Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. des. 1960 MORnVNQLAÐlÐ 3 ★ EINS og skýrt var frá í laug- ardagsblaðinu, féll snjóflóð, sl. fimmtudag, nokkru fram-' an við baeinn Baugasel, sem er fremsti baer I Barkárdal, en hann gengur austur úr Hörgárdal. í þessu snjóflóði slasaðist annar bóndinn á Baugaseli, Friðfinnur Frið- finnsson og annar fjárhundur þeirra fegða týndist. Sl. sunnudag fór frétta- maður frá blaðinu vestur að Baugaseli og átti tal við Frið finn og aðra heimamenn. Baugasel er eins og áður segir fremsti bser í Barkár- dal, og nokkuð afskekktur. Farið er fram norðanvert í dalnum, og er þá farið af aðal i| veginum skammt frá I»úfna- völlum, má heita, að þeir 8 km, sem þá eru ófarnir, séu i: vegleysa og aðeins fserir jepp Friðfinnur bóndi Friðfinnsson rúmliggjandi eftir að hafa bjargazt úr snjófióði. í snjóflóði um, eða öðrum líkum bílum. Þarna fram í dalnum er undir lendi lítið, fjöllin snarbrött, og víða sést að skriður hafa fallið og rutt burt öllum gróðri. „Pabbi liggur í rúminu". Á hlaðinu að Baugaseli hittum við nokkur börn að leik, og er við spyrjum um Friðfinn bónda yngri, svara þau: „Pabbi liggur í rúminu“ og síðan hlaupa þau inn í bæ. Að vörmu spori kemur út ungur maður, Páll Friðfinn.s- son, og við segjum erind’ð, hvort við fengjum að spjal’a við Friðfinn og aðra heima- menn um snjóflóðið, sem féll á fimmtudaginn. „Jú, það er velkomið, ger- ið svo vel að ganga í bæinn“. Við hittum Friðfinn í svefn stofu sinni, þar sem hann ligg ur í rúmi sínu og lítur jafn framt eftir dóttur sinni ungri. „Segðu okkur, Friðfinnur, hvar varstu staddur og hvern ig var ferðum þínum háttað, þegar snjóflóðið féll?“ „Við Reynir bróðir minn fórum á fimmtudagsmorgun að huga að kindum hér fram á dalnum. Haustið og það sem af er vetrar hefur verið svo einmunti gott, að við höfum beitt fénu og hýstum það fýrst 3. þ. m. Síðan hefur það þó verið úti alla daga. Þetta eru um 270 kindur og þurfa því nokkurt eftirlit. Við vorum komnir nokkuð fram fyrir hálsinn hérna inn og vestur og vorum á svo nefdnum Skeiðum. Ég á þeirri neðri, Reynir á þeirri efri. Þar framundan heitir Brattagil. Oft fara snjóhengj- ur þar niður. en hafa ekki til þessa valdið skaða. Ég ætl- aði nú yfir gilið, taldi það ó- hætt, þar sem snjór var lít- ill. Hundar tveir voru með okkur og hlupu þeir brátt á undan mér niður gilið. Er ég var skammt kominn, heyrði ég hávaða, og er ég leit upp eftir gilinu sá ég snjóhengju korha brunandi á mig. Of seint var að snúa við og held- ur engim leið að komast yfir áður en hún næði mér. Ég tók því þann eina kost sem um var að ræða, og ég hef runar oft notað áður, að fá góða fótfestu, halla mér á móti flóðinu og standa sem fastast. Að þessu sinni dugði þetta þó ekki, og er snjórinn náði mér í axlir, missti ég fótfestuna, færðist í kaf ög barst með flaumnum". „Skinnið sært og Wó*ri«sa“. „Misstir þú ekki meðvitund meðan á þessu stóð?“ „Nei, en ég var allur á kafi og sá ekki neitt“. „Hvernig er að lenda i svona? Hvað hugsaðir þú?“ „Ja, þetta var nú ekki löng stund, og ég held ég hafi hreint ekkert hugsað. Þegar ég áttaði mig almennilega, lá ég neðst í gilinu, en þó með höfuðið og a.m.k. aðra hönd- ina upp úr sjónum“. „Fannst þú þegar til í fæt- inum eða annars staðar?" „Nei, ég fann hvergi til .og fyrsta hugsunin var að Kalla í Reyni. Hann kom til mín litlu síðar, þá hafði ég víst skreiðzt upp að mestu og á fætur, en þá fór ég að finna til, einkum í fætinum og einnig mun ég hafa fengið allþungt högg á höfuðið. .Er ég fór að aðgæta fótinn, sá ég að buxurnar voru allar höggnar og rifnar, skinn víða sært og blóðrisa". „Hvernig var nú umhorfs þarna?“ „Ég hafði eins og ég sagði áðan, stöðvazt neðst í gilinu, í smá bolla sem þar er, þar hafði öll hengjan hrannazt upp. Hún hafði borið mig röska 100 metra og niður í 50 —60 m djúpt gil. Ef orka hengjunnar hefði hinaveigar verið nokkru meiri, hefði ég borizt fram af næsta stalli, og þá ofan í hyldjúpt kletta- gil, þá væri ég ekki nú hér til frásagnar". „Hvað varð um hundana?“ „Kolur. sem tók á móti þér með gelti áðan, krafsaði sig sjálfur upp og sýnist ekki hafa orðið meint af. Hinn hef- ur ekki fundizt enn, þrátt fyr ir ítrekaða leit. það var af- bragðs fjárhundur“. Á fjórum fótum. „Þegar þú hafðir jafnsð þíg þá hafið þið lagt af stað heim til bæjar". „Ég átti ekki gott með að ganga. Reynir hjálpaði mér niðúr undir jafnsléttu, en hljóp síðan heim eftir'hjálp. Á meðan mjakaði ég mér svo lítið i áttina, en fór það víst mest á fjórum fótum. Þegar svo jeppinn kom, sóttist ferð in fljótt. Ég komsf fljótt í rúmið og síðan hef ég le<»ið. „Hvernig eru svo meiðsl- in?“ „O, þetta er nú ekki svo al- varlegt, lærið og fóturinn marinn og rispaður, en þetta jafnar sig, líðanin er bara nokkuð góð, og seinna í vik- unni vona ég, að ég geti eitt- hvað farið að rölta úti við“. Búið á Baugaseli er svo sem ekki mjög illa sett, þó anar bóndinn forfallist nokkra daga, því hér er ó- venju margt um karlmenn, miðað við sveitaheimili eins og nú tíðkast. Ábúendurnir eru tveir, Friðfinnur Sig- tryggsson, á sjötugs aldri, en ern og hress og gengur að allri vinnu, sonur hans, Frið- finnur, býr hér einnig eins og áður segir. Auk þess eru svo bræður hans tveir, Pá'.l og Reynir. Áður en við kveðjum fjöl skyldurnar að Baugaseli, fáum við að taka nokkrar myndir. Við það tækifæri segir Friðfinnur eldri méfr, að leitt sé til þess að vita, en líklega fari þessi góða jörð bráðum í eyði. „Jú, það gera samgönguvandræðin, því þó ekki sé langt á þjóðveginn í kílómetrum, þá er þetta eins og þú sérð enginn vegur, að eins fær jeppum, en oft eng- um bílum, já, jafnvel ekki einu sinni traktor". Já, það er nú meinið, það vantar viða vegi á okkar kæra íslandi. St.E.Sig. STAKSTEIiMiVR Bærinn Baugasel í Barkárdal Aðstoð við byggingar í sveitum Á síðasta Alþingi flutti Jón Pálmason, alþingismaður frá Akri, frumvarp til laga um heimild fyrir Nýbýlastjórn rikis- ins til að veita efnalitlum bænd- um, sem byggja íbúðarhús á jörðum sínum byggingarstyrk svipaðan þeim, sem stofnendur nýbýla fá. Flutningsmaður þessa máls benti á,. að þörf fyrir slíka aðstoð væri ókaflega mikil þar sem það væru yfirleitt fátækustu bændurnir, sem ættu eftir að byggja íbúðarhús á jörðuni sín- um og byggingarkostnaður het’ði alltaf verið að hækka á síðus'u árum. Fyrrgreint frumvarp Jóns Pálmasonar var samþykkt ív Alþingi sl. vetur. Nú hefur Ný- býlastjórn ákveðið að á þessu ári skuli 20 bændum veittur byggingarstyrkur á grundvelli þessara laga. Á síðasta fundi Ný- býlastjórnar var frestað að taka ákvörðun um nokkrar fteiri um- sóknir vegna ónógra upplýsinga. Má gera ráð fyrlr að eittlivað af þeim umsóknum verði af- greitt siðar i vetur. Hámarks- styrkur á íbúðarhús samkvæmt fyrrrreindum lögum er 25 þús- und krónur. Erfiðl^’kar siávar- útvegsins Fingnm dylst að ísÞtivVur sjávarútvegur á um þessar mundir við mikla erfiðleika nð stríða. Kommúnistablaðið segir í gær, að bessir erfW-'kar séu fyrst og fremst afleiðing við- reisnarráðstafana núverandi rík- isstiórnar. Enginn heilvita m>ð- ur leggur trúnað á bá staðhæf- ingu. Það eru verðbóleustefna vinstri stjórnarinnar og hin gíf- urlega hækkun framieiðs-Iukostn aðar, ásamt aflabresti og mark- aösvandræðum, sem valda vand- kvæðiim sjávarútvegsins í dag. Alhjóð man, að þesar vinstif stjómin hrökklaðist frá völdum, lýsti forsælisrá.'ðherra hennar því yfir, að algert hrun vofði yfir, óðaverðbólga væri fram- undan og rikísstjórn hans ættl engin sameiginleg úrræði til lausnar þeim vanda. Þetta var sá minnisvarði, sem vinstrl stjórnin reisti sér. Það kom í hint núverandi stjórnar að taka við þrotabúi hennar. Hún hefur gert víðtækar ráðstafanir til við- reisnar. Sumar þeirra hafa þeg- ar borið árangur og óhætt er að fullyrða að rekstur atvinnutæki- anna muni komast á heilhrigðan grundvöll, ef ríkisstiórnin fær frið til þess að framkvæma stefnu sína. Revna að torvelda viðreisnarstarfið En það er einmitt það, sem stjórnarandstaðan, banda- lag Framsóknarmanna og kommúnista, vill ekki. Þessir flokkar, sem sjálfir gáfust svo hrapallega upp við að stjórna landinu, reyna að torvelda nú- verandi ríkisstjórn viðreisnar- starfið eftir fremsta megni. Þeim nægir það ekki að hafa sjálfir komið íslenzku efnahagslífi í al- gert öngþveiti. Þeir vilja líka hindra að núverandi stjórn tak- ist að skapa heilbrigt efnahags- ástand í landinu, byggja upp það sem vinstri stjórnin reif nið ur. Bandalag Framsóknarmanna og kommúnista hefur valið aumlegt og ömurlegt hlutskipti. Þessi ábyrgðarlausa stjórnarand staða iætur sig þjóðarhag engu varða. Hún einbeitir sameinuð- um kröftum sínum að þvi að hindra þá efnahagslegu viðreisn, sem þjóðinni er lífsnauðsynleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.