Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 20
20 Monr.rnntTjniB Fimmtudagur 15. des. 1960 Bram kom og pabbi stóð við orð sín. Bram hélt til hjá honum. Eitt kvöldið sagði pabbi. — Eg setla í sumarkofa í Mount Baldy í nokkra daga. Þið Bram getið haft herbergið mitt á meðan. Sextán klukkustundum seinna heyrðist óreglulegt fótatak úti fyrir og síðan var barið ofsalega á hurðina. Það var pabbi. — Skepnumar ykkar! öskraði hann. — Hvað eruð þið að gera þarna inni? Út með ykkur! — Já, en, pabbi, sagði ég gegn um skráargatið. — í»ú sagð ir okkur að taka þetta herbergi. — Út með ykkur! Hvernig dirf izt þið . . . ? Við opnuðum svo dyrnar, sár móðguð og reið. Pabbi gapti. Hann sagði, kindarlega: — Eg gleymdi . . . ég hélt, að það vseru aðrar manneskjur þama inni. Og ekki veit ég nema hann hafi hald ið það. Það var aldrei hægt, að reikna pabba út. XVI. Þegar ég nú lit um öxl, hugsa ég oft um, hvað -orðið hefði ef ég hefði komið fyrr til pabba. Því að það eitt er víst, að ég kom of seint — fyrir okkur bæði. Hér í Hollywood gátum við ekki verið saman, svo að í lagi færi. Það sem hafði kvalið pabba, þegar hann var ungur, kvaldi hann enn. Drykkjuskapurinn gerði þá kvöl kannske þolan- legri, en var jafnframt eitur fyr ir heilsu hans. Hann var sjúkari maður en hann hafði hugmynd um, þar sem hann gekk með bæði nýrna- og lifrarsjúkdóm, auk magasárs og fleira. Hann var með stöðugan handaskjálfta. í útvarpsþáttunum varð hann alit af að hafa textann skrifaðan á pappaspjald, því að hefði hann haldið á blaði í hendinni, hefði brakið í því heyrzt í útvarpinu. Og æðabólgan, sem ég hafði tek ið eftir í Chicago, hafði versnað stórum. Ef hann þurfti að standa stundinni lengur, var það hon- um kvalræði. Hann var óþolin- móður, eirðarlaus og leiður á öllu. Flaskan var eina undan- komuleiðin frá öllum þessum kvölum. En aldrei kvart.aði hann, og aldrei taldi hann raunir sínar fyrir neinum, alira sízt mér. Hann bjó einn, ásamt George í þessu risEistóra, innantóma hús- virki, með endurminningarnar að félagsskap. Og þær endur- minningar náðu langt aftur í tímann. Hann mundi ekki það sem skeði í gær, en hinsvegar mundi hann, hvar þessi og þessi mynd hafði hangið í Tate-safn- inu í London, fyrir tuttugu ár- um. Við mamma vorum líka hluti af endurminningum hans. En nú vildi ég ekki vera honum eingöngu endurminning, heldur vildi ég vera raunveruleg og ná læg honum, vera dóttirin, sem mig hafði alltaf dreymt um að vera. En það átti ekki að verða. Við pabbi vorum rétt eins og 'hnefaleikamenn, sem æfa sig saman. Ef ég lét tilfinningar mín ar í Ijós, dró hann sig í hlé. Þá sagði hann eitthvað skrítið, sneri út úr alvarlegri spurningu minni eða hló að hénni — rétt eins og hann væri hræddur við að fara að umgarígast mig öðruvísi en sjálfum hnefaleiknum tilheyrði. Kannske liefur hann særzt of- mikið, hugsaði* ég með mér, kannske hugsar hann sem svo, að ef mér fer að þykja vænt um þessa stúlku, þá sé það ekki heppilegt. Þá notar hún sér það og yfirgefur mig svo eins og all ir aðrir hafa gert. Og þannig héldum við áfram þessum upp- gerðar hnefaleik. En stundum fór hann út úr jafnvæginu, undir áhrifum víns, og þessi brynja datt af honum. Eins og í kvöldverðarveizlunni, sem ég bauð honum í með mér, hjá George Cukor, leikstjóra. Hann var gamall vinur og einn hinna fáu, sem bauð pabba heim. Og pabbi hagaði sér illa, móðg aði gesti og sagði klámfengnar sögur við borðið. Eina fræga leikkonu kallaði hann gamla hóru. Hann tætti fólk sundur eins og prakkarastrákur og með orðaforða, sem hafnarverkamað ur hefði ekki getað staðið hon um á sporði um. Hann var hvorki fyndinn né skemmtileg- ur, heldur aðeins hneykslanleg- ur. Eftir kaffið, bað George mig að fara með pabba heim. — Hann er búinn að fá nóg og hann fær meira, ef hann verður kyrr, sagði hann. En ég stóð fast á virðuleik mín um. — Já, hr. Cukor, ég skal fara með hann heim. Og það strax. Þakka yður fyrir, að þér buðuð okkur. Svo sagði ég við pabba. — Við skulum fara heim, pabbi. Þetta samkvæmi er leiðin legt. Hann kinka' i kolli alvörugef- inn og sýndist næstum allsgáð ur, þegar hann kvaddi. — Komdu inn og vertu í nótt, Treepee, sagði hann við mig á leiðinni. — Eg þoli ekki að vera einn. Og svo tautaði hann við sjálfan sig, það sem eftir var af leiðinni: — Þessi skríll — þessi bölvaði skríll! — Það var enginn skríll þarna, pabbi, sagði ég. — En þú sjálf- ur hagaðir þér illa. Þú varst fullur. — Eg . . . var . . . ekki . . . fullur, sagði hann. — Fullur er orð, sem ég m-ta aldrei. — Gott og vel, drukkinn þá, sagði ég. . En með sömu áherzlu svaraði hann: — Það var ég ekki. Eng- inn treysti mér. Þú verður hér ekki lengi áður en þú kemst að því. Svo þagði hann andartak. — Eg vona bara til guðs, að þú verðir hér ekki lengi. Vona, að þeir haldi ekki áfram samningn um við þig. Farði til New York þegar þessir sex mánuðir eru á enda. Þú heldur ekki lengi fullri dómgreind hér. Þegar hann var kominn í slopp og inniskó og ég hafði gefið hon um vatnsblandaðan vermút, varð hann fyrst klökkur fyrir alvöru. Hann talaði um mig, vonir mín- ar og framtíð, og hann talaði um mömmu. — Við skulum hringja í Fig, sagði hann. — Við skulum ná í hana í simann. — Nei, það skulum við ekki gera. Klukkan er þrjú í New York. — Ef ég þekki hana rétt, er hún ekki sofandi, sagði hann, þvermóðskulega. — Að minnsta kosti þarf ég að tala við hana um Þig. — Um mig? Eg skildi ekki upp eða niður. — Hvað ætlarðu að segja henni? Að henni hefði skjátlazt um okkur? Að þér sé sama um, hvernig ég var alin upp? Nei, honum var alls ekki sarna um uppeldið á mér. — Þú hefð h átt að svelta svolítið. Þú hefur fengið allt rétt að þér á diski: skólagöngu, ferðalög, peninga — og seinast Hollywood. Hefði Louis Shurr kannske getað prakk að þér út hérna, ef þú hefðir heitið Diana Smith? Svo féll hann í þanka. — Ef ég hefði haft alla möguleikana þíma í stað þess að svelta og reyna að verða málari . . . Jó, rétt, en þarna væri munur á. Hann —efði snilligáfu en ég ekki. — Vertu ekki með það hlægi- lega orðs, sagði hann, hvass. — Evernig gat ég vitað, hvað í mér bjó? Eg svaraði, að ef ég lenti á almennilegu hlutverki, gæti ég ef til vill sýnt einhverja hæfileika. — Öll leikritin mín á Broad- way fóru í hundana, pabbi. Eg fékk aldrei mjög slæma dóma, en lengsta leikritið gekk í þrettán vikur. — Jæja, jæja, sagði hann ó- þolinmóður, — nú skuíum við hringja Fig upp. Eg gaf honum símanúmer mömmu, og hann pantaði samtalið. Eg heyrði hann segja: — Fig? Og svo: — Hún er hérna. Hún er guðdómleg. Hún er svo falleg og lík þér. Hún er alveg eins og ég gerði mér vonir um. Eg er svo fegin, að hún skuli vera hérna. • Eg heyrði rödd mömmu, skýra og greinilega. — Já, en það er ekki ætlazr, til, að hún sé þarna . . . ekki hjá þér, í þessu húsi. Eg var búin að segja henni það. Mér datt í hug, að Bolla hefði þegar verið búin að skrifa henni það, og mér var alveg sama. — Æ, Fig . . . í guðs bænum . . Hann sýndist vera alveg allsgáð ur meðan hann var að tala við n.ömmu. — Eg hef ekkert getað •kynnzt blessuðu barninu, og þyk ist ekki vera að gera neitt rangt. Eg mun taka fullt tillit til henn ar. Lofaðu henni að vera hjá mér. Mamma lét loksins undan, úr því ég væri hvort sem er komin í húsið, sagði hún. — En gættu hennar. Láttu hana ek-ki umgang ast þetta hræðilega fólk. —. Eg hef þegar stungið upp á einum tveim ágætismönnum við hana sagði pabbi. — En hún vill ekkert hafa með þá að gera. Hún er ástfangin. Mamma snuggaði. — Jú, jú, ég held maður viti það. Hann gæti verið pabbi hennar, aldursins vegna. — Jæja, hvað um það, hún elskar hann nú, og ég hef boðið honum að koma hingað. Mamma varð bálvond. — Eg vil ekki láta hana giftast þessum manni. Hann er alltof gamall. Eg skil ekkert í þér, Jaek! Þau þæfðu nú um þetta fram og aftur og loks sagði pabbi: — Æ, guð minn góður, Fig. Eg vildi að þú vildir koma hingað. Þú ættir að gera það. — Nei, Jack, sagði hún. — Það gæti aldrei gengið. Svo varð þögn — Láttu mig tala við hana Diönu. Pabbi rétti mér símann, þegjandi. Eg lagði fast að henni. — Æ, þú verður að koma hing að mamma. Þetta er svo indælt hér og kappnóg pláss fyrir þig. Hún aftók það. Svo töluðum við eitthvað meira, og ég rétti pabba símann aftur. — Komdu hingað, í herrans nafni, Fig. Við höfum dóttur okkar hérna, og ég lofa, að þú skalt skemmta þér vel, og ég skal láta þér líða vel. Gerðu það, Fig . . . En það var árangurslaust. Samtalið end aði á því, að pabbi sagði: — Já, já. Eg skal gæta hennar eins vel og ég get. Bless, Fig! — Vivian, elskan, hvað ert þú þig Georg. Flugvélin bíður! . . . Ég hef verið þolinmóð og einkaflugvél að hnita hringi yfir að gera hér? — En Vivian . . . ég hef . . . BjóravatnL — Ég er komin til að sækja — Georg, hlustaðu nú á mig Þegar hér er komið tekur Þetta varð síðasta samtalið þeirra. Þegar símtalinu var lokið, var hann eins og bálskotinn ungur maður og gat ekki um annað talað en mömmu. — Hún var erf ið og hjónabandið okkar var vit firring, en skemmtilegt var það! Eg eiskaði enga konu eins og hana mömmu þína. Hún var sú eina sanna. Það eina góða, sem ég hef gert, gerði ég með henni. Eg elskaði hana. Þú varst ástar barn, Treepee. Já, ástarbarn. Eg var orðin hrædd um, að hann færi að gráta, og mig lang aði til að gráta. En þess í stað hló ég. — Það er allt í lagi, pabbi. Eg hjálpaði honum upp úr stólnum. Farðu nú að hátta. Eg er orðin þreytt, já, sannar- lega er ég alveg uppgefin. Eg •hjálpaði honum svo í rúrnið. Þxátt fyrir drykkj uskap og veikindi, mundi hann afmælis- SUUtvarpiÖ Fimmtudagur 15. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir, — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 13.30 Felldur inn þátturinn „Um fisk- inn“: Thorolf Smith talar við dr. Jakob Sigurðsson um súrsun á sild o. fl. 14.40 „Við sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Fjölskyldur hljóðfæranna“: Þjóð lagaþættir frá UNESCO, menning- ar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna; II. þáttur: Belghljóð- færin. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar VII. (Andrés Björnsson). b) Islenzk tónlist: Norðlenzkir karlakórar syngja. c) Skuggsýnt er skammdegi, frá- söguþáttur eftir Jóhann Hjaltason. 21.45 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Hamingjusamastl maður í heimi“, smásaga eftir Albert Maltz (Olafur Jónsson blaðamaður þýðir og les). 22.30 Kammertónleikar: Frá tónlistar- hátíðinni í Salzburg: a) Cassation í G-dúr eftir Haydn b) Þrír dansar eftir Boccherini. c) Serenata notturna í D-dúr KV. 239 eftir Mozart. Suðvest- ur-þýzka kammerhljómsveitin leikur. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 16. desember 8.0)—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leíkar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynnlngar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð- urfregnir). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá hvítum mönnum meðal Mongóla. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 2Í.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson, cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham- ar og Heimir Hannesson annast þáttinn). 20.35 Islenzkt tónlist: „Fyrir kóngsins mekt“, músik eftir Pál Isólfsson við leikrit Sigurðar Einarssonar (Þorsteinn Hannesson, Ævar R. Kvaran, Þjóðleikhúskórinn og Sinfóníuhljómsveit Islands flytja; dr. Victor Urbancic stjórnar). 21.00 Upplestur: Kristinn Reyr Péturs son skáld les úr ljóðabók sinni „Teningum kastað“. 21.10 „Harpa Davíðs": Guðmundur Matthíasson söngkennari kynnir tónlist Gyðinga; VII. og síðasti þáttur. 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; XXII. (Ragnheiður Hafstðin). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Töfraspil auglýsinganna Asgeir Júlíusson teiknari). 22.30 I léttum tón: Bing Crosby syngur og Benny Goodman og hljóm- sveit hans leika. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.