Morgunblaðið - 15.12.1960, Side 10
10
M O Rt: r N r> I AÐth
■Fimmtudagur 15. des. 1960
Vegfarendur sýni gætni
S V O sem verið hefur und-
anfarin ár mun stjórn um-
ferðarmála í Reykjavík gera
sérstakar ráðstafanir til þess
að greiða fyrir umferðinni
fyrir jólin og reyna að forða
slysum svo sem mögulegt er.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
Sigurjón Sigurðsson, skýrði
fréttamönnum í gær frá sérregl-
um þeim, er ákveðnar eru og
lagði á það áherzlu, að því að-
eins að bæjarbúar sýndu lipurð
og skilning gæti nokkur árángur
náðst.
A þessu ári hefur bifreiðum
fjölgað um nær 700 í umdæmi
Reykjavíkur, en skráðar bifreið-
ar í umdæminu voru 9120 1. jan.
1960. Jafnframt hefur orðið mik-
il bifreiðaaukning í nágrenni
Reykjavíkur og má því vænta
þess að umferðin verði meiri nú
fyrir jólin en nokkru sinni áður.
Sérreglurnar með sama sniði
Lögreglustjóri drap á helztu
atriði í sérreglum varðandi um-
ferðina, sem birtar verða í blöð-
um og útvarpi og eru bæjarbúar
hvattir til að kynna sér þær regl-
ur sérstaklega.
Sérreglurnar eru með sama
sniði og verið hefur síðustu ár.
Einstefnuakstur verður í Póst-
hússtræti milli Austurstrætis og
Kirkjustrætis til suðurs. Bifreiða
stöður verða bannaðar á nokkr-
um helztu umferðagötum og tak-
markaðar við 30 mínútur í hluta
Pósth.str. Umferð þungra vöru-
bifreiða og stórra fólksbifreiða,
annarra en strætisvagna, verður
bönnuð á nokkrum götum.
í umferðinni fyrir jólin verður
sérstaklega að hafa gát á að aka
ekki aftan á bifreiðir, því að það
getur valdið miklum umferða-
stöðvunum. Slíkir árekstrar eru
einkar tíðir í Reykjavik. Þá er
afar mikilsvert, að menn leggi
bifreiðum vel. Á þessu ári hefur
rætzt vel úr þörfinni á bifreiða-
stæðum og má þar til nefna hið
nýja bifreiðastæði við Sölvhóls-
götu, bifreiðastæðin í Vonar-
stræti og við Grófina.
fsingin stórhættuleg
Ekki verður nógsamlega brýnt
fyrir mönnum að gæta sín fyrir
ísingu, en hún hefur verið orsök
fjölmargra árekstra síðustu daga.
Einnig að menn hafi rúður bif-
reiðanna vel hreinar og aki ekki
á háum ljósum þar sem þess er
ekki þörf.
Brýnt er fyrir kaupmönnum
við helztu umferðargöturnar að
sjá svo til að vöruafgreiðsla í
Til leigu
190 ferm. hæð á góðum stað í Laugarneshverfi. —■
Tilboð merkt: „1444“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir
24. þ.m.
Stúlka
óskast til starfa við vélabókhald hjá innflutnings-
fyrirtæki. — Æskilegt að hún hafi æfingu í starfinu.
Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt:
„Gott kaup — 41“.
verzlanir og geymslur þar fari
fram fyrir opnun eða ertir lok-
un sölubúða.
Gangandi menn sýni gætni
En fleiri þurfa að sýna var-
kárni í umferðinni en bifreiða-
stjórar, sagði lögreglustjóri. —
Brýnt skal fyrir vegfarendum að
nota gangstéttirnar og fara ekki
út á akbrautir nema nauðsyn
beri til og þá á afmörkuðum
gangbrautum. Og umfram allt að
fara eftir umferðarljósum þar
sem þau eru og gæta þess að
fara ekki yfir fyr en ljós er orð-
ið grænt — gula Ijósið er til að
hreinsa akbrautina. Ennfremur
eru foreldrar varaðir við því, að
senda lítil börn ein í bæinn í
skammdeginu, því að þeim er
stöðug hætta búin í umferðinni.
Á þetta einnig við um aldrað
fólk.
Árekstrum ekki fjölgað í ár
Ýmislegt hefur verið gert á
þessu ári til að bæta umferðar-
menninguna og má að nokkru
leyti þakka því að árekstrum
hefur ekki fjölgað frá árinu
1959, — þeir voru 1729 frá 1.
jan. til 10. des. 1959 en 1728 á
sama tíma 1960. En lögreglu-
stjóri kvað árekstra engu að síð-
ur allt of marga og yrði áfram
unnið markvisst að hlutfallslegri
lækkun tölu þeirra. Umferðar-
kennsla er nú kominn á nokkuð
fastan grundvöll í barna- og
unglingaskólum og verður brátt
unnið að því, að börnum í leik-
skólum verði kenndar umferðar
reglur. Þá hefur umferðarlög-
reglan í hyggju að koma á sér-
stökum klúbbum skellinöðru-
eigenda, sem fái tilsögn lögreglu
manna í góðakstri. Loks má geta
þess að breytingar á ökukennslu
og ökuprófum eru nú komnar í
framkvæmd og hefur lögreglu-
stjóri ferðast víða um landið
undanfarið og rætt við ökukenn-
ara um mikilvægi þeirra.
i ■
Ný skáldsaga
frá Suður- Afriku
— eftir Alan Paton
SÍÐUSTU bækurnar frá forlagi
Isafoldar nú fyrir jólin eru að
koma út þessa dagana. í gær
komu út Leikrit Shakespeares,
Macbeth, Hamlet, Ótello og Róm
eó og Júlía, í hinni sígildu þýð-
Við höfum bezta
VIKURinn
VIKURfélagið - Sími 10600
Fonz kaffi — Keflavík
Höfum hafið sölu á heitum mat á venju-
legum matmálstíma, einnig ýmsa sérrétti,
svo og allar aðrar venjulegar veitingar.
Smurt brauð í miklu úrvali.
VeKkomin í FOIMZ KAFFI
ingu Matthíasar Jochumssonar.
Arni Kristjánsson hefir annazt
útgáfuna, en Sveinn Einarsson
skrifar bókarauka um leikihúslíf
í Englandi á dögum Shakespear
es. Bókin er vönduð að öllum
frágangi.
í dag kemur út skáldsagan Of
seint, óðinshani, eftir Alan Paton
í þýðingu Andrésar Björnssonar.
Þetta er stórbrotin skáldsaga og
harmþrungin, og varpar birtu
yfir ástandið í Suður-Afrí'ku í
dag, þar sem jámlög Bú„nna
ráða. Þar segir frá ungum manni,
sem steypir sjálfum sér og fjöl
skyldu sinni i glötun, vegna þess
að grunur vaknar um að hann
hafi átt mök við þeldökka stúlku.
Alan Paton varð heimsfrægur
fyrir bók sína Grát, ástkæra
en sem skáldsaga
þykir Of seint, óðinshani ekki
síðri. Það er nýjast af Alan Pat-
on að frétta, að hann kom fyrir
nokkrum dögum úr ferðalagi um
Ameriku og England til Suður-
Afríku og var við heimkomuna
strax á flugvellinum í Jóhann
esbong sviftui vegabréfi sínu.
Bókaskrá ísafoldar yfir nýjar
bækur forlagsins »r nú komin
út og eru á skránni milli 30—40
baekur.
EKKERT ELD::iÍ$ ER TULLKOMI0 ÁN KÆLISKAPS
ár Kelvinator kæliskáporlen er árangur mratHga þróanmr bjefii toknilegm og að ytr* útlrti
KELVINATOR
Fullkornin 5 Ara ábyrgfi er tekln á mótorum í Kel-
vinator kælúkápnum. — Ársábyrgð er að öðru leyti.
Höfum eig’.ð viðgerðarverkstæði að Laugavegi 170.
Sími 17295, sem annast allar viðgerðir og vara-
merhi hœuáhdpáinó
Höfum nú fyrirliggjandi eftirtaldar stæðir: 6,—7,7, og 10,1 rúmfet.
Kyimið yður hina hagkvæmu afborgunarskilmála.
blutasöiu.
Austurstræti 14
Sími 11687.
I
9