið prins
inn og að hann hafi verið neydd-
ur til að flytja yfirlýsinguna.
Frá Nairobi berast þær fregnir,
að símasamband hafi rofnað
milli Kenya og Eþíópíu um miðj
an dag og útvarpið í Addis
Ababa sendi einungis á máli
landsmanna,
f kvöld tilkynnti sama rödd 1
útvarpinu í Addis Ababa, að krón
prinsinn hefði gert stjórnarbylt-
ingu með aðstoð fólksins, hers-
ins og lögreglunnar í þeim til-
gangi að binda endi á þrjú þús-
und ára óréttlæti, fátækt og
menntunarskort hinna 19 millj-
óna landsmanna. Tekið var fram
að erlendir menn þyrftu ekki að
óttast þjóðnýtingu eigna sinna.
★
Fyrstu fregnir af byltingunni
bárust frá tveim útvarpsáhuga-
mönnum í London, er voru, hvor
í sínu lagi, að fitla við tæki sín.
Heyrðu þeir þá rödd, er sagði tíð
indin og bað, að þau yrðu símuð
til sendiráðs Eþíópiu í London og
til Haile Selassie keisara.
Á ÁTTUNDA tímanum í gærkvöldi gekk ungur,
þrekinn maður inn á lögtreglustöðina í Reykjavík.
Maður þessi reyndist vera matsveinn á Austur-
Þýzka togaranum Erfurt, sem liggur í Reykjavíkur
höfn vegna vélarbilunar. Kvaðst hann kominn til
að biðja um hæli á íslandi sem pólitískur flótta-
maður og óskaði eftir vernd lögreglunnar.
Mál þessa unga manns, sem er 21 árs gamall, var tekiS
til meðferðar á lögreglustöðinni í gærkvöldi. Þangað kom
austur-þýzki sendifulltrúinn og mun hann hafa reynt að
telja skipsmanninum hughvarf. Það tókst ekki og er flótta-
maðurinn nú undir vernd lögreglunnar. Mun mál hans
verða tekið til framhaldsrannsóknar í (ag og síðan ákveð-
ið um landvistarleyfið.
Ráðgert var að togarinn héldi úr höfn fyrir hádegi í dag.
TALAÐ VI» SKIPSTJ ÓRANN
Fréttamenn Mbl. fóru í
gærkvöldi út í austur-þýzka
togarann til að forvitnast um
hvernig skipsmönnum hefði
orðið um það, að félagi þeirra
stökk í land.
sveinninn hefði komizt í
kynni við Austurríkismann
einn og Vestur-Þjóðverja í
Keykjavík og hefðu þeir tal-
ið hann á að flýja ogr notað
til þess tóbak, brennivín og
kvenfólk.
Skipstjórinn er geðugur 33
ára gamall maður og sagðist
hann vera þeirrar skoðunar,
að hópur samsærismanna í
Reykjavík hefði unnið skipu-
lega að því, að telja mat-
sveininn á að flýja land. —
Sagði skipstjórinn að mat-
Þá sagði skipstjórinn að mað-
urinn ætti foreldra á lífi í bæ
einum skammt frá Rostock. —
Hann vildi ekki gefa neinar
upplýsingar um nafn flótta-
mannsins.
Austur-þýzki ræðismaðurinn í
Reykjavík, Schmidt að nafni,
Hætt við f ör dularf ullrar
flugvélar til Rvíkur
s >•
Atti að sækja sjukan Rússa,
serrdiráðið segist ekkert vita
MBL. frétti í gær að rússnesk stjórnarvöld hefðu sent frá
lloskvu skeyti til íslenzku flugstjórnarinnar, þar sem til-
kynnt vai, að rússnesk flugvél af gerðinni Iljushin 14,
mundi koma til Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt, beint
frá Moskvn, til að sækja „fársjúkan starfsmann við rúss-
neska sendiráðið í Reykjavík“. Flugvélin mundi síðan
fljúga beint heim til Moskvu aftur. Skeyti þetta barst
skömmu fyrir hádegi.
Mbl. reyndi í gær að afla
sér upplýsinga um þetta vænt
anlega, einstæða flug, hjá
rússneska sendiráðinu, en
fékk það svar, að sendiráðið
vissi ekkert um það. Síðdeg-
is í gær frétti Mbl. að Rúss-
ar hefðu á ný sent flugstjórn-
inni skeyti, þar sem segði að
hætt væri við þetta dular-
fulla flug af einhverjum á-
stæðum. — Mbl. er ekki kunn
ugt um, að neinn rússneskur
sendiráðsmaður hafi í gær
dvalið í íslenzku sjúkrahúsi.
Flugvélar koma
og flugvélar fara!
Fréttaritari Mbl. hitti í gær-
kvöldi að máli einn af starfs-
mönnum rússneska sendiráðsins,
Shikalov, fyrsta sendiráðsritara,
og lagði fyrir hann þessa spurn-
ingu: — Hvaða upplýsingar get-
ur sendiráðið veitt um flug rúss
neskrar flugvélar til að sækja
hingað sjúkan starfsmann sendi-
ráðsins? SendiráðSritarinn svar-
aði: — Ég hef ekki heyrt á þetta
flug minnzt og sendiráðið veit
Framh. á bis. 2